Morgunblaðið - 25.03.2019, Page 25

Morgunblaðið - 25.03.2019, Page 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019 SÉRBLAÐ Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu. Brúðkaups blað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 5. apríl PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir föstudaginn 29.mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er þér nauðsyn að fá útrás fyrir tilfinningar þínar. Þú ert mjög sterk/ ur andlega og það er fátt sem raskar ró þinni. 20. apríl - 20. maí  Naut Þetta er góður dagur fyrir verslun og viðskipti, undirritun samninga og stutt- ar ferðir. Grafðu stríðsöxina og snúðu þér að framtíðinni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert glaðlynd/ur og öll sam- skipti ganga vel bæði í starfi og einkalífi. Er fjölskyldan að draga úr þér kjarkinn? Veldu verkefni við hæfi fyrir börnin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ekki eru allir á eitt sáttir um að gera breytingar núna. Ekki trúa sögu sem gengur ljósum logum. Fáðu útskýringar og dæmdu út frá því. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einhver verður þér ósammála í dag og þú hefur tilhneigingu til að taka það óstinnt upp. Lærðu af reynslunni og reyndu að lyfta þér upp í góðra vina hópi næstu daga. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Búðu þig undir ánægjulegan dag þar sem allt fer samkvæmt áætlun. Búast má við miklum framförum á öllum sviðum frá og með deginum í dag. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú geislar af krafti og ert tilbúin/n til að gefa aðila sem er í lífi þínu núna tæki- færi. Stutt ferðalag getur gert gæfumun- inn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Af hverju ættir þú að flýta þér þegar þú veist ekki hvert þú ert að fara? Hægðu á þér, slappaðu af. Þolinmæði ann- arra er af skornum skammti. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Stundum getur reynst erfitt að taka ákvörðun þótt mikið magn upplýsinga liggi fyrir. Þér líður best þegar þú hefur meira en nóg að gera. 22. des. - 19. janúar Steingeit Misnotaðu ekki traust þeirra sem leita til þín með vandamál sín. Farðu í búð sem selur eitthvað notað, þú finnur eitthvað dýrmætt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú er nauðsyn að þú takir af skarið og nýtir forystuhæfileika þína. Haltu þitt eigið danspartí heima í stofunni. Gamall vinur kemur óvænt í heimsókn til þín. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er mikið að gerast í sam- bandsmálum. Settu vilja þinn fram með orðum sem sex ára barn myndi skilja. Það er bjart yfir GuðmundiArnfinnssyni og „Sól í sinni“ á Boðnarmiði: Guð nú sæst við get í dag, glöp mín fæst um skeyti, veit minn glæstan verða hag, vor á næsta leiti. Halldór Halldórsson sagði á föstudag að hann hefði farið í óm- skoðun á hjartastykkinu og feng- ið nánast þessa einkunn; Ég er bæði þrjóskur, þver og þyki mesti gikkur; en óþarflega svírasver og svaka hjartaþykkur! Pétur Stefánsson yrkir: Sé ég einn og yfirgefinn, alveg laus við þras og styr, leik ég mér við ljóðastefin líkt og skáldin áður fyr. Vetrar gnauða veðrin stríð, vor er hvergi nærri. Sunnanátt og sólin blíð sýnast óra fjærri. Dagbjartur Dagbjartsson hefur þá sögu að segja að fyrir margt löngu hafi vinkona hans sagt við sig að hann væri leirbullari sem væri að sjálfsögðu rétt hjá henni en oft mætti satt kyrrt liggja: Ég oft fer með allskonar blaður og oftast nær virðist ég glaður. Tvö starfsheiti ber því að bæði ég er bóndi og „leirlistamaður“. Indriði Aðalsteinsson á Skjald- fönn fann eftirfarandi vísu uppi í fjárhúshlöðu, skrifaða utan á naglapakka og sagði af því til- efni: – „Ég tel víst að ef „Klausturvísur“ a.m.k. þær bestu væru teknar saman í bók, ætti sú vísan sess á metsölulista fyrir næstu jól. Takið til í „hlöðunum“ ykkar!“ Klausturmenning geysigóð gleður horska rekka og allir fóru að yrkja ljóð um þá sem þar drekka. Jón Gissurarson yrkir: Hending fer um hugans tröð húm þá tekur völdin Að bregða sér á Boðnarmjöð er býsna gott á kvöldin. Til að auka andans þrá eftir basl og vökur. Er þar líka unnt að sjá annarra manna stökur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ómskoðun, Klaustur- menning og Dalaskáldið „JÁ, ÞETTA ER DÝRT. ÉG ÞURFTI AÐ SMYGLA ÞESSU FRÁ KÓLUMBÍU.” „MAMMA ER AÐ BÍÐA EFTIR DRÁTTARBÍL Í MÖRGÆSABÚRINU Í DÝRAGARÐINUM.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að klæða sig eins. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann KOMDU Á SVIÐIÐ! SJÁÐU NÝJU VÖRURNAR … „blautur hundur” og „rottuhræ”! ALDREI KAUPA ILMKERTI Í GÆLU DÝRA- BÚÐ HUNDSIÐ HANA … HÚN VAR GIFT LJÓNATEMJARA! Ævisaga Helga Magnússonar,sem lengi hefur verið einn af forystumönnum íslensks atvinnulífs, er fróðleg og skemmtileg. Lífið í lit heitir bókin þar sem má af sjónar- hóli Helga lesa um sögu atvinnulífs, fjármála og stjórnmála og raunar margs annars á Íslandi síðustu ára- tugina. Atburðir fyrri ára eru settir í samhengi svo lesandinn öðlast skiln- ing á hinni stóru framvindu ýmsu mála. Björn Jón Bragason skrifar sögu Helga sem einkennist af lífs- gleði og afdráttarlausum skoðunum á mönnum og málefnum. Engu skiptir hvort lesandinn er sammála þeim viðhorfum eða ekki; bókin er einfaldlega saga manns sem hefur markað spor í samfélagi sínu. x x x Bækurnar um fall íslenska banka-kerfisins haustið 2008 eru mis- góðar eins og þær eru margar. Mar- inó G. Njálsson sendi nýlega frá sér bókina Á asnaeyrum: 1. hluti, Fram að hruni þar sem hann greinir ýmis stefnumál, viðhorf og ákvarðanir í fjármálaheiminum og pólitíkinni, sem aftur sköpuðu starfsumhverfi bankanna sem hrundu. Segja verður þó að efni kvers þessa er æði sund- urleitt og vaðið er úr einu í annað. Höfundurinn hefði mátt fara dýpra í mál og greina betur. Slíkt hefði bætt bókina, sem var fljótlesin. x x x Í framhaldsskóla las Víkverji Njáluog rifjaði á dögunum aftur upp kynnin af köppum í Rangárþingi sem felldu hver annan og létu öllum illum látum, oft að undirlagi kvenna sinna. Konurnar eru í aðalhlutverki enda eru nokkrir af fyrstu köflum bókarinnar lýsingar á klækjum karl- anna, þegar þeir tóku heimasæt- urnar á löpp og keyptu sér sem kvonfang. Öllum brögðum virðist hafa verið beitt, rétt eins og gerist í nútímanum, til dæmis á stefnumóta- vefjum eins og Tinder. Og kannski er þetta allt enn býsna svipað þó svo þúsund ár séu liðin frá Njáludögum. Lífi fólksins er endalaus leit að föru- nautum og fylgihnöttum inn í til- veruna og baráttan sem því fylgir er oft sársaukafull og hörð eins og Njálssaga vitnar svo ágætlega um. vikverji@mbl.is Víkverji Og ég segi yður: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, kný- ið á og fyrir yður mun upp lokið verða. (Lúk: 11.9)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.