Morgunblaðið - 01.03.2019, Page 33
Eik 2019 Fremstur fyrir miðju með sixpensarann er
Árni Jónsson Sigurðsson og síðan réttsælis: Unnur
Birna Bassadóttir, Magnús Jóhann Ragnarsson, Pétur
Hjaltested, Ásgeir Óskarsson,Tryggvi Hübner, Kristófer
Jensson, Lárus H. Grímsson og Haraldur Þorsteinsson.
» Við ætlum eingöngu að flytja þettafrumsamda efni af plötunum sem að
okkar mati er rosalega skemmtilegt.
Eik 1977 Fremri
röð f.v. Lárus H.
Grímsson og Þor-
steinn Magnússon.
Standandi f.v. Pét-
ur Hjaltested,
Magnús Finnur
Jóhannsson, Har-
aldur Þorsteinsson,
Tryggvi Hübner og
Ásgeir Óskarsson.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Fimm upprunalegir liðsmenn
hljómsveitarinnar Eikar þegar
hún var upp á sitt allra besta árið
1977 efna til tónleika kl. 20.30
annað kvöld, laugardag, í Bæjar-
bíói í Hafnarfirði. Þeir ætla að
rifja upp tímabilið frá 1975 til 1977
og leika lög af tveimur breið-
skífum sínum, Speglun, sem þeir
gáfu út 1976 og Hríslan og
straumurinn sem kom út ári síðar
auk þess sem þeir taka tvö lög af
eldri smáskífu.
Fimmmenningarnir hafa ábyggi-
lega engu gleymt enda allir starf-
að og getið sér gott orð sem
tónlistarmenn frá því þeir tóku
sitt síðasta lag undir merkjum
Eikar forðum daga. Þeir eru Ás-
geir Óskarsson, trommur, Tryggvi
Hübner, gítar, Lárus Grímsson,
hljómborð, saxófónn, flauta gítar
og söngur, Pétur Hjaltested,
Hammondorgel og söngur, Har-
aldur Þorsteinsson, bassi og söng-
ur. Til liðs við sig hafa þeir
fengið söngvarana Árna
Sigurðsson, Kristófer
Jensson og Unni Birnu
Bassadóttur, sem einnig
spilar á fiðlu, og Birgi
Þórisson á hljómborð.
Vinsælasta
hljómsveitin
Frá því hljómsveitin
var stofnuð árið 1972 og
þar til hún lagði upp laup-
ana 1978 voru stöðugar
mannabreytingar. „Eins og í
flestöllum hljómsveitum í þá
daga. Þær lifðu venjulega í ár
eða svo. Ég veit ekki hvað ég
var í mörgum, til dæmis í
öllum „Péturshljómsveit-
unum“; Pelican, Paradís og
Póker,“ rifjar Ásgeir upp
og skírskotar til hljóm-
sveita sem Pétur heitinn
Kristjánsson stofnaði.
Sjálfur var Ásgeir í Eik
um eins árs skeið.
Báðar fyrrnefndar breiðskífur
hlutu mikið lof gagnrýnenda og
lesendur Dagblaðsins kusu Eik
vinsælustu hljómsveit ársins 1976.
Eik spilaði aðallega frumsamið,
framsækið rokk og fönkbræðing og
hefur raunar verið lýst sem minn-
isstæðustu fönkbræðingssveitar ís-
lenskrar tónlistarsögu. „Slík tónlist
var ekki mjög vinsæl á böllum,
sem þá voru nánast eini vettvang-
urinn fyrir spilamennsku. Tónleika-
hald eins og nú tíðkast var nánast
óþekkt, þótt einstöku sinnum væri
slegið upp stórtónleikum með
kannski tíu hljómsveitum,“ segir
Ásgeir.
En nú er öldin önnur, dansleikir
hafa lengi verið á undanhaldi og
fólk flykkist á tónleika sem aldrei
fyrr. Ásgeir og félagar sáu sér því
leik á borði að blása til tónlistar-
veislu að hætti Eikar rúmum
fjörutíu árum eftir útkomu breið-
skífanna.
Stemning fyrir tónleikum
„Við fluttum þessi lög sárasjald-
an opinberlega á sínum tíma og
finnst því mjög skemmtilegt að fá
tækifæri til að spila þau á tón-
leikum eftir öll þessi ár,“ segir
Ásgeir og lætur þess getið að
aldamótaárið hafi nánast sami,
gamli hópurinn komið saman og
leikið fyrir dansi á Hótel Íslandi
og Grand Rokk. „Þá voru dans-
leikir enn í tísku og við tókum því
bara ábreiðulög. Á tónleikunum
annað kvöld verður allt annað
uppi á teningnum. Við ætlum ein-
göngu að flytja þetta frumsamda
efni af plötunum sem að okkar
mati er rosalega skemmtilegt,“
segir Ásgeir.
Leiðir sumra Eikarmanna hafa
stundum legið saman á tónlistar-
sviðinu í áranna rás. Sumir hafa
verið og eru í mörgum hljóm-
sveitum samtímis, aðrir kenna
tónlist eða vinna mestmegnis í
stúdíói og Lárus er stjórnandi
Lúðrasveitar Reykjavíkur. Sjálfur
er Ásgeir í mörgum hljómsveitum
en þó fyrst og fremst Stuðmaður.
„Stuðmenn eru mín aðal-
hljómsveit, þótt við spilum ekki
árið um kring heldur tökum smá-
rispu öðru hverju.“
Spurður hverjir hafi verið
helstu áhrifavaldar Eikar segir
Ásgeir að bönd eins og Gentle Gi-
ant, Weather Report, Steely Dan
og Return to Forever hafi líklega
haft mest áhrif. „Og hafi Eik átt
einhvern smell hefur það helst
verið Stormy Weather af Spegl-
un,“ svarar hann aðspurður.
Fönkepli falla ekki langt frá Eikinni
Framsækið rokk og fönkbræðingur verða aðalstefin á tónleikum Eikar í Bæjarbíói annað kvöld
Lög af breiðskífunum Speglun og Hríslan og straumurinn frá áttunda áratug liðinnar aldar
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019
Verðlaunahátíð Evrópsku kvik-
myndaverðlaunanna, EFA, verður
haldin í Hörpu í desember á næsta
ári en hún eru haldin annað hvert
ár í Berlín og hin árin í borgum sem
sækja um að halda hana. Stofnað
var til verðlaunanna árið 1988 með
það að markmiði að efla og vekja
athygli á evrópskri kvikmynda-
gerð, að því er fram kemur í til-
kynningu og segir þar að um viða-
mikið samstarfsverkefni sé að ræða
milli ríkis og Reykjavíkurborgar.
Hafa viðræður við Evrópsku kvik-
myndaakademíuna staðið yfir í all-
nokkurn tíma en umsókn um að
halda hátíðina í Reykjavík var lögð
fram um miðjan desember í fyrra.
Tvær aðrar borgir sóttust eftir því
að halda hátíðina.
Ráðgert er að samhliða hátíðinni
fari fram fjölmargir hliðarvið-
burðir tengdir evrópskum kvik-
myndum og kvikmyndagerð, að því
er fram kemur í tilkynningunni og
kemur þar fram að hátíðin hafi lað-
að til sín erlenda gesti víða að úr
kvikmyndaheiminum og vel á ann-
að hundrað erlendra blaðamanna.
Því er ljóst að um umfangsmikinn
menningarviðburð er að ræða sem
hljóta mun athygli og umfjöllun
víða um lönd og beina sjónum fólks
að Íslandi og Reykjavík sem og að
íslenskri kvikmyndagerð og menn-
ingu. „Stjórnendur Evrópsku kvik-
myndaverðlaunanna hafa skoðað
aðstæður í Hörpu og telja að húsið
sé forsenda þess að hægt sé að
halda viðburð sem þennan á Ís-
landi. Ráðgert er að hátt í 1.400
gestir verði viðstaddir verðlauna-
hátíðina sjálfa og að sýnt verði
beint frá henni, hér heima og víða
erlendis. Tímasetning hátíðarinnar
hentar vel en desember er sá mán-
uður þar sem einna líklegast er að
slíkir viðburðir hafi jákvæð áhrif á
ferðaþjónustu og atvinnulíf auk
þess sem margvísleg tækifæri gef-
ast til þess að vekja athygli á ís-
lenskri menningu,“ segir í tilkynn-
ingunni.
EFA á Íslandi
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin
verða veitt í Hörpu á næsta ári
AFP
Á hátíð Wim Wenders, forseti Evr-
ópsku kvikmyndaakademíunnar,
með eiginkonu sinni Donötu.
Fermingarblað
Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn 15. mars
Fermingarblaðið er
eitt af vinsælustu
sérblöðum
Morgunblaðsins.
Fjallað verður um
allt sem tengist
fermingunni.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 11. mars.
SÉRBLAÐ