Morgunblaðið - 01.03.2019, Síða 36
HEITASTA
VERÐIÐ
Í SÓLINA
ALICANTE FRÁ
8.999kr.*
Ferðatímabil: maí 2019
BARCELONA FRÁ
8.999kr.*
Ferðatímabil: maí - júní 2019
GRANCANARIA FRÁ
12.999kr.*
Ferðatímabil: mars - apríl 2019
TENERIFE FRÁ
16.999kr.*
Ferðatímabil: apríl - maí 2019
MÍLANÓ FRÁ
8.999kr.*
Ferðatímabil: maí - júní 2019
*Verðmiðast viðWOWbasic aðra leiðmeðsköttumef greitt ermeðNetgíró ogflugbókað framog til baka.
Segðu skilið við suddann,
skelltu þér í sólina og láttu
veturinn líða úr þér.
Það er ódýrara en þú heldur.
Ráðstefna um barna-
og unglingabækur
„Þetta er mikið högg og ferlegt
svekkelsi og ég er smátt og smátt
að melta tíðindin. En eitt er víst að
ég lofa að koma sterkari en nokkru
sinni fyrr til baka á völlinn,“ segir
Grétar Þór Eyþórsson, hinn bar-
áttuglaði leikmaður ÍBV, sem mun
ekki geta leikið handbolta næsta
árið. Hann er þó staðráðinn í að
snúa aftur í febrúar að ári. »1
„Þetta er mikið högg
og ferlegt svekkelsi“
Nikulás Stefán Nikulásson og Leik-
hópurinn X setja upp 12 tíma langa
uppfærslu á leikritinu Beðið eftir
Godot í Open við Grandagarð 27 á
laugardag, 2. mars, frá kl. 15 til kl.
3. Gjörningur þessi fjallar um leik-
hópinn Ert’ ekki að grínast í mér
sem hittist á fyrstu æfingu fyrir 12
tíma uppsetningu á Beðið eftir Go-
dot. Þau ætla sér að notast við
sjálflærða spunaaðferð til að vinna
uppsetninguna og mun
þessi fyrsta æfing
vera tilraun til þess
að renna í gegnum
leikritið á 12 tímum,
finna út hver á að
leika hvern, rýna
saman í leik-
ritið og
brjóta til
mergjar.
Beðið í 12 klukkutíma
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Söngleikurinn Clueless, sem bygg-
ist á vinsælli samnefndri kvikmynd,
var frumsýndur fyrir nemendur
Fjölbrautaskólans í Garðabæ í hús-
næði skólans á miðvikudagskvöld.
Almennar sýningar hefjast 7. mars.
„Sýningin er metnaðarfull og allt
unnið frá grunni; handrit, tónlist,
textagerð og fleira. Leikarar í
verkinu eru 37 en í heild koma 80
manns að sýningunni,“ segir
Ágústa Marý Eyvindardóttir,
markaðsstjóri leikfélagsins Verð-
andi í FG. Ágústa segir að frum-
sýningin hafi gengið vel og við-
tökur gesta verið mjög góðar.
„Tvö síðustu ár hafa verið sett
upp barnaleikrit. Í ár langaði okk-
ur að setja upp leikrit með stelpu í
aðalhlutverki og því varð Clueless
fyrir valinu. Það verk hefur ekki
verið sett upp áður á Íslandi,“ segir
Ágústa. Hún bætir við að Clueless
sé rómantískur gamansöngleikur
sem fjalli um menntaskólastelpuna
Cher sem býr með ríka fólkinu í
Beverly Hills í Hollywood. Til þess
að fá betri einkunnir leiði hún sam-
an á stefnumót tvo kennara.
Ágústa segir aðalpersónurnar í
söngleiknum vera Cher og vinkon-
ur hennar tvær, Dionne og Tai
Frazier.
Krefjandi og skemmtilegt
Ágústa segir að leikhópurinn
hafi æft frá því í október. Í janúar
hafi svo tekið við stífar æfingar á
hverjum degi en leikstjórinn láti
nám nemenda hafa forgang. Marg-
ir krakkar taka færri einingar á
vorönn en allir sem taka þátt í leik-
ritinu fái það metið til eininga.
Að sögn Ágústu er það góð
reynsla og krefjandi að taka þátt í
leiklistarstarfsemi og félagsskap-
urinn skemmtilegur. Ágústa, sem
bauð sig fram til starfa sem mark-
aðsstjóri leikfélagsins, segir að sér
hafi fundist starfið spennandi.
Kosningabaráttan hafi ekki verið
hörð en hún hlotið hnossið.
Leikstjóri sýningarinnar og þýð-
andi er Anna Katrín Einarsdóttir.
Hildur Kristín Stefánsdóttir sér
um tónlist og semur 11 ný lög fyrir
söngleikinn. Danshöfundur er Sara
Margrét Ragnarsdóttir. Allir aðrir
sem starfa baksviðs í söngleiknum
eru nemendur FG.
„Við erum bjartsýn og höfum
sett upp 12 sýningar en við reikn-
um alveg eins með því að þurfa að
bæta við sýningum líkt og í fyrra,“
segir Ágústa, sem á von á að miða-
sala verði komin í gang á tix.is í
dag.
Fyrsta alvöruverk leikstjórans
„Clueless er mitt fyrsta alvöru-
verkefni. Leikgerðin er í söng-
leikjaformi, byggð á Clueless-
kvikmyndinni. Ég notaði spuna
með krökkunum til þess að stækka
bakgrunnshlutverk og gera meira
úr þeim,“ segir Anna Katrín Ein-
arsdóttir leikstjóri, sem er ánægð
með samstarfið við nemendur FG.
Hún segir þau hæfileika- og hug-
myndarík, opin, jákvæð og tilbúin
að takast á við krefjandi verkefni.
Rómantískur gaman-
söngleikur í Garðabæ
Morgunblaðið/Eggert
Söngleikur Allt klárt hjá nemendum FG fyrir frumsýningu Clueless 7. mars.
Clueless í Fjölbrautaskóla Garðabæjar Nemendur fá einingar
Upptekin Skyggnst inn á heimili Cher þar sem allir eru uppteknir í símanum.
FÖSTUDAGUR 1. MARS 60. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Ráðstefna um barna- og unglinga-
bókmenntir verður haldin í Borg-
arbókasafninu í Gerðubergi á morg-
un frá kl. 10.30 til 13 og verður
sjónum beint að þeim umræðum
um gæði barnabóka sem fóru fram í
fyrra. Erindi flytja rithöfundarnir
Margrét Tryggvadóttir og Ragn-
heiður Gestsdóttir sem einnig er
myndhöfundur. Að ráðstefnu lok-
inni verður tilkynnt hvaða bækur
eru tilnefndar til Barnabókmennta-
verðlauna Reykjavíkurborgar.