Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2019
B
rexit-þrautargangan heldur áfram. Það
kom fram í upphafi ferilsins að and-
litslausu búrókratarnir í Brussel töldu
sig verða að setja fótinn fyrir Breta í
hverju skrefi þeirra út úr ESB í kjöl-
far ákvörðunar þjóðarinnar um brott-
för. Ekki vegna þess að búrókratarnir væru þrjótar og
þursar, sem er þó ekki útilokað, heldur töldu þeir þá
framkomu vera fyrirbyggjandi aðgerð gagnvart öðrum
þjóðum sem þrá að endurheimta fullveldi sitt.
Andstaða almennings við ESB vex í flestum aðildar-
löndum þess. Sláandi var yfirlýsing Macron forseta
Frakklands að fengju Frakkar að kjósa um útgöngu í
þjóðaratkvæði væri líklegast að hún yrði samþykkt
þar. Jafnvel þjóðir sem þegar eru í ESB og er samn-
ingsskylt að taka upp hinn misheppnaða gjaldmiðil
evruna reyna að komast undan því, eins og frændur
okkar Svíar eru nærtækt dæmi um.
Skemmdarverk skila árangri
Það er ekki endilega líklegt að æðstu strumpar í
Brussel hafi talið sig eiga raunhæfa möguleika á að
eyðileggja ákvörðun bresku þjóðarinnar um útgöngu.
En þeir eru þó nær því en þeir þorðu nokkru sinni að
vona.
Pólitískir dvergar henta illa í stórræði
Bretland er ein af stórþjóðum ESB og borgar mynd-
arlega með sér í selskapinn, þótt frú Thatcher tækist á
sinni tíð, með því að sveifla gereyðingarvopni sínu,
handtöskunni ógurlegu, að knýja hallarverði sam-
bandsins til að endurgreiða Bretum nokkurn hluta
þess sem henni þótti ofgreitt.
Beiskir búrókratar hafa gert nokkrar atlögur að
þessum „ránsfeng“ hinnar fræknu frúar og meira að
segja átt sér bandamenn hjá litlu drengjunum í hennar
eigin landi, eins og þeir hafa átt víðar, eins og við
þekkjum svo raunaleg dæmi um frá Íslandi.
Icesave hrópar enn sinn vitnisburð um þess háttar
ódrengskap úr nýliðinni sögu og nú er enn hottað á
litlu drengina út af meintri óhlýðni varðandi þriðja
orkupakkann.
Hinum tveimur var lætt inn og einhverjir telja það
brotaferli gott fordæmi fyrir áframhaldið!
Og sumir í hópi hinna litlu bregðast ekki vondum
málstað og eru teknir að reima á sig hlaupaskóna, eins
og viðbúið var.
Frú May myndi sóma sér vel í þeim hópi.
Einbeittur brotavilji
Kannanir sýna að Bretar telja hana í hópi verstu for-
sætisráðherra síðari tíma.
Segja sumir þeirra að fyrst frú May hafi endilega
viljað sækja sér fyrirmynd, hafi verið nöturlegt að hún
hafi teygt sig í mynd af Neville Chamberlain, en ekki
litið við frú Thatcher eða Winston Churchill.
May hefur enn í hótunum um að bera „samning sinn“
upp í þriðja sinn við þingið, þótt þar hafi hún verið
rassskellt tvisvar með sögulegum hvelli.
Og þótt þingforsetinn hafi sagt opinberlega að hún
hafi ekki heimild hans til að mæta enn með sama málið
óbreytt eða „að verulegu leyti óbreytt“ skal enn reynt.
Óláns leiðsögn
Flest hefur gengið á afturfótunum fyrir May forsætis-
ráðherra seinasta misserið og hún orðið að undri þar
sem ekkert hafi verið að marka hennar stærstu fyrir-
heit til þjóðar sinnar. Engu lofaði hún oftar en því að
Bretar muni fari úr ESB 29. mars, og ekkert kæmi í
veg fyrir það.
Nú síðast mætti hún með gamla loforðið uppfært og
sagðist aldrei samþykkja að Bretar yrðu í ESB lengur
en fram í júní. Fjölmennar sveitir í dauðaleit mundu
ekki finna nokkurn mann sem treystir þeirri yfirlýs-
ingu hennar. Tusk, formaður leiðtogaráðs ESB, þykist
enn til í tuskið, en hann hefur verið sérlega úrillur yfir
útgöngu Breta og svo dónalegur í þeirra garð að furðu
sætir að May sitji undir því.
Hann dró nú síðast upp á blaðamannafundi fyrir fá-
einum vikum gatslitna klisju um að í Helvíti, húsi
djöfulsins, væri frátekin álma fyrir þá sem stutt hefðu
það að Bretar yfirgæfu ESB.
Bretar, í hópi þeirra sem þessi skætingur var ætl-
aður, sögðust ekki efast um að Tusk þekkti innviði
nefnds staðar betur en aðrir menn og ætti þar trausta
vini. En það segði óneitanlega sína sögu, að Tusk teldi
að neyddust Bretar til að gera upp á milli þess að hír-
ast í samneyti við hann og hans lið ofan jarðar eða með-
al kunningja hans í neðra þá væri víst að af tvennu illu
myndu þeir velja djöfsa.
Afleikur og undirmál
Við allan barninginn heima fyrir bætist að May for-
sætisráðherra missti röddina.
Eftir að hún ákvað í vikunni að veitast harkalega að
þingmönnum í ræðu úti fyrir dyrunum númer 10, um
leið og hún heimtaði stuðning þeirra, sá snillingurinn
MATT teiknari aðra hlið á málinu, eins og stundum áð-
ur: „Þessi vika hefði farið mun betur fyrir May hefði
hún ekki fengið röddina aftur.“
Ræða May fór öfug ofan í þingmennina og er sögð
hafa dregið nokkuð úr líkum þess að þeir snúist til
fylgilags við tillögur hennar. Hún bindur nú allar vonir
sínar við hótanir um að ella komist Bretar aldrei úr
ESB-helsinu.
Reyndar eru flokksbræður hennar teknir að tala
opinskátt um það að May verði að koma sér burt sem
allra fyrst. Þær raddir koma úr báðum herbúðum út-
göngunnar.
Gove, sem forðum var einn af fremstu mönnum í
Brexit-klíkunni með Johnson, fyrrverandi borgar-
stjóra og utanríkisráðherra, er enn ráðherra hjá May.
Þegar Johnson sóttist eftir leiðtogahlutverki flokksins
er Cameron hrökklaðist burt taldi hann að Gove væri
sinn baráttubróðir og eitilharði stuðningsmaður. En
Gove slengdi óvænt hníf sínum í bak Borisar svo hvor-
ugur kom til álita í leiðtogasætið í þeirri andrá.
Nú herma heimildir að Gove sé tekinn að brýna kuta
sinn enda vill hann ekki verða síðastur með hnífinn í
röð ráðherra Theresu May og nánustu vina hennar
þegar að stund örlaganna kemur.
Undirmál eru víðar
Hér heima eru ráðherrar í öðru. Í vikunni héldu þeir
„leynifund“ með þingmönnum sínum um að koma
orkupakka þrjú með leiftursókn í gegnum þingið. En
það er ekki öruggt að þeir nái samt að koma aftan að
þjóðinni í málinu, enda geta þeir illa rökstutt hvað fyrir
þeim vakir og hvaða nauðsyn knýr þá áfram. Það var
einmitt vandinn með Icesave. Forysta Sjálfstæðis-
flokksins gat ekki og getur ekki enn útskýrt hvers
vegna hún brást óvænt í því máli og almennir flokks-
menn eru því enn á verði gagnvart henni og fylgið sem
hvarf hefur ekki komið til baka. Það myndi ekki skaða
hana núna ef hún leitaðist við að draga upp þá mynd af
sjálfri sér að hún sé þrátt fyrir þetta örlagaþrungna
axarskaft fremur í hópi vina þjóðarinnar en óvina
hennar, sem reyndist henni svo dýrkeyptur flokka-
dráttur síðast.
Spekingar úti á þekju
Í þessum mánuði var, í samræmi við ágæta hefð, sett
upp brjóstmynd af 5. forseta lýðveldisins á Bessa-
stöðum. Sumir sem áður báru sæmilegan hug til hans
snerust nokkuð þegar hann gagnaðist þjóðinni best.
Það blasti við öllum að Jóhönnustjórnin var óhæf til að
tala máli þjóðarinnar út á við þegar brýnast var og
Ólafur Ragnar stökk inn í það holrými af þrótti og
þekkingu. Og hann gekk í lið með þjóðinni í Icesave
þegar hún kallaði eftir því.
Nú töldu ýmsir og þeirra á meðal alkunnir spekingar
rétt að hefna sín á brjóstmyndinni vegna þessa. Þá
Margir þrá
„firðstjórn“ og
óttast sjálfsstjórn
’
Hér heima eru ráðherrar í öðru.
Í vikunni héldu þeir „leynifund“
með þingmönnum sínum um að koma
orkupakka þrjú með leiftursókn í gegnum
þingið. En það er ekki öruggt að þeir nái
samt að koma aftan að þjóðinni í málinu,
enda geta þeir illa rökstutt hvað fyrir þeim
vakir og hvaða nauðsyn knýr þá áfram.
Reykjavíkurbréf22.03.19