Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019 Ég verð að geta unnið og lifað. Laus við verki. Fyrir góða líðan nota ég Gold, Active og gelið. Erna Geirlaug Árnadóttir – innanhússarkitekt Það fyrsta, sem leiðtogar verkalýðs- hreyfingarinnar verða að átta sig á, er, að launahækkanir eru eitt baráttumál, en kostnaðarlækkanir og stöðugleiki ætti að vera annað. Sennilega væri farsælast fyrir launamenn og verka- lýð, ef það síðar- nefnda væri baráttu mál númer eitt. Launþegasamtökin hafa verið að setja fram kröfur sínar og vekur það athygli að leiðtogar hreyfing- arinnar hafa forðast umræðuna um gjaldmiðilinn, krónuna, en þeir eru samt – og það réttilega – að fárast mikið yfir þeim okurvöxtum, sem hún veldur skuldurum landsins og þá ekki sízt húsnæðiskaupendum og leigjendum – oft ungu fólki – en það er einmitt þessi þjóðfélags- hópur, sem forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar ættu einkum og sér í lagi að leggja sig fram um að vernda. Sér þetta ágæta fólk ekki beint samband krónu og okurvaxta? Skil- ur þetta fólk ekki að orsakavaldur hárra vaxta er fyrst og fremst veik, sveiflukennd og óútreiknanleg króna – svikatólið – og, að ekki verður komizt fyrir rætur vaxta- vandans, nema með því að skipta um gjaldmiðil; fara yfir í evruna, sem reyndar er stöðugasti og sterkasti gjaldmiðill heims. Forysta launþega virðist halda að Seðlabanki og ríkisstjórn beri ein ábyrgð á þeim yfirkeyrðu vöxt- um sem í gangi eru. Að nokkru er þetta rétt. Stefna Seðlabanka Ís- lands í vaxtamálum er með öllu úr- elt og samræmist engan veginn þeirri lágvaxtastefnu, sem aðrir vestrænir seðlabankar hafa fylgt síðustu 11 árin. Enginn nema íslenzkur seðla- bankastjóri hefur lagt „raunvexti“ til grundvallar sinni vaxtastefnu, auk þess, sem þessir raunvextir hafa verið reiknaðir út á mjög vafasaman hátt; með því að taka húsnæðiskostnað inn í vísitöluút- reikning og reikna síða raunvexti ofan á þá vísitölu. 25 aðrar evrópskar þjóðir gera þetta ekki. Þær halda húsnæðis- kostnaði utan framfærsluvísitölu, enda stjórnast hann af öðrum þátt- um en almennt verðlag og fram- færsla. Ef húsnæðiskostnaður hefði ekki verið inn í íslenzkri framfærslu- vísitölu, hefði verðbólga hér síð- ustu fjögur árin verið lítil eða eng- in, oft í mínus. Svo, þó að seðla- bankastjóri hefði viljað halda sínu úrelta raunvaxtastriki, þá hefðu stýrivextir ekki þurft að vera nema 0,5-1%. Að þessu leyti má réttilega sak- ast við Seðlabanka um þá miklu vaxtabyrði, sem skuldarar landsins hafa mátt bera, margfalt það, sem gerist í nágrannalöndunum, en, þó að forsætisráðherra sé yfir Seðla- banka og geti haft þar áhrif á ákveðna þætti, getur hann ekki hlutast mikið til um vaxtastefnuna en í þeim efnum hefur Seðlabanki að mest sjálfstæði og eigin ákvörð- unarrétt. Ríkisstjórnin getur þó haft óbein áhrif á vaxtastefnuna með vali manna í peningastefnunefnd. Hinn stórfelldi vaxtavandi er því fyrst og fremst afleiðing af hand- ónýtum gjaldmiðli, krónunni, sem hoppar upp og niður, oft án nokk- urra réttra ástæðna og enginn veit hvert fer eða hvar hún endar. Sjá forustumenn launþega og verkalýðshreyfingarinnar þetta virkilega ekki!? Og ef þeir sjá það, af hverju í ósköpunum setja þeirra þá nýjan og traustan lágvaxtagjald- miðil, evruna, ekki efst á sinn baráttulista? Ég hef átt tal við formann VR um þetta mál, og hann virtist með á nótunum, hefur samt ekkert í þessu aðhafst þó að virkur og baráttuglaður sé. Nýr formaður ASÍ virðist leiða umræðuna um þetta allra stærsta hagsmunamál umbjóðenda sinna hjá sér. Treystir þetta fólk sér ekki í stóra slaginn eða sér það ekki skóginn fyrir trjánum? Það þarf ekki mikla reiknimeist- ara til að sjá hverjar klyfjar há- vextir krónunnar leggja á herðar skuldara landsins. Nú síðustu mán- uði hefur krónan fallið um 10%. Reynslan sýnir, að um helmingur slíks gengisfalls fer fljótlega út í verðlagið; 5%. Það blessaða fólk sem álpaðist til að taka verðtryggt lán og skuldar kannski 40 milljónir er nú í einu vetfangi orðið 2 millj- ónum króna fátækara. Venjulegt fólk sem kaupir sér íbúð á 50 milljónir, tekur lán upp á 40 milljónir og þarf að borga af því 6,5% vexti, er með vaxtabyrði upp á 2,6 milljónir á ári; 217 þúsund á mánuði. Í evrulandi mætti fá svona lán með 1,5% vöxtum, sem þýðir vaxtabyrði upp á 600 þúsund á ári af 40 milljón króna láni; 50 þúsund á mánuði. Umframgreiðsla Íslend- ingsins kr. 167 þúsund á mánuði. Hvar annars staðar finnur for- usta launþega annan eins ávinning fyrir sína umbjóðendur, svo að ekki sé nú talað um þann stöð- ugleika og það öryggi sem evru myndi fylgja og þá vitneskju um það hvar menn standa og munu standa í sínum eigna- og skulda- málum til frambúðar. Á sama hátt og hávextir kýla upp kostnað húsnæðiskaupenda, heldur það auðvitað uppi leigu- verði, en húsbyggjendur og þeir, sem fjárfesta í húsnæði, leigusal- arnir, verða auðvitað líka að borga okurvexti krónunnar. Það sama gildir um fjármögnun verzlunar- og þjónustufyrirtækja, sem vitaskuld verða að hækka sitt vöru- eða þjónustuverð að sama skapi. Vaxtaokrið gegnumsýrir allt þjóðfélagið, en í lok dags eru það launþegar og neytendur, almenn- ingur í landinu, sem verður að greiða þennan kostnað. Skuldsetning Íslendinga mun vera um 6.000 milljarðar. Ef með- alvextir, sem almenningur, fyrir- tæki, sveitarfélög og ríkissjóður þarf að greiða af þessari skuld er 6%, þá eru vextir einir 360 millj- arðar á ári. Á ervusvæðinu, gætu þessir vextir verið 1-2%. Sparnaður 4-5%, sem jafngildir 280 millj- örðum á ári. Fyrir það fé mætti endurbyggja allt vegakerfi landsins, árlega, eða byggja þrjá nýja Landspítala, líka árlega. Hvernig getur forysta laun- þega og almennings í landinu leitt þetta fár krónunnar hjá sér!? Sér launþegafor- ustan ekki skóginn fyrir trjánum? Eftir Ole Anton Bieltvedt Ole Anton Bieltved » Sér þetta ágæta fólk ekki beint samband krónu og okurvaxta, að orsakavaldur hárra vaxta er fyrst og fremst veik, sveiflukennd og óútreiknanleg króna? Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Einn helsti þrösk- uldurinn í kaupum á fasteignum er fjár- mögnunin. Þetta á sérstaklega við um þá sem hafa verið í leiguhúsnæði og vilja eignast eigin íbúð. Fæstir eru þess megnugir að greiða húsaleigu og safna fyrir útborgun í fast- eign á sama tíma. Sú var tíðin að fólkið í landinu var í persónulegum samskiptum við lánastofnanir. Viðkomandi starfsmaður lánastofnunar þekkti gjarnan til viðskiptavinarins og viðskiptasögu hans ef því var að skipta. Mat á lánshæfi viðskipta- vinarins var, meðal annars, byggt á gagnkvæmu trausti, virðingu og persónulegri viðkynningu. Nú kynni einhver að segja að slíkt bjóði upp á óeðlileg tengsl og klíkuskap. Það kann að hafa verið í einhverjum tilvikum, en þorri viðskiptanna fór fram án þess að slakað væri á kröfum um heiðar- leika og að standa við gerða samninga og gefin loforð. Í dag er talað er um að ákvarð- anir séu nú teknar af fólki sem horfir á excel-skjöl daginn inn og daginn út, starfar í myrkviðum lánastofnana og sér aldrei dagsins ljós né andlit viðskiptavinarins. Þá virðist sem fólk sé fært til í starfi til að rjúfa persónuleg tengsl sem kunna að hafa mynd- ast. Þetta er víst túlkað sem ör- yggisatriði? Margir hafa búið í leiguhús- næði og greitt leigu skilvíslega um áraraðir. Algengt leiguverð hleypur kannski á bilinu 200-300 þúsund kr. á mánuði. Þegar kem- ur að greiðslugetumati í lána- stofnun kemur í ljós að sá sem leitar fjár til fasteignakaupa stenst ekki greiðslugetumat sem kallar á greiðslubyrði sem nemur 150.000 kr. á mánuði. Þetta er m.a. af því að í reiknikerfum vegna greiðslugetu eru innbyggðar ófrá- víkjanlegar viðmið- anir um framfærslu- kostnað o.fl. Nú er það svo að fólk er misjafnt, með mis- munandi þarfir og hæfileika. Því helst mismunandi vel á peningum, nýtir tekjur sínar misvel og hefur ólíkan lífs- stíl. Það sem dugar einum vel hrekkur skammt fyrir annan. Sá sem hefur greitt háa leigu skilvíslega um langa tíð er líklegur til að standa sig enn bet- ur þegar kemur að afborgunum af húsnæðisláni. Við kaup á fasteign verða til nýir hagsmunir sem brýnt er að verja auk þess sem til mikils er að vinna, þ.e. að auka við eignarhlutinn í fasteigninni. Könnun á því hvort sá sem leitar eftir fé til íbúðakaupa uppfylli fyrirfram sett skilyrði í excel- skjali á ekkert skylt við mat eða matsvinnu, þótt hugtakið „greiðslumat“ hafi verið notað um fyrirbærið. Mat felst miklu frekar í að afla upplýsinga um viðkom- andi manneskju, framkvæma at- hugun og rannsókn á hennar hög- um í samstarfi við hana og meta þann tiltekna einstakling sjálf- stætt og óháð utanaðkomandi áhrifum og fyrirframgerðum stað- alímyndunum. Hugmynd Hvernig væri að gefa kost á að taka tillit til fjárhagssögu við- skiptavinar? T.d. með því að leggja til grundvallar leigusamn- inga sem leigjandi hefur staðið við. Það mætti sýna fram á skil- vísi leigjanda með útskrift á bankareikningi hans. Þá mætti taka tillit til meðmæla leigusala auk fleiri atriða sem til greina geta komið. Viðmiðun greiðslu- getu verður þá í aðalatriðum að greiðslubyrði af lánum að við- bættum fasteignagjöldum, fast- eignatryggingum og afskriftum gæti orðið því sem næst sú sama og leigugreiðslurnar sem greiddar hafa verið skilvíslega. Kostir Við fasteignakaup breytist lífs- stíll leigjanda/kaupandans ekki. Hafi leigjandi staðið sig vel og verið skilvís verður enn ríkari ástæða til að vera það áfram. Kaup á fasteign fara fram á al- mennum markaði og hafa því eng- in skekkjuárif á hann. Þessi grein er sú þriðja í röð- inni sem ég rita um þetta efni. Ég hef sett fram eða endurvakið þrjár hugmyndir að úrræðum í húsnæðismálum, sem gætu virkað og ekki var að finna í skýrslu átakshópsins sem skipaður var til að finna lausnir á þessum vanda. Með þessu er ekki verið að kasta rýrð á vinnu átakshópsins, en sennilegt er að aldur þeirra sem þar sátu hafi valdið því að sum úrræðin, sem þar var bent á, hafa verið reynd, en ekki reynst sem skyldi. Þeir sem muna tímana tvenna geta stundum lagt gott til mála og jafnvel afstýrt feigðar- flani. Lausnir felast ekki alltaf í kúvendingum heldur lítilsháttar stefnubreytingum. Það er ljóst að engin ein lausn hentar öllum. Þess vegna á að vera fjölbreytt flóra úrlausna til staðar. Hvað svo sem excel-skjöl og hagtölur segja verður manneskjan seint felld undir meðaltöl og miðgildi. Við erum eins ólík og við erum mörg. Fábreytt og einföld úrræði í hús- næðismálum leysa því ekki vand- ann sem við er að glíma. Þriðja húsnæðisúr- ræðið sem gæti virkað Eftir Magnús Axelsson »… ákvarðanir séu teknar af fólki sem horfir á excel-skjöl dag- inn inn og út, starfar í myrkviðum lánastofn- ana og sér aldrei andlit viðskiptavinar. Magnús Axelsson Höfundur er fasteignasali. fasteignir@maxco.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.