Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019 Mikið úrval af emeleruðum vörum frá Þýskalandi Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Bolli svartur Verð 1.940 Bolli hvítur Verð 1.670 Brauðdallur Verð 10.900 Fata Verð 3.650 Húsnúmer Verð 8.900 Kaffikanna Verð 6.180 Koppur Verð 5.660 Skál 20 cm með blómum Verð 3.350 Mælikanna með blómum 1L Verð 3.740 Sápuskál með baki Verð 3.310 Bolli Ísland Verð 1.990 Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Vaskafat hvítt Verð 7.640 Kanna Verð 7.690 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Til hvers þarf sérstakt félagfyrir þá sem greinast ungirmeð krabbamein? Er ein-hver munur á að greinast á fyrri hluta ævinnar, sem unglingur eða manneskja sem er nýlega komin á fullorðinsár, heldur en manneskja á miðjum aldri eða á seinni hluta æv- innar? „Já, við þurfum sérstakt félag fyrir ungt fólk því það er að takast á við allt öðruvísi áskoranir í lífinu þegar það greinist með krabbamein heldur en þeir sem eldri eru. Og fyr- ir vikið snertir krabbameinið aðra þætti hjá þeim,“ segir Hulda Hjálm- arsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. „Það sem brennur á ungu fólki sem greinist með krabbamein teng- ist því sem fólk er að gera á fyrri hluta ævinnar. Okkar félagsmenn eru oft í námi, þeir eru að koma und- ir sig fótunum, að stofna fjölskyldu eða með lítil börn á framfæri. Þau eru oft að stíga sín fyrstu skref út í lífið og hafa kannski lítið á milli handanna en það getur reynst ansi dýrt að greinast með krabbamein og að detta jafnvel alveg út af vinnu- markaði. Við það að greinast með krabbamein í þeim aðstæðum kemur spurningin um afkomu fljótt upp. Okkar félagsmönnum eru líka ofar- lega í huga frjósemismálin, enda eiga margir þeirra eftir að eignast börn. Krabbameinsmeðferðir geta haft áhrif á frjósemi fólks og þarf fólk að gera viðeigandi ráðstafanir áður en meðferð hefst.“ Hefur áhrif á kynlífið Hulda segir að áhrif krabba- meinsmeðferðar á kynlífið séu líka ofarlega í huga ungs fólks, sem í takt við ungan aldur er með mikla kyn- orku, mögulega nýgift eða í ungu sambandi. Eða á lausu að deita og daðra. „Þeir sem greinast með krabba- mein þurfa að hafa ýmislegt í huga í tengslum við kynlífið. Til dæmis þarf að nota smokk við kynmök fyrst eftir lyfjameðferð og stundum má ekki stunda samfarir í einhvern tíma. Margir missa kynlöngun í krabba- meinsmeðferð sem hefur auðvitað áhrif á samband viðkomandi. Þá er gott að huga að því hvernig hægt er að sýna nánd og halda tengingu þó að ekki sé hægt að stunda hefð- bundið kynlíf. Heilbrigði makinn getur líka verið óviss um hvernig hann eigi að haga sér í þessum mál- um, ég man til dæmis eftir konu sem var með samviskubit yfir því að langa í kynlíf þegar krabbameins- veiki maðurinn hennar gat ekki stundað það. En hennar náttúrulegu þarfir eru auðvitað eðlilegar, en það þarf að vera meðvitaður um þetta tímabundna ójafnvægi sem verður í sambandinu. Þess vegna skiptir máli að pör tali saman um þessi mál og fræðist. Hlutverkaskipan í sambandi eða hjónabandi breytist líka við það að makinn fær krabbamein, það verður skekkja í sambandinu, heil- brigði aðilinn getur orðið að eins konar umönnunaraðila og þarf að taka að sama skapi meiri ábyrgð í hversdagslífinu og verður þar af leið- andi líka fyrir miklu álagi.“ Hulda segir að ungt fólk á lausu sem greinist með krabbamein dragi sig sumt út af makaleitarmarkaði en aðrir haldi ótrauðir áfram. „Svo er það stóra spurningin: Hvenær segi ég frá því að ég sé með krabbamein ef ég er að hitta einhvern? Mun hinn aðilinn þá missa allan áhuga á mér? Ég man sjálf eftir að þegar ég greindist með krabbamein 15 ára þá var ég rosalega skotin í strák og við vorum búin að plana að fara á deit. Í millitíðinni greindist ég og svo hafði hann samband og vildi enn hitta mig. Ég vissi ekki hvort hann vissi að ég væri með krabba og ég var ekki viss um hvort ég ætti að segja honum það því ég vildi ekki að hann færi á deit með mér af því hann vorkenndi mér,“ segir Hulda og hlær að minn- ingunni. „Ég vildi fara sem fyrst á deit með honum, áður en ég færi að missa hárið. En hann hætti reyndar við, ég held hann hafi frétt af veikindum mínum og mögulega hefur honum fundist þetta eitthvað óþægilegt. Ég, unglingurinn fékk mikið dramakast út af þessu, var viss um að enginn mundi vilja deita mig, sköllóttan krabbameinssjúkling. Auðvitað hafa allskonar áhrif krabbameinsmeð- ferðar mikið að segja með sjálfs- myndina sem er viðkvæm á ung- lingsárunum. En í dag skil ég alveg að hann hafi ekki alveg vitað hvernig hann ætti að bregðast við í þessum aðstæðum.“ Hvenær á að segja frá? Hulda segir að einhleypt fólk sem farið hefur í gegnum krabba- meinsmeðferð velti líka mikið fyrir sér þegar það kemur „aftur út á markaðinn“, hvenær sé rétta augna- blikið til að segja þeim sem verið er að deita frá því að það hafi farið í gegnum slíka meðferð. „Sumir kjósa að segja ekki frá því en stundum er ekki hægt að komast hjá því, til dæmis ef brjóst hefur verið fjarlægt eða aðrar sýni- legar afleiðingar blasa við. Þegar ég lauk krabbameinsmeðferð var ég að byrja í menntaskóla og ég mætti í MH með krúnurakaðan haus. Eng- inn í skólanum vissi að ég hefði geng- ið í gegnum þetta og ef fólk spurði hvers vegna ég hefði rakað af mér hárið sagði ég að mér þætti það töff. Mig langaði ekki að láta skilgreina mig sem fyrrverandi krabbameins- sjúkling,“ segir Hulda. Hún kynntist fyrsta kærastanum sínum á krabba- meinsdeildinni en hann var líka í meðferð. Þau hættu svo saman þeg- ar hún var 19 ára. „Þá stóð ég allt í einu frammi fyrir þessari spurningu þegar ég fór á mitt fyrsta stefnumót: Hvenær á ég að segja frá krabbameinsfortíð minni? Og ætti ég yfir höfuð að gera það? Sumir félagsmenn okkar þurfa að takast á við ófrjósemi eftir með- ferð og þá getur verið enn flóknara að fara inn í samband með áhyggjur af því og viðbrögðum hins aðilans. Á að tilkynna: ég er gallagripur því ég get ekki eignast börn á náttúrulegan máta. Auðvitað óttast fólk höfnun.“ Þeirra æðruleysi hjálpar mér Hulda segist vissulega horfa öðrum augum á lífið eftir reynslu sína af að hafa greinst með krabba- mein og gengið í gegnum krabba- meinsmeðferð. „Ég er mjög meðvituð um að líf- ið hefst á ákveðnum tímapunkti og það tekur enda á öðrum. Ég hef lært mjög mikið af því að vinna hjá KRAFTI og að kynnast fólkinu í fé- laginu. Þó að ég hafi sjálf gengið í gegnum þessa lífsreynslu þá kenna þau mér mikið með því hvernig þau takast á við sín veikindi, þeirra æðruleysi hjálpar mér að skilja mannlegt eðli. Ég er líka mjög þakk- lát fyrir það sem ég hef og heilsuna mína sem ég endurheimti. Ungt fólk sem hefur ekki misst heilsuna er kannski ekkert sérstaklega að spá í þetta, eðlilega,“ segir Hulda og bæt- ir við að þau hjá KRAFTI leggi mik- ið upp úr jafningjastuðningi því það skipti miklu máli að geta deilt og spjallað við aðra sem hafa gengið í gegnum svipaða reynslu. „Þó að maður hafi gott bakland í fjölskyldu og vinum er öðruvísi upp- lifun að tala við fólk sem hefur verið í svipuðum sporum. Þegar ég tala við fólk sem er nýgreint finnst mér það kostur að ég hafi sjálf fengið krabba- mein því þá get ég tekið dæmi úr eig- in lífi og ég á auðveldara með að setja mig í þeirra spor.“ Óttinn við að tala um lífslok Hulda segir að það hafi þroskað hana mikið að umgangast fólk í KRAFTI og tala um það sem oft er mjög erfitt. „Þó að við vitum öll að við deyj- um einn daginn, þá erum við feimin að tala um lífslokin. Fólki finnst stundum eins og það kalli eigin dauða yfir sig með því að tala um hann. Okkur finnst sjálfsagt mál að undirbúa komu einstaklings. Við gerum allt klárt, málum barna- herbergið, kaupum barnaföt og töl- um stöðugt um hvað sé í vændum. En þegar fólk veit að það er að fara deyja finnst því erfiðara að undirbúa það og tala um það. En þannig þarf það ekki að vera, þetta er bara hin hliðin á lífinu, við eigum að spyrja fólk um óskir þess, hvernig það vill hafa sín lífslok. Og það er góð tilfinn- ing fyrir aðstandendur að vita hvernig viðkomandi vill láta kveðja sig. Athöfnin þarf að vera í anda þess sem er verið að kveðja. Ástæðan fyr- ir því að fólk verður fyrir áfalli við að greinast með krabbamein er sú að þetta er lífsógnandi sjúkdómur. Og þó að flestir þeirra sem greinast með krabbamein lifi af meðferð getum við ekki horft framhjá þeirri staðreynd að sumir falla frá, líka ungt fólk.“ Viss um að enginn vildi deita mig Hulda Hjálmarsdóttir greindist með krabbamein þegar hún var 15 ára. Hún er framkvæmdastjóri KRAFTS, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Hulda er meðal þeirra sem flytja erindi á örráðstefnu í Stúdentakjallaranum í Háskóla Íslands á morgun, undir yfirskriftinni Fokk ég er með krabbamein. KRAFTUR fagnar nú 20 ára afmæli með mánaðarlegum viðburðum. Morgunblaðið/RAX KRAFTS- kona Í menntó langaði Huldu ekki að láta skilgreina sig sem fyrrverandi krabbameinssjúkling. Örráðstefna KRAFTS er á morgun, miðvikudaginn 20. mars, kl. 17.15 í Stúdentakjallaranum. Ýmsir fyrirlesara stíga á stokk, innlendir og erlendir, og nokkrir Kraftsfélagar miðla reynslu sinni og segja frá því hvað þeir hafa gert til að koma sér í gegnum veik- indin og afleiðingar þeirra. Ókeyp- is aðgangur og allir velkomnir. Nánar á kraftur.org eða á Facebook-síðu félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.