Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Verð 8.995 Stærðir 40-46 Verð 9.995 Stærðir 40-46 Bio Comfort leðursandali Bio Comfort leðursandali Kíktu á verðið Óhætt er að segja að staðan ísjávarútveginum vegna loðnu- brestsins sé grafalvarleg. Og það eru ekki aðeins fyrirtækin í þess- ari grein sem verða fyrir áfalli, hið sama gildir um þjóðar- hag í heild sinni, ekki síst lands- byggðina sem víða hefur beinni og meiri tengsl við sjávar- útveginn en höfuðborgarsvæðið.    Sjávarútvegsráðherra segirspurður um loðnubrestinn að hann sé högg sem sjávarútvegur- inn þurfi að bera. Ríkið ætlar með öðrum orðum ekki að létta undir með fyrirtækjunum sem lenda í að missa aflaheimildir sínar.    Við þessu er ekkert að segja.Kvótakerfið gerir ráð fyrir því að sjávarútvegsfyrirtækin eigi hlutdeild í því heildaraflamarki sem leyft er að veiða. Ef stofn dregst saman, jafnvel það mikið að ekkert er hægt að veiða, minnkar hlutur hvers og eins og verður jafnvel að engu. Í það minnsta tímabundið.    Þetta virðast allir sætta sigágætlega við og skilja. Þess vegna er umhugsunarvert að þeg- ar aflaheimildir eru auknar þá spretta jafnan fram andstæðingar þess hagkvæma fiskveiðistjórnar- kerfis sem Íslendingar hafa komið sér upp, og krefjast þess að ríkið hirði aukninguna.    Til að kvótakerfið gangi eðlilegaer hins vegar nauðsynlegt að andstæðingar þess fái ekki að eyðileggja það með slíkum hugmyndum sem án efa munu skjóta upp kollinum hér eftir sem hingað til. Þarf að ganga í báðar áttir STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Páskabjórinn kom í Vínbúðirnar fyr- ir helgi. Alls eru 13 tegundir til sölu í ár og eru nokkrar þeirra fáanlegar í fleiri en einni stærð umbúða. Þetta er fjölgun frá því í fyrra en þá voru ellefu tegundir á boðstólum. Líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn aðeins seldur í tak- markaðan tíma og stendur sölutíma- bilið til 20. apríl. Úrvalið er skemmtilegt í ár eins og jafnan og fjölbreyttara en oft áð- ur. Þarna má finna hveitibjór, lag- erbjór, öl, IPA-bjór og súrbjór svo flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Af tegundum má nefna Hérastubb frá Segli 67 á Siglufirði, Tvo vini og annar í páskum frá Víking en það er IPA-bjór, hveitibjórinn Maríu nr. 65 frá Borg brugghúsi og Þumal frá Austra auk þess sem The Brothers Brewery býður upp á svokallaðan mjólkurstout. Þrjár erlendar bjór- tegundir eru í boði; frá Tuborg, Harboe og Föroya bjór. Einn bjór sker sig nokkuð úr en það er Re- bekka nr. 64 frá Borg brugghúsi. Er þar um að ræða kirsuberja-súrbjór sem fengið hefur að þroskast á Char- donnay-tunnum í þrjú ár. Þrettán tegundir páskabjórs í ár  Meðal tegunda er kirsuberjabjór sem fengið hefur að liggja á tunnum í þrjú ár Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vínbúð Páskabjórinn er nú kominn í sölu og verður næsta mánuðinn. Hægri flokkurinn í Noregi ályktaði á landsfundi sínum um helgina að ekki skuli skattleggja sérstaklega fisk- veiðar og fiskeldi þar í landi. Fram kemur í ályktuninni að það sé mikil- vægt að Hægri flokkurinn, flokkur Ernu Solberg forsætisráðherra, styðji við sjálfbært velferðarsam- félag, þar sem áhersla sé lögð á efna- hagslega hvata. Til að hægt sé að skapa verðmæti um allt land verði fyrirtækin að búa við traustan og fyrirsjáanlegan ramma. Athygli er vakin á þessari ályktun á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og haft er eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmda- stjóra, að töluverð tíðindi felist í þessu og full ástæða sé fyrir íslenska stjórnmálamenn að skoða þetta vel. Helstu keppinautar „Það er merkilegt að frétta það að á sama tíma og umræðan á Íslandi snýst meira og minna um hvernig skattleggja megi sjávarútveginn og nú síðast fiskeldi, þá skuli Norðmenn hafa áttað sig á því að réttara sé að slá enn frekari stoðum undir þessa at- vinnuvegi, en ekki leggja á þá sér- stakt auðlindagjald. Þetta verður enn athyglisverðara þegar haft er í huga að Norð- menn eru okkar helstu keppinaut- ar þegar kemur að sölu á fiski á al- þjóðlegum mark- aði,“ segir Heið- rún á heima- síðunni. Bent er á að einn af samstarfsflokkum Hægri flokksins í ríkisstjórn, Frjálslyndi flokkurinn, (n. Venstre), hafi sam- þykkt sambærilega ályktun á sínum landsfundi á dögunum. Þar komi fram að það sé betra fyrir þjóðina, sjávarþorpin og atvinnuveginn, þegar fyrirtækin geta fjárfest. „Það er mikilvægt að stjórnmála- menn geri sér grein fyrir því að sterk sjávarútvegsfyrirtæki koma öllum vel, sérstaklega á þeim stöðum þar sem sjávarútvegur er hryggjar- stykkið í atvinnulífinu. Svo ekki sé talað um þá staði þar sem fiskeldi hef- ur skipt sköpum. Það væri óskandi að sá skilningur væri ríkari á Íslandi, að sterkir at- vinnuvegir eru forsenda öflugrar byggðastefnu,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir á heimasíðu SFS. Hafna sérstökum sköttum á fisk- veiðar og fiskeldi Erna Solberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.