Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019
✝ Baldur Jónssonfæddist í
Reykjavík 2. mars
1923. Hann lést 25.
febrúar 2019.
Foreldrar hans
voru Jón Erlends-
son, f. 1878, d.
1967, og kona hans
Dómhildur Ás-
grímsdóttir, f.
1887, d. 1928.
Þeirra börn auk
Baldurs voru: Þuríður Svala, f.
1918, d. 2006, Oddný Hlíf, f.
1920, d. 1949, og Ása Hulda, f.
1921, d. 1992. Seinni kona Jóns
var Guðleif Bárðardóttir, f.
1889, d. 1983. Þeirra dóttir er
Katrín, f. 1933. Baldur ólst upp í
Reykjavík en dvaldi öll sumur á
Einar Kárason. Þeirra dætur
eru Þórunn, Kamilla, Hildur og
Júlía. Þau eiga sjö barnabörn. 4)
Jón Páll rafvirki. Hans kona er
Steinunn Þorkelsdóttir. Þau
eiga börnin Ernu Valdísi, Sunnu
Dís, Karl og Þórð. Þau eiga eitt
barnabarn. 5) Margrét tákn-
málstúlkur. Hennar maður er
Jónas Arnmundsson. Hún á
börnin Baldur Þór, Orra Pál,
Styrmi og Jónínu og fjögur
barnabörn.
Ungur fór Baldur til sjós og
var m.a. háseti á Goðafossi þeg-
ar hann var skotinn niður í
seinni heimsstyrjöldinni. Hann
lærði rafvélavirkjun, sneri aftur
til sjós og var í mörg ár á Gull-
fossi. Síðustu áratugi starfs-
ævinnar vann hann sem verk-
stjóri á rafmagnsverkstæði
Eimskips.
Jarðarförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Skógum undir
Eyjafjöllum þar
sem fjölskylda
fósturmóður hans
bjó. Eftirlifandi
kona Baldurs er
Þórunn Theodórs-
dóttir bókavörður,
f. 22. mars 1927.
Þeirra börn eru: 1)
Einar Baldvin, sál-
fræðingur. Hans
kona er Heiðbrá
Jónsdóttir. Þeirra börn eru
Soffía og Baldvin. Þau eiga eitt
barnabarn. 2) Kristín Soffía
hjúkrunarfræðingur. Hennar
synir eru Baldur, Teitur, Sig-
urður Sindri og Árni. Hún á eitt
barnabarn. 3) Hildur bókasafns-
fræðingur. Hennar maður er
Ég vann sumarpart skömmu
eftir stúdentspróf í Faxaskála-
porti Eimskips við gömlu höfn-
ina, en þar var rafmagnsverk-
stæði fyrirtækisins og sá um að
halda meðal annars öllum lyft-
urum pakkhúsanna í gangi. Þar
var Baldur Jónsson yfirmaður
og ég vissi hver hann var vegna
kunningsskapar við börnin
hans, og mér fannst merkilegt
að finna þarna í portinu þá
virðingu sem hann naut hjá
öðrum starfsmönnum fyrir gáf-
ur sínar og einarðar skoðanir.
Nokkrum árum seinna þegar
ég var orðinn tengdasonur hans
komst ég á snoðir um að hann
hefði lengi stundað sjó, og með-
al annars siglt á fraktskipum
yfir Atlantshafið öll stríðsárin
og verið á Goðafossi þegar
hann var skotinn niður skammt
frá Garðskaga undir stríðslok.
Ég heyrði líka sagt að um þetta
talaði hann ekki mikið, en þó
fór það svo að þegar ég settist
að honum í rólegheitum og við
fórum að spjalla að hann var til
í að segja mér frá ýmsum
mögnuðum atburðum eins og
þegar siglt var í gegnum log-
andi sjó eftir að tundurskeyti
hafði hæft olíudall í skipalest-
inni, eða hvernig vistin var á
flekanum eftir að Goðafoss
hvarf í hafið, og má nærri geta
að ungum manni sem ætlaði sér
að skrifa sögur á bók hafi þótt
slægur í að heyra um slíkt frá
fyrstu hendi.
Hann var mikill verkmaður,
einn þeirra af hans kynslóð sem
byggði sjálfur stórt einbýlishús
yfir fjölskylduna og var feikna-
lega vandvirkur, það skyldi
standa sem hann skilaði frá sér.
Eitt sinn brotnaði járnstykki
undir bílstjórasætinu í bílnum
hans, trúlega af ryði enda bíll-
inn ekki lengur nýr. Hann lag-
aði það auðvitað sjálfur; ég
fylgdist með hvernig hann fyllti
með koppafeiti galvaníseraðan
bút af stálröri og sauð lok á
báða enda og sýndi mér svo
með þeim orðum að þetta
myndi ekki gefa sig næstu ald-
irnar. Og ég var ekkert að
minnast á að það ætti trúlega
að duga, enda myndi bíllinn
sjálfur varla endast nema fáein
ár í viðbót.
Baldur var gegnheill unnandi
menningar, ekki síst tónlistar,
stundaði kammermúsík og sin-
fóníur, hreifst af sænskum
vísnasöng og ekki síst djassi.
Þegar hann sigldi með Foss-
unum til New York fór hann
ekki endilega á hafnarknæp-
urnar með öðrum úr áhöfninni
heldur tók lestir upp í bæ til að
komast á djassklúbbana. Hann
var mikill reglumaður og sagði
mér hlæjandi frá því að eitt
sinn hafi barþjónar á þannig
klúbbi mjög viljað halda að
honum drykk, en orðið ærið
langleitir er hann lét undan og
spurði hvort þeir ættu kannski
mjólkurglas?
Hann var sannkallaður dýra-
vinur, og ég hef á öðrum stað
sagt frá því að þegar hann fékk
að heyra að vart hefði orðið við
mýs í bílskúrnum hans hafi
hann strax hlaupið þangað nið-
ur með ostbita á undirskálum
handa greyjunum. Þegar hann
byggði sér bústað austur undir
Eyjafjöllum var það næstum til
vandræða að hundar úr ná-
grenninu vildu helst setjast upp
hjá honum og fara hvergi, í
stað þess að skipta sér af sínu
fólki og skyldustörfum á sínum
heimabæjum. Og ef það þurfti
pössun fyrir heimilisketti þá
var ekki hægt að finna þeim
betri stað en heima hjá Þórunni
og Baldri.
Blessuð sé minning tengda-
pabba.
Einar Kárason
Það er mikil huggun í sorg-
inni þegar afi minn Baldur er
kvaddur að eiga svona margar
fallegar afaminningar um hann.
Afi var nefnilega mesti afi
sem ég hef vitað. Þegar hann
gekk inn í stofuna heima, inn í
bústaðinn sinn undir Eyjafjöll-
um, inn um gættina í fjöl-
skyldujólaboðinu var honum
alltaf fagnað með hrópum og
faðmlögum frá krakkaskaran-
um sem hafði mænt á hurðina
þangað til afi arkaði inn. Hann
vildi helst af öllu halda á öllum
í einu, en stundum þurftum við
að mynda röð og hann hélt á
okkur og knúsaði til skiptis. Við
spurðum afa alltaf sömu spurn-
ingarinnar þegar hann mætti á
svæðið: „Afi, áttu kex!?“ Ég
man ekki hvernig sú hefð byrj-
aði, en jú líklega með því að
hann gekk oft með kex á sér og
laumaði að okkur á ókristileg-
um tímum eins og áður en
kvöldmatur var borðaður, eða
hann geymdi matarkex í vas-
anum fyrir hundinn hann
Hvutta (sem hét eitthvað allt
annað, en með afa hét hann
Baldur Jónsson
✝ Anna MaríaHallsdóttir
fæddist í Reykjavík
18. júlí 1936. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Ísafold í
Garðabæ 28. febr-
úar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Guðbjörg
Sigurlín Bjarna-
dóttir húsfreyja, f.
22. desember 1904
í Vestmannaeyjum, d. 16. júlí
1991, og Hallur Helgason vél-
stjóri, f. 1. ágúst 1900 á Ak-
ureyri, d. 1. febrúar 1956. Anna
María var yngst í fjögurra
barna hópi þeirra hjóna en
systkin hennar eru: Helgi
Hallsson, f. 1926, d. 2003, Sig-
urður Vilhelm Hallsson, f. 1930,
d. 2007, og Signa Hallberg
Hallsdóttir, f. 1933. Fóstur-
systir þeirra var Olga Ander-
son, f. 1920, d. 1997. Anna
María giftist síðasta vetrardag,
18. apríl 1956, Baldri Ágústs-
syni kaupmanni sem fæddist á
ursdóttir, f. 7. júní 1961, gift
Guðjóni Ómari Davíðssyni, f.
1960. Synir þeirra eru Andri
Steinn og Ágúst Úlfar, og eiga
þau eitt barnabarn.
Anna María ólst upp á Akur-
eyri. Hún lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla Akureyrar,
þar sem hún kynntist eftir-
lifandi eiginmanni sínum, og
vann ýmis sumarstörf, meðal
annars sem kaupakona á
Skútustöðum í Mývatnssveit. Þá
dvaldi hún sumarlangt 1953 hjá
Olgu systur sinni í Bath á Eng-
landi. Þau Baldur áttu fyrst
heimili að Ránargötu 10 á
Akureyri, þar sem einnig
bjuggu foreldrar Baldurs og
yngri bræður hans, en bjuggu
síðar að Austurbyggð 7. Árið
1964 fluttust þau búferlum til
Reykjavíkur og áttu þar heimili
æ síðan. Fyrstu árin bjuggu
þau í Vesturbæ Reykjavíkur en
lengst af á Barðaströnd á Sel-
tjarnarnesi og í Hlíðargerði í
Reykjavík. Anna María var hús-
freyja en starfaði einnig um
hríð ásamt eiginmanni sínum
við Bílaleigu Akureyrar í
Reykjavík. Á efri árum áttu
þau Baldur heimili að Strikinu
12 í Garðabæ.
Útför Önnu Maríu fór fram í
kyrrþey 4. mars 2019.
Ásgrímsstöðum í
Hjaltastaðarsókn
13. febrúar 1933.
Foreldrar hans
voru Helga Jó-
hanna Ágústs-
dóttir, f. 1912 í
Bakkagerði í
Desjarmýrarsókn,
d. 1996, og Ágúst
Georg Steinsson, f.
1912 í Fremri-
Fitjum í Miðfirði,
d. 1998. Börn Önnu Maríu og
Baldurs eru: 1) Halla Elín Bald-
ursdóttir, f. 27. júní 1955, gift
Jóni Kr. Sólnes, f. 1948 d. 2011.
Börn þeirra eru Lilja Björk,
Baldur Már, Jón Ragnar, Val-
gerður og Kristín, og eiga þau
sex barnabörn. 2) Helga Guð-
björg Baldursdóttir, f. 10. des-
ember 1957, gift Gísla Baldri
Garðarssyni, f. 1950. Börn
þeirra eru Garðar Páll, Anna
María, Grímur Helgi og Gísli
Baldur, og eiga þau átta barna-
börn. 3) Ágúst Baldursson, f.
23. mars 1960. 4) Sigurlín Bald-
Fyrsta faðmlag mitt í þess-
um heimi var í þínum ástríku
örmum og síðasta faðmlag þitt í
þessum heimi var í mínum ást-
ríku örmum.
Þegar ég sit hér í kyrrðinni
og reyni að safna saman hugs-
unum mínum og loka augunum
þá finn ég enn þennan faðm. Og
ég sé þig ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum mínum, mamma
mín, með fallegu augun þín þar
sem bjó svo mikil hlýja og bros-
ið þitt þar sem bjó svo mikil
mildi og mér finnst næstum því
eins og ég geti teygt hendurnar
til þín og snert þig einu sinni í
viðbót.
Þú varst drengjunum mínum
besta hugsanleg amma og ást
þín var allt umlykjandi og skil-
yrðislaus.
Þú varst besta vinkona mín
og sálufélagi. Þú varst ráðgjafi
minn og fyrirmynd í stóru og
smáu. Mér fannst þú kunna allt
og geta allt og skilja allt.
Þú varst mér allt.
Þín dóttir
Sigurlín.
Hvað sem hver segir
er fegurðin ekki skraut
heldur kjarni lífsins
Þegar ég las þetta erindi í
ljóði Sigurðar Pálssonar Raddir
í loftinu (Ljóð muna rödd, 2016)
á sínum tíma varð mér hugsað
til Önnu Maríu ömmu. Því feg-
urðin var alltumlykjandi þegar
móðurmóðir mín Anna María
Hallsdóttir átti í hlut. Ekki ein-
ungis var hún einstaklega
glæsileg kona, heldur varð allt
töfrandi í návist hennar.
Á heimili ömmu og afa í Hlíð-
argerði var heill heimur út af
fyrir sig. Þar var hægt að
spjalla og vera, endalaust.
Hugsa, teikna, lita og skapa;
páskaskreytingar, hversdags-
skreytingar, afmælisskreyting-
ar, jólaskreytingar, heimkomu-
skreytingar – aldrei vantaði
tilefni. Amma eldaði hakkabuff
með spæleggi. Og þurrkaði
tærnar okkar Kristínar eftir
bað. Við löguðum á okkur negl-
urnar. Stunduðum ljósaböð í
kjallaranum og sólböð á pall-
inum. Mátuðum skartgripi á
loftinu. Horfðum á ævintýraleg-
ar bíómyndir, helst með Juliu
Roberts. Spiluðum Rummikub
fram á nætur, löngu eftir að afi
var kominn heim úr vinnunni,
búinn í baði og með mjólkur-
glasið sitt og farinn að hátta.
Til Akureyrar komstu með
kátínuna í farteskinu, í pels-
inum og uppfull af elegans að
vetrarlagi, eða í sumarbúningi
þegar mesta sumartörnin stóð
yfir hjá Baldri afa á bílaleig-
unni í Reykjavík. Gleðistundir í
eldhúsinu. Meira að segja pabbi
dreif sig snemma heim úr
vinnunni til að eyða tíma með
þér. Þið mamma skröfuðuð um
allt og ekkert – t.d. formæður
okkar, Vilhelmínu Soffíu Norð-
fjörð Sigurðardóttur, langa-
langömmu mína, og Sigurlín
Bjarnadóttur, langömmu mína,
sem báðar voru húsfreyjur á
Akureyri – en aldrei var náung-
anum hallmælt. Heimsóknir til
Helgu ömmu og Ágústar afa í
Hamragerði, meðan þau voru á
lífi. Samverustundir með Ingu
ömmu, föðurmóður minni, sem
þú hafðir liðsinnt í heimilis-
störfum – og meira að segja
gætt pabba – á uppvaxtarár-
unum á Akureyri. Uppdekkað
borð í lautarferðum í Leynings-
hólum og Vaglaskógi með ömm-
unum og dyggu liðsinni Baldurs
bróður. Þið mamma í garðvinnu
yfir rósarunnum og garðflísum.
Sólbað og kaffisopi bak við hús.
Afmæliskökur skreyttar eftir
listarinnar kúnst. Pössunarpía
heimasætanna í Aðalstræti.
Gleðigjafi fyrir norðan þegar
mamma og pabbi sóttu læknis-
meðferðir suður. Sendingar frá
Reykjavík, fullar af góðgæti –
og nýjustu tísku frá Ameríku.
Og í aðdraganda jólanna var
bakað. Ég minnist rútuferða
norður af sundmótum í nóvem-
berlok, með fullar dósir af
jólasmákökum: Loftkökur
handa pabba og bóndakökur
handa mömmu, ef Kristín klár-
aði þær ekki á leiðinni. Lag-
kaka og trúlofunarhringir
handa Kristínu og spesíur með
kattartungum handa mér.
Það er okkur fjölskyldunni
huggun harmi gegn að vita að
þú ert komin til elsku pabba.
Til Ingu ömmu og Línu ömmu.
Til Halls afa, pabba þíns sem
þú misstir allt of snemma. Og
til allra hinna sem okkur þykir
svo undurvænt um. Minning þín
lifir í hjörtum okkar.
Valgerður Sólnes.
Elsku hjartans amma mín er
fallin frá. Eftir sitja ótal minn-
ingar um góða konu sem ylja
okkur stórfjölskyldunni um
hjartarætur.
Amma var einstök kona sem
skipaði stóran sess í mínu lífi.
Amma hafði einstaklega góða
nærveru, það var alltaf gott og
gaman að vera í kringum hana.
Minningarnar úr Hlíðargerð-
inu eru margar. Heimili ömmu
og afa var hlýtt og notalegt, en
jafnframt stórglæsilegt.
Amma var fagurkeri fram í
fingurgóma og var aðdáunar-
vert að fylgjast með því hvernig
hún nostraði við hlutina í kring-
um sig. Það var alveg sama að
hverju það snéri, amma gerði
allt vandvirkt og fallega. Hún
var líka alltaf sú glæsilegasta
til fara. Ávallt vel tilhöfð, hvort
sem það var á golfvellinum eða
í veislum.
Amma var algjör snillingur í
eldhúsinu og þar undi hún sér
vel. Hún gerði bestu sósurnar
og flottustu kökurnar. Amma
var langt á undan sinni samtíð
varðandi kökugerð og kökurnar
sem litu dagsins ljós á sínum
tíma voru sannkölluð listaverk.
Það er ekki hægt að minnast
ömmu án þess að nefna Flórída.
Í mínum huga var Flórída stað-
ur ömmu og afa, því þar nutu
þau sín best. Amma elskaði allt
amerískt og var oft spennandi
fyrir okkur barnabörnin að
kíkja inn í matarskápana í Hlíð-
argerði og sjá hvað hafði laum-
ast með frá Ameríkunni. Amma
sá líka til þess að allir fengju
eitthvað fallegt frá Ameríku.
Hún elskaði að kaupa falleg föt
á okkur barnabörnin og fyrir
það vorum við virkilega þakk-
lát.
Við fjölskyldan ferðuðumst
stundum með þeim yfir hafið og
áttum góðar stundir með þeim
á Flórída. Þær ferðir sitja of-
arlega í minningabankanum
enda voru þær ferðir toppurinn
á tilverunni fyrir okkur systk-
inin.
Amma hringdi stundum í
mömmu og spurði hana hvort
ég mætti ekki koma til hennar
afa í næturgistingu. Þessar
gistiferðir voru sannkallaðar
dekurferðir. Amma dekraði við
mig eins og henni var einni lag-
ið. Við horfðum saman á mynd-
ir, föndruðum, saumuðum og
margt annað skemmtilegt. Þeg-
ar afi var svo búinn að vinna,
þá kom hann við á Hard Rock
og keypti hamborgara fyrir
okkur. Þetta fannst mér algjört
æði. Þarna fékk ég að vera
prinsessan á bauninni í smá
tíma, „einkabarn“ í ömmudekri.
Fyrir þessar stundir er ég
óendanlega þakklát.
Amma var dugleg að láta mig
vita hversu stolt hún var af mér
í gegnum tíðina, hvort sem það
var þegar ég útskrifaðist úr
námi, gifti mig, eignaðist börn
eða hvað annað. Alltaf var hún
með þeim fyrstu til þess að slá
á þráðinn.
Ég er foreldrum mínum
þakklát fyrir þann heiður að
hafa fengið að bera nafn ömmu
og ber ég nafnið svo sannarlega
með stolti.
Elsku amma mín, ég veit að
nú ertu komin á góðan stað og
Anna María
Hallsdóttir
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
ELÍN EYGLÓ STEINÞÓRSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans
miðvikudaginn 13. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Sveinbjörg Steinþórsdóttir
Eiríkur Steinþórsson
Steindór Steinþórsson Anna Marie Georgsdóttir
systkinabörn og fjölskyldur
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa, langafa og langalangafa,
GUÐMUNDAR EINARSSONAR
bílamálara,
dvalarheimilinu Ási í Hveragerði.
Esther Helga Guðmundsd.
María Guðmundsdóttir Páll Ragnarsson
Einar Guðmundsson Stefanía Sörheller
Sigurður Guðmundsson Sigrún Sigmarsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts elskulegs eiginmanns
míns, föður, tengdaföður og afa,
RAFNS E. SIGURÐSSONAR,
Hólabraut 17,
Hafnarfirði.
Sérstakir þakkir til starfsfólks Landakots og
Hrafnistu Hafnarfirði.
Rannveig Erna Þóroddsdóttir
Sigþór R. Rafnsson
Elísabet Rafnsdóttir
Gerður Guðjónsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn