Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 21
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrif-
stofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101
Reykjavík. Birt stærð er 170,5 fm. Um
er að ræða fallega og bjarta skrif-
stofuhæð í traustu steinhúsi. Hæðin
samanstendur af einum stórum
vinnusal, rúmgóðri geymslu, tveimur
rúmgóðum fundarherbergjum, tveim-
ur snyrtingum, forstofu fyrir yfirhafnir
og rúmgóðu eldhúsi. Gólf eru lögð
linoleum dúk og veggir nýmálaðir.
Baðherbergi eru flísalög bæði á gólfi
og veggjum. Ástand og útlit hæðar-
innar er mjög gott. Lyfta er í húsinu.
Bílastæðahús er beint á móti húsinu.
Staðsetning er góð í miðborginni.
Hús og sameign í allgóðu ástandi. Á
baklóð eru þrjú sérbílastæði fyrir
hæðina. Tilboð óskast í leiguna.
Vinsamlega hafið samband í GSM
8608886/8604429
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Bátar
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Atvinnuauglýsingar
Blaðberar
Uppl veitir
Morgunblaðið óskar eftir
blaðbera
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum
Athugun Skipulagsstofnunar
Allt að 6 MW virkjun í Þverá, Vopnafirði
Mannvit verkfræðistofa f.h. Þverárdals ehf., hefur tilkynnt til athugunar
Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um 6 MW virkjun í Þverá, Vopna-
firði. .
Kynning á frummatsskýrslu:Tillaga að ofangreindri framkvæmd og
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar
frá 25. mars — 7. maí á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofu Vopna-
fjarðarhrepps, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummats-
skýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is.
Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt
fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi
síðar en 7. maí 2019 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykja-
vík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Skipulagsstofnun
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Kraftur í KR, Gréta verður
með jóga, rúta fer frá Vesturgötu kl. 10.10 og Aflagranda kl. 10.20.
Útskurður kl. 13. Félagsvist kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20.
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Handa-
vinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl.
13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl.
11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. S. 535-2700.
Dalbraut 18-20 Brids kl. 13.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Opin listasmiðja kl. 9-12. Byrjendanámskeið í línu-
dansi kl. 10. Ganga kl. 10.15 ef veður leyfir. Hádegismatur kl. 11.30.
Myndlistarnámskeið hjá Margréti kl. 12.30-15.30. Félagsvist kl. 13.
Handavinnuhornið kl. 13-15. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Kóræfing kl.
19.30-21.45. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari uppl. í síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Opin handverks-
stofa kl. 13. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8.30-12.30, hjúkrunar-
fræðingur kemur ekki í dag, Núvitund kl. 10.30-11.30, Handaband kl.
13-15.30, frjáls spilamennska kl. 13-16.30, Bókabíllinn á svæðinu kl.
13.10-13.30, Söngstund við píanóið kl. 13.30-14.15, opið kaffihús frá
kl. 14.30-15.30. Verið velkomin á Vitatorg Lindargötu 59, sími 411-9450.
Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30 /8.15 /15. Kvennaleikfimi
Sjálandi kl. 9.30. Liðstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði
kl. 11.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11. Brids í
Jónshúsi kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15.
Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16.
Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi Maríu kl. 10-10.45.
Leikfimi Helgu Ben 11-11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta, kl. 16.30 Söngvinir, kóræfing, kl. 19 skap-
andi Skrif.
Grensáskirkja Síðdegissamvera miðvikudaginn 27. mars kl. 17.30-
19. Leifur Breiðfjörð glerlistamaður segir frá gluggum Grensáskirkju.
Léttur kvöldverður kr. 1.000. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 528-
4410 eigi síðar en á h.d. þriðjudaginn 26. mars. Hjartanlega velkomin.
Gullsmári Postulíns hópur kl. 90, jóga kl. 9.30, handavinna /brids kl.
13, jóga kl. 17, félagsvist kl. 20.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11.30, 1340 kr. mánuðurinn, allir
velkomnir og kostar ekkert að prufa. Hádegismatur kl. 11.30. Sögu-
stund kl. 12.30-14. Jóga kl. 14.15–15.15.
Hraunsel Kl. 9 myndmennt, kl. 11 Gaflarakórinn, kl. 13 félagsvist.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9 í Borgum, ganga kl. 10 frá
Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll. Dans og dansgleði í
Borgum kl. 11 í dag. Prjónað til góðs í umsjón Eyglóar kl. 13 í Borgum,
allir velkomnir. Tréútskurður kl. 13 á Korpúlfssöðum í umsjón Gylfa.
Félagsvist kl. 13 í Borgum og kóræfing Korpusystkina kl. 16 í Borgum
þar sem gleðin býr.
Seltjarnarnes Gler neðri hæð félagsheimilisins kl. 9. Leir Skólabraut
kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30.
Jóga með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna á Skólabraut
kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
mbl.is
alltaf - allstaðar
Smá- og raðauglýsingar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019
Nú, þegar séra
Sigurður Pálsson er
allur, koma upp í
hugann margar
góðar minningar, sem ástæða er
til að þakka fyrir af hjarta.
Didda Páls, eins og hann var
gjarnan kallaður, hef ég þekkt
alveg frá því að ég var ung-
lingur. Mig langar að nefna að-
eins þrjá áhrifamikla snertifleti
sem dæmi um samstarf okkar og
samvinnu.
Á unglingsárum mínum var
ég formaður í Kristilegum skóla-
samtökum í fjögur ár.
Á þeim tíma valdi stjórn
KFUM ráðgjafa sem sat
stjórnarfundi hjá okkur unga
fólkinu. Það var engin tilviljun
að hann var ráðinn til þess að
vera okkur innan handar.
Reynsla hans af kristilegu starfi
og hæfni til að nálgast ungt fólk
á þess forsendum kom sér afar
vel. Sigurður var ekki bara góð-
ur ráðgjafi, hann hlustaði á okk-
ur, spurði spurninga sem vöktu
okkur til umhugsunar og hvatti
okkur til dáða. Hann var traust-
ur félagi og vinur, sem við skóla-
fólkið kunnum sannarlega að
meta og var okkur öllum góð
fyrirmynd. Aldrei var nein logn-
molla í kringum hann.
Annar snertiflötur vináttu og
samstarfs var tímabilið sem við
Sigurður og sr. Karl Sigur-
björnsson sáum um síðu í sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins sem
við kölluðum: Á Drottins degi.
Við skrifuðum hugleiðingar,
þýddum greinar um trú, kirkju-
starf og samfélag. Þessi sam-
vinna stóð í ein þrjú ár og þurft-
um við því að hittast oft og bera
saman bækur okkar. Þarna kom
fram góð hæfni Sigurðar til að
tjá sig í rituðu máli þannig að
enginn fór í grafgötur um skoð-
anir hans á málefnum líðandi
stundar í ljósi kristinnar trúar.
Þessi samvinna var mér afar
dýrmæt og gefandi.
Þriðja atriðið sem ég vil nefna
er svo árin sem við áttum sem
prestar í Hallgrímskirkju. Þá
vorum við báðir búnir að starfa
við ýmis störf og safna reynslu
sem gagnaðist okkur afar vel.
Við tókumst á við hin mörgu
og viðamiklu verkefni sem
mættu okkur hvern einasta dag í
kirkjunni og vorum einhuga um
að vinna saman og treysta hvor
öðrum. Við gerðum okkur fulla
grein fyrir því mikla hlutverki
sem Hallgrímskirkja hafði í
borgarlífinu. Helgihaldið var
krefjandi og reyndum við eftir
megni að hafa það fjölbreytt og
innihaldsríkt. Samstarfsfólkið í
kirkjunni var margt og afar upp-
örvandi, sóknarnefndin, sjálf-
boðaliðar, messuhópar og hið
fjölþætta listalíf. Sigurður var
víðsýnn, heilsteyptur og kom til
dyranna eins og hann var klædd-
ur. Prédikanir hans voru margar
minnisstæðar og vekjandi, enda
var hann frábær prédikari.
Þannig gæti ég talið upp mun
fleiri atriði sem tengdu okkur
Sigurð saman í innihaldsríku
samstarfi og sannri vináttu.
Ég þakka Guði fyrir Sigurð
Pálsson og allt sem hann gaf
mér fyrr og síðar á lífsleiðinni.
Ég votta hans góðu konu Jó-
hönnu Möller og fjölskyldunni
samúð og bið Guð að blessa ykk-
ur öll og styrkja.
Jón Dalbú Hróbjartsson.
Alltaf getur dauðinn komið
manni á óvart. Okkur, fyrrver-
andi vinnufélögum Sigurðar
Pálssonar, var brugðið þegar til-
Sigurður Pálsson
✝ Sigurður Páls-son fæddist 19.
september 1936.
Hann lést 2. mars
2019.
Hann var jarð-
sunginn 12. mars
2019.
kynning birtist í
Morgunblaðinu um
að hann væri látinn.
Við vorum starfs-
félagar Sigurðar
um langa tíð, sumir
allt frá þeim tíma
sem Ríkisútgáfa
námsgagna var við
lýði og aðrir hjá
Námsgagnastofnun.
Auk þess var mikið
samstarf við hann
meðan hann gegndi stöðu náms-
tjóra hjá menntamálaráðuneyt-
inu. Sigurður sinnti ýmsum trún-
aðarstörfum hjá þessum stofn-
unum; skrifstofustjóri, útgáfu-
stjóri og síðast sviðstjóri náms-
efnisgerðar.
Hann var einstaklega ljúfur
og góður samstarfsmaður og
sanngjarn yfirmaður. Hann
hafði þá kosti sem prýða góða
yfirmenn að hann kallaði fram
virðingu, en jafnhliða kom hann
þannig fram að fólki þótti vænt
um hann. Hann var sanntrúaður
og samdi margar kennslubækur
í kristnum fræðum. Allar voru
þær sérstaklega vandaðar og
lagði hann sál sína í samningu
þeirra. Þrátt fyrir sína heitu trú,
gerði hann aldrei tilraun til að
predika hana yfir samstarfsfólki
sínu.
Sigurður var eins og áður seg-
ir sanntrúaður og á miðjum aldri
fór hann að læra guðfræði og
eins og hann sagði sjálfur gaf
hann sér prestinn í afmælisgjöf.
Síðar bætti hann um betur og
gaf sér doktor í afmælisgjöf. Var
hann þá kominn á efri ár.
Sigurður var skarpgreindur,
rökfastur og fylginn sér þegar
þess þurfti með. Hann var
kannski alvörugefinn á sinn hátt
en hafði gaman af gríni og jafn-
vel smá fíflagangi þegar sá gáll-
inn var á honum. Þegar starf-
semi Ríkisútgáfunnar og síðar
Námsgagnastofnunar var til
húsa í Tjarnargötu 10 höfðu
starfsmenn aðgang að mötuneyti
Tollstjórans í Reykjavík. Eitt
sinn í hádeginu þegar fólk mætti
til hádegisverðar lá heljarstórt
laufblað á gólfinu. Það gat þess
vegna minnt á fíkjublaðið sem
nefnt er í Biblíunni. Þegar Sig-
urður gekk fram hjá laufblaðinu
varð honum að orði: „Hér hefur
einhver misst niðrum sig!“
Ekki var meiningin að skrifa
langa grein, aðrir munu gera lífi
og starfi Sigurðar betri skil, en
við vildum minnast góðs starfs-
félaga og vinar með nokkrum
orðum.
Ekkju Sigurðar og hans nán-
ustu sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
Fyrrverandi samstarfsmenn
og vinir hjá Námsgagnastofnun,
Eiríkur Grímsson.
„Trúin er fullvissa um það
sem menn vona, sannfæring um
þá hluti sem eigi er auðið að sjá.“
Þessi orð heyrði ég fyrst af
munni sr. Sigurðar Pálssonar og
hélt að þetta væri hans eigin
skilgreining á trúnni. Í reynd
var þetta um 2.000 ára gömul
viska úr Hebreabréfinu. Þetta
rifjaðist upp fyrir mér nýlega
þegar það kom í minn hlut að
lesa Hebreabréfið inn fyrir
væntanlega hljóðútgáfu á Nýja
testamentinu. Og ég fylltist
djúpu þakklæti til Sigurðar fyrir
að hafa á sínum tíma lokkað mig
til þess að lesa Biblíuna. Hann
var þá framkvæmdastjóri Biblíu-
félagsins og Biblíuþýðingin nýja
komin á það stig að gefin voru út
nokkur tilraunahefti. Hann fékk
mig til þess að lesa yfir eitt af
þeim fyrstu. Þótt ég væri hvorki
guðfræðingur né málfræðingur
taldi hann að ég sem rithöfundur
og almennur kirkjugestur væri
fullfær um að leggja mat á hvort
textinn hljómaði vel eða illa. Í
framhaldinu vaknaði áhugi minn
á þessu ævaforna riti sem liggur
til grundvallar svo miklu í vest-
rænni menningu.
Í prédikun sem Sigurður flutti
á pálmasunnudag fyrir löngu
lýsti hann því „liði“ sem fylgdi
Jesú á reið hans á ösnunni inn í
Jerúsalem. Það voru ekki valda-
menn og hefðarfólk þess tíma,
heldur alþýða manna, fiskimenn,
torgsölukonur, tollheimtumenn,
ófullkomið fólk og syndarar, fólk
í leit að leiðsögn í lífinu. Þannig
var fólkið sem dróst að Jesú. Ég
fann mig í þessu „liði“.
Eitt sinn var ég stödd í messu
þar sem ungbarn var borið til
skírnar. Í inngangsorðum
skírnarinnar talaði Sigurður um
barnið sem „undur sköpunar-
innar“. Síðan þá hefur mér fund-
ist það mikilvægasta atriði
skírnarathafnarinnar að undir-
strika að hvert nýfætt barn er
„undur sköpunarinnar“ og
óendanlegt þakkarefni. Söfnuð-
urinn er kallaður til vitnis um að
helgun á lífi litla barnsins hafi
átt sér stað. Hvert lítið barn á
allt undir því að foreldrar þess
og fjölskylda, söfnuðurinn og
samfélagið í heild sinni taki sam-
eiginlega ábyrgð á lífi þess og
þroska.
Þetta eru fáein dæmi um Sig-
urð Pálsson sem kennimann og
uppfræðara og varanleg áhrif
orða hans á mig. Þó get ég að-
eins vitnað um lítið brot af um-
fangsmiklu ævistarfi hans á akri
trúarinnar.
Ný þýðing Biblíunnar, sem
Sigurður var í forsvari fyrir
lengi ásamt dr. Guðrúnu Kvaran
og fleirum og kom út 2007 í bisk-
upstíð Karls Sigurbjörnssonar,
er að mínum dómi menningar-
sögulegt afrek. Ein nýmælin
vörðuðu málfar beggja kynja,
eins og það var orðað. Með því
var vikið frá orðréttri þýðingu,
en í staðinn birtur sá veruleiki
að konur voru alla tíð með í sög-
unum og virkur hluti af hinum
fyrstu kristnu söfnuðum. Nú er
talað um bræður og systur og
góð systkin, þar sem áður var
einungis ritað bræður. Og við
sem unnum Hallgrími Péturs-
syni og arfleifð hans hljótum að
þakka Sigurði Pálssyni af öllu
hjarta Sögu Hallgrímskirkju
sem hann skráði og út kom 2015.
Eftirlifandi konu Sigurðar,
Jóhönnu Möller, Margréti Krist-
ínu, dóttur þeirra, og fjölskyld-
unni allri votta ég einlæga sam-
úð mína við fráfall þessa mæta
manns.
Steinunn Jóhannesdóttir.
Elsku yndislegu vinkonur, Jó-
hanna og Magga Stína.
Farinn er sérlega skemmti-
legur og góður maður með
dásamlega kímnigáfu og hjartað
á réttum stað. Leitun er að eins
hugljúfum, sjarmerandi verald-
armanni. Sigurðar verður
minnst í hjörtum allra er þekktu,
hann gaf svo mikið af sér. Sig-
urður var heimsins besti eigin-
maður, var stoltur af Jóhönnu
sinni.
Þau tvö voru lið sem stóð
saman, hlið við hlið, nutu hvort
annars, barna og barnabarna.
Hann lét konuna í lífi sínu
blómstra hvern dag enda giftur
fallegustu konu Íslands. Mikill
hlátur, gleði, umhyggja fylgdi
Sigurði. Það var ávallt gaman í
Frostaskjólinu. Minningarnar
eru margar fullar af ánægju,
hlýju, vinsemd. Sigurður var
stoð og stytta allra er til hans
leituðu.
Við mæðgurnar sendum hug-
heilar kveðjur frá hjartarótum
og biðjum góðan Guð að vernda
og blessa elsku Jóhönnu, Möggu
Stínu og fjölskyldur.
Þakklæti til elsku Jóhönnu
fyrir að vera ein sú skemmtileg-
asta sem við þekkjum, ávallt trú
sér sjálfri, einstök kona.
Nú erum það við öll sem verð-
um að passa vel upp á Jóhönnu,
standa vel við hlið hennar.
Megi Sigurður hvíla í friði.
Með þakklæti fyrir öll árin.
Unnur Jensdóttir og Kristín.