Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019 PÁSKATILBOÐ 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM INNRÉTTINGUM TIL PÁSKA Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Á aðalfundi Hvalaskoðunarsam- taka Íslands, sem haldinn var á Húsavík um helgina, var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórn- völd að afturkalla reglugerð sem gefin var út af sjávarútvegs- ráðherra í febrúar sl. Strax verði hafin vinna við að meta þjóð- hagsleg áhrif hvalveiða. Þá ítrekar aðalfundurinn kröfu sína um að raunverulegt hags- munamat fari fram þar sem fullt til- lit sé tekið til hagsmuna hvalaskoð- unar, ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina áður en frekari hvalveiðar fari fram við Ísland. Fundurinn skorar jafnframt á samgönguráðherra að sjá til þess að breytingar verði gerðar á Sigl- ingasviði Samgöngustofu með tilliti til þjónustustigs, bættrar þjónustu við ferðaþjónustufyrirtæki og lausnamiðaðri vinnubragða. Samtökin hvetja stjórnvöld til að endurskoða stefnu Íslands í hval- veiðimálum. Það sé löngu tímabært að þau viðurkenni hvalaskoðun sem raunverulega nýtingu hvalastofna. Vilja afturkalla reglu- gerð um hvalveiðar Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hvalaskoðun Steypireyður blæs í Skjálfandaflóa og bar því vel í veiði fyrir ferðamenn í hvalaskoðunarferð. Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur til rann- sóknar fíkniefna- mál sem upp kom fyrr í mánuð- inum þegar ís- lenskur karl- maður á sextugsaldri reyndi að smygla rúmlega einum og hálfum lítra af amfetamínvökva inn í landið. Mað- urinn var að koma frá Barcelona á Spáni þegar tollverðir stöðvuðu hann í Leifsstöð. Í farangri hans voru tvær 780 millilítra rauðvínsflöskur sem reyndust innihalda amfetamínvökv- ann. Maðurinn sætir nú gæslu- varðhaldi og miðar rannsókn máls- ins vel, segir í dagbók lögreglu. Veitir lögregla ekki frekari upplýs- ingar að svo stöddu. Með amfetamín- vökva í tveimur rauðvínsflöskum Amfetamínvökva smyglað inn. Tvær rússneskar sprengjuflugvélar komu í gærmorgun inn á loftrýmis- eftirlitssvæði Atlantshafsbandalags- ins hér við land. Í frétt Landhelg- isgæslunnar segir að tvær óþekktar flugvélar hafi komið inn á loftrým- iseftirlitssvæðið sem hvorki höfðu tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjársvara í gangi. Í ljós kom að um var að ræða rúss- neskar vélar af gerðinni Tupolev Tu-142 (Bear F). Tvær orrustuþotur ítalska flug- hersins flugu til móts við rússnesku sprengjuflugvélarnar til að auð- kenna þær. Var það gert í samræmi við vinnureglur Atlantshafsbanda- lagsins en ítölsku þoturnar eru hér á landi við loftrýmisgæslu. Flugvél- arnar voru innan loftrýmiseftirlits- svæðis Atlantshafsbandalagsins en utan íslenskrar lofthelgi. Rússnesk- ar herflugvélar flugu síðast inn á loftrýmiseftirlitssvæðið í desember 2018 en eru oft á ferð undan strönd- um Noregs. ,,Loftrýmisgæsla Atlantshafs- bandalagsins við Ísland stendur nú yfir en flugsveit ítalska flughersins kom nýverið hingað til lands,“ segir í frétt gæslunnar. Ítalska flugsveitin er með fjórar Eurofighter Typhoon EF-2000 orrustuþotur. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Orrustuþota Ítölsku þoturnar eru á Íslandi við loftrýmisgæslu NATO. Flugu inn á eftirlitssvæði NATO  2 þotur til móts við rússnesku vélarnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.