Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Vinsælasti
haldarinn okkar
Misty
Dekraðu
við línurnar
Skálastærðir: B-J
Verð 8.650 kr.
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Buxna-
leggings
Kr. 3.990
Str: S-XXXL
4 litir
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Náttúruminjasafn Íslands hefur
unnið að því að fá að láni til langs
tíma beinagrind af íslandssléttbak
frá Dýrafræðisafni Danmerkur. Þá
hefur Lilja Alfreðsdóttir
menntamálaráðherra meðal annars
rætt þennan möguleika við danska
kollega sína. Ekki er til eintak á Ís-
landi af tegundinni og aðeins örfá
söfn erlendis eiga heila beinagrind
íslandssléttbaks.
Hilmar J. Malm-
quist, forstöðu-
maður safnsins,
segir að beina-
grindin sé í raun
hluti af íslenskum
náttúruarfi, en
tegundin er talin í
útrýmingarhættu.
Beinagrindur
af tveimur full-
orðnum íslandssléttbökum eru í
vörslu Zoologisk Museum í Kaup-
mannahöfn. Annar var veiddur út af
Vestfjörðum 1891 og hinn við Aust-
firði 1904. Þriðja beinagrindin í
vörslu Dana er af ungviði sem drapst
við strendur Spánar 1854.
Hilmar segir að þeir hafi augastað
á eldri beinagrindinni, m.a. vegna
þess að hún hefur verið þrívíddar-
skönnuð á nákvæman hátt á vegum
NMSÍ, en það sé þó ekki aðalatriði
málsins. Með skönnuninni sé stofn-
unin komin með gögn í hendur og ná-
kvæmar upplýsingar um hvert ein-
asta bein. Því sé tiltölulega auðvelt
að endurgera einstök bein ef þau eru
of viðkvæm til að sýna.
Skönnun vekur athygli
Spurður hvort hann sé búinn að
velja beinagrindinni sýningarstað fá-
ist jákvætt svar frá Dönum segir
Hilmar að ýmislegt komi til greina í
þeim efnum. Hugsanlega yrði hægt
að koma henni fyrir í hálfum eða
heilum vatnstanki í Perlunni verði
fleiri vatnstankar tæmdir. Fleiri
staðir komi til greina á höfuðborg-
arsvæðinu eða úti á landi, en óneit-
anlega sé mikið af ferðamönnum og
skólafólki í þéttbýlinu á suðvestur-
horninu.
Fyrrnefndri þrívíddarskönnun á
beinagrind íslandssléttbaks fyrir
Náttúruminjasafnið lauk sl. sumar í
Kaupmannahöfn. Meginmarkmiðið
með skönnunarverkefninu er staf-
ræn varðveisla á beinagrind af afar
fágætri hvalategund sem áður var
algeng við Ísland en er nú í útrým-
ingarhættu, segir á heimasíðu Nátt-
úruminjasafnsins.
Öðrum þræði er skönnunin hugs-
uð til margs konar miðlunar á upp-
lýsingum og fróðleik um tegundina,
og jafnvel til að búa til eftirgerð af
beinagrindinni með því að fræsa
hana út eða prenta í þrívídd að hluta
eða öllu leyti. Við skönnun beina-
greindarinnar hjá tæknifyrirtækinu
Rigsters var beitt vél- og hugbúnaði
sem starfsmenn þróuðu sjálfir að
verulegu leyti.
Hilmar segir að verkefnið hafi
verið viðamikið og gæðin séu ein-
stök. Skönnunin hafi þegar vakið at-
hygli og önnur söfn hafi leitað upp-
lýsinga hjá Náttúruminjasafninu og
danska fyrirtækinu með það í huga
að gera eitthvað sambærilegt með
sín beinasöfn, meðal annars
Náttúrufræðisafnið í London.
Beinin geymd í kjöllurum
Íslandssléttbakurinn sem Nátt-
úruminjasafnið lét skanna var veidd-
ur 1891 og unninn í hvalstöð Victors-
félagsins norska á Höfðaodda eða
Framnesi við Dýrafjörð. Um haustið
var siglt með beinagrindina til Kaup-
mannahafnar, til umsjónar og vörslu
Dýrafræðisafns Danmerkur, Zoolog-
isk Museum.
Þar hefur beinagrindin verið í
geymslu, fyrst í kjallara í miðborg-
inni þar sem Hafnarháskóli hafði að-
setur, en síðar í kjallara við Uni-
versitetsparken í Nørrebro þar sem
Zoologisk Museum er nú til húsa. Í
aðfangabók Zoologisk Museum dags.
13. september 1891 er fært að beina-
grindin sé komin og að hún hafi
mælst 13,7 m á lengd, þar af haus 4,2
m og hryggur 9,5 m. Dýrið var með
öðrum orðum fullvaxið þegar það var
veitt, segir á heimasíðunni.
Og ennfremur: „Og þeir eru fleiri
íslandssléttbakarnir sem leynast í
kjallara Zoologisk Museum. Þar eru
tvær beinagrindur til viðbótar af
þessari tegund, þar af önnur, sú
stærri (11,5 m), af hval sem einnig
var veiddur við Ísland árið 1904 af
norskum hvalföngurum. Hin beina-
grindin er af ungviði sem drapst við
strendur Spánar árið 1854.“
Lausnir fyrir söfn og setur
Á morgun, miðvikudaginn 20.
mars, verður haldin málstofa í Þjóð-
minjasafninu undir heitinu Stafræn-
ar lausnir fyrir söfn og setur -
MMEx. Meðal fyrirlesara verður
Aleksandr Jakovlev, framkvæmda-
stjóri Rigsters, sem annaðist skönn-
unina á beinagrind sléttbaksins. Að
málstofunni standa Borgarsögusafn
Reykjavíkur, Þjóðminjasafn Íslands
og Félag íslenskra safna og safn-
manna (FÍSOS) í samstarfi við
danska fyrirtækið MMEx.
Falast eftir íslandssléttbak frá Dönum
Danir eiga tvær beinagrindur af fullorðnum sléttbak Hluti af íslenskum náttúruarfi Nákvæm
þrívíddarskönnun á beinagrind gerð í Kaupmannahöfn Til miðlunar á upplýsingum og fróðleik
Ljósmynd/Náttúruminjasafn Íslands.
Mörg bein Íslandsslétttbakurinn hefur verið í umsjón og vörslu Dýrafræðisafns Danmerkur frá haustinu 1891.
Ljósmynd/Úr bók Smára Geirssonar, Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915.
Hvalveiðar Íslandssléttbakur kominn á land í hvalstöð Victorsfélagsins á
Höfðaodda (Framnesi) í Dýrafirði. Myndin er tekin árið 1891, en það er
sama ár og hvalurinn veiddist sem Náttúruminjasafnið hefur látið skanna.
Hilmar J.
Malmquist
Kristján Þór Júlíusson og Högni
Hoydal, sjávarútvegsráðherrar Ís-
lands og Færeyja, hafa náð sam-
komulagi um fiskveiðisamning á
milli Íslands og Færeyja.
Samningurinn felur í sér end-
urnýjun á samningi frá 2018 sem
veitir Íslandi aðgang að lögsögu
Færeyja til að veiða kolmunna og
norsk-íslenska síld og samhliða fá
Færeyjar aðgang að lögsögu Ís-
lands fyrir sömu tegundir.
Ísland fær 1.300 tonn af makríl
frá Færeyjum og Færeyjar fá
5.600 tonn af bolfiski og allt að 30
þúsund tonn af loðnu frá Íslandi,
háð því að loðna finnist í veið-
anlegu magni í lögsögu Íslands.
Samkomulagið gildir fyrir árin
2019 og 2020.
Fram kemur í fréttatilkynningu
að ráðherrarnir hafi jafnframt
sammælst um að halda áfram
vinnu að gerð rammasamnings um
fiskveiðisamstarf þjóðanna og til-
nefna hvor um sig sérfræðinga til
að meta verðmæti aflaheimilda og
aðgangs sem nýtist við gerð fisk-
veiðisamnings þjóðanna.
Gert er ráð fyrir að þessari
vinnu verði lokið um mitt ár 2020.
Samið við
Færeyinga
um fiskveiðar
Halda áfram vinnu
við rammasamning