Morgunblaðið - 25.03.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.03.2019, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019 Við Íslendingar getum verið stolt af fæðingar- orlofskerfinu okkar. Það gerir foreldrum kleift að njóta samvista við börn sín fyrstu mánuðina í lífi þeirra. Á þeim tíma fer fram gríðarlega mikil- vægt mótunarferli auk þess sem koma barns kallar á miklar breyt- ingar í fjölskyldunni. Á næsta ári eru 20 ár síðan núverandi fæðingarorlofskerfi tók gildi. Það var Páll Pétursson, þáver- andi félagsmálaráðherra, sem mælti fyrir lögunum á Alþingi 28. apríl árið 2000. Það má á margan hátt segja að þau hafi haft í för með sér bylting- arkenndar breytingar enda var Ísland fyrsta landið í heiminum til að veita feðrum og mæðrum jafnan sjálf- stæðan rétt til fæðingarorlofs. Hækkun og lenging í samræmi við stjórnarsáttmála Stefna núverandi ríkisstjórnar hef- ur frá fyrsta degi verið að efla fæð- ingarorlofskerfið bæði með því að hækka greiðslur og með því að lengja samanlagðan rétt foreldra til fæðing- arorlofs. Fyrri aðgerðir stjórnvalda hafa miðað að því að hækka há- marksgreiðslur úr fæð- ingarorlofssjóði. Sú hækkun kom til fram- kvæmda 1. janúar á þessu ári þegar óskertar greiðslur hækkuðu um 80.000 krónur, eða úr 520.000 krónum í 600.000 krónur á mánuði. Nú er ætlunin að ráðast í lengingu fæðingarorlofs. Stefnt er að því að það verði gert í þrepum og að 1. jan- úar 2021 verði lenging þess komin að fullu til framkvæmda. Gert er ráð fyr- ir því að þessu verði þannig háttað að fimm mánuðir séu eyrnamerktir hvoru foreldri fyrir sig og að tvo mán- uði sé hægt að velja um hvor aðilinn nýtir. Ný löggjöf kynnt á 20 ára afmælisári Í tilefni af því að árið 2020 verða 20 ár liðin frá gildistöku laganna hef ég ákveðið að setja af stað vinnu við heildarendurskoðun þeirra í samráði við hagsmunaaðila. Er sú endur- skoðun í samræmi við stefnu stjórn- valda þess efnis að efla fæðingar- orlofskerfið, en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samanlagður réttur foreldra til fæð- ingarorlofs verði lengdur. Í ljósi þess geri ég ráð fyrir að í frumvarpinu verði kveðið á um lengingu á sam- anlögðum rétti foreldra til fæðing- arorlofs í tólf mánuði vegna barna sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar. Lagt verður upp með að vinnunni ljúki að hausti árið 2020 eða á tuttugu ára afmæli laganna og að unnt verði að leggja fram frumvarp á haustþingi það ár. Í millitíðinni mun verða lagt fram frumvarp þar sem kveðið verður á um að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs verði tíu mánuðir vegna barna sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2020 eða síðar. Færri feður nýta fæðingarorlofsrétt Staðreyndin er sú að færri feður en mæður taka fæðingarorlof og þeir sem taka það nýta lægra hlutfall þeirra daga sem þeir eiga rétt á en mæður. Upplýsingar frá Vinnu- málastofnun benda til þess að frá árinu 2009 hafi feðrum sem nýtt hafa rétt sinn til fæðingarorlofs fækkað jafnt og þétt til ársins 2014 þegar þeim fór að fjölga lítillega á ný. Frá árinu 2016 virðist sem feðrum sem hafa nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs hafi fjölgað. Það er þó enn verk að vinna og helsta áskorun fæðingar- orlofskerfisins er að tryggja báðum foreldrum jafna möguleika á að ann- ast barn sitt í fæðingarorlofi. Brúum bilið yfir í dagvistun Ein forsenda þess að unnt verði að brúa það bil sem oft er talað um að myndist á milli þess að rétti foreldra til fæðingarorlofs ljúki og þess að barni bjóðist dagvistun á leikskóla er að börnum bjóðist dagvistun á leik- skóla við tólf mánaða aldur. Þetta umrædda bil hefur oftar en ekki verið talið streituvaldandi hjá foreldrum og ekki síður hjá stórfjölskyldunni sem getur þurft að taka höndum saman til að dæmið gangi upp. Það má ætla að streitan við að hefja aftur þátttöku á vinnumarkaði, þegar barn er ekki komið með dagvistun á leikskóla, sé enn meiri hjá þeim foreldrum sem ekki hafa sterkt bakland. Það er því mikilvægt að samhliða heildarendur- skoðun fæðingarorlofslaganna fari fram samtal og samvinna við sveitar- félög um það hvernig þetta bil verði brúað. Börnin okkar eru besta fjárfest- ingin og það hvernig við styðjum við foreldra á fyrstu mánuðum í lífi hvers barns er grundvallaratriði í þeirri fjárfestingu. Það er á ábyrgð stjórn- valda að haga fæðingarorlofskerfinu með þeim hætti að foreldrar sjái sér fært og sjái hag í að nýta rétt sinn til fulls. Það er í því ljósi gríðarlega ánægjulegt að okkur sé að takast að endurreisa og efla fæðingarorlofs- kerfið. Eftir Ásmundi Einar Daðason » Stefna núverandi ríkisstjórnar hefur frá fyrsta degi verið að efla fæðingarorlofskerfið. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er félags- og barna- málaráðherra. Heildarendurskoðun og lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði Nú er ljóst að þriðji orkupakkinn verður tekinn fyrir af Alþingi til samþykktar með fyrirvörum um grunn- virki og mögulegan raf- orkuflutning milli Ís- lands og orkumarkaðar Evrópusambandsins. Í fyrsta lagi verður sæstrengur tekinn út af PCI-listanum. Í öðru lagi verða sett sérstök lög sem segja, að engin mannvirki vegna sæstrengs verði byggð á Íslandi án samþykkis Alþing- is og í þriðja lagi verður tryggt að vald ESB verður mjög takmarkað á orkumarkaði hér á landi meðan eng- inn kemur raforkusæstrengurinn. Það er sameiginlegur skilningur orkumálastjóra ESB og okkar. Nefndir eru lögfræðingarnir Stef- án Már Stefánsson, Friðrik Árni Friðriksson Hirst, Davíð Þór Björg- vinsson og Skúli Magnússon, að þeir hafi komið að málum. Telja þeir að enginn stjórnskipunarvandi felist í samþykkt pakkans með þeim fyrir- vörum sem þar verði settir. Ljóst er, að þarna eru menn sem margir treysta til góðra verka. Okkar afstaða er, að þetta gæti verið betri lausn en að fella pakkann núna eða að fresta honum eins lengi og okkur er stætt. Það að fella þriðja orkupakkann gefur hugsanlegum meðmæltum meirihluta á Alþingi í framtíðinni betra tækifæri til að sam- þykkja pakkann þegar þannig stend- ur næst á, þar á bæ. Það er ljóst að við erum háðir EES-samningnum og megum við ekki setja hann í uppnám að óþörfu. Þess utan þurfum við tíma til að ganga þannig frá okkar málum að ekki verði hróflað við stjórnarskrár- vörðum rétti okkar til að ráða auð- lindum okkar lands, bæði að lögum og í framkvæmd. Undanfarið höfum við skrifað greinar sem hafa snúist um að við viljum ekki gefa eftir forræði Íslend- inga yfir auðlindum okkar og viljum stýra þeim á okkar forsendum. Sumir flokkar, eins og Samfylkingin og Við- reisn, vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma okkur undir al- ræði ESB og fórna hagsmunum Ís- lands fyrir sína pólitísku sannfær- ingu. Með þeirri lausn sem nú liggur á borðinu er loku fyrir það skotið að við tökum upp reglu ESB um sam- tengingu við þeirra orkumarkað án umræðu og þurfi til skýra aðkomu Al- þingis um raforkusæstreng inn á markað Evrópusambandsins. Það verður ekki hægt án þess að eftir verði tekið, að læðast bakdyramegin inn á Alþingi með afsal á orkuauðlind okkar. Það ber að fagna þeim vinnubrögð- um sem utanríkisráðherra hefur við- haft í þessu máli. Fundir hafa verið haldnir innan sjálfstæðisfélaga og hafa menn tekist á um málið. Hlustað hefur verið á rök félaga flokksins og úrbætur lagðar til. Að minnsta kosti hefur lítið farið fyrir umræðu annarra flokka og baráttu fyrir sjálfstæði okk- ar um þetta mál. Þó við getum ekki sagt hug okkar endanlega fyrr en öll plögg og frum- vörp liggja á borðinu, þá er ástæða til að fagna þeirri stöðu sem nú er upp komin og skoða málið opnum huga. Þetta er sagt í trausti þess að flokks- forystan gangi áfram með grasrótinni við að treysta yfirráð okkar yfir auð- lindum landsins til framtíðar. Mikilvægt er í framhaldinu að átta sig á, að í þessu máli hefur verið farið inn á braut nýrra vinnubragða sem þarf að tryggja að verði ástunduð áfram. Besta tryggingin er að Sjálf- stæðisflokkurinn verði sterkur áfram og grasrótin þar haldi vöku sinni eins og gerst hefur í þessu máli. Málinu er á engan hátt lokið. Í breyttum heimi og með hröðun breytinga þurfa smáar þjóðir, ríkar af náttúruauðlindum, að vera sérstak- lega vakandi gagnvart yfirgangi ann- arra. Það er auðvelt að selja sig undir vald annarra en sjálfstæði verður ekki aftur fengið eftir að búið er að af- sala sér því. Forræði yfir auðlindum okkar þarf að vera ótvírætt. Eftir Elías B. Elíasson og Svan Guðmundsson Svanur Guðmundsson »Með þeirri lausn sem nú liggur á borðinu er loku fyrir það skotið að við tökum upp reglu ESB um samtengingu við þeirra orkumarkað án umræðu. Elías er sérfræðingur í orkumálum. Svanur er sjávarútvegsfræðingur. Elías Elíasson Ný staða með þriðja orkupakkann Kristinn Magnússon Innan þjónustusvæðis Jafnvel í snæhvítu algleymi Breiðamerkurjökuls má njóta samvista við annað fólk, þótt fjarri byggðum sé. Þar er þó einnig hægt að líta á hvað síminn hefur að geyma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.