Morgunblaðið - 25.03.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.03.2019, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Veður víða um heim 24.3., kl. 18.00 Reykjavík 1 skýjað Hólar í Dýrafirði -1 alskýjað Akureyri 2 skýjað Egilsstaðir 3 léttskýjað Vatnsskarðshólar 2 skýjað Nuuk -3 snjókoma Þórshöfn 5 rigning Ósló 5 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 heiðskírt Stokkhólmur 8 heiðskírt Helsinki 5 heiðskírt Lúxemborg 11 skýjað Brussel 11 heiðskírt Dublin 9 skúrir Glasgow 8 rigning London 13 heiðskírt París 12 skýjað Amsterdam 9 léttskýjað Hamborg 9 heiðskírt Berlín 10 heiðskírt Vín 17 heiðskírt Moskva 1 skúrir Algarve 20 léttskýjað Madríd 20 heiðskírt Barcelona 19 heiðskírt Mallorca 20 léttskýjað Róm 19 heiðskírt Aþena 14 léttskýjað Winnipeg -7 léttskýjað Montreal 2 skýjað New York 10 heiðskírt Chicago 8 alskýjað Orlando 23 léttskýjað  25. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:11 19:57 ÍSAFJÖRÐUR 7:14 20:04 SIGLUFJÖRÐUR 6:57 19:47 DJÚPIVOGUR 6:40 19:27 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á þriðjudag SV 10-18 og él, en léttir til A-lands. Hiti 1-8 stig, hlýjast A-til, en um frostmark um kvöldið. Á miðvikudag Allhvöss S-átt og rigning eða slydda, en úrkomulítið NA-til á landinu. Hiti 1-6 stig. Víða suðaustan 10-18 og heldur hvassara NV-lands um kvöldið. Talsverð rigning, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hlýnandi, hiti 5 til 8 stig síðdegis. Stéttarfélag flug- manna hjá WOW air, Íslenska flug- mannafélagið, sendi Skúla Mog- ensen, forstjóra félagsins, stuðn- ingsyfirlýsingu í gærkvöldi, áður en hann sendi sjálfur bréf til starfsfólks síns. „Við sendum honum bara styrk og stoð. Við stöndum við bakið á honum,“ sagði Vignir Örn Guðna- son, formaður félagsins, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. Skúli sagði í bréfinu, sem var birt í fjölmiðlum, að margir starfsmenn hefðu boðist til þess að leggja hluta launa sinna fram upp í hlutabréf í fé- laginu. Vignir sagði að það „hefði svosem ekkert verið útfært“ og vildi ekki frekar tjá sig um þá fullyrðingu Skúla að margir hefðu boðist til þessa. Að öðru leyti sagði Vignir að stemningin væri góð. Hann lýsti yfir eindregnum stuðningi við forstjór- ann og sagði ekki tilefni til þess að tjá sig frekar fyrir hönd flugmanna félagsins um stöðuna sem félagið er í. „Við erum bara rétt aðeins að ná áttum,“ sagði hann. snorrim@mbl.is Vignir Örn Guðnason „Þetta er graf- alvarleg staða,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar, um viðræðuslit WOW air og Icelandair. Jóhannes Þór segir WOW air mjög mikilvægt fyrirtæki fyrir íslenska ferða- þjónustu, rétt eins og Icelandair og að ekki verði hlaupið að því að fylla skarð félagsins fari allt á versta veg, þrátt fyrir að önnur flugfélög væru öll af vilja gerð til þess. „Þessi tvö flugfélög bera meg- inhluta ferðamanna til landsins. Það hefur legið ljóst fyrir lengi að það eru mikil vandræði í rekstri WOW og það er mjög slæmt fyrir ferðaþjónustuna sem hefur verið í mikilli óvissu vegna þessa um framtíðina,“ segir hann. „Þetta er grafalvarleg staða“ Jóhannes Þór Skúlason Jón Birgir Eiríksson Stefán E. Stefánsson Baldur Arnarson Síðdegis í gær barst Kauphöllinni tilkynning um að Icelandair hefði slitið viðræðum sínum við WOW air um kaup á síðarnefnda flugfélaginu að hluta til eða í heild. Á fimmtudag í síðustu viku var tilkynnt að slitnað hefði upp úr viðræðum WOW air og bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners um aðkomu Indigo að félaginu. Í haust flosnaði upp úr fyrri viðræðum Icelandair og WOW air um mögulega aðkomu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði í samtali við mbl.is að aðkoma Icelandair Group að rekstri WOW air væri of áhættusöm. Hann sagði alla möguleika hafa verið skoðaða í við- ræðum félaganna tveggja, allt frá því að kaupa fé- lagið í heild eða að kaupa einstakar eignir út úr því. Icelandair myndi í framhaldinu einfaldlega ein- beita sér að eigin rekstri. Áttu fund með ráðgjafa Um kvöldmatarleytið í gær funduðu nokkrir ráð- herrar ríkisstjórnarinnar, ráðuneytisstjórar og skrifstofustjórar í stjórnarráðinu. Fundinn sat Michael Ridley, fyrrverandi ráðgjafi hjá J.P. Morg- an, sem kom hingað til lands 5. október 2008 ríkis- stjórninni til ráðgjafar vegna yfirvofandi falls ís- lensku bankanna. Fundinn sátu m.a. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Þór- dís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráð- herra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráð- herra en þau vörðust öll fregna þegar fjölmiðlamenn leituðu svara við spurningum sínum að fundinum loknum. Skömmu fyrir klukkan sjö barst tilkynning frá WOW air þar sem fram kom að meirihluti skulda- bréfaeigenda félagsins og aðrir kröfuhafar ættu í viðræðum um samkomulag um fjárhagslega endur- skipulagningu fyrirtækisins. Samkvæmt því yrði núverandi skuldum WOW air umbreytt í hlutafé og rekstur félagsins fjármagnaður þannig að það næði sjálfbærum rekstri til framtíðar. Fram kom að frekari upplýsingar yrðu veittar í dag. Samkvæmt heimildum blaðsins er reiknað með nýjum fjárfestum að félaginu, en fulltrúi fjárfesta sem tóku þátt í skuldabréfaútboði í september staðfesti þetta. Sagði hann niðurskurð WOW air hafa skilað sér í batnandi rekstri. Skuldirnar væru þó þungbærar. Ráðgert væri að umbreyta núver- andi skuldum í hlutafé sem væru 49% hlutafjár og bjóða 51% í félaginu til kaups. Þá myndu nýir aðilar í eigendahópnum njóta forgangs, m.a. varðandi sölu bréfa í endurskipulögðu félagi. Flugfélögin tvö sigldu í strand í viðræðum sínum  Aðkoma að rekstrinum of áhættusöm  Endurskipulagning WOW fyrirhuguð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stjórnarráð Þrír ráðherrar sátu fund í gær með Michael Ridley, fyrrverandi ráðgjafa hjá J.P. Morgan. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Á fundi sem forsvarsmenn Icelandair Group áttu með forystufólki í ríkisstjórn Íslands í gær, voru kynntar hugmyndir sem miða að því að lágmarka höggið sem yrði af falli WOW air. Þar er einkum horft til þess að tryggja að áhrif slíkra atburða myndu hafa sem minnst áhrif á flæði ferðamanna til og frá landinu. Að sögn viðmælanda Morgun- blaðsins sem sat fundinn er það mat Icelandair Group að félagið geti gripið til aðgerða sem tryggt geti að sami fjöldi ferðamanna heimsæki landið og árið 2017. Það ár komu 2,2 milljónir ferðamanna til landsins skv. talningu Ferðamálastofu. Sam- kvæmt sömu tölum voru ferðamenn sem hingað komu 2,3 milljónir í fyrra. Séu áætlanir Icelandair réttar kann því að vera mögulegt að koma hlutum í það horf að ferðamönnum myndi aðeins fækka um 4% í ár, miðað við metárið í fyrra. Munu þessar tölur hafa verið lagðar fram til að undirstrika að of mikið væri gert úr þeim miklu áhrifum sem fall WOW air myndi hafa á hagkerfið í heild sinni. Tilbúnir að breyta áætlunum Heimildir Morgunblaðsins herma að forsvars- menn Icelandair hafi ekki útlistað nákvæmlega með hvaða hætti þeir hygðust tryggja áframhald- andi straum ferðamanna til landsins. Það hafi hins vegar falist í tillögunum að félagið gæti með frem- ur skömmum fyrirvara breytt flugáætlun sinni og m.a. lagt meiri áherslu á að ferja til Keflavíkur far- þega sem ættu leið hingað til lands og aftur til baka á upprunastað ferðalagsins, á kostnað þeirra ferðalanga sem aðeins nýta Keflavíkurflugvöll til millilendingar á leið sinni yfir Atlantshafið. Geta leigt fleiri vélar Í umræðum um stöðuna hafi komið til umræðu sú staðreynd að þrjár nýjar Boeing 737-MAX 8 vélar félagsins séu nú kyrrsettar að kröfu flug- málayfirvalda. Munu forsvarsmenn Icelandair hafa staðhæft í samtölum við stjórnvöld að það muni ekki hafa áhrif á fyrrgreindar áætlanir, verði nauðsynlegt að hrinda þeim í framkvæmd. Félagið geti tryggt sér vélar á leigumarkaði, jafnvel þótt slíkt kunni að kalla á að félagið leigi áhafnir með vélunum. Sem stendur eru áhafnir Icelandair að- eins þjálfaðar á þrjár tegundir véla. Fyrrnefndar MAX vélar og 757 og 767 þotur frá sama framleið- anda. Áhrif á fjöldaþróun ofmetin  Hafa teiknað upp áætlun sem miðar að því að lágmarka höggið af falli WOW air  Telja að með réttum aðgerðum megi tryggja sama fjölda til landsins og árið 2017 Flugmenn sendu Skúla styrk og stoð Óvissa um framtíð WOW air

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.