Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2019 Með Sigfús í eyrum í Arizona Nafnið Sigfús stendur hjartaLauren Valenzuela nærrienda er það millinafn föður hennar og nafn langafahennar. Þegar hún stofnaði eigið fyrirtæki í kringum skartgripahönnun sína vildi hún að nafnið vísaði í íslenskar rætur hennar. „Ég stofnaði Sigfús Designs á erfiðum tíma í lífi mínu. Ég hef alltaf vitað að mér líður best þegar ég er að skapa og fæ að vera frjáls í listsköpun minni. Ég fór að prófa mig áfram með ólíka miðla og á vegi mínum varð til- tekin tegund af leir sem kallaður er polymer-leir. Mér leið vel að vinna með hann og strax urðu ýmsar út- gáfur skartgripa til. Þetta þróaðist fljótlega yfir í fyrirtæki þegar vinir og fjölskylda fóru að spyrja mig út í eyrnalokkana sem ég var að búa til. Þegar kom að því að nefna fyrirtækið lá beint við að það fengi nafnið Sig- fús,“ segir hún í samtali við Sunnu- dagsblaðið. Hún segist alltaf hafa verið með- vituð um það að forfeður föður henn- ar hafi komið frá Íslandi. Mikilvægt að vísa í íslensku ræturnar „Sem barn lærði ég um uppruna minn. Pabbi minn sagði okkur frá íslensku rótunum og við lærðum ýmislegt um íslenska menningu. Við höfum alltaf verið stolt af því hver við erum. Langafi minn hét Sigfús Ólafs- son og pabbi ber nafnið Sigfús sem millinafn. Það var mikilvægt fyrir mig að láta rætur mínar koma fram í nafninu á fyrirtækinu og ég vildi nafn sem enginn annar væri að nota.“ Lauren er fædd og uppalin í Bandaríkjunum og hefur alið mann- inn í Arizona mestalla sína tíð, segist sjálf vera „barn eyðimerkurinnar“. Hægt að gerast Sigfúsarsendiherra Langalangafi hennar og langalang- amma fluttust til Bandaríkjanna frá Íslandi á sínum tíma en hún segist þó ekki þekkja nöfn þeirra eða vita ná- kvæmlega hvenær þau fluttust út. En ætli viðskiptavinir hennar þekki nafnið Sigfús eða átti sig á því hvaðan það kemur? „Ég útskýri hug- myndina á bak við nafnið á vefnum mínum, www.sigfus- designs.com, og segi þar frá því hversu stolt ég er af uppruna mínum. Ég er ekki viss um að þeir sem heyra nafnið viti hvaðan það kemur enda er þetta ekki algengt nafn hér í Banda- ríkjunum,“ segir hún og hlær. Á tím- um samfélagsmiðla vilja mörg fyrir- tæki leggja áherslu á að byggja upp sterkt samband við viðskiptavini sína. Lauren hefur byggt upp samfélag í kringum hönnun sína með því að bjóða viðskiptavinum sínum að gerast „Sigfús-ambassadors“ eða Sigfúsar- sendiherrar. „Hugmyndin að því að hafa sendi- herra er ekki aðeins hugsuð til að deila upplýsingum um vörurnar heldur viljum við raun- verulega byggja upp samfélag þar sem fólk deilir jákvæðni, hvetur hvað annað og byggir aðra upp. Sigfús Designs vill hjálpa fólki við þetta því þeir sem gerast sendiherr- ar verða að vera til í að dreifa jákvæðum boðskap. Við viljum lyfta fólki upp og sendiherrarnir hjálpa til við það. Sig- fúsarsendiherrar fá sérstakan afslátt og geta unnið sér inn punkta.“ Áður en hægt er að gerast sendiherra þarf fólk að svara nokkr- um spurningum eins og hvað það geri til að byggja annað fólk upp og hvern- ig það geti gert meira af því með því að gerast Sigfúsarsendiherra. En hefur hún komið til Íslands? „Nei, ég hef ekki komið til Íslands og tala ekki íslensku. En Ísland er efst á listanum yfir þau lönd sem mig lang- ar að heimsækja!“ Lauren Valenzuela vildi vísa í íslenskar rætur sín- ar þegar hún valdi nafn á hönnunarfyrirtæki sitt. Hún á líka hund sem heitir Ragnar. Í eyðimörkinni í Tuscon í Arizona býr skart- gripahönnuðurinn Lauren Valenzuela og rekur þar hönnunarfyrirtæki sitt sem heitir hvorki meira né minna en Sigfús Designs. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Til er fólk sem trúir því að það eigi ekki aðbólusetja börnin sín. Það sé blátt áframstórhættulegt og því fylgi einhverfa, ýmsir sjúkdómar og jafnvel dauði. Þetta hefur orðið til þess að einhverjir hafa hætt við að bólu- setja börn og þannig skapað hættu fyrir aðra. Þetta fólk trúir því að bólusetningar séu eitt allsherjar samsæri lyfjafyrirtækja sem hafi safnað til sín vísindamönnum í áratugi til að halda fram þessari lygi til að geta grætt á bólu- efnum. Í vikunni birtist merkileg frétt frá Bandaríkj- unum. Í könnun sem samtök bandarískra geð- lækna gerðu kom loks fram fylgni. Kannski ekki sú sem þeir sem á þetta trúa höfðu vonast eftir. Niðurstaðan er að þeir sem trúa þessu eru lík- legri til að stökkva á aðrar samsæriskenningar. Þeir trúa því að Díana prinsessa hafi verið myrt, að árásirnar á tvíburaturnana hafi verið svið- settar og maðurinn hafi aldrei stigið fæti á tunglið. Þeir trúa því að slatti af heimsfrægum poppurum hafi dáið og í þeirra stað hafi verið settir inn tvífarar og að á Íslandi sé vandlega skipulagt djúpríki sem öllu ráði. Þetta fólk er alveg til. Og kenningarnar eru endalausar. Ein enn birtist í grein í vikunni, þar sem greinarhöfundur sagði frá því að CIA hefði handvalið Mark Zuckerberg til að þykjast hafa fundið upp Facebook. Í raun væri það CIA sem stjórnaði því og öllu sem þar gerist. „Þetta er náttúrlega risafrétt en falsmiðlar þegja.“ Einmitt. Það er til hópur sem trúir því að jörðin sé flöt. Við erum ekki að tala um fólk sem finnst skrýtið að jörðin sé hnöttur, eða finnst það merkileg pæling að geimurinn sé á fullri ferð. Við erum að tala um fólk sem krafttrúir því að jörðin sé pönnukökuflöt og það sé í alvöru gríðarlegt samsæri vísindamanna á bak við þetta allt. Fyrst og fremst til að halda fólki fáfróðu og reyna að ljúga að því allskonar fáránlegum hlut- um eins og að risaeðlur hafi verið til, þróunar- kenningunni og öðru bjánalegu bulli. Það er fróðlegt að hlusta á þetta fólk. Það eru til dæmis ekki vísindamenn í hópi þeirra sem trúa því að jörðin sé flöt. Skýringin er einföld: „Það er vegna þess að þegar þú hefur náð ákveðnu stigi í menntun, þá hefur menntakerfið bara eignast þig. Þá máttu ekki trúa þessu.“ Þetta segir einn helsti forsprakki hópsins í heimildarmyndinni Behind the Curve sem hægt er að sjá á Netflix. Hann hafnar því að jörðin sé hnöttótt því hann sér háhýsi í tveggja kílómetra fjarlægð. Það er reyndar heillandi að sjá hvernig þetta fólk trúir því að jörðin sé flöt en samt á mismun- andi hátt. Sumir halda að það sé risastór skál yf- ir okkur og við séum föst í einhverjum svakaleg- um Truman Show-heimi. Aðrir að jörðin sé óendanleg og sumir að norðurpóllinn sé í raun ekki til heldur sé hann íshringur í kringum hafið. Bara svona til að halda öllu á sínum stað. Auðvitað eru engar stjörnur á himni og engar plánetur. Þetta hljómar fyndið. Og er það á vissan hátt. En þetta er líka bæði dapurlegt og alvarlegt. Rök gegn rökleysunni eru yfirleitt sama mantr- an: Samsæri, yfirhylming, falsfréttir og vís- indamenn sem hafa selt sálu sína. Flattrúarmenn segja að þeir skipti millj- ónum. Það eru mögulega ýkjur. En jafnvel þótt þeir séu bara tíu þúsund um allan heim þá er það vísbending um að við séum að gera eitthvað vitlaust. Og það eru til miklu fleiri hópar sem falla undir lögmál þeirra sem trúa á flata jörð. Það er eitthvað til að hafa áhyggjur af. Kannski er þetta birtingarmynd á aukinni þolinmæði fyrir sjónarmiðum annarra. Eða kannski er þetta að einhverju leyti afsprengi skoðanasílóanna sem hægt er búa í á netinu, þar sem dugir að finna nógu marga sem eru sam- mála þér til þess að þú hafir rétt fyrir þér. Leið þessa fólks virðist alltaf vera sú sama. Að ákveða eitthvað og grípa svo allt sem styður það en hafna öllu öðru. Þar með er niðurstaðan komin. Við megum hinsvegar ekki gleyma því að efasemdir og afneitun er ekki það sama. Og enn hefur engum tekist að sigla út af endi- mörkum jarðar. ’ Við erum að tala um fólk semkrafttrúir því að jörðin sépönnukökuflöt og það sé í alvörugríðarlegt samsæri vísinda- manna á bak við þetta allt. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Samsærið um hnattlaga jörð SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.