Morgunblaðið - 25.03.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019
Bíldshöfði 9
Smáratorg 1
He 1 1lluhraun 6- 8
Fiskislóð 1
Við eru
í þínu
hverfi
m
Efling gerir það að skilyrði fyrirgreiðslu úr verkfallssjóði að
þeir, sem eru í verkfalli, taki þátt í
verkfallsvakt eða skyldum við-
burðum. Þetta er kallað „hógvær
krafa“ um þátttöku.
Í Morgunblaðinu á laugardag seg-ir Viðar Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri
Eflingar, að
þessi ákvörð-
un hafi verið
tekin í stjórn
vinnudeilu-
sjóðs að eðli-
legt væri að úthlutun úr honum
væri háð slíkri kröfu.
Sem dæmi um hvers er krafist erað bílstjórar voru beðnir um að
mæta á fund í Vinabæ og hótel-
starfsmenn að taka þátt í kröfu-
stöðu við hótelin.
Lára V. Júlíusdóttir, lögmaðurog sérfræðingur í vinnumark-
aðsrétti, segir að meginreglan sé sú
þegar kemur að aðild að verkalýðs-
félögum að jafnræðis sé gætt í hví-
vetna. „Það er ekki hægt að vísa til
þess að þetta sé brot á einhverjum
landslögum eða slíku. Það eru eng-
in lög sem ná yfir þetta,“ segir
Lára.
Ekki er þó allt sem sýnist í þess-um málum.
Gengið var til atkvæða um þaðhvort efna ætti til verkfalls.
Margir greiddu atkvæði gegn því
að fara í verkfall og gera það því
nauðugir viljugir. Nú eru þeir
skyldaðir til að taka þátt í aðgerð-
um vegna verkfallsins, sem þeir
vildu ekki fara í, ætli þeir að fá
greitt úr verkfallssjóði.
Er hægt að ætlast til þess?
Hógvær krafa?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
HönnunarMars hefst á fimmtudag-
inn með tilheyrandi straumi er-
lendra hátíðargesta til landsins. Á
sama tíma hefjast verkföll Eflingar
í hótel- og rútuþjónustu og standa í
tvo sólarhringa. „Við finnum fyrir
þessu eins og margir aðrir,“ segir
Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri
Hönnunarmiðstöðvar, sem skipu-
leggur hátíðina. „Icelandair Hotels
hafa verið góður samstarfsaðili í
gegnum árin. Þau lenda í vand-
ræðum vegna verkfalla, sem þýðir
að við lendum líka í vandræðum. En
við höfum unnið með þeim og leitað
leiða til að finna gistingu fyrir alla,“
segir hún.
„Við erum að útskýra þetta fyrir
gestum okkar,“ segir Álfrún. „Við
erum búin að finna gistingu fyrir
hluta þeirra á hótelum sem sleppa
við verkföll. Þetta er varaáætlun.
Við erum með það marga gesti að
við þurftum að leggjast í þessa
vinnu fyrir helgi.“ Í kringum 30
manns koma til landsins á vegum
hátíðarinnar og mun fleiri koma á
eigin vegum að sækja viðburðina.
Álfrún segir að Hönnunarmið-
stöðin sýni aðilum beggja vegna
borðs skilning. „Við krossleggjum
bara fingur og vonum að þetta leys-
ist í tæka tíð,“ segir hún. „Þetta er
bara lærdómsríkt líka: einhver ár
höfum við þurft að glíma við eldgos,
þannig að fólk er ýmsu vant hér á
bæ,“ segir Álfrún loks. Hátíðin
stendur fram á sunnudag.
snorrim@mbl.is
HönnunarMars í skugga verkfalla
Hátíðargestum komið í öruggt skjól
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hönnun Bílstjórar eru í verkfalli.
Kjúklingabúið Litla gula hænan
hætti rekstri í mánuðinum vegna
húsnæðisvandræða og hefur síðustu
vikur verið að tæma lagerinn sinn.
Fyrirtækið bauð upp á velferðar-
kjúkling svonefndan, sem í lifanda
lífi fékk að ganga að mestu laus og
nærðist að auki aðeins á óerfða-
breyttu fæði. Ógerningur reyndist
að finna húsnæði sem hentaði starf-
seminni. Litla gula hænan rak lítið
kjúklingabú í uppgerðum útihúsum
á bænum Gunnarshólma, sem er rétt
utan við Reykjavík. Þangað liggur
engin hitavatnsleiðsla sem olli því að
hita varð búið með rafmagni. Og
kjúklingaeldi krefst allnokkurrar
kyndingar, ungarnir þurfa að hafast
við í 30 °C á tímabili.
„Það borgaði sig ekki að fara í
uppbyggingu á þessu svæði, þar sem
ekki er heitt vatn,“ segir Margrét
Gunnarsdóttir, stofnandi og annar
eigenda Litlu gulu hænunnar. Hún
segir að leitað hafi verið að betra
húsnæði en ekkert fundist. „Það var
tekið rosalega vel í þessa vöru og
þetta hefur gengið vonum framar en
í þessari stærð sem þetta er núna er
þetta ekki að skila nógu miklu til
þess að hægt sé að lifa á þessu,“
segir Margrét.
Margrét segir aldrei hafa komið
til greina að slá af kröfum um vel-
ferð dýranna til þess að geta haldið
áfram rekstri. „Velferð þeirra er það
sem við höfum gert út á frá upphafi,“
segir hún. Fóður hænsnanna, bendir
Margrét á, var nánast helmingi dýr-
ara en venjulegt fóður. Margrét tel-
ur enn vera markað fyrir svona
rekstur á Íslandi og segir í raun
tímaspursmál þar til stóru búin fari
að bjóða fólki upp á sambærilega
vöru. Eftirspurnin aukist bara. Það
sjónarmið Margrétar fær augljósan
stuðning ef litið er á harmatölur
ánægðra fyrrverandi viðskiptavina
við tíðindum þessum á Facebook-
síðu fyrirtækisins. snorrim@mbl.is
Litla gula hænan
leggur upp laupana
Skert velferð dýra kom ekki til greina
Búið Of dýrt reyndist að kynda en
það varð að gera með rafmagni.