Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 9
Mamma mín, hún Stella,hafði oft sagt við mig að égyrði að sjá sýninguna Ellý, að hún væri frábær. Ég hugsaði hún Ellý söng falleg lög en ekki alveg mín músík. Mín músík hefur í gegnum tíðina verið meira lög sungin af Bubba, Bjartmari, Nýdönsk, Todmo- bile, Gusgus og Eivöru. En eftir tón- leika hjá okkar frábæra listamanni Bubba Morthens núna í febrúar í Bæjarbíói var ég ákveðinn að ég yrði að sjá sýninguna með Ellý. Bubbi söng nokkur af sínum nýju lögum og sagan af einu þeirra gerði það að verkum að ég vildi sjá sýnguna. Þannig var að Bubbi fór á sýn- inguna Ellý og heillaðist af söngkon- unni Katrínu Halldóru. Hann spurði hana hvort hún vildi syngja inn á nýju plötuna hans sem kemur út á vormánuðum. Hún sagði já, en hafn- aði fyrstu tveimur lögunum sem hann hafði samið fyrir hana. Það var fyrst eftir að hann hafði samið þriðja lagið, sem hún sagði já. Þessi saga gerði út- slagið, sýninguna Ellý varð ég að sjá. Rannsóknir sýna að grunnþættir í heilastarfsemi einstaklinga tengjast gráa og hvíta efni heilans. Það má kalla gráa efnið tölvu heilans og hvíta efnið leiðslurnar í tölvunni. Gráa efn- ið tengist fjölda taugafrumna og þeirra tenginga. Það minnkar stöð- ugt frá 10 ára aldri. Hvíta efnið samanstendur af knippum af tauga- þráðum sem eru einagraðar með fitu- lagi sem flytja upplýsingar milli gráu svæða heilans - einangrunin gerir það að verkum að taugaboð geti bor- ist hraðar. Eitt af þeim atriðum sem eru mikilvæg til að viðhalda gráa og hvíta efni heilans er að viðhalda sterkum tengslum við vini og fjöl- skyldu. Rannsóknir Paul Gilberts hafa einnig sýnt fram á mikilvægi góðrar samveru, vingjarnleika og samtals sem hefur allt jákvæð áhrif á okkar hormónastarfsemi. Það að upplifa jákvæðni og góðvild styrkir ónæmiskerfið og má segja að sé vít- amín fyrir sálina. Þar kemur listin, músíkin og menningin inn, sem hefur mikilvægt hlutverk fyrir vellíðan fólks. Ég fór í Borgarleikhúsið 8. mars og sá sýninguna Ellý í troðfullu leik- húsi. Ég varð heillaður af sýningunni, frábær leikur, falleg lög og einstak- lega góður andi var á sýningunni. Hvað skýrir það að yfir 100.000 manns hafa séð sýninguna? Fyrir mér eru það nokkrir þættir sem eru mikilvægir fyrir velgengni sýningar- innar. 1. Sagan um Ellý heillar okkur. Okkar fyrsta dægurlaga-atvinnu- söngkona. Ung kona er að keppa að því að fá að nota sína miklu hæfileika sem söngkona. Hennar líf einkennist af stöðugri baráttu og erfiðu vali í sambandi við hvernig hún á að for- gangsraða í sínu lífi. Minnir mann á baráttu kvenna í aldanna rófi allt frá Guðrúnu Ósvífursdóttur í Laxdælu sem ekki fékk sömu tækifæri og Kjartan til að blómstra og nota sína hæfileika. Ennþá eru konur þessa lands og annarra landa að berjast fyr- ir réttmætum tækifærum. 2. Lögin sem Ellý söng lifa í þjóðar- sálinni og hafa mikil áhrif á fólk. 3. Katrín Halldóra er sannarlega stjarna sýningarinnar og má segja að hafi slegið í gegn sem söngkona í þessari sýningu. Það að Bubbi hafi heillast af hennar sönghæfileikum skilur maður eftir að hafa séð sýning- una. Framtíð „Kötu“ er björt. Þannig að óhætt er að segja að sýningin kom af stað auknu flæði oxýtósins sem lýsir sér í vellíðan og samkennd. Lifi menningin. Mikilvægi menningar Vísindi og samfélag Hermundur Sigmundsson hermundurs@ru.is ’Sagan um Ellýheillar okkur. Ungkona er að keppa að þvíað fá að nota sína miklu hæfileika sem söngkona. Hennar líf einkennist af stöðugri baráttu og erf- iðu vali í sambandi við hvernig hún á að for- gangsraða í sínu lífi. 24.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 EFNAHAGSREIKNINGUR (í þús.kr.): 31/12/2018 31/12/2017 Eignarhlutir í félögum og sjóðum 59.516.697 57.480.860 Skuldabréf 98.067.722 91.607.031 Innlán og bankainnstæður 714.153 583.733 Kröfur 959.398 995.049 Aðrar eignir og rekstrarfjármunir 186.113 182.369 Samtals 159.444.083 150.849.042 Skuldir -36.669 -27.770 Séreignarsjóður, Söfnunarleið I og II 2.657.487 2.494.871 Samtals alls 162.064.901 153.316.143 YFIRLIT UM BREYTINGAR Á HREINNI EIGN TIL GREIÐSLU LÍFEYRIS: Iðgjöld 5.003.574 4.448.976 Lífeyrir og endurhæfingarsjóður -4.717.270 -4.317.925 Fjárfestingartekjur 8.844.575 10.568.191 Rekstrarkostnaður -382.121 -346.536 Hækkun á hreinni eign á tímabilinu 8.748.758 10.352.706 Hrein eign frá fyrra ári 153.316.143 142.963.437 Samtals 162.064.901 153.316.143 LÍFEYRISSKULDBINDINGAR: 31/12/2018 31/12/2017 Eignir umfram áfallnar skuldbindingar -2.719.579 -864.846 Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum -1,7% -0,6% Eignir umfram heildarskuldbindingar -2.798.716 -1.696.323 Í hlutfalli af heildarskuldbindingum -1,3% -0,8% Sjóðurinn hefur aldrei skert áunnin réttindi sjóðfélaga. KENNITÖLUR: 31/12/2018 31/12/2017 Nafnávöxtun 5,5% 7,2% Hrein raunávöxtun 2,2% 5,3% Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal 4,1% 4,9% Hrein raunávöxtun 10 ára meðaltal 4,4% 2,8% Hrein raunávöxtun 20 ára meðaltal 4,2% 4,4% Fjöldi virkra sjóðfélaga 6.564 6.532 Fjöldi sjóðfélaga 141.518 139.350 Fjöldi lífeyrisþega 15.576 14.700 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,2% 0,2% Eignir í íslenskum krónum 71,7% 73,4% Eignir í erlendum gjaldmiðlum 28,3% 26,6% Yfirlit um afkomu 2018 ÁRSFUNDUR 2019 Ársfundur sjóðsins verður haldinn á Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 8. apríl 2019 og hefst kl. 16.30. Í stjórn sjóðsins eru: Guðmundur Árnason, formaður Hrafn Magnússon, varaformaður Aðalbjörg Lúthersdóttir Einar Sveinbjörnsson Reynir Þorsteinsson Svana Helen Björnsdóttir Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir Framkvæmdastjóri er: Sigurbjörn Sigurbjörnsson ÁVÖXTUN SÉREIGNARDEILDAR 2018: Nafnávöxtun Söfnunarleiðar I sem er innlánsreikningur ásamt stuttum tryggum skuldabréfum var 4,9% eða 1,6% hrein raunávöxtun. Nafnávöxtun Söfnunarleiðar II sem inniheldur ýmis verðbréf nam 6,2% eða 2,8% hreinni raunávöxtun. Er þetta sú ávöxtun sem rétthafar njóta. Heildareignir séreignardeildarinnar eru 2.657 milljónir króna í árslok 2018. SJÓÐFÉLAGAR: Sjóðurinn er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi mönnum sem eiga ekki kjarasamningsbundna aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Hann getur því verið góður kostur fyrir ýmsa aðila sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign. Borgartún 29 · 105 Reykjavík · Sími 510 7400 · www.sl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.