Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019 Listmúsík – ef svo mættikalla nóturitaða tónlist ernágrannaþjóðir nefnam.a. „kompositionsmusik“ til aðgreiningar frá vinsældavænni skyndiafurðum – var með síðustu listgreinum til að festa hér rætur eða svo seint sem um miðja s.l. öld; yfir 200 árum síðar en sunnar í álfu. Hvað hljómsveitarverk varðar eink- um með tilkomu Sinfóníu- hljómsveitar Íslands er fagna mun 70 ára afmæli á næsta ári. Er því kannski varla nema skilj- anlegt þótt ný íslenzk tónverk hafi oft átt á brattann að sækja í viðtöku almennings. Kastar þó tólfum með snarbreyttum markaðsforsendum yfirstandandi tæknibyltingar, um leið og jafnvel glæstustu gimsteinar klassískra tónmennta virðast eiga örðugra uppdráttar. Alltjent var óneitanlega sláandi að sjá aðeins þriðjungssetinn Eldborgarsal s.l. fimmtudag þegar fjórar hérlendar samtímatónsmíðar voru í boði – ólíkt nærri fullhýsisaðsókn að La traviata fimm dögum fyrr. Hverju sætti? E.t.v. birtist í sam- anburði við óperu Verdis aðal- munurinn á ,sýnilegri‘ klassískri sviðstónlist og miður sýnilegri af- straktri nútímatónsköpun á öld aug- ans. Svo ótalin séu hljóð úr önugu horni um að inngróinn klíkuskapur ráði nú meiru en gæði um hvað fæst flutt á sinfónískum fjölum – með til- heyrandi leiðindum handa þeim grandlausu áheyrendum er kunni ei forað að forðast. Það gekk því kraftaverki næst hvað roskinn og eftir því fordóma- sligaður tónkeri náði miklu úr hljómseiði kvöldsins, enda á skjön við hófstilltustu væntingar. Mátti það eflaust fyrst og fremst þakka skeleggri stjórn finnsku maestr- unnar, er tókst að laða fram allar beztu hliðar verkanna svo undrum sætti. Jaðraði á köflum við að út- koman nálgaðist jafnvel leyndan óskadraum flestra tónhöfunda, eða ,betri en verkið ætti skilið‘ á gár- ungamáli. Alltjent man ég varla eftir ann- arri eins þýðri fágun, hvassri snerpu né samstígu jafnvægi í með- ferð á nútímamúsík og hér gat að heyra, og torveldaði það óneitanlega samanburð við fjölda frumflutninga fyrri ára. Eða hvað skyldi margt hafa dottið í gleymsku að ósekju eftir slakan frumflutning? Svo mikið er víst að sú hætta var harla ólíkleg að þessu sinni, í von- andi sambærilegri hljóðritun við gæðaframmistöðu spilara og stjórn- anda. Eldfjörug Tokkata Karólínu Eiríksdóttur fyrir æskulýðs- hljómsveit frá 1999 náði á aðeins rúmum 8 mínútum að kollvarpa svartsýnustu kvöldvæntingum hlustenda með m.a. skoppandi snertlutilþrifum í anda verkheitis, endandi á risaeðluurrandi kveðju- ávarpi bassahljóðfæra. Virtist höf- undur alsæll að leikslokum, og skyldi engan undra. Sinfónía nr. 2 eftir Þorstein Hauksson tók mið af 8 japönskum hækum og kenndi þar fjölmargra grasa í tónsetningu ólíkra náttúru- stemninga að seiðmögnuðum hætti lands hinnar rísandi sólar. Ef satt er sem manni skilst að erfingjar samúræja hafi á seinni ár- um tekið lífsskoðun íslendingasagna opnum örmum, er ekki nema rök- rétt að álykta að höfundur hafi not- ið samsvarandi innblásturs af skyldri bushido arfleifð Japana, þar sem fornhetjuleg vígfimi og skáld- leg angurværð – „sverðið og blóm- ið“ – standa hlið við hlið. Allavega skiptust blíða og stríða á af þvílíkri fjölbreytni að tíminn flaug – þar til skyndilega var stoppað „subito“. Líkt og æðri máttarvöld hefðu klippt á draumastreng áður en verra hlytist af. Illumine, strengjaoktett Önnu Þorvaldsdóttur frá 2016 fyrir En- semble intercontemporain í París, var hér flutt í stækkaðri orkestrun. Verkið var að sögn höfundar byggt á togstreitu ljóss og myrkurs og því e.t.v. í aðra rönd e.k. umtónun á ,Fiat lux!‘ orðum Mósebókar þegar birta bar af dimmu í lokin. Þótt játa verði að undirritaður hafi oft átt erfitt með að lifa sig inn í ofurhuglægan áferðarstrúktúr fyrri verka Önnu, var upplifunin að þessu sinni mun áhrifameiri, þrátt fyrir stöku skringileg hljóð er á ein- um stað minntu helzt á höstug and- vörp úlfalda í hópefli. Og niðurlagið – kannski bezt heppnaða ,lending‘ kvöldsins – angaði m.a.s. af ljóð- rænni angurværð við smellandi Bartók-pizzicati á líðandi legatósvifi. Síðasta og lengsta verk dagskrár var 5. sinfónía Johns Speight; í fjór- um aðalþáttum en með tvö sóló- og eitt tríómillispil í minningu liðinna vina tónskáldsins. Brezki atgervisaðsetinn (f. 1945), er hingað fluttist 1972, er mér vitandi eini menntaði söngv- arinn í hópi hérlendra nútíma- tónskálda og því varla laust við að rekja mætti hlutfallslega mel- ódískari efnistök hans til þess, í samanburði við kollega hans hér á seinni áratugum. Hæpnara væri að ýja að hugs- anlegum áhrifum frá tónjöfrum átthaganna á við Bax, Bliss, Arn- old og Britten, jafnvel þótt stund- um væri freistandi að þykjast heyra enduróm af enskri tónleifð, ekki sízt í seinni helmingi hljóm- kviðunnar. Fyrir öllu var glæsileg fjölbreytni verksins og viðfeðmi, er spannaði líkt og Mahler kenndi gervalla mannlega reynslu í stóru sem smáu. Eftir epískt-dramatískan And- ante-Allegro I. þátt tók, að loknu stuttu millispili fyrir dempað trompet, við eitilhvass II. (Allegro molto). Frábært leiknu millispili fyrir horn fylgdi þarnæst söng- rænn III. þáttur (Allegro vivace) og eftir síðasta millispilið, fyrir enskt horn og víólur, loks ýmist blíður eða stríður Fínall í fimm mishröðum köflum þar sem tón- frumið so la mi ti gekk sem rauð- ur þráður og endaði á sannkölluðu fítonstrukki. Hér sem í fyrri atriðum naut verkið vægast sagt góðs af óvenju markvissri meðferð jafnt leiðara í lyftingu sem spilara á hljómsveit- arpalli, er lögðu sig svo fram að stappaði nærri göldrum. Óneitan- lega heillandi fyrirmynd til eftir- breytni þegar ný íslenzk tónverk hljóta eldskírn í heyrandi hljóði. Verði sú raunin, þarf varla að hafa áhyggjur af framtíð listrænnar tónsköpunar á þessu landi. Eldfjörug Tokkata Karólínu Eiríks- dóttur vakti lukku hjá rýni. Finnagöldrótt gæðatúlkun Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikar bbbmn Karólína Eiríksdóttir: Tokkata (1999 (8 mín.)). Þorsteinn Hauksson: Sinfónía nr. 2 (2014; ísl. frumfl. (19 mín.)). Anna Þorvaldsdóttir: Illumine (2016; ísl. frumfl. (8 mín.)). John Speight: Sin- fónía nr. 5 (2009-16; frumfl. (33 mín.). Sinfóníuhljómsveit Íslands; stjórnandi: Anna-Maria Helsing. Fimmtudaginn 14.3. kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Angurværð Upplifun af verki Önnu Þorvaldsdóttur var áhrifamikil. Glæsileg fjölbreytni Flutt var Sinfónía nr. 5 eftir John Speight. Stemningar Ýmissa grasa kenndi í sinfóníu Þorsteins Haukssonar. Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 24/3 kl. 13:00 Sun 14/4 kl. 16:00 Lau 18/5 kl. 13:00 Aukas. Sun 24/3 kl. 16:00 Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 31/3 kl. 13:00 Sun 28/4 kl. 16:00 Sun 19/5 kl. 13:00 Sun 31/3 kl. 16:00 Sun 5/5 kl. 13:00 Sun 19/5 kl. 16:00 Sun 7/4 kl. 13:00 Sun 5/5 kl. 16:00 Sun 26/5 kl. 13:00 Sun 7/4 kl. 16:00 Sun 12/5 kl. 13:00 Sun 2/6 kl. 13:00 Sun 14/4 kl. 13:00 Sun 12/5 kl. 16:00 Lau 8/6 kl. 13:00 Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Lau 23/3 kl. 19:39 Fös 5/4 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30 Fös 29/3 kl. 19:30 Lau 13/4 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 3/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn Fyndinn og erótískur gamanleikur Þitt eigið leikrit (Kúlan) Lau 23/3 kl. 15:00 Fös 29/3 kl. 18:00 Aukas. Lau 6/4 kl. 15:00 Lau 23/3 kl. 17:00 Lau 30/3 kl. 15:00 Sun 7/4 kl. 15:00 Sun 24/3 kl. 15:00 Sun 31/3 kl. 15:00 Lau 13/4 kl. 17:00 Sun 24/3 kl. 17:00 Sun 31/3 kl. 17:00 Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn) Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas. Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor Loddarinn (Stóra Sviðið) Lau 27/4 kl. 19:30 Frums. Fim 2/5 kl. 19:30 3.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 5.sýn Þri 30/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 6.sýn Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 20/3 kl. 20:00 Mið 3/4 kl. 20:00 Mið 27/3 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Brúðkaup Fígaros (Stóra Sviðið) Lau 7/9 kl. 19:30 Frums. Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 15/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 21/3 kl. 21:00 Lau 23/3 kl. 19:30 Fös 29/3 kl. 19:30 Fös 22/3 kl. 19:30 Lau 23/3 kl. 22:00 Fös 29/3 kl. 22:00 Fös 22/3 kl. 22:00 Fim 28/3 kl. 21:00 Dimmalimm (Brúðuloftið) Lau 23/3 kl. 14:00 Lau 30/3 kl. 14:00 Lau 6/4 kl. 14:00 Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Matthildur (Stóra sviðið) Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Mið 15/5 kl. 19:00 31. s Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Fim 16/5 kl. 19:00 32. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Frumsýning 15. mars. Elly (Stóra sviðið) Lau 30/3 kl. 20:00 209. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas. Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 24/5 kl. 20:00 216. s Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar! Ríkharður III (Stóra sviðið) Fös 29/3 kl. 20:00 15. s Fim 4/4 kl. 20:00 16. s Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas. Síðustu sýningar komnar í sölu. Kvenfólk (Nýja sviðið) Lau 23/3 kl. 20:00 44. s Lau 30/3 kl. 20:00 45. s Lau 6/4 kl. 20:00 46. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Kvöld sem breytir lífi þínu. Club Romantica (Nýja sviðið) Fös 22/3 kl. 20:00 6. s Fim 28/3 kl. 20:00 7. s Fös 5/4 kl. 20:00 8. s Hvað varð um konuna? Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 13/4 kl. 20:00 aukas. Aukasýning komin í sölu. Bæng! (Nýja sviðið) Fös 26/4 kl. 20:00 Frums. Mið 8/5 kl. 20:00 4. s Fim 23/5 kl. 20:00 7. s Sun 28/4 kl. 20:00 2. s Fim 9/5 kl. 20:00 5. s Sun 26/5 kl. 20:00 8. s Fös 3/5 kl. 20:00 3. s Fim 16/5 kl. 20:00 6. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s Alltof mikið testósterón Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.