Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019 ✝ Anna Jóhanns-dóttir fæddist í Steinum undir Austur-Eyjafjöllum 7. nóvember árið 1929. Hún lést á heimili sínu 6. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jó- hann Guðmunds- son, f. 19. október 1893, d. 27. febrúar 1974 , kaupmaður í Steinum, og Jónína Jónsdóttir, f. 9. desem- ber 1900 d. 12. mars 1992. Anna var fjórða í röð sex barna þeirra, sem auk hennar voru í víkur laust fyrir 1960 og starf- aði þar fyrst við saumaskap og afgreiðslustörf, en 1975 hjá Kjötveri sem síðar varð Meistar- inn og vann þar til 1997 svo tímabundið við afleysingar í eld- húsi sjúkrahúss SÁÁ á Vogi þar til hún hætti alfarið störfum sjö- tíu ára gömul 1999. Anna eignaðist einkason sinn, Jóhann Elí, árið 1954. Ólst hann upp hjá foreldrum hennar í Steinum, en fluttist 17 ára gam- all til móður sinnar, og héldu þau saman heimili síðan, síðast á Kleppsvegi 58. Hún veiktist af völdum heilablóðfalls í janúar árið 2015 og dvaldi á sjúkrahúsi þar til hún fékk inni á hjúkr- unarheimilinu Skjóli í maí það sama ár. Útför hennar fer fram frá Ás- kirkju í dag, 19. mars 2019, klukkan 11. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. aldursröð talin Guðbjörg, Björg, Jón Marinó, sem dó á 10. aldursári 1938, Guðmunda og Jóna Margrét Ragna, en þær tvær síðasttöldu lifa systur sína. Anna ólst upp við venjubundin sveita- störf utan dyra og innan. Hún naut barnafræðslu heimasveitar sinnar, en fór snemma að vinna fyrir sér, bæði á bæjum í sveit- inni og á vertíð til Vestmanna- eyja. Hún fór alfarin til Reykja- Það er mikill söknuður að missa Önnu systur. Við vorum mjög samrýndar og mikið meira en systur. Við vorum líka góðar vinkonur og það var einstaklega gott að vera í návist hennar. Hún var glaðlynd og jákvæð, aldrei neitt vesen. Oftar en ekki sátum við heima hjá henni eða hjá mér og þá mátti ekki vanta prjónana. Anna var mikil handverkskona og allt sem hún tók sér fyrir hendur var vandað og fullkomið. Hún bakaði bestu tertur sem ég hef fengið. Fyrir jól sá hún til þess að baka nóg af hnoðuðum tertum, bæði brúnar og hvítar svo hún gæti dreift því til systra sinna og fleiri. Það var ein af reglubundnum venjum hjá henni. Anna var mjög félagslynd kona, dugleg að heimsækja vini sína og þekkti marga sem hún hélt tryggð við. Hún hafði gaman af að spila félagsvist með eldri borgurum og var dugleg að fara í sund. Þegar við vorum að alast upp í sveitinni – einni af fallegustu sveitum landsins, Eyjafjöllum – kom það gjarnan í verkahring okkar systra að hjálpa foreldrum okkar við búskapinn, bæði utan húss sem innan. Alla tíð sýndi hún foreldrum sínum sem og öðr- um ræktarsemi og var alltaf til staðar ef einhver þurfti á hjálp að halda. Seinni ár eftir að móðir okkar var orðin ein sá Anna um að hún væri ekki ein um jólin. Þá tók Anna sér frí frá vinnu þar sem hún vann í Meistaranum og fór austur til móður okkar ásamt syni sínum Jóhanni. Anna sá líka um leiði föður okkar með hjálp góðra manna í sveitinni og sá til þess að jólaljósið fengi að njóta sín á leiðinu. Eftir að mamma dó fórum við systur oft í sveitina okkar á góð- um sumardögum. Hún sá um að hafa með nesti en ég sá um keyrsluna austur. Svo fundum við góðan stað til að snæða á og við nutum fegurðarinnar og kyrrðarinnar en aðalerindið var að heilsa upp á foreldra okkar í kirkjugarðinum. Oft var sonur Önnu líka með í för. Anna veiktist fyrir rúmum fjórum árum, þá 85 ára, fékk blóðtappa í höfuðið. Eftir það var hún bundin í hjólastól, lamaðist öðrum megin smátt og smátt og síðustu ár og mánuði dró mjög að henni þannig að undir lokin var orðið mjög erfitt hjá henni. Við nánustu viljum þakka þessu yndislega starfsfólki sem vinnur á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir góða umönnun en þar dvaldist hún síðustu árin. Elsku Jóhann, við Jóna systir viljum þakka þér fyrir alla þá góðmennsku sem þú hefur sýnt móður þinni og systur okkar. Þú varst sannarlega góður og traust- ur sonur, ekki síst þau fjögur ár sem mamma þín lá á Skjóli. Á hverju kvöldi fórst þú og sast hjá henni eftir að hún veiktist, hjálp- aðir henni við að leggja kapal sem hún hafði mjög gaman af, borð- aðir með henni jólamatinn á að- fangadagskvöld og hlýddir á messu með henni. Góðar minningar um þig, elsku systir, og samveru okkar geymi ég alltaf í hjarta mínu. Ég bið góðan Guð að taka þig í sínar hendur um leið og ég þakka þér fyrir allt og allt. Ég elska þig, systir mín. Vertu sæl, þín systir, Guðmunda. Það er föstudagurinn 16. jan- úar 2015, við nýkomin á fætur og lítum út, Anna er að koma gang- andi úr sundi eins og hún gerði vanalega. Það passaði svo vel að fá sér morgunkaffið með okkur eftir að við fluttum á Dalbraut- ina, yndislegar stundir fyrir okk- ur öll. Þessi morgunstund var sú síðasta sem við sáum hana ganga, við ráðum svo litlu þó að við höld- um annað. Laugardaginn 17. jan- úar lamaðist Anna og var sjúk- lingur eftir það. Margar ferðir fórum við með Önnu og Jóhanni um landið. Það var gott að vera með þeim í tjald- ferðum, aldrei neitt vesen jafnvel þótt árnar væru stundum full djúpar fyrir tjaldvagninn. „Þetta er allt í lagi, bara sængin mín, hún þornar.“ Svona var Anna. Við þökkum allar bústaðaferðirn- ar, þau 20 haust sem þau buðu okkur, Unni og Oddi og stundum Dæju líka. Oft var farið á nýja staði, keyrt á daginn og nágrenn- ið skoðað, síðan var mikið spilað og spjallað á kvöldin. Þá var veisla alla daga og enginn skyndi- biti. Síðasta ferðin okkar með Önnu og Jóhanni var óvissuferð sem endaði í Jökulheimum. Skömmu eftir að við komum þangað skall á sandstormur. Allt var sett inn í bílinn aftur í hvelli og Jóhann mátti fara greitt undan veðrinu, þá var gömlu konunum ekki rótt. Anna kom oft í Kattholt, sumarbústaðinn okkar, sérstak- lega eftir að hún hætti að vinna. Þá bökuðum við flatkökur úti á hlóðum, áður en rafmagnið kom, 30-90 stykki í einu, þá lá nú vel á okkur. Anna var jákvæð og létt í lund, flink í öllu sem hún gerði, hvort sem það var að baka, elda, föndra eða sauma, allt lék í hönd- unum á henni. Hjartans þakkir, elsku Anna, fyrir áralanga vinuáttu sem aldr- ei bar skugga á. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem) Kæri Jóhann, hugur okkar er hjá þér, systrunum Mundu og Jónu og fjölskyldum á þessum degi. Guðlaug og Emil. Í dag kveðjum við vinkonu okkar og frænku Önnu í Steinum eins og við kölluðum hana. Hún var okkur alltaf kær hún Anna, alltaf tilbúin að aðstoða ef þörf var á. Þegar rifjaður er upp liðinn tími og allar heimsóknirnar á heimili Jóa og Jónínu í Steinum hlýnar manni um hjartarætur. Þar hitti maður systurnar allar svo eftirminnilegar og skemmti- legar. Í stofunni hjá Jónínu var skólinn fyrir hálfa sveitina. Þarna vorum við krakkarnir og allir eins og heima hjá sér, slíkt var viðmótið hjá þessu yndislega fólki. Það var ekki síður gaman að koma til Önnu á Kleppsveginn. Þar bjó hún syni sínum Jóhanni Elí myndarlegt heimili, enda var hún mikil hannyrðakona, allt lék í höndunum á henni. Þegar við, brott fluttir Eyfell- ingar, hittumst í nokkur ár í svo- kölluðu Fjallakaffi í Reykjavík var Anna ævinlega fyrst að mæta, enda einstaklega fé- lagslynd. Hún tók þátt í öllum ferðunum austur undir Fjöll og var hún hrókur alls fagnaðar og ævinlega gaman að hitta hana og spjalla um gamla tíð. Við sendum Jóhanni Elí og öll- um aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Páll Andrésson. Anna Jóhannsdóttir Kveðja frá Jórukórnum Það var í útilegu í Þjórsárdal sumarið 1996 að nokkrar vinkonur hér á Selfossi fengu þá hugmynd að stofna kvennakór. Þetta voru hressar og skemmtilegar konur og kór- Guðrún Guðmundsdóttir ✝ Guðrún Guð-mundsdóttir fæddist 20. ágúst 1954. Hún lést 9. mars 2019. Útför Guðrúnar var gerð 15. mars 2019. inn átti að vera í þeim anda, hress og skemmtilegur. Ein af þessum framtakssömu kon- um var Guðrún Guðmundsdóttir sem við kveðjum hér í dag. Fyrsta verkefni þessara vinkvenna var að finna kórstjóra og fleiri konur til að syngja í kórnum og gekk þetta hvorttveggja ljómandi vel. Elín Gunnlaugsdóttir tónlistarkenn- ari varð fyrsti stjórnandi kórs- ins og milli 20 og 30 konur mættu á fyrstu æfinguna. Næsta verkefni var síðan að finna nafn á kórinn en það varð að vera bæði kraftmikið og hressilegt. Því var ákveðið að nefna kórinn í höfuðið á konu sem lét fátt aftra sér í því sem hún ætlaði sér, sjálfa Jóruna og þar með var nafnið komið, Jóru- kórinn. Guðrún söng með Jórukórn- um frá fyrstu æfingu haustið 1996 og allt þar til veikindi hennar settu strik í reikninginn á síðasta ári. Hún gegndi ýms- um trúnaðarstörfum fyrir kór- inn, meðal annars var hún ritari í fyrstu stjórninni og formaður árin 2003-2005. Guðrún var frá- bær félagi, góður sópran og alltaf til í eitthvað skemmtilegt. Hún tók þátt í öllum utanlands- ferðum sem kórinn hefur farið í, lét sig aldrei vanta í æfingabúð- ir, óvissuferðir eða að standa vaktina á Flóamarkaði Jóru- kórsins. Þær systur Guðrún og Auðbjörg sem einnig er stofn- andi Jórukórsins, voru oft nefndar í sömu setningunni enda báðar órjúfanlegur hluti af kórnum í meira en 20 ár. Það er með miklum söknuði en einnig með óteljandi skemmtilegum minningum sem við Jórur kveðjum Guðrúnu og þökkum samfylgdina í gegnum árin. Við sendum fjölskyldu Guð- rúnar okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd Jórukórsins, Kolbrún Káradóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Okkar ástkæra mamma, tengdamamma, amma og langamma, MARÍA GUÐVARÐARDÓTTIR, lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 11. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. mars klukkan 13. Magnea Gísladóttir Egill Heiðar Gíslason Guðfinna G. Whittingham Roger Whittingham Guðvarður Gíslason Marinó Óskar Gíslason Agnes S. Eiríksdóttir Róbert H. Sigurjónsson Helga J. Andrésdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRAUSTI BREIÐFJÖRÐ MAGNÚSSON, fyrrverandi vitavörður á Sauðanesi við Siglufjörð, andaðist að morgni fimmtudags 7. mars á Hrafnistu í Reykjavík. Minningarathöfn verður fimmtudaginn 21. mars klukkan 13 í Grafarvogskirkju. Útför verður föstudaginn 22. mars klukkan 14 frá Árneskirkju, Árneshreppi á Ströndum. Hulda Jónsdóttir Bragi Kristinsson Margrét Traustadóttir Magnús Hannibal Traustason Vilborg Traustadóttir Jón Trausti Traustason tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁSLAUG JÓELSDÓTTIR, Kópavogsbraut 51, Kópavogi, lést mánudaginn 11. mars. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 22. mars klukkan 13. Guðný Sverrisdóttir Margrét Sverrisdóttir Guðmundur H. Friðgeirsson Guðrún Vigdís Sverrisdóttir Trausti Aðalsteinn Egilsson Jóel Sverrisson Guðfinna Guðnadóttir Sveinn Áki Sverrisson Ragnhildur Pála Tómasdóttir Arngrímur Sverrisson Steinþóra Guðmundsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI H. SIGURÐSSON úrsmiður, lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 16. mars. Sérstakar þakkir frá aðstandendum til starfsfólks Hrafnistu fyrir einstaka umönnun. Sigurður Helgason Rannveig Halldórsdóttir Erla Jónsdóttir Helgi Hafsteinn Helgason Fjóla Grétarsdóttir Edda Júlía Helgadóttir Sigrún Gréta Helgadóttir barnabörn og langafabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, EINAR RUNÓLFSSON skipstjóri, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. mars. Útförin verður gerð frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 21. mars klukkan 13. Atli Einarsson Rut Óskarsdóttir Eygló Einarsdóttir Smári Guðsteinsson Friðbjörg Einarsdóttir Magnús Geir Einarsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.