Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 23
1993 rekur hún ásamt öðrum tal- meinafræðingum stærstu talmeina- stofuna á landinu, Talþjálfun Reykja- víkur. Bryndís starfaði við Naval Hospit- al Keflavik 1999-2006 og hefur starf- að fyrir Hjallastefnuna frá árinu 2000. Bryndís hefur haldið fjölda námskeiða um allt land auk kennslu við HÍ og starfar nú með fagfólki í Fellahverfi í átaksverkefni tengdu „Okkar máli“. Bryndís hefur gefið út efni fyrir barnafjölskyldur sem þjálf- ar undirstöðuþætti fyrir læsi: „Lærum og leikum með hljóðin.“ Það hefur þróast úr bókarefni yfir í smá- forrit sem kenna íslensku málhljóðin, orðaforða og hljóðkerfisvitund. Áhersla er á að fræða foreldra og fagfólk um mikilvægi málþroska og læsi fyrir síðara nám. Nýjast er Ís- lenski málhljóðamælirinn, skimunar- forrit fyrir spjaldtölvur. Nýjustu tækni er beitt til að skima og varð- veita framburð íslensku málhljóð- anna. Bryndís fékk Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkurborgar 2008 fyrir bókina „Einstök mamma“. Árið 1989 skrifaði hún bókina „Heyrnar- lausir á Íslandi“ með föður sínum og þau ritstýrðu auk þess fyrstu Tákn- málsorðabók á Íslandi. Bryndís er formaður málnefndar um íslenskt táknmál skipuð frá 2017 til 2020. „Fagið og fjölskyldan tengjast mínum helstu áhugamálum, það er spennandi að vera stöðugt að bæta við sig þekkingu og reynslu sem nýt- ist í starfinu og með barnabörnunum. Svo hef ég gaman af hreyfingu og lestri góðra bóka.“ Fjölskylda Eiginmaður Bryndísar er Árni Sigfússon, f. 30.7. 1956, stjórnsýslu- fræðingur. Foreldrar Árna: Hjónin Sigfús J. Johnsen, f. 25.11. 1930, d. 2.11. 2006, kennari og félagsmála- stjóri, og Kristín S. Þorsteinsdóttir, f. 27.5. 1930 fyrrv. bankastarfsmaður og húsmóðir. Börn Bryndísar og Árna eru 1) Aldís Kristín Árnadóttir Firman, f. 19.4. 1980, lögfræðingur og fram- kvæmdastjóri í Bretlandi. Maki: Ralph D. Firman fyrrv. kappakst- ursmaður og fjárfestir. Börn: Klara Kristín Margaret f. 14.7. 2013 og Arthur Árni Michael f. 10.3. 2015; 2) Védís Hervör Árnadóttir, f. 8.7. 1982, tónlistarkona, mannfræðingur, MBA, samskipta- og miðlunarstjóri Viðskiptaráðs Íslands. Maki: Þórhall- ur Stefánsson Bergmann lögmaður. Börn: Árni Stefán, f. 14.7. 2009, og Jóhann Vikar, f. 21.12. 2011; 3) Guð- mundur Egill Árnason, f. 18.12. 1988, forritari og frumkvöðull í Reykjavík; 4) Sigfús Jóhann Árnason, f. 15.8. 1990, kvikmyndaleikstjóri og M.A. í listrænni stjórnun á Ítalíu. Systkini Bryndísar eru Magnús Þeysari, f. 11.7. 1960, ráðgjafi og hestabóndi í Svíþjóð; Ragnheiður Eygló, f. 19.6. 1962, verkefnastjóri og kennari í Kópavogi; Guðjón Gísli, f. 27.10. 1963, viðskiptafræðingur í Reykjavík; María Guðrún, f. 23.1. 1966, viðskiptafræðingur í Reykja- vík. Foreldrar Bryndísar eru hjónin Guðmundur Knútur Egilsson, f. 15.10. 1928, fyrrv. verkstjóri og for- stöðumaður Minjasafns Orkuveitu Reykjavíkur, og S. Hervör Guðjóns- dóttir, f. 27.1. 1931, fyrrv. formaður Félags heyrnarlausra og sjúkra- hússtarfskona á Landspítala. Bryndís Guðmundsdóttir Helga Einarsdóttir húsfreyja á Vífilsmýrum Guðjón Sigurðsson bóndi á Vífilsmýrum í Önundarfirði, frá Arnarfirði Guðjón Gísli Guðjónsson bóndi á Hesti Hervör Guðjónsdóttir fv. formaður Félags heyrnarlausra Guðbjörg Sveinfríður Sigurðardóttir húsfreyja á Hesti í Önundarfirði Guðbjörg Einarsdóttir húsfreyja á Eyri, frá Selabóli Sigurður Jóhannsson hvalskurðarmaður á Eyri í Önundarfirði, frá Langadalsströnd Ólafur Egilsson múrari í Reykjavík Egill Ólafsson listamaður Sveinbjörn Guðjónsson bifvélavirki hjá teypustöðinniS Guðrún Sveinbjörnsdóttir vélaverkfr. og margf. Íslandsmeistari í taekwondo Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Varmadal Stefán Filipusson bóndi í Varmadal á Rangárvöllum Ragnheiður Rannveig Stefanía Stefánsdóttir húsfreyja í Rvík Jafet Ólafsson skipstjóri Egill Ólafsson stýrimaður og verkstjóri í Rvík Elín Þorsteinsdóttir húsfreyja í Njarðvíkum Ólafur Egilsson útvegsbóndi í Njarðvíkum á Suðurnesjum Úr frændgarði Bryndísar Guðmundsdóttur Guðmundur K. Egilsson fv. forstöðum. Minjasafns Orkuveitu Reykjavíkur Með barnabörnunum Árni Stefán, Arthur Árni, Jóhann Vikar, Bryndís og Klara Kristín við Skessuhelli. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019 Barnaumgjarðir í miklu úrvali Leyfðu barninu að njóta frelsis í leik og starfi með ÓBRJÓTANLEGUM barnaumgjörðum Göngugötunni Mjódd, Álfabakka 14a, s. 527 1515, gleraugnabudin.is, opið 10-18, laugardaga 11-16. Persónu leg og fagle g þjónusta Margir litir í boði Hægt að breyta í íþrótta- gleraugu með einu handtaki 90 ára Hedwig Elísabet Meyer Margrét Eiríksdóttir 85 ára Ingunn Guðmundsdóttir Samúel Alfreðsson 80 ára Björn Þórðarson Friðjón Pálsson 75 ára Garðar Olgeirsson Guðmundur Guðjónsson Málfríður D. Gunnarsdóttir Rafn Gunnarsson 70 ára Jóna Jenny K. Waage Kristbjörg Helgadóttir Oddur Jónas Eggertsson Svanlaug Halldórs Árnadóttir 60 ára Bryndís Guðmundsdóttir Böðvar Hrólfsson Deirdre Anne Kresfelder Friðjón Guðmundsson Gunnar Þór Geirsson Hafþór Svendsen Halldór Þorgeir Jónatansson Haraldur Steinn Rúriksson Jamal Safari Leyla Eve Gharavi Malgorzata Maria Bystrek Páll Ólafsson Pétur Sævar Jóhannsson Sigurlín Rósa Óskarsdóttir Skúli Theodór Haraldsson Sveinbjörn Lárusson Zita Valiokaité 50 ára Árni Baldur Ólafsson Claudia Dobra Guðjón Guðmundsson Guðlaug Ólafsdóttir Gunnar Guðmundsson Hrund Rudolfsdóttir Ivan Polusin Sigrún Sveinsdóttir Victoria Gotengco Larua Waldemar Jan Kisielowski 40 ára Arnar Þór Jóhannesson Björg Jóhannesdóttir Dröfn Harðardóttir Heiðar Gunnólfsson Hrafnhildur Ósk Magnúsdóttir Jóhannes Davíð Hreinsson Jónas Árni Lúðvíksson Ketill Árni Ketilsson Piotr Brzozowski Sif Mekkin Sverrisdóttir Stefán Sverrir Hallgrímsson Svetlana Skirta 30 ára Agnes Dís Ágústsdóttir Axel Karl Gíslason Baldur Karl Magnússon Gísli Matthías Auðunsson Guðni Oddur Jónsson Guðni Rúnar Jónsson Guillermo Lopez Chacarra Leon Heiður Ósk Þorgeirsdóttir Inga Dís Júlíusdóttir Máni Kjartansson Mudassir Nasir Orri Kristjánsson Ólafur Einar Skúlason Páll Jóhannsson Sandra Dögg Pálmadóttir 40 ára Arnar Þór er Akur- eyringur og er stjórnmála- fræðingur hjá Rannsókna- miðstöð Háskólans á Akureyri. Maki: Valgerður S. Bjarna- dóttir, f. 1982, doktors- nemi við Háskóla Íslands. Börn: Rannveig Katrín, f. 2001, og Jóhannes Árni, f. 2007. Foreldrar: Jóhannes Bjarnason, f. 1949, og Þór- ey Edda Steinþórsdóttir, f. 1950, bús. á Akureyri. Arnar Þór Jóhannesson 40 ára Jóhannes er Grindvíkingur og er rafvirki hjá TG Raf. Maki: Margrét Erla Þor- láksdóttir, f. 1982, hár- snyrtir. Börn: Frosti, f. 2009, og Vikar, f. 2015. Foreldrar: Hreinn Hall- dórsson, f. 1960, ráðgjafi í orkugeiranum, og Viktoría Róbertsdóttir, f. 1960, kennari í Grunnskóla Grindavíkur. Þau eru bús. í Grindavík. Jóhannes Davíð Hreinsson 30 ára Inga Dís er Akur- eyringur en býr í Reykja- vík. Hún er með meistara- gráðu í alþjóðaviðskiptum frá HR og er nemi í flugumferðarstjórn. Maki: Árni Brjánn Angan- týsson, f. 1989, sjómaður hjá Samherja. Foreldrar: Júlíus Jóns- son, f. 1961, matreiðslu- meistari, og Hulda Haf- steinsdóttir, f. 1961, hársnyrtimeistari, bús. á Akureyri. Inga Dís Júlíusdóttir Til hamingju með daginn mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Örnólfur Thorlacius hefur varið dokt- orsritgerð sína í sálfræði við Sálfræði- deild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Mat foreldra á færni og aðlögun barna á tilfinningasviði: Þróun á tveim nýjum matstækjum og mat á áreiðan- leika, réttmæti og skilvirkni skimunar (Parents’ estimates of their children’s emotional competence and adjust- ment. Development of two new instru- ments, reliability, validity and screen- ing effectiveness). Leiðbeinandi: dr. Einar Guðmundsson, prófessor við Sál- fræðideild HÍ. Atferlislistar eru mikið notaðir í mati á hegðun og líðan barna. Við notkun þeirra er athyglinni yfirleitt beint að frá- vikshegðun eða geðrænum einkennum. Gallinn er að þetta gefur takmarkaðar eða engar upplýsingar um heilbrigðan þroska. Tilgangur rannsóknarinnar er annars vegar að lýsa þróun og próf- fræðilegum eiginleikum frumsamins at- ferlislista sem metur tilfinningastjórn barna á grunnskólaaldri, auk leikskóla- útgáfu hans. Við hönnun beggja mat- stækjanna var stuðst við nýstárlega að- ferð þar sem hegðun og líðan barna er metin út frá heilbrigðum félags- og til- finningaþroska í stað frávikseinkenna. Þannig er fræðilegur grundvöllur mats- ins styrktur og getur náð til allra barna. Hins vegar að at- huga skilvirkni grunnskólaútgáfu listans í skimun á hegðunar- og til- finningavanda barna. Þátttak- endur voru grunn- og leikskólar í öll- um landshlutum og skilaði nothæfum svörum 3.502 barna á aldrinum 3-13 ára. Niðurstöður sýna að þáttabygging bæði grunnskóla- listans og leikskólaútgáfunnar eru stöðugar milli óháðra úrtaka og að grunnskólalistinn er gagnlegur í skimun til að finna börn sem glíma við hegð- unar- eða tilfinningavanda. Af niður- stöðunum að dæma er skýr ávinningur af því að þróa breiðar hugsmíðar sem ná ekki aðeins til geðræns vanda hjá börnum heldur einnig heilbrigðs félags- og tilfinningaþroska. Matskvarðarnir nýtast m.a. við að auka skilning á undanfara geðraskana hjá börnum, t.d. hvernig kvíði þróast á leik- og grunn- skólaaldri. Þeir gagnast einnig vel í mati og skimun á geðrænum vanda hjá börn- um og gefa mikilvægar upplýsingar um tilfinningastjórn, bæði styrkleika og veikleika, sem nýtist í forvarnavinnu og meðferð. Örnólfur Thorlacius Örnólfur Thorlacius lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2008 og cand. psych. prófi frá HÍ 2010. Hann er stundakennari í mælinga- og próffræði við Sál- fræðideild HÍ frá 2009 og starfandi sálfræðingur hjá Sól sálfræði- og læknis- þjónustu. Maki er Íris Lilja Ragnarsdóttir og eiga þau tvær dætur. Doktor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.