Morgunblaðið - 25.03.2019, Page 12

Morgunblaðið - 25.03.2019, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is 360° snúningur Leður Verð frá 249.000.- WAVE Soft Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is É ljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjall- göngurnar fastur liður í mínu dag- lega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guð- jónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæj- arfjall Selfossbúa. Trimm þetta hóf hann að stunda árið 2012, þá í þeim aðstæðum að þurfa meiri hreyfingu, blóðið á hreyfingu og súrefni í lung- un. Fjallið blasti við og svo fór að Magnús batt á sig gönguskóna og lagði á brattann. Síðan þá eru ferð- ir hans á fjallið orðnar alls 1.157. Þrír tímar í trimmið „Upphafið á þessum göngu- ferðum kom ekki til af góðu. Ég fann fyrir doða víða í líkamanum og leitaði vegna þess til lækna, sem hver á fætur öðrum rannsökuðu mig og komust að því að ég væri með tvö göt á hjartanu, milli hólfa. Það kallaði á skurðaðgerð á sjúkra- húsi sem ég fór í 20. janúar 2014. Áður var ég með gönguferðunum búinn að kominn mér í þokkalegt form sem væntanlega hefur hjálpað mikið, því opin skurðaðgerð er mikið inngrip,“ segir Magnús. Ingólfsfjall er á vinstri hönd þegar ekið er austur skömmu áður en komið er að Selfossi. Við malar- námur í fjallinu, í svonefndum Djúpadal, er greiðfarin leið upp á fjallið, en hækkunin frá bílastæði upp á brún er alls 470 metrar. „Ég fer á reiðhjólinu héðan að heiman á Selfossi um klukkan hálffimm á daginn og er hálftíma upp að fjalli,“ segir Magnús. „Gangan af jafn- sléttu upp á fjallið er tæp klukku- stund fram og til baka og þegar niður er komið hjóla ég til baka og fer í sundlaugina. Oftast eru þetta því tæplega þrjár klukkustundir á dag sem ég tek í trimmið; gæðatími sem skiptir mig miklu. Mér finnst þetta miklu skemmtilegra og betra en fara á líkamsræktarstöð og þó er ég með árskort þar.“ 62 ferðir frá áramótum Í 62. sinn frá áramótum gekk Magnús í gær, sunnudag, á Ingólfs- fjall, það er á 83. degi ársins. „Að- stæður til gönguferða voru ágætar í allt haust og nú eftir áramótin langt fram í febrúar. Síðan þá hefur verið vetrarveður á svæðinu og að- stæður stundum leiðinlegar en ég hef ekkert látið það stoppa mig. Ef hált er set ég bara á mig broddana og er með staf og auðvitað alltaf klæddur í samræmi við hvernig vindur blæs hverju sinni,“ segir Magnús, sem hefur í huga að slá met sitt frá 2015 þegar hann gekk alls 255 sinnum á fjallið. Hafði þá upphaflega í huga að gera betur en göngufólk sem sagt var frá í hér- aðsblöðum er hafði árið áður náð 155 sinnum á fjallið. „Ég toppaði þau með 100 ferð- um og fannst ég góður. En svo hafa auðvitað komið ár hjá mér þar sem ferðirnar hafa verið talsvert færri, rétt eins og gengur,“ segir Magnús, sem á undanförnum árum hefur reynt við ýmis fleiri fjöll. Má þar nefna Þríhyrning í Rangárvalla- sýslu, Esjuna og eins fjöllin við Laugarvatn, en þar hafa Magnús og fjölskylda hans hjólhýsið sitt og eru þar löngum stundum yfir sumarið. Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall Fjallræðan! Flesta daga hvernig sem viðrar arkar Magnús Öfjörð Guðjóns- son á Selfossi á bæjar- fjallið. Eitt árið urðu ferðirnar 255 talsins. Að fá blóðið á hreyfingu og fylla lungun af súrefni er nauðsynlegt! Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bæjarfjall Ingólfsfjall og Selfossbær í forgrunni. Fjallið sést víða að og er auðkleift. Miklar malarnámur eru í sunnanverðu fjallinu. Austan við þær, til hægri á myndinni, er greiðasta leiðin upp á fjallið og er þá farið um svonefndan Djúpadal. Hækkunin frá jafnsléttu og upp á brún er um 470 metrar. Göngugarpur Magnús Öfjörð á Ingólfsfjalli í síðustu viku, hér við vörðuna á fjallsbrún þar sem er gestabók sem geymd er í öruggum járnkassa. Á dögunum tóku fimm þernur frá CenterHotels við hæfniskírteini eftir að hafa lokið raunfærnismati frá Ið- unni fræðslusetri. Matið, sem Iðan fræðslusetur býður í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, er mælikvarði á þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Mark- miðið er að efla starfshæfni þeirra sem hafa litla formlega menntun og opna þeim þannig leiðir til að halda áfram námi og þróa sig frekar í starfi. Matið, sem starfsmenn Center- Hotels fóru í gegnum, er fyrsta verk- efnið sem Iðan fræðslusetur býður upp á og tekur mið af hæfniskröfum viðkomandi starfs. Hingað til hefur eingöngu boðist raunfærnimat á móti námskrám, sem hefur leitt til mögulegrar styttingar á námi. Matið er einnig hið fyrsta sinnar tegundar sem tengist mati á starfi þerna í ferðaþjónustu á Íslandi. „Við erum himinlifandi með hópinn okkar sem brautskráðist með glæsi- brag. Matið er mjög mikilvægur þátt- ur í fræðslustarfi okkar hjá Center Hotels og er hluti af starfsþróunar- stefnu okkar. Starfsþróunarstefna okkar snýr að því að starfsmenn fái að vaxa og dafna með því að fá jöfn tækifæri,“ segir Eva Jósteinsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hótelanna. Menntun fyrir hótelþernur nýmæli í starfi Iðunnar Starfsfólk dafni og fái tækifæri Fræðsla Nýútskrifaðar þernur, stjórnendur CenterHotels og fræðarar Iðunnar við brautskráningarathöfn sem efnt var til nú á dögunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.