Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 36
Starfsmannafatnaður
fyrir hótel og veitingahús
Hótelrúmföt
og handklæði
fyrir ferðaþjónustuna
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Vikapiltinn
• Hótelstjórnandann
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík
sími 561 9200 | eddaehf@eddaehf.is
www.eddaehf.is
Allt lín fyrir:
Hótelið • Gistiheimilið • Bændagistinguna • Airbnb
Veitingasalinn • Heilsulindina • Þvottahúsið
Sérverslunina
Kvartett trommuleikarans Péturs
Östlund leikur á tónleikum djass-
klúbbsins Múlans kl. 21 annað kvöld
í Kaldalóni í Hörpu. Pétur fæddist í
New York, fluttist 11 ára til Íslands
og lærði trommuleik. Hann varð
fljótlega þátttakandi í íslensku
bítlabyltingunni og síðar í íslensku
djasslífi. Árið 1969 fluttist hann til
Svíþjóðar, býr þar enn og hefur leik-
ið með mörgum heimsþekktum
djasstónlistarmönnum.
Östlund á Múlanum
ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 78. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
ÍBV og Selfoss unnu góða úti-
sigra í lokaleikjunum í 18. umferð
Olís-deildar karla í handknattleik í
gærkvöld. Eyjamenn gerðu góða
ferð á Hlíðarenda og unnu sann-
gjarnan sigur gegn Valsmönnum
og Selfyssingar hrósuðu sigri gegn
KA-mönnum á Akureyri. »2-3
ÍBV og Selfoss
unnu góða sigra
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Ég hóf fyrst störf hjá Landhelgis-
gæslunni í apríl 2018 og byrjaði í
janúar síðastliðnum í starfi vélstjóra
en fram að þeim tíma gegndi ég ann-
arri stöðu innan gæslunnar,“ segir
Tinna Magnúsdóttir, 2. vélstjóri á
varðskipinu Þór, í samtali við
Morgunblaðið. Er hún fyrsta konan
í sögu Landhelgisgæslu Íslands til
að fá fastráðningu í starf vélstjóra.
Þegar Morgunblaðið náði tali af
Tinnu var hún önnum kafin við
vinnu sína um borð í Þór. Var þá
verið að undirbúa þriggja vikna út-
hald þar sem Tinna mun standa
vaktina í hjarta skipsins ásamt yfir-
vélstjóra og 1. vélstjóra, en Þór
leggur af stað frá bryggju á morgun,
miðvikudag.
Tinna brautskráðist frá Vélskóla
Íslands í maí 2017, en fyrir var hún
blikksmiður. Spurð hvað fékk hana
til að læra til vélstjóra kveðst hún
ekki vita svarið.
„Ég bara hreinlega veit ekki hvað
varð til þess að ég fór í þetta nám.
Ég er spurð þessarar spurningar
svolítið oft en hef eiginlega ekkert
svar við henni. Eftir að ég lauk námi
í blikksmíði langaði mig til að læra
eitthvað meira. Svo bara gerðist
það,“ segir hún og bætir við: „Ég
hitti aftur á móti á rétt nám!“
Fáar konur lokið sama námi
Fyrsta konan til að verða vélstjóri
hér á landi hóf nám árið 1974, en það
ár var gerð breyting á reglum sem
leyfði konum að stunda nám í vél-
stjórn. Fram að þeim tíma var það
ekki leyfilegt.
Aðspurð segir Tinna mjög fáar
konur hafa brautskráðst með sama
próf og hún, eða innan við tíu konur.
„Ég held við séum átta talsins
sem höfum útskrifast með þessi
réttindi frá því að okkur var leyft að
fara í þetta nám. Þetta eru stærstu
réttindin,“ segir hún.
– En hvernig er að starfa hjá
Landhelgisgæslunni?
„Það er mjög fínn mórall hérna og
frábær hópur sem ég er að vinna
með hjá gæslunni,“ segir hún.
Þýðingarmikið fyrir gæsluna
Ásgeir Erlendsson, upplýsinga-
fulltrúi Landhelgisgæslu Íslands,
segir það vera „ákaflega ánægju-
legt“ að kona skuli nú gegna starfi
vélstjóra hjá gæslunni.
„Þetta er þýðingarmikið skref
fyrir stofnunina enda er yfirlýst
markmið hjá Landhelgisgæslunni að
auka hlut kvenna í starfseminni.
Hér á landi hafa fáar konur útskrif-
ast vélstjórar og við erum heppin að
fá eina þeirra til liðs við okkur.
Núna eru fjórar konur í áhöfnum
varðskipanna og við bindum vonir
við að þær verði fleiri á komandi ár-
um.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vélstjóri Tinna Magnúsdóttir var önnum kafin um borð í varðskipinu Þór þegar Morgunblaðið tók hana tali.
Sú fyrsta í sögu Land-
helgisgæslu Íslands
Tinna Magnúsdóttir stendur vaktina í hjarta v/s Þórs
Ásgeir Sigurgeirsson ætlar sér að
komast í fjórða skipti í úrslit í loft-
skammbyssu á Evrópumeistara-
mótinu í skotfimi sem nú er hafið í
Osijek í Króatíu. Ásgeir varð þýskur
meistari með félagsliði sínu í vetur
og ætlar sér að komast á Ólympíu-
leika í annað skipti á næsta ári en
kveðst ekki hafa tekið það mjög
nærri sér að
missa afar
naumlega
af því að
keppa á
leikunum í
Ríó árið
2016. » 1
Ætlar sér í úrslitin
á EM í fjórða skipti