Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Lögreglan í Hollandi leitaði í gær 37
ára gamals manns frá Tyrklandi,
Gokmen Tanis, en hann var grun-
aður um að hafa skotið þrjá til bana
og sært níu til viðbótar í skotárás í
borginni Utrecht í gærmorgun. Var
hann að endingu handtekinn um eft-
irmiðdaginn eftir umtalsverða leit.
Árásin átti sér stað í sporvagni við
fjölfarin gatnamót í borginni laust
fyrir klukkan ellefu að staðartíma.
Flúði árásarmaðurinn af vettvangi í
stolnum bíl sem fannst síðar yfirgef-
inn annars staðar í borginni. Sáust
sérsveitarmenn umkringja byggingu
nálægt þar sem stolni bíllinn fannst,
en ekki var víst hvort Tanis væri þar
innandyra.
Lögreglan sendi í gær frá sér
myndir úr öryggismyndavél vagns-
ins, sem sýndu Tanis stuttu fyrir
árásina, og var almenningur varaður
við að nálgast hann, en hafa þegar í
stað samband við lögregluna ef sæist
til hans. Pieter-Jaap Aalbersberg,
yfirmaður hryðjuverkavarna Hol-
lands sagði í gær að tilkynnt hefði
verið um skotárásir á nokkrum stöð-
um og ekki bara í sporvagninum.
Á hæsta viðvörunarstigi
Borgin lamaðist í kjölfar árásar-
innar og lýstu stjórnvöld því yfir að
Utrecht væri á hæsta viðvörunar-
stigi vegna hryðjuverkaárása meðan
árásarmaðurinn væri enn ófundinn.
Háskólinn í Utrecht aflýsti öllum
fyrirlestrum og sporvagnar borgar-
innar voru kyrrsettir. Sjúkrahús
borgarinnar setti sérstaka neyðar-
áætlun í gang og öryggisgæsla við
flugvelli var stóraukin. Þá var örygg-
isgæsla aukin við moskur í bæði Ut-
recht og í Rotterdam.
Héraðsþingkosningar eiga að vera
í landinu á miðvikudaginn og sam-
þykktu allir flokkar að ljúka kosn-
ingabaráttu sinni í virðingarskyni
við fórnarlömb árásarinnar.
Mark Rutte, forsætisráðherra
Hollands, sagði að ekki væri hægt að
útiloka að um hryðjuverk væri að
ræða. Sagði Rutte að árásin væri
árás á hið opna samfélag sem Hol-
lendingar hefðu í svo miklum háveg-
um. Lofaði hann því að þjóðin myndi
aldrei leyfa umburðarleysi að ná
völdum í Hollandi.
Hollenskum stjórnvöldum bárust
samúðarkveðjur víðsvegar að í kjöl-
far árásarinnar. Voru Jean-Claude
Juncker, forseti framkvæmdastjórn-
ar Evrópusambandsins og Jeremy
Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, í
hópi þeirra sem vottuðu samúð sína.
Minnst þrír látnir í Utrecht
37 ára gamall Tyrki grunaður um ódæðið Ekki hægt að útiloka hryðjuverk
AFP
Hryðjuverk Lögreglumenn rann-
saka sporvagn eftir árásina í gær.
Óttast er að meira en þúsund manns séu látnir í Mósam-
bík eftir hitabeltisstorminn Idai, sem gekk yfir landið
fyrir helgi. Þá eru að minnsta kosti 150 manns sagðir
látnir í Simbabve, en þessir menn báru í gær ættingja
sinn til grafar í bænum Chimanimani í austurhluta
landsins. Talið er öruggt að mannfallið sé enn meira.
AFP
Mannfallið eftir storminn eykst
Emmanuel Mac-
ron Frakklands-
forseti hélt í gær
neyðarfund með
ríkisstjórn sinni
eftir að mótmæli
„Gulu vestanna“
svonefndu ollu
umtalsverðum
skaða.
Ákvað ríkis-
stjórnin að reka
Michel Delpuech, lögreglustjóra
Parísarborgar, þar sem lögreglan
hefði ekki haldið óeirðaseggjum í
skefjum.
Um 5.000 lögreglumenn voru á
vaktinni í París um helgina, en
fjöldi mótmælenda við Ódáinsvelli,
Champs-Elysees, var áætlaður um
700 manns. Voru eigendur verslana
í nágrenninu sagðir ævareiðir þar
sem mótmælendum var gefinn laus
taumur til þess að brjóta og bramla.
Hefur ríkisstjórnin ákveðið að
banna mótmæli við vellina og
hækka sektir fyrir óspektir.
Lögreglustjórinn
rekinn eftir óeirðir
Emmanuel
Macron
FRAKKLAND
John Bercow,
forseti neðri
deildar breska
þingsins, til-
kynnti í gær að
hann myndi ekki
leyfa Theresu
May forsætisráð-
herra að bera
samkomulag sitt
við Evrópusam-
bandið um út-
göngu Breta í þriðja sinn undir
deildina, nema búið væri að gera
efnislegar breytingar á því.
May hafði hugsað sér að knýja
fram þriðju atkvæðagreiðsluna um
samkomulagið á morgun, miðviku-
dag, í þeirri von að andstaða við
það hefði minnkað eftir að þingið
hafnaði að yfirgefa sambandið án
samnings í síðustu viku. Samkomu-
lagið hefur þegar verið fellt tvisvar
sinnum með miklum mun.
May mun sækja um frestun á út-
göngunni síðar í vikunni.
Fær ekki þriðju at-
kvæðagreiðsluna
John
Bercow
STÓRA-BRETLAND
Ástralinn Brenton Tarrant, sem
grunaður er um að hafa skotið 50
manns til bana í moskuárásunum í
Christchurch fyrir helgi, hyggst
verja sig sjálfur, en hann rak lög-
fræðing sinn í gær.
Ríkisstjórn Nýja-Sjálands til-
kynnti í gær að hún hefði samþykkt
að hert yrði á byssulöggjöf landsins.
Sagði Jacinda Ahern, forsætisráð-
herra landsins, að ríkisstjórnin væri
einhuga um ákvörðunina, en sam-
starfsflokkur hennar í ríkisstjórn-
inni, Nýja-Sjáland fyrst, hefur hing-
að til ekki verið hlynntur hertari
reglum. Formaður flokksins, Win-
ston Peters utanríkisráðherra, sagði
hins vegar að heimurinn hefði breyst
með árásinni á föstudaginn.
Fórnarlamba árásarinnar var
minnst með ýmsum hætti í gær.
Þannig söfnuðust vinir og ættingjar
fórnarlambanna saman við Al Noor-
moskuna og báðu saman við sólsetur
í gær. Fyrr um daginn höfðu Maór-
ar, frumbyggjar Nýja-Sjálands,
haldið sérstaka hreinsunarathöfn við
moskuna til að sýna samhug sinn.
Recep Tayyip Erdogan, forseti
Tyrklands, var gagnrýndur í gær, en
hann notaði myndbandsupptökur
þær sem Tarrant gerði af árásunum
og setti á Facebook á sérstökum
framboðsfundi fyrir sveitarstjórnar-
kosningar sem haldnar verða í lok
mánaðarins.
Sagði Erdogan að stefnuskrá
Tarrants sýndi að hér væri um sam-
særi að ræða gegn múslimum og
minntist Gallipoli, orrustu í fyrri
heimsstyrjöld þar sem hersveitir frá
Ástralíu og Nýja-Sjálandi reyndu án
árangurs að hertaka tyrknesku
sundin. Sagði Winston Peters að um-
mæli Erdogans væru til þess fallin
að setja líf Nýsjálendinga erlendis í
hættu og fordæmdi þau harðlega.
Herða á byssu-
löggjöfinni
Árásarmaður-
inn hyggst verja
sig sjálfur
AFP
Minning Fórnarlamba árásarinnar
var minnst víða um landið í gær.
Boeing-flugvélaverksmiðjurnar til-
kynntu í gær að sjálfvirkt flug-
stjórnarkerfi 737 Max-flugvélanna
hefði staðist allar öryggiskröfur sem
bandarísk yfirvöld hefðu gert og
fylgt öllum fyrri fordæmum. Til-
kynnt var á sunnudaginn að rann-
sókn á flugritum vélarinnar sem
fórst í Eþíópíu í síðustu viku hefði
leitt í ljós mikil líkindi með því flug-
slysi og flugslysi Lion Air í október
síðastliðnum þar sem vél sömu gerð-
ar fórst.
Hafa böndin einkum beinst að
kerfi sem á að koma í veg fyrir að
vélin ofrísi. Samkvæmt heimildum
Wall Street Journal er bandaríska
samgönguráðuneytið að rannsaka
hvernig kerfið hafi komist í gegnum
skoðun bandarísku flugumferðar-
stofnunarinnar, FAA. Þá mun dóms-
málaráðuneytið vera að kanna hvort
eitthvað saknæmt hafi átt sér stað
við hönnun Max-vélanna.
Fylgdu
reglugerð-
um FAA