Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Side 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Side 29
sem honum finnst eiga það skilið heyra það, hann hagar sér sem sagt eins og algert fífl. Þannig fjúka brandararnir; Gervais sem Tony er með skotleyfi á allt og alla þar sem hann telur sig hvort sem er ekki hafa neinu að tapa. Undir yfirborði hryssings og svarts húmors býr stórt hjarta og mikil hlýja og það sem áhorfandinn býst kannski ekki við; djúp heim- speki um lífið og dauðann. Undir dökku gríni Tony leynist nefnilega stærsta hjartað og á einstakan hátt nær Gervais að sýna hvað grín og hlátur er græðandi og þroskasaga Tony dregur smátt og smátt í ljós hvað spéfuglinn boðar í raun mikla mannúð í sínu gríni. Fjöldi umsagna um þættina snýst einmitt um tár og hlátur í senn. Þetta kann að koma á óvart því meira að segja áður en þættirnir fóru í loftið voru móðgaðar raddir farnar að hljóma. Ástæðan var klippa sem sýndi Ricky Gervais, í karakter sínum sem Tony, garga á hrekkjusvín á skóla- lóð; uppnefndi hann fyrir að vera þéttholda og rauðhærður. Í viðtali við Telegraph sagði grín- istinn: „Ég held að allir þeir brand- arar sem ég hef sagt séu réttlætan- legir. Fólk hefur alltaf verið tilbúið til að móðgast en nú á tímum er þetta múgur.“ Gervais hefur alltaf lagt áherslu á að það er ekki efni brand- ara sem skipti máli, heldur sam- hengið. Um After Life og hinn óvægna Tony sagði Gervais jafnframt í við- talinu: „Ég bjó til manneskju sem er grimm, en það er ekki ég, er það? Ástæðan fyrir því að fólk hlær að gríninu er að þú mátt hlæja, það sær- ir engan. Að vera siðuð manneskja er að hafa myrkar hugsanir en haga sér ekki í samræmi við þær,“ segir Gervais. Hann telur alla hafa svartan húm- or og hugsanir sem enginn myndi þora að nefna upphátt. Munurinn á honum og öðrum er að hann rann- sakar þessar hugsanir, kafar ofan í þær og vinnur með. Í After Life er efni tekið fyrir sem er ekki dæmigert fyrir grín; ástvina- missir, sorg og sjálfsvígshugsanir. Nokkuð hefur verið skrifað um nálgun Gervais og þykir mörgum hún fersk og afdrátt- arlaus en ekki „vandræðalega tipl- andi á tánum“ eins og oft vill verða í umfjöllun um málefnið. Á facebook- síðu hafa margir þakkað Gervais fyr- ir þættina og hefur nokkuð borið á að fólk sem hefur misst maka hafi lagt orð í belg. „Þú lýsir því nákvæmlega hvernig mér leið fyrst eftir missinn,“ skrifar ekkill og þakkar honum fyrir að lýsa svo vel tilveru sorgarinnar. Í viðtali við New York Times í vik- unni talar Ricky Gervais um efni grínsins: „Fólk heldur stundum að það að einhver geri grín að þeirra vanda- málum sé það versta í heimi. Ég grín- aðist með hnetuofnæmi hjá Jimmy Fallon og einhver sagði að ég ætti aldrei að gera grín að fæðuofnæmi. Ég grínast með alnæmi, hungurs- neyð, krabbamein og helförina og einhver segir að ég eigi ekki að grín- ast með ofnæmi. Áhorfendur þurfa að vera nógu klárir til að vita hvenær ég leik fífl og segi eitthvað rangt gríns- ins vegna. Það er það sem grín snýst um; hlæja að röngum hlutum vegna þess að þú veist hvað það rétta er.“ Forvitnilegar persónur, hver annarri skrautlegri, birtast í After Life. Fyrirsagnir um After Life hafa verið í efsta stigi með línum á borð við að þætt- irnir séu það besta sem Ricky Gervais hefur gert. 24.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar Tónlist Tónlistarkonan Cher er í öngum sínum og það yfir ekki hefðbundnum hlut en hún leitar nú eftirlætisflíkur sinnar, stuttermabols. Þessi bolur á þó sögu því Cher hef- ur átt hann í 40 ár og notað hann óspart við hin ýmsu til- efni. Hún auglýsir eftir boln- um á Twitter en aðdáendur benda henni á að kannski hafi einhver stolið honum af henni og ætli sér að selja bolinn á netinu. „Það væri heimskulegt, því ég myndi alltaf borga skrilljón sinnum meira en allir aðrir,“ svaraði Cher að bragði. Frægi bolurinn horfinn Cher hefur notað bolinn í 40 ár. Eftir að heimildamyndin Leaving Neverland var sýnd hafa gömul viðtöl við La Toya Jackson komið aftur upp á yfirborðið þar sem hún varaði við því að bróðir hennar væri barnaníðingur. Árið 1991 kom út bókin Growing Up in the Jackson Family sem geymir endurminningar La Toya og lýsingar hennar á því hvernig var að alast upp á Jackson-heimilinu. Nýjasta bók Stuart Neville, eins fremsta glæpa- sagnahöfundar Íra, Vofurnar í Belfast, er nýkomin út á íslensku. Fórnarlömb morðingjans Garry Fegans ásækja hann nótt sem dag og hann verður að friða samviskuna. Lífssögur ungs fólks er bók sem byggist á viðamikilli langtímarannsókn höfundar, dr. Sigrúnar Aðalbjarnar- dóttur, þar sem kannaðir eru ýmsir þroskaþættir. Raktar eru áhugaverðar lífssögur fimm ungmenna frá því þau eru á sextánda ári og fram á fertugsaldur. Skoðað er hvernig uppeldisaðferðir foreldra geta haft áhrif á m.a. samskiptahæfni, sjálfstraust og líðan. ÁHUGAVERÐAR BÆKUR Smásögur hafa orðið fyrir valinu hjá mér að miklu leyti síðastliðin misseri. Það er skemmtilegt form þegar fær höfundur heldur um pennann, og hentugt til lestrar fyr- ir fólk í erli nútímans. Einnig spilar eflaust inn í valið hve mörg góð smásagnasöfn hafa komið út (frum- samin og þýdd) und- anfarin ár, t.a.m. Bavíani, Takk fyrir að láta mig vita og Ástin, Texas. En smásagnasafni hinnar ungu Fríðu Ísberg, Kláða, vil ég hrósa sérstak- lega. Hugsaði hreinlega hvort stjarna væri fædd þegar ég las hana. Ef einhver segir mig al- veg gaga af þeim sökum verður svo að vera. Frábær ljóðabók varð á vegi mínum fyrr í vetur, Vistarverur eftir Hauk Ingvarsson. Meginþráður bókarinnar er graf- alvarlegur, skeytingarleysi mann- skepnunnar í umhverfismálum og ákveðin speglun þar að lútandi við stórafglöp fortíðar. En Haukur sýnir ótrúlega færni í að flétta saman hinu harmræna og ógn- vekjandi við fegurð og hárfínan húmor. Eyland eftir Sigríði Hagalín las ég loksins um daginn, en hún hafði í tvö ár borið skarðan hlut frá nátt- borði vegna smásagnablætisins. Þetta er þrusudystópía og magnað fyrsta verk. Vonandi á Sigríður þó sinn Citizen Kane eftir. KRISTJÁN HRAFN ER AÐ LESA Stjarna fædd? Kristján Hrafn Guðmundsson er kennari við Garðaskóla og leigubílstjóri í hjáverkum. BÓKSALA 13.-19. MARS Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Húðflúrarinn í AuschwitzHeather Morris 2 BlóðhefndAngela Marsons 3 BöndDomenico Starnone 4 Hin ósýnileguRoy Jacobsen 5 Sextíu kíló af sólskiniHallgrímur Helgason 6 Þar sem ekkert ógnar þérSimone van der Vlugt 7 MaestraL.S. Hilton 8 UndrarýmiðSigurlín Bjarney Gísladóttir 9 Independent PeopleHalldór Laxness 10 KvikaÞóra Hjörleifsdóttir 1 Villinorn – blóð ViridíönuLene Kaaberbøl 2 MatthildurRoald Dahl 3 VitinnRóbert Marvin 4 Risasyrpa – sögur úr Andabæ Walt Disney 5 Krókódíllinn sem þoldi ekki vatn Gemma Merino 6 Fröken BlómafrúEva Jónína og Daníel Snorri 7 Litli prinsinnAntoine de Saint-Exupéry 8 Límmiðafjör – dýr, með litabók 9 Skrifum stafinaJessica Greenwell 10 Gallsteinar afa GissaKristín Helga Gunnarsdóttir Allar bækur Barnabækur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.