Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 24
Hann vill bóka á síðustu stundu í styttri skoðunarferðir.
Tölur hjá TrekkSoft sýna að bókanir í skoðunarferðir
eða ævintýraferðir sem taka 1-3 klukkutíma eru oftast
bókaðir á staðnum eða rétt fyrir brottför til áfangastað-
arins. Oft spilar þá veðrið stórt hlutverk varðandi bók-
anir með skömmum fyrirvara.
Hann vill bóka lengri ferðir með meiri fyrirvara.
Ef bóka á í lengri ferðir sem taka nokkra daga er best að
bóka með meiri fyrirvara og er ferðalangurinn einmitt
farinn að huga að því.
Hann vill fara á nýja áfangastaði.
Kínverjar eru á faraldsfæti sem aldrei fyrr og vilja þeir
sjá nýja staði. Ferðaskrifstofur sjá nú fleiri þaðan, en
einnig frá Suður-Ameríku, Spáni og Bandaríkjunum.
Hann sækist nú eftir nýjum og spennandi ævintýrum.
Fólk biður um „ógleymanlegar“ og einstakar ferðir og er
aldamótakynslóðin dugleg við að leita að óvenjulegum
ferðum þar sem hægt er að upplifa eitthvað alveg sér-
stakt um víða veröld.
Hann vill fara í vistvænar og fræðandi ferðir.
Þessar ferðir sameina einstaka upplifun og fræðslu þar
sem farið er um svæðið og upplýsingar gefnar um hvern-
ig má varðveita landið til framtíðar. Ferðir þar sem dýra-
vernd eða verndun skóga koma við sögu eru vinsælli en
ferðir sem ekki hafa skýran tilgang.
Hann vill ekki bíða í röð.
Mikið aukning er í vinsældum svokallaðra „fara fram
fyrir röðina“ skoðunarferðum. Á TripAdvisor má finna
meira en 1.200 „skip-the-line“ miða á heimsvísu.
Hann vill njóta þess í auknum mæli að upplifa líf og
siði heimamanna.
Það er að verða vinsælt að upplifa menningu staðarins,
borða á veitingastöðum heimamanna og jafnvel gista í
heimahúsum í gegnum síður eins og Airbnb.
Hann vill fara í göngu.
Saga og menning heillar ferðalanginn en skipulagðar
gönguferðir eru enn í dag með vinsælli ferðum.
Hann þyrstir í ævintýri.
Það sem ekki hefur breyst er löngun ferðalangsins í
ævintýri. Sífellt er verið að bjóða upp á nýjar leiðir til
þess að fá adrenalínið til að flæða og í mörgum löndum
má finna ævintýragarða fyrir þá allra huguðustu.
Ferðalangar vilja nú upplifa ævintýra-
ferðir sem láta adrenalínið flæða um
æðar. Á Íslandi og víða um heim er hægt
að fara í æsispennandi flúðasiglingar.
Gönguferðir eru ávallt vinsælar og sameina þær hreyfingu, útivist og nátt-
úruskoðun. Fátt toppar að standa á fjallstindi með útsýni til allra átta.
Morgunblaðið/RAX
Hvað vill ferða-
langurinn 2019?
Ferðalög fólks um víða veröld aukast sífellt og þurfa ferðaskrifstofur að
hafa sig alla við að finna upp á nýjum og spennandi kostum fyrir kröfu-
harða gesti. En hvað er það sem ferðalangurinn vill árið 2019?
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Ævintýraferð um sléttur Kenýa getur verið mikil upplifun
og í leiðinni er hægt að læra ýmislegt um dýravernd.
Morgunblaðið/Ásdís
Fátt er íslenskara en sauðkindin og því tilvalið fyrir ferða-
menn að skella sér í réttir og upplifa líf heimamanna.
Morgunblaðið/Eggert
Afar leiðigjarnt er að standa í löngum biðröðum á ferðalögum. Hægt er að
kaupa miða fram fyrir röðina til þess að fara upp í Eiffelturninn.
Getty Images/iStockphoto
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2019
LÍFSSTÍLL
Minningarsjóður um Jean-Pierre Jacquillat, fyrrum
aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, mun
á þessu ári veita efnilegum tónlistarmanni styrk til
framhaldsnáms erlendis á skólaárinu 2019-2020.
Veittur er einn styrkur að upphæð 1.500.000 kr.
Umsóknir, með upplýsingum um námsferil
og framtíðaráform, sendist fyrir 1. maí nk.
til formanns sjóðsins:
Minningarsjóður um Jean-Pierre Jacquillat
Pósthólf 35, 121 Reykjavík
Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna
verka eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda.
2017 Sölvi Kolbeinsson -saxófón
2016BaldvinOddson-trompet
2015RannveigMarta Sarc-fiðla
2014Sólveig Thoroddsen-harpa
2013Hulda Jónsdóttir-fiðla
2012BenediktKristjánsson-söngur
2011Matthías I. Sigurðsson-klarinett
2010GunnhildurDaðadóttir-fiðla
2009Helga ÞóraBjörgvinsdóttir-fiðla
2008 JóhannNardeau-trompet
2007MelkorkaÓlafsdóttir-flauta
2006ElfaRúnKristinsdóttir-fiðla
2005ÖgmundurÞór Jóhannesson-gítar
2004VíkingurHeiðarÓlafsson-píanó
2003BirnaHelgadóttir-píanó
2002LáraBryndís Eggertsdóttir-orgel
2001PálínaÁrnadóttir-fiðla
2000HrafnkellOrri Egilsson-selló
1999UnaSveinbjarnardóttir-fiðla
1998ÁrniHeimir Ingólfsson-píanó/tónv.
1997ÞórðurMagnússon-tónsmíðar
1996 IngibjörgGuðjónsdóttir-söngur
1995SigurbjörnBernharðsson-fiðla
1994GuðniA. Emilsson-hljómsveitarstj.
1993TómasTómasson-söngur
1992ÞóraEinarsdóttir-söng
Styrkur til
tónlistarnáms
MINNINGAR
SJÓÐUR
JPJ
Ím
y
n
d
u
n
a
ra
fl
/
M
-J
P
J
f y r r u m s t y r k þ e g a r