Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Veður víða um heim 18.3., kl. 18.00
Reykjavík 7 rigning
Hólar í Dýrafirði 7 súld
Akureyri 7 skýjað
Egilsstaðir 6 skýjað
Vatnsskarðshólar 7 rigning
Nuuk -10 snjókoma
Þórshöfn 6 skýjað
Ósló 4 heiðskírt
Kaupmannahöfn 5 léttskýjað
Stokkhólmur 1 snjókoma
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 7 heiðskírt
Brussel 8 heiðskírt
Dublin 9 súld
Glasgow 8 skýjað
London 9 skúrir
París 9 skýjað
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 5 skúrir
Berlín 6 skúrir
Vín 7 skýjað
Moskva 3 heiðskírt
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 14 heiðskírt
Barcelona 13 léttskýjað
Mallorca 13 skýjað
Róm 13 léttskýjað
Aþena 17 heiðskírt
Winnipeg -2 alskýjað
Montreal -3 léttskýjað
New York 4 heiðskírt
Chicago 3 léttskýjað
19. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:33 19:40
ÍSAFJÖRÐUR 7:37 19:45
SIGLUFJÖRÐUR 7:20 19:28
DJÚPIVOGUR 7:02 19:09
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á miðvikudag Suðvestan 15-23 m/s norðvestantil
fram eftir degi, annars 8-15 m/s.
Á fimmtudag Suðvestan og sunnan 10-15 m/s. Él
sunnan- og vestanlands, léttskýjað norðaustantil.
Sunnan og síðar suðvestan 8-15 m/s. Rigning sunnan- og vestantil, en fer síðan yfir í skúrir eða
slydduél, fyrst vestanlands. Úrkomulítið og bjart með köflum á norðausturhorninu. Kólnar.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Nýr dómsmálaráðherra Þórdís, Kol-
brún Reykfjörð Gylfadóttir, ætlar að
nálgast dóm Mannréttindadómsstóls
Evrópu (MDE) vegna skipunar dóm-
ara í Landsrétt af yfirvegun, þetta
sagði hún í umræðum sem fram fóru
um dóminn og viðbrögð við honum á
Alþingi í gær.
Þórdís sagði að verkið væri vanda-
samt og í hennar huga væri það ekki
endilega spurning um annaðhvort
eða. Það þyrfti að eiga sér stað hags-
munamat með heildarhagsmuni ís-
lenskrar stjórnskipunar og réttar-
kerfisins í huga. Þórdís sagði að í
stöðunni sem nú væri uppi væri mik-
ilvægt að löggjafarvaldið á Alþingi
legði sig fram um að hefja málið upp
úr skotgröfum hinna hefðbundnu
stjórnmála og treysta stoðir íslensks
réttarkerfis. Það væri mikilvægt að
þingmenn tækju höndum saman um
að leysa úr stöðunni sem upp væri
komin vegna Landsréttar.
Í máli Þórdísar kom fram að í
augnablikinu væri engin ein augljós
leið með augljósum fararskjóta á
augljósan áfangastað sem hægt væri
að fara á.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra sagðist er hún flutti munnlega
skýrslu um dóm MDE á þinginu í
gær ekki líta svo á að ráðherrar sem
tjáð hefðu sig um dóminn og viðrað
sjónarmið um inntak hans hefðu ver-
ið að tala niður Mannréttindadóm-
stólinn. Katrín telur að leyfa þurfi
samtal um það hvaða mat löggjafar-
valdið leggi á rökstuðning fyrir
dómnum.
Katrín sagði að henni hefði verið
bent á það að dómur Mannréttinda-
dómstólsins hefði verið mjög fram-
sækinn í þeirri merkingu að hann
væri fordæmalaus og færi aðrar leið-
ir en áður hefði sést.
„Þá er mikilvægt að við gefum
okkur þetta svigrúm til að eiga það
samtal. Erum við sammála þeim rök-
semdum sem þarna eru undir og er
þetta af þeim orsökum mál sem væri
eðlilegt að skjóta áfram til efri deild-
ar Mannréttindadómstólsins?“
spurði Katrín og svaraði því til að
hún teldi að Alþingi ætti að gefa sér
svigrúm til þess að ræða það.
Dómurum fjölgar mögulega
Katrín sagði einnig í umræðunum
að mögulega þyrftu þingmenn að
vera undir það búnir, þrátt fyrir að
það lægi ekki fyrir nú, að fjölga á
næstunni dómurum í Landsrétti.
Fjölgunin yrði gerð til þess að
tryggja eðlilegt starfsumhverfi dóm-
stólsins í kjölfar dóms Mannréttinda-
dómstólsins.
Leitað til erlendra séfræðinga
Í máli Katrínar kom einnig fram
að ekki væri ólíklegt að kallaður yrði
til erlendur sérfræðingur til þess að
fara yfir dóminn með forsætis- og
dómsmálaráðherra og skoða það ít-
arlega hvort tilefni væri til þess að
láta á það reyna hvort yfirdeild
Mannréttindadómstóls Evrópu tæki
málið fyrir. Katrín taldi einnig að full
ástæða væri til þess að skoða minni-
hlutaálit Mannréttindadómstólsins
gaumgæfilega.
Í máli Katrínar kom fram að hún
teldi að Sigríður Á. Andersen, fyrr-
verandi dómsmálaráðherra, hefði
axlað pólitíska ábyrgð á málinum
með því að biðjast lausnar frá emb-
ætti sínu. Katrín lagði áherslu á að
gefa þyrfti tíma til þess að fara yfir
dóminn og vega hann og meta. Þingið
fengi nú tækifæri til þess að takast á
við dóminn þannig að sómi yrði að.
Logi Einarsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, fagnaði því að for-
sætisráðherra hefði gefið út yfirlýs-
ingu um að vinna við skoðun á dómi
Mannréttindadómstólsins yrði í sam-
ráði við alla flokka. Logi sagði Sam-
fylkinguna tilbúna til þess að koma
að þeirri vinnu á þeim forsendum að
hún yrði byggð á vandvirkni og virð-
ingu fyrir Mannréttindadómstóln-
um.
Ræða rökstuðning dómsins
„Vonandi verður þessi dómur til
þess að nú heyri sögunni til að ráð-
herrar freistist til að skipa í dómstóla
af geðþótta fólk sem er ekki hæfast
úr röðum umsækjenda. Vitandi að
það geti kallað yfir skattborgarana
skaðabætur en viðkomandi dómarar
sitji sem fastast,“ sagði Logi og spáði
því að kostnaður vegna dóms Mann-
réttindadómstólsins yrði mikill. Lík-
lega myndi kostnaður vegna klúðurs
fyrrverandi dómsmálaráðherra
hlaupa á hundruðum milljóna króna.
Logi sagði dýrt að halda úti óháð-
um og góðum dómstólum og dóms-
kerfi og það væri fyllilega fjárfest-
ingarinnar virði. En skipanir
fyrrverandi dómsmálaráðherra í
Landsdóm hefðu hins vegar verið
fjáraustur og hægt hefði verið að
spara og nota umrætt fé á betri hátt.
Morgunblaðið/Hari
Athygli Umræða um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu fór fram á Alþingi í dag og fylgdust þingmenn og ráðherrar vel með umræðunni.
Engin augljós áfangastaður
Dómur MDE til umræðu á Alþingi í gær Treysta þarf stoðir réttarkerfisins
Katrín vill samtal um rök dómsins Logi fagnaði yfirlýsingu um samráð
Hervör Þorvalds-
dóttir, forseti
Landsréttar,
greiddi atkvæði
gegn bókun
stjórnar dóm-
stólasýslunnar
vegna dóms
Mannréttinda-
dómstóls Evrópu í
síðasta mánuði
þar sem fram kom
að meta skyldi áhrif málskots til yfir-
deildar dómstólsins áður en slík
ákvörðun yrði tekin. Þetta staðfestir
Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri
Dómstólasýslunnar, í samtali við
mbl.is í gær en Hervör svaraði ekki
skilaboðum til að upplýsa um efni
bókunar hennar.
Farið er einnig fram á það í bókun
meirihluta Dómstólasýslunnar að
dómsmálaráðuneytið „hlutist til um
lagabreytingu um að heimilt verði að
fjölga dómurum við Landsrétt. Þetta
tekur mið af því að fjórir dómarar við
réttinn geta að óbreyttu ekki tekið
þátt í dómstörfum. Án þess að gripið
verði til þessa úrræðis mun álagið við
réttinn aukast verulega með tilheyr-
andi drætti á meðferð mála.“
Hervör er einn fimm fulltrúa í
stjórn Dómstólasýslunnar en eins og
fram kemur í Morgunblaðinu í gær
var ekki einhugur innan stjórnar-
innar um að lýsa ætti yfir slíkri af-
stöðu í fréttatilkynningu. Benedikt
Bogason, hæstaréttardómari og for-
maður stjórnar Dómstólasýslunnar,
sagði í blaðinu að stjórnvöld hefðu
farið nokkuð geyst í að fullyrða það
að vísa ætti dómi Mannréttinda-
dómstólsins til yfirdeildar hans áður
en faglegt mat yrði lagt á slíkt.
hjorturjg@mbl.is
Greiddi at-
kvæði gegn
bókuninni
Stjórn Dómstóla-
sýslunnar ósammála
Hervör
Þorvaldsdóttir
Ökumaður sem lögreglan á Suður-
nesjum tók úr umferð vegna gruns
um fíkniefnaakstur um helgina
reyndist hafa fleira á samviskunni
því meint fíkniefni fundust í farang-
ursrými bifreiðar viðkomandi, seg-
ir í dagbók lögreglunnar.
Um tíu ökumenn aðrir voru einn-
ig teknir úr umferð vegna gruns
um fíkniefnaakstur. Einn þeirra ók
bifreið sem var óskoðuð, auk þess
sem öryggisbúnaði hennar var
verulega áfátt og voru skráningar-
merki tekin af henni. Þá voru höfð
afskipti af fáeinum ökumönnum
sem óku sviptir ökuréttindum.
Tvö umferðaróhöpp voru á
Suðurnesjum um helgina.
Með fíkniefni í
farangursrýminu