Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019
✝ Margrét Sig-ríður Karls-
dóttir fæddist í
Reykjavík 27.
september 1931.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 7. mars 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Karl Óskar Sig-
mundsson, f. 25.3.
1910, d. 4.8. 1937,
og Jóna Gíslína Sigurðar-
dóttir, f. 2.9. 1910, d. 6.4.
1998. Margrét ólst upp hjá
föðurforeldrum sínum, Sig-
mundi Rögnvaldssyni fisksala
og Margréti Jónsdóttur. Syst-
ur Margrétar eru: 1) Guðríður
Lillý Karlsdóttir, f. 3.9. 1930,
d. 18.5. 1988. 2) Karlotta Ósk
Karlsdóttir, f. 18.2. 1935, d.
8.12. 1935. Hálfbróðir Mar-
grétar sammæðra er Sigurður
Brynjólfsson, f. 11.12. 1942, d.
maður Jónu er Guðbjartur
Karl Ingibergsson, þau slitu
samvistum. Dóttir þeirra er
Karen Ösp, f. 27.3. 1992, í
sambúð með Eggerti Sveini
Jóhannssyni. 3). Sigmundur
Már Herbertsson, f. 1.8. 1968,
kvæntur Sigurbjörgu Eydísi
Gunnarsdóttur, f. 3.6. 1970.
Synir þeirra eru Herbert Már,
f. 20.6. 1992, í sambúð með
Kristínu Gerði Óladóttur.
Gunnar Már, f. 10.9. 2001,
kærasta Indíana Dís Ástþórs-
dóttir.
Margrét ólst upp í Reykja-
vík hjá föðurforeldrum sínum
og frændsystkinum. Hún út-
skrifaðist ljósmóðir 30.9. 1956
og var ljósmóðir á Hvamms-
tanga. Eftir að hún flutti til
Njarðvíkur var hún frá árinu
1963 ljósmóðir á sjúkrahúsinu
í Keflavík og vann þar síðustu
starfsárin sem sjúkraliði. Þeg-
ar hún lét af störfum sökum
aldurs tók hún að sér sjálf-
boðaliðastörf hjá Suðurnesja-
deild Rauða krossins.
Margrét verður jarðsungin
frá Fríkirkjunni í Reykjavík í
dag, 19. mars 2019, og hefst
athöfnin klukkan 13.
25.2. 2013. Hinn
31.12. 1958 gekk
Margrét að eiga
Herbert Sædal
Svavarsson húsa-
smíðameistara, f.
21.4. 1937, d. 28.9.
2007. Börn þeirra
eru: Svavar, f. 5.6.
1959. 2) Jóna Kar-
lotta, f. 11.5. 1960.
Fyrri eiginmaður
hennar er Guð-
bergur Guðnason, þau slitu
samvistum. Dætur þeirra eru
Ásta María, f. 18.3. 1983. Eig-
inmaður hennar er Brynjar
Valgeir Steinarsson, f. 26.12.
1978, og dóttir þeirra er Kar-
lotta Karitas, f. 17.6. 2009.
Margrét Ósk, f. 20.5. 1985.
Synir hennar eru Herbert
Snær, f. 1.12. 2007, og Alex-
ander Berg, f. 28.12. 2016.
Barnsfaðir er Númi Finnur
Aðalbjörnsson. Seinni eigin-
Það eru margar minningar
sem koma upp í huga okkar þeg-
ar við minnumst þín, elsku
mamma, tengdamamma og
amma. Það er dýrmætt á þessum
erfiðu tímum að eiga og rifja upp
ýmsar góðar og skemmtilegar
minningar sem við eigum um þig.
Sem móðir hugsaðir þú vel um
örverpið þitt hann Simma, barst
hag hans fyrir brjósti og varst af-
ar stolt af honum. Þegar Sibba
kom 17 ára í fjölskylduna tókst
þú henni opnum örmum frá
fyrsta degi. Þegar ömmustrák-
arnir síðan fæddust kom aldrei
annað til greina en að þú sem
ljósmóðir værir viðstödd fæðing-
ar þeirra. Það gaf okkur styrk að
finna öryggið, umhyggjuna og
hlýjuna sem fylgdi nærveru
þinni. Herbert Már og Gunnar
Már voru svo heppnir að alast
upp í næsta nágrenni við ömmu
og afa. Þú elskaðir að fá að passa
þá þegar þeir voru litlir, umvafð-
ir þá kærleika og tungumálinu
því þú elskaðir að tala við þá, þó
að þeir ómálga gætu ekki svarað
þér. Þeir nutu góðs af því að geta
alltaf leitað til ykkar, hvort sem
það var að kíkja í heimsókn eða
gista. Ef þeir voru veikir fannst
þeim fátt betra en að fara í
pössun til þín og vera í ömmu-
dekri. Enda elskaðir þú að stjana
við þá þegar þeir voru hjá þér.
Þú fylgdist alltaf vel með þeim
og varst afar stolt af þeim. Ef við
foreldrarnir voru uppteknir sótt-
ir þú þá eða keyrðir í skóla og á
æfingar. Þú varst alltaf tilbúin að
rétta hjálparhönd og það var
aldrei veisla án þess að þú mætt-
ir með þína víðfrægu brúnköku
sem öll börn í fjölskyldunni voru
sólgin í. Við eigum líka margar
góðar minningar úr sumarbú-
staðnum við Þingvallavatn þar
sem þið áttuð ykkar sælureit.
Bátsferðir á vatninu, rennt fyrir
fisk, gönguferðir, mokað í sand-
inum, sólböð á pallinum og tekið í
spil á kvöldin. Þú áttir ekki í
vandræðum með að töfra fram
dýrindis veitingar þegar gesti
bar að garði, í bústaðnum og
heima á Holtsgötunni. Alltaf
höfðuð þið nóg fyrir stafni og
hlutverkaskiptin voru skýr á
báðum stöðum. Þú sást um öll
inniverkin af miklum myndar-
skap meðan Hebbi sá um að
smíða og dytta að öllu úti við,
enda var hann þúsundþjala-
smiður.
Áhugamál þín voru íþróttir og
þú hafðir yndi af því að fylgjast
með körfuboltanum og þá sér-
staklega þínu liði, Njarðvík. Í
mörg ár fórstu á alla þeirra
heimaleiki, varst í stuðnings-
mannaklúbbnum og áttir þitt
fasta sæti í stúkunni.
Þú áttir afar farsælan feril
sem ljósmóðir, hafðir oft orð á því
sjálf hversu heppin þú hefðir ver-
ið í starfi. Fyrst fórst þú borgar-
barnið til starfa á Hvammstanga
og í sveitunum í kring. Síðar á
sjúkrahúsinu í Keflavík. Enn
heyrum við frásagnir kvenna
sem tala um þig af miklum hlý-
leika og þakklæti. Hversu vel þú
reyndist þeim í fæðingunni og á
sængurlegunni.
Það breyttist svo margt þegar
afi Hebbi lést árið 2007. Þú sakn-
aðir hans alltaf svo mikið og áttir
erfitt með að komast yfir sorgina.
Þú varst vanaföst og lítið fyrir
breytingar og því vildir þú halda
þínu striki og búa áfram í húsinu
ykkar sem hann byggði.
En núna hefur þú fengið hvíld-
ina þína og við vitum að afi Hebbi
hefur tekið þig í faðm sér.
Hjartans þakkir fyrir allt.
Sigurbjörg, Sigmundur
Már, Herbert Már og
Gunnar Már.
Meira:
mbl.is/minningar.is
Elsku besta amma mín, þá er
komið að kveðjustund og mikið
er ég fegin að við fjölskyldan
náðum að hitta þig í síðasta sinn
þegar við vorum á Íslandi um
daginn þó að heimsóknin hafi
verið stutt. Við vorum á leiðinni
aftur í úrslit á hundasýningu og
þú talaðir um hvað þig langaði
mikið með okkur en því miður
gætirðu það ekki, ég vildi óska að
þú hefðir getað komið með. Þú
varst alltaf mikill dýravinur og
passaðir að eiga alltaf hundakex
fyrir ferfættu barnabörnin og á
veturna var garðurinn alltaf full-
ur af smáfuglum sem fengu nóg
að borða hjá þér. Það voru ekki
bara dýrin sem nutu góð-
mennsku þinnar, frá því að ég
man eftir mér man ég eftir þér
styrkja hin ýmsu góðu málefni og
held að þú hafir átt mjög erfitt
með að segja nei.
Það var alltaf mikil gleði að
koma í heimsókn til ykkar afa,
hvort sem það var til Njarðvíkur
eða í sumarbústaðinn. Það var
stjanað við okkur börnin, við
fengum alltaf snúð úr Valgeirs
bakaríi og pik nik minnir mig
alltaf á þig því það fengum við
alltaf hjá þér í litlum lituðum
skálum. Ef við komum til Njarð-
víkur fórum við á vídeóleiguna og
leigðum strumpana og fengum að
sjálfsögðu strumpaópal með.
Þú varst þekkt sem körfu-
boltaamma mín og ég var alltaf
svo stolt að segja vinum mínum
frá því hvað þú varst áhugasöm
um körfubolta, frá öllum stíla-
bókunum sem þú áttir heima með
úrklippum úr íþróttafréttunum.
Að fara með þér á körfuboltaleiki
var líka ótrúlega gaman og þú
varst svo mikill Njarðvíkingur að
það kom ekkert annað til greina
en að það yrði líka liðið sem ég
héldi með. Þegar þú varst áttræð
vorum við svo heppnar að vinna
ferð til Boston þar sem ég hafði
sent inn sögu þína í keppni hjá
Icelandair og sagt að þig dreymdi
um að fara á NBA-leik og þar
sem þú hafðir haldið með Boston
frá því að þú varst ung var það að
sjálfsögðu borgin sem varð fyrir
valinu. Við fórum ásamt mömmu,
Karen og Eggerti á tvo NBA-
leiki og þó að heilsan hafi ekki
verið upp á sitt besta hjá þér á
þessum tíma er ég viss um að
þessari ferð hefðirðu aldrei viljað
sleppa og alveg yndislegt að fá að
upplifa þetta með þér.
Ég er svo þakklát fyrir að
Karlotta hafi líka fengið að kynn-
ast þér og fyrir allar minningarn-
ar sem við eigum um þig.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Þín
Ásta María.
Komið er að kveðjustund og
margt ber að þakka. Maddý
frænka hefur verið hluti af lífi
okkar systkina frá fyrstu tíð. For-
eldrar hennar kynntust í Suður-
pól þar sem fjölskyldur þeirra
bjuggu hlið við hlið og felldu hugi
saman og gengu í hjónaband, full
bjartsýni og vonar þótt kjörin
væru kröpp. Þau eignuðust fyrsta
barnið, Guðríði Lillý, í september
1930 og ári síðar fæddist Maddý
og Karlotta Ósk fæddist 1935, en
hún lést 10 mánaða úr berklum.
Hálfbróðir Maddýjar var Sigurð-
ur Brynjólfsson f. 1942, d. 2013.
Efnahagur Karls og Jónu var
erfiður og lífsbaráttan hörð, enda
atvinnuleysi mikið á þessum ár-
um og við bættust alvarleg veik-
indi þegar Karl greindist einnig
með berkla og þurfti að leggjast
inn á Vífilsstaðaspítala í erfiða
meðferð. Berklarnir leiddu Karl
til dauða 1937. Vegna erfiðleika
ungu fjölskyldunnar varð það að
ráði að Sigmundur afi okkar og
amma Margrét sóttu Maddý litlu
ársgamla og fóru með hana heim í
Suðurpól og síðan á Grundarstíg
15b þar sem Maddý var til full-
orðinsára. Þetta hafði verið gert
til að létta undir með fjölskyldu
Kalla og Jónu en Maddý var
aldrei skilað aftur. Fyrir á heimili
afa og ömmu voru systurnar
Hulda, sem var þá um tvítugt og
móðir okkar Inga, þá 10 ára. Upp
frá því voru Maddý og Inga nán-
ast sem systur og voru þær mjög
nánar alla tíð.
Maddý fór í Ljósmæðraskól-
ann, lauk þaðan prófi og starfaði
sem ljósmóðir eftir það m.a. á
Hvammstanga og í Keflavík.
Hún var natin og góð ljósmóðir,
heppin var það stundum kallað,
þótt heppni hefði minnst með það
að gera. Hún kunni sitt fag.
Maddý kynntist Herbert Sæ-
dal Svavarssyni trésmið úr
Njarðvík og opinberuðu þau
fljótlega trúlofun sína. Þau
gengu í hjónaband á gamlársdag
1958 og fluttu fyrst til Keflavíkur
en hófu síðan byggingu íbúðar-
húss að Holtsgötu 41 í Ytri-
Njarðvík sem var heimili beggja
til æviloka. Þetta vakti mikla
lukku hjá okkur bræðrum því við
höfðum fylgst með Hebba af að-
dáun þar sem hann fór um götur
bæjarins á fallegum ljósbláum
amerískum kagga og orðlagður
fyrir að fara furðu hratt yfir.
Hvort sem það er satt eða logið
þá varð okkur strax ljóst að Her-
bert var einstaklega vandaður
maður og prúðmenni hið mesta.
Herbert lést 2007 og var þá mik-
ill harmur kveðinn. Þau Maddý
eignuðust þrjú börn, Svavar,
Jónu og Sigmund Má. Allt fyr-
irmyndarfólk. Maddý bjó áfram á
Holtsgötunni þótt það yrði æ erf-
iðara þegar aldurinn færðist yfir.
Hún gat ekki hugsað sér að flytja
en naut frábærrar dagþjónustu á
Nesvöllum. Nú er gangan á enda.
Í huga okkar er endalaust þakk-
læti fyrir tryggð, frændrækni og
vináttu liðinna ára. Blessuð sé
minning Maddýjar frænku.
Fyrir hönd barna Ingu Sig-
munds og fjölskyldna þeirra,
Eiríkur Hermannsson.
Margrét S.
Karlsdóttir
Elsku pabbi minn, eftir veik-
indi þín síðustu árin ert þú kom-
inn í Guðsríki þar sem þjáningar
þínar eru horfnar og þú getur
aftur byrjað að skemmta þér og
öðrum, en engum hefur leiðst að
umgangast þig.
Þegar ég lít til baka verður
mér fyrst og fremst hugsað til
þín þar sem ég fór sem 17 ára
drengur til Noregs, þar sem þú
hafðir skaffað mér sumarvinnu
með skóla á veitingahúsinu
Mölla í Osló. Þar var mér mikil
og skemmtileg lífsreynsla, þar
sem þú varst þá léttur og
skemmtilegur að umgangast, þó
að þú værir nú ekki sá besti í að
segja mönnum til. Gleymi ég því
aldrei fyrsta vinnudeginum, þar
sem ég kom til þín og þú sagðir
mér að ég ætti að sjá um þessi
sjö borð hér í horninu á þessum
veitingastað, og það ætti bara að
gera það svona og svona, og
varst svo hlaupinn á annan stað í
húsinu. En ég hafði aldrei þjónað
til borðs áður, hvað þá á svona
fínum stað þar sem kóngafólk og
aðallinn sótti, og ég þurfti að eld-
steikja risahumarinn og steik-
urnar og skera út fyrir framan
Eyþór Þórisson
✝ Eyþór Þórissonfæddist 17. des-
ember 1938. Hann
lést 7. mars 2019.
Útför Eyþórs fór
fram 15. mars 2019.
Þau leiðu mistök
urðu að textar víxl-
uðust milli greina
Jóns Þórs Eyþórs-
sonar og Einars
Skúlasonar og eru
greinarnar því
endurbirtar. Biður Morgun-
blaðið alla hlutaðeigandi afsök-
unar á þessum mistökum.
gestina, hita sós-
urnar á pönnunni
og eldsteikja
franskar pönnukök-
ur með Grand
Marnier-sósu, og
alla vega aðrar
kúnstir. En ótrúlegt
en satt þá komst ég
í gegnum þetta og
þú kenndir mér
smátt og smátt það
sem var mikilvægt í
þessu fagi, enda kunnir þú þetta
allt sjálfur upp á tíu, ásamt því
að töfra gestina upp úr skónum,
sem af sér leiddi mikið þjórfé og
skemmtilegar stundir með þér í
Noregi eftir það. En ég kom til
þín á hverju sumri næstu árin og
við unnum á sama stað.
Seinna þegar þú fluttir aftur
til Íslands áttum við meiri sam-
skipti en nokkurn tímann áður,
og þá helst eftir að ég flutti frá
Danmörku eftir háskólanám mitt
og þú vildir að ég stofnaði stjórn-
málaflokk fyrir þig á Seyðisfirði,
sem var gert undir nafninu Þ-
listinn, listi óháðra Seyðfirðinga.
Það var skemmtileg að vinna að
því með þér þótt það væri nú
stundum erfitt, þar sem þú vildir
nú oft ekki blanda þér í pólitíkina
sem þú komst af stað, þar sem
þú áttir nú svo marga vini í öllum
hinum flokkunum.
Þú varst alltaf mikill lífsorku-
bolti, skemmtilegur og viðskipta-
hugmyndir þínar voru endalaus-
ar, en þú áttir þó þína erfiðu
daga þar sem Bakkus stjórnaði
ferðum þínum. En ákvaðst þó
sjálfur fyrir níu árum að hætta
alveg og gerðir það, sem varð nú
til þess að þú eignaðist gott sam-
band við mig og fjölskyldu mína,
þar sem við áttum margar góðar
hátíðarstundir saman, auk þess
sem börnin mín, afabörnin þín,
hafa unnið með þér á Kaffi Láru
á Seyðisfirði, og þið átt góðar
stundir saman.
Sakna þín, þinn sonur,
Jón Þór.
Framan af ævinni þekkti ég
ekki Eyþór frænda persónulega
af því að hann bjó í Danmörku og
Noregi. Ég heyrði hins vegar
ýmsar skrautlegar sögur af hon-
um og fannst hann um margt
spennandi. Mamma þekkti hann
auðvitað mjög vel enda var hann
aðeins níu árum eldri en hún þó
að hann væri móðurbróðir henn-
ar og þau ólust upp að sumu leyti
saman í Olíustöðinni í Hvalfirði.
Ég var á þrítugsaldri þegar Ey-
þór flutti heim til Íslands og eftir
það var auðvelt að kynnast hon-
um enda tók hann mér ávallt vel
og vildi allt fyrir mig gera og
mér þótti strax mjög vænt um
hann.
Eitt af því skemmtilega við
Eyþór voru hugmyndirnar hans.
Eitt sinn hringdi hann í mig og
sagðist ætla að gera mig ríkan.
Ég hváði og vildi heyra meira og
þá sagðist hann ætla að veita
mér einkarétt á sögum um æsku
hans í Hvalfirði og að ég ætti að
búa til sjónvarpsþætti. Þetta
væri svo gott efni að þættirnir
myndu seljast um allan heim og
ég yrði forríkur. Þetta varð
reyndar ekki að veruleika, en
varð kannski til þess að ég hafði
enn eina ástæðuna til að fara
austur og hitta hann og alla hina
skemmtilegu Seyðfirðingana.
Eitt sinn kallaði hann reyndar á
mig austur með formlegri hætti
til að hjálpa til við skipulagningu
á jólahlaðborði og sagði heima-
fólki að hann hefði kallað á sér-
fræðing að sunnan til að tryggja
góða framkvæmd og þegar ballið
var byrjað eftir jólahlaðborðið
sagði hann: „Einar, fáðu þér einn
longdrinks og farðu svo að at-
huga með stelpurnar hérna.“
Ég man líka að eitt sinn var
ég búinn að ákveða að ganga frá
Seyðisfirði til Borgarfjarðar
eystri og fékk að gista á sófanum
hjá Eyþóri. Fyrir brottför vildi
hann gefa mér hádegismat. Ég
mætti því í hádegismatinn á
gönguskónum og með bakpok-
ann tilbúinn. Sunnuholtsbræð-
urnir voru mættir og auðvitað
Eyþór og á borðinu voru stór föt
af grilluðum humri og tvær
flöskur af rauðvíni. Hann Eyþór
hafði lag á því að gera hlutina
ólíkt öllum öðrum.
Eyþór átti sjálfur alltaf erfitt
með áfengið og fór margsinnis í
meðferð. Túrarnir hans enduðu
oft með því að hann var langt
niðri og þurfti hjálp til að komast
á réttan kjöl. Hann átti SÁÁ
margt að þakka og edrú tímabil-
in hans voru sem betur fer miklu
lengri en túrarnir. Hann átti hins
vegar erfitt með að halda sig
fjarri áfenginu til lengdar enda
sagðist hann ekki fá góðar hug-
myndir nema undir áhrifum og
svo framkvæmdi hann þær þeg-
ar hann var edrú.
Eyþór frændi var virkilega
góður maður og vildi öllum vel.
Hann var gjafmildur og margir
fengu að njóta þess í gegnum tíð-
ina í mat og drykk. Hann fór
auðvitað ekki nægilega vel með
sig og líklega fór heilsan að bila
af þeim sökum. Hann fékk svo
pláss á Hrafnistu og ég heimsótti
hann öðru hvoru þar og sagði
sögur úr daglega lífinu. Stundum
var eins og hann væri fjarlægur
en ef talið barst að víni og vífi þá
stóð ekki á viðbrögðum. Og lík-
lega mun ég ávallt minnast hans
í tengslum við veislur og
skemmtun og hugsa um einstak-
an mann sem fór ótrúlega fjöl-
breyttar og óhefðbundnar leiðir í
lífinu.
Einar Skúlason.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
EIRÍKUR ÁGÚSTSSON
skipasmiður,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði
föstudaginn 8. mars.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 22. mars
klukkan 13.
Sesselja Eiríksdóttir
Hafsteinn Eiríksson
Ágúst Þór Eiríksson
Haraldur Ragnar Ólafsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BIRNA ÞÓRA GUÐBJÖRNSDÓTTIR,
Reykjavíkurvegi 16,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu þriðjudaginn 12. mars.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 21. mars kl. 13.
Rúnar Þór Egilsson Svanhildur M. Bergsdóttir
Guðbjörn Egilsson Sigurjón Egilsson
Egill Fannar Rúnarsson
Bergdís Mjöll Rúnarsdóttir Trausti Kristinsson
Heiðrún Birna Rúnarsdóttir Nanna Ósk Arnarsdóttir
og barnabarnabörn