Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
Iðnaðareiningar
í miklu úrvali
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við fluttum út úr húsnæðinu 1. des-
ember sl., en starfsmenn glímdu
margir hverjir við veikindi og alvar-
leg einkenni vegna myglu í húsinu,
sem er mjög illa farið,“ segir Elín
Sigrún Jónsdóttir, framkvæmda-
stjóri Útfararstofu kirkjugarðanna.
Það húsnæði sem um ræðir er við
Vesturhlíð 2 í Fossvogi í Reykjavík
og eru umfangsmiklar framkvæmdir
hafnar þar vegna myglu. Starfsemi
hefur nú verið flutt tímabundið í
Vesturhlíð 9 og standa vonir til að
hægt verði að flytja aftur í gamla
húsnæðið 1. júní næstkomandi.
„Við erum svo heppin að hægt var
að leigja húsnæði í sömu götu í sex
mánuði,“ segir Elín Sigrún og bætir
við að viðgerðirnar séu afar um-
fangsmiklar.
„Það þarf til að mynda að skipta
um alla glugga, þak, setja upp nýtt
loftræstikerfi og nýja klæðningu ut-
an á húsið. En það fannst mygla í
þaki, þaksperrum og mikil mygla í
kjölfar leka frá ónýtum gluggum.“
Bólgur og langvinn sýking
Hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna
starfa níu manns. Að sögn Elínar
Sigrúnar var húsnæði starfseminnar
heilsuspillandi og fundu starfsmenn
fyrir miklum einkennum vegna
mygluvandans.
„Á síðasta ári voru langvinn veik-
indi hjá starfsmönnum og það er
ástæða þess að farið var í skoðun á
húsnæðinu sem að lokum leiddi
þetta í ljós.“
Aðspurð segir hún tvo starfsmenn
hafa fundið mest fyrir einkennum.
„Það lýsti sér meðal annars í miklum
og langvarandi bólgum og sýking-
um,“ segir hún en einkennin minnk-
uðu þegar flutt var út.
Útfararstofa flúði mygluhús
Starfsmenn glímdu við langvinn veikindi á síðasta ári
Morgunblaðið/Kristinn
Útför Húsnæðið er í Fossvogi.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Það er ekki fallegt um að litast á
Austurvelli um þessar mundir. Gras-
ið er eitt drullusvað og umgangur
allur subbulegur. Þetta er svona eins
og eftir slæma útihátíð,“ segir Ey-
þór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins, við Morgunblaðið.
Vísar hann í máli sínu til mótmæla
hælisleitenda og stuðningsfólks
þeirra á Austurvelli í hjarta Reykja-
víkur. Hefur hópur þessi dögum
saman verið með mótmælastöðu á
vellinum og m.a. slegið þar upp
stóru tjaldi í skjóli leyfis frá um-
hverfis- og skipulagssviði Reykja-
víkurborgar.
Morgunblaðið hefur undir hönd-
um umrætt leyfi borgarinnar til af-
nota af landinu og er þar m.a. kveðið
á um að ekki megi berast hávaði frá
hópnum eftir klukkan 23. Um tjaldið
stóra sem hópurinn sló upp segir:
„Fjarlægja þarf ofangreint tjald
af Austurvelli fyrir kl. 20:00 á kvöld-
in ásamt öðrum búnaði sem fylgir
mótmælendum. Leyfishöfum ber að
tryggja góða umgengni á svæðinu á
meðan á mótmælunum stendur og
skila því í því ástandi sem tekið var
við því.“ Ekki var staðið við þessi
skilyrði og segir Eyþór leyfisveit-
inguna skapa slæmt fordæmi.
„Ef borgarstjóri vill hafa þetta
svona þá get ég ekki ímyndað mér
hvernig þetta endar,“ segir hann.
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgar-
fulltrúi Samfylkingar, segir borgina
hafa gert hópnum það ljóst að þeir
væru ekki að uppfylla sett skilyrði.
„Það er mjög óheppilegt að þeir
fylgdu ekki þeim reglum sem þeim
voru settar,“ segir Heiða Björg.
Fjölmargar kvartanir bárust
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlög-
regluþjónn hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu, segir fjölmarga hafa
sett sig í samband við lögreglu
vegna slæmrar umgengni á svæðinu.
„Okkur hafa borist kvartanir í
gegnum samfélagsmiðla og meira að
segja í gegnum Neyðarlínuna.
Margir hafa verið að finna að um-
gengni, sérstaklega öllu því dóti sem
lá hér og þar á Austurvelli. Þessum
erindum beindum við hins vegar öll-
um til borgarinnar – þetta er hennar
mál,“ segir Ásgeir Þór.
Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri
umhverfis- og skipulagssviðs, segir
kvartanir einnig hafa borist þjón-
ustuveri Reykjavíkurborgar og að
ekki standi til að framlengja leyfi
borgarinnar. Rann það út klukkan
20 í gærkvöldi. „Það var veitt leyfi
fyrir kaffitjaldi sem átti að taka nið-
ur klukkan 20 á kvöldin,“ segir hún
og bætir við að mótmælendur hafi
ekki staðið við það.
Morgunblaðið/Hari
Austurvöllur Hópur hælisleitenda og stuðningsfólk þeirra stóð dögum saman fyrir mótmælum fyrir framan Al-
þingi. Leyfi hópsins fyrir þessu hvíta tjaldi rann út klukkan 20 í gærkvöldi og var búið að fjarlægja það þá.
Mótmælendur brutu
skilmála borgarinnar
Tjald og búnaður máttu ekki vera á Austurvelli eftir kl. 20
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við vorum boðuð á fund í fjár-
málaráðuneytinu og þar var okkur
kynnt sú ákvörðun að í fjármála-
áætlun sem á að leggja fram á
næstu dögum væri þessi frysting
framlaga ríkisins
til Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaganna.
Ráðherra gat
reyndar bara set-
ið hluta fundar-
ins en það var
mjög erfitt að
misskilja starfs-
menn ráðuneytis-
ins. Ég vona hins
vegar að um mis-
skilning sé að
ræða og þetta verði leiðrétt,“ segir
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra lýsti þeirri skoðun sinni í
Morgunblaðinu í gær að bókun
Sambands íslenskra sveitarfélaga
um þetta efni væri „óþarfa upp-
hlaup af litlu tilefni“. Ekki sé komin
fram nein tillaga um málið en rétt
sé að umrædd skerðing hafi verið
nefnd og hafi hún verið hugsuð sem
framlag sveitarfélaganna til þeirrar
stöðu sem er uppi í efnahagsmálum.
Bindur vonir við þingmenn
Aldís segir í samtali við Morg-
unblaðið að sveitarfélögin séu tilbú-
in að fara í viðræður við ríki og ráð-
herra um hvernig hægt sé að finna
lausn á þessu máli. „Við græðum
auðvitað ekkert á að vera í svona
orðaskaki,“ segir hún og kveðst
þegar hafa óskað eftir fundi með
bæði Bjarna Benediktssyni fjár-
málaráðherra og Sigurði Inga Jó-
hannssyni, ráðherra sveitarstjórn-
armála. Formaðurinn segist
reyndar binda vonir við að málið
taki breytingum í meðförum Al-
þingis. „Ég hef trú á því að þing-
menn sjái að þetta er mjög van-
hugsuð ákvörðun.“
Skerðing kemur sér illa
Aldís telur málið allt hið sér-
kennilegasta, enda sé þá verið að
breyta því fyrirkomulagi að framlög
ríkisins ráðist af sveiflum í hagkerf-
inu. Ef framlag til Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaganna verði fryst næstu
tvö árin sé þar um skerðingu að
ræða sem nemi 3,3 milljörðum
króna, jafnvel þótt reikna megi með
því að hér verði ágæt hagsæld.
„Slík skerðing kemur verst við
verst settu sveitarfélögin. Þetta eru
til dæmis sveitarfélögin sem eru nú
að fá skell út af loðnunni. Það verð-
ur átak fyrir sveitarfélög að efna
kjarasamninga ef laun eru að fara
að hækka auk þess sem við höfum
séð tekjuskerðingu á mörgum svið-
um.“
Hafa tekið á sig
auknar byrðar
Aldís nefnir sömuleiðis að sveit-
arfélögin hafi á undanförnum miss-
erum stigið fjölmörg skref íbúum til
hagsbóta, til að mynda lækkun leik-
skólagjalda, að greiða skólagögn,
niðurgreiða mat og sitthvað fleira.
„Við höfum tekið á okkur meiri og
meiri byrðar og okkur finnst að rík-
isvaldið eigi að virða það við okkur
en ekki láta okkur gjalda fyrir það.“
Skerðing „van-
hugsuð ákvörðun“
Sveitarfélög tilbúin í viðræður við ríkið
Aldís
Hafsteinsdóttir
Fylgi Sjálfstæðisflokksins jókst
um eitt prósentustig milli fylgi-
skannana MMR og mælist nú
23,6% en var 22,7% í síðustu könn-
un sem gerð var. Flokkurinn
hlaut 25,2% atkvæða í þingkosn-
ingunum.
Vinstri græn bæta við sig 0,3
prósentustigum í könnuninni og
mælast nú með 11,4% fylgi en
Framsóknarflokkurinn tapar
nokkru fylgi og mælist nú með
11,1% en var með 13,5% fylgi í
könnun MMR í febrúar.
Píratar eru hástökkvarar á
milli fylgiskannana MMR
Þá segjast 41,8% styðja ríkis-
stjórnina í könnuninni, en 42,8%
sögðust styðja ríkisstjórnina við
síðustu mælingu.
Samfylkingin mælist næst-
stærsti flokkur landsins í könnun
MMR með 13,8% fylgi en hefur
tapað tveimur prósentustigum frá
seinustu könnun.
Píratar eru hástökkvarar könn-
unarinnar og hafa bætt við sig
rúmlega þremur prósentustigum
frá seinustu könnun og mælist
flokkurinn núna með 13,6% fylgi.
Viðreisn mælist með 9,4% en
fylgi flokksins var 8,1% í síðustu
könnun. Miðflokkurinn bætir
einnig við sig fylgi og fer úr 6,1%
í 8%. Flokkur fólksins mælist nú
með 4,7% fylgi og Sósíalistaflokk-
urinn með 2,5%.
Könnunin var framkvæmd dag-
ana 11.-14. mars og var heildar-
fjöldi svarenda 1.025 að því er
fram kemur á vefsíðu MMR.
41,8% stuðningur við ríkisstjórnina
Steingrímur
J. Sigfússon,
forseti Al-
þingis, segir
fólk hafa
fullan rétt til
mótmæla á
Íslandi í
þeirri von að
reyna að
vekja athygli
á sínum mál-
stað. Mikilvægt sé þó að mót-
mæli fari friðsamlega fram og
valdi sem minnstum núningi.
„Þetta snýr fyrst og fremst
að borginni og í einhverjum til-
fellum lögreglunni fremur en
Alþingi. Við erum ekki aðilar
að því að veita leyfi fyrir fund-
um eða öðru slíku,“ segir
hann. „En sem stjórnmála-
menn þá hlustum við auðvitað
á svona lagað og það er þá í
okkar höndum að bregðast
við.“
Valdi litlum
núningi
FORSETI ALÞINGIS
Steingrímur J.
Sigfússon