Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2019
LESBÓK
KVIKMYNDIR Ein ofurhetja teiknimyndanna hefur
hingað til ekki slegið í gegn sem raunpersóna á hvíta
tjaldsins, þrátt fyrir að tilraun hafi verið gerð 1987, sem
féll illa í kramið hjá áhorfendum og gagnrýnendum.
Þetta er He-Man, eða hinn vöðvastælti prins Adam
sem með krafti sverðs síns getur breytt sér í He-Man.
Ásamt vinum sínum berst He-Man gegn Beina og ill-
mennum hans í ævintýraheiminum Eterníu. Nú eru það
Sony Pictures í samstarfi við Mattel sem eru í starthol-
unum með að færa He-Man af holdi og blóði á hvíta
tjaldið en þó er enn spekúlerað hver leiki He-Man. Að
sögn The Wrap er Noah Centineo í viðræðum við kvik-
myndafyrirtækin um að leika ofurhetjuna. He-Man-
leikföngin verða einnig framleidd á ný.
He-Man viðræður
Noah Centineo er ákjósan-
legur He-Man að mati Sony.
SJÓNVARP David Letterman er þeirrar skoð-
unar að hann hafi stjórnað sjónvarpsþáttum sín-
um, The Late Show, 10 árum of lengi. Í viðtali
við Ellen Degeneres í samnefndum þætti henn-
ar sagði hinn 71 árs gamli sjónvarpsmaður að
hann hefði í raun átt að hætta árið 2005, en ekki
2015. Enginn hefði þorað að reka hann. Þá
höfðu þættir hans verið 30 ár í loftinu.
„Ég var alveg að horfa vitlausum megin í
sjónaukann,“ sagði Letterman og sagði að
hann vildi hann hefði hætt fyrr svo hann
hefði getað sinnt öðrum verkefnum líka
meðan hann hafði enn orku til
þess.
David Letter
talaði tæpi-
tungulaust í
þættinum.
Bækur J.K. Rowling hafa haft mikil áhrif
á íslenskar kynsóðir barna og unglinga.
Ný útgáfa af
fyrstu bókinni
BÆKUR Fyrsta bókin um ævin-
týrastrákinn Harry Potter, Harry
Potter og viskusteinninn, kom út í
nýrri íslenskri útgáfu nú fyrir helgi
en tilefnið er að 20 ár eru brátt liðin
frá því að fyrsta bókin um Harry
Potter kom út á íslensku. Útgefandi
er Bjartur en á þeim 20 árum sem
liðin eru frá því að fyrsta bók J.K.
Rowling kom út í íslenskri þýðingu
hafa 120.000 eintök selst hérlendis.
Þegar Harry Potter og visku-
steinninn kom út þaut bókin strax
upp metsölulistana hérlendis og
fyrir jólabókaflóðið skiptist bókin á
við Slóð fiðrildanna að vera í fyrsta
sæti yfir söluhæstu bækurnar.
Almennt kynntist heimurinnRicky Gervais fyrst þegarhann sló í gegn í bresku
sjónvarpsþáttunum The Office, sem
hann leikstýrði, lék í og skrifaði
handrit að ásamt Stephen Merchant.
Þetta var árið 2001 og síðan þá hefur
ýmislegt efni frá leikaranum, leik-
stjóranum og handritshöfundinum
litið dagsins ljós og ekki síst hafa
uppistönd hans, svo sem Humanity-
prógrammið notið mikilla vinsælda.
Sjálfan rekur Gervais þó ekki
minni til að nokkuð af því sem hann
hefur gert áður hafi slegið jafn-
rækilega í gegn og After Life, þátta-
röð sem frumsýnd var á Netflix 8.
mars síðastliðinn.
Á nokkrum dögum er Gervais
kominn í 2. sætið yfir vinsælustu
grínista heims, en þann lista tekur
Hollywood Reporter saman og er
raðað í sætin eftir vinsældum á Face-
book, Instagram, Twitter, YouTube
og Google Plus.
Ekkert efni Gervais hefur þá skor-
að jafnhátt og After Life gerir á
kvikmyndasíðum svo sem Imdb.com
og Rotten Tomatoes. Nú þegar hefur
verið ákveðið að leggjast í gerð fram-
halds, After Life 2.
En hvað er það við þættina sem
hrífur fólk?
Móðguðust snemma
Í After Life leikur Ricky Gervais
Tony, blaðamann á litlu bæjarblaði
sem hefur nýverið misst eiginkonu
sína úr krabbameini. Tony syrgir,
þjáist af þunglyndi og sjálfsvígshugs-
unum og fær þá hugmynd í kollinn að
í staðinn fyrir að svipta sig lífi muni
hann njóta þess að geta sagt hvað
sem er, við hvern sem er. Hann hefur
ekki löngun lengur til að virða al-
mennar kurteisisreglur og lætur þá
Svart grín
boðar mannúð
Þrátt fyrir feiknavinsældir grínistans, handrits-
höfundarins, framleiðandans og leikstjórans
Ricky Gervais, hefur ekkert efni úr hans smiðju
fengið álíka viðbrögð og nýjustu þættir hans,
After Life. Þetta viðurkennir hann sjálfur enda
fullljóst að áhorfendur og gagnrýnendur eru
þrumu lostnir af hrifningu.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Kerry Godliman ljóstraði því upp hvernig Ricky Gervais bað hana um að leika í þátt-
unum: „Meðan ég man, ég er að vinna að nýju efni, viltu leika dauðu konuna mína?
Stórstjarnan breska, Penelope Wilton, leikur vinkonu Tony sem hann
kynnist í kirkjugarðinum. Ellin er stórt efni grínsins í þáttunum.
Enginn þorði að reka mig