Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 6
Ekki er ljóst hvaða áhrif barna-
boxin hafa í raun. Í Þýskalandi
hafa þau verið til staðar frá
árinu 2000 en tala yfirgefinna
nýfæddra barna sem hafa fund-
ist látin utandyra hefur ekki
marktækt minnkað.
„Þessi lög eru skásti kostur-
inn þegar valkosturinn er að
setja barnið í ruslagám en það
er ástæða fyrir því að við höfum
komið á fót ættleiðingarverk-
efnum,“ sagði Michelle Ober-
man lögfræðiprófessor í samtali
við BBC en hún er sérfræðingur
í lögfræðilegum málefnum sem
snerta unglinga, óléttu og
mæður.
Hún segir að helsta vandamál
barnaboxanna sé að það sé ólík-
legt að þau nái til helsta mark-
hópsins. Það eru konur sem
fæða börnin einar, oftar en ekki
mjög ungar stúlkur sem hafa
verið í afneitun hvað varðar
meðgönguna eða hafa falið
hana vegna hræðslu og
skammar.
„Mér finnst það ólíklegt að
eftir að hafa fætt barn ein inni á
baðherbergi að stúlkan kunni
lögin, fari í strætó eða taki Uber
og skili barninu í boxið,“ sagði
hún.
„Þær stúlkur sem lenda í
þessu eru oftast einangraðar
með lítið frumkvæði og engan
sem þær treysta. Þær vonast til
þess að vandamálið hverfi. Þær
hugsa með sér að þær séu
kannski ekki óléttar, að þær séu
bara að ímynda sér þetta. Þær
fá áfall í fæðingunni, eru ekki
með neitt plan og stundum vilja
þær bara losa sig við barnið til
að láta eins og ekkert hafi
gerst.“
Nær ekki til markhópsins
Hér má sjá barnabox á vegg í
slökkvistöð í Indiana.
HEIMURINN
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2019
Í þessu tilfelli á orðið barnaboxhvorki við um máltíð sem sér-staklega er framreidd fyrir
börn á skyndibitastöðum eða box
þau sem nýbökuðum foreldrum eru
gefin í sumum löndum heldur box
eins og það sem komið hefur verið
fyrir í vegg slökkvistöðvar í Indi-
ana í Bandaríkjunum. Reyndar
verða bráðum níu barnabox í rík-
inu og eiga þau að vera öruggur
staður fyrir mæður til að skilja eft-
ir nýfædd ungbörn sín.
Að utan lætur þetta ekki mikið
yfir sér, minnir helst á póstkassa,
en að innan eru boxin með hitastill-
ingu og skynjurum. Þegar barn er
látið inn í boxið fer hljóðlaust
viðvörunarkerfi af stað og við-
bragðsáætlun fer í gang sem miðar
að því að barnið sé sótt innan fimm
mínútna.
Útburður vandamál
„Þetta er neyðarúrræði,“ sagði Pris-
cilla Pruitt í samtali við fréttavef
BBC. Hún vinnur hjá Safe Haven
Baby Boxes, samtökum sem berjast
fyrir því að box sem þessi verði sett
upp um öll Bandaríkin.
„Það er vandamál að það er verið
að bera út börn. Þessar ungu konur
vilja ekki að neinn viti hverjar þær
eru eða að neinn sjái þær. Sérstak-
lega í smábæjum, þar sem allir
þekkja alla,“ sagði hún.
Barnaboxin gefa mæðrunum
tækifæri á að gefa börnin frá sér
nafnlaust en lög í ríkinu, Safe Haven
Law, gera mæðrum það mögulegt
innan 45 daga frá fæðingu.
Næst verður slíkt box sett upp í
Warsaw í Indiana og segir Monica
Kelsey, stofnandi Safe Haven Baby
Boxes, vera mikla þörf á þessu. Hún
sagði í viðtali við fjölmiðil á svæðinu,
wsbt.com að í vikunni fyrir viðtalið
hefðu tvær konur hringt í upplýs-
ingalínu samtakanna til að fá að vita
hvar boxin væri að finna. Önnur
hefði verið í rúmlega hundrað kíló-
metra fjarlægð frá næsta boxi og
því hefði henni verið bent á næsta
sjúkrahús. Hún óttaðist að þekkjast
þar og neitaði að fara á sjúkrahúsið.
Því hefði starfsfólk Kelsey sem tek-
ur á neyðartilvikum hitt konuna
með barnið á bílastæði við Walmart
til að halda nafnleynd hennar.
Samkvæmt vefsíðu Safe Haven
Baby Boxes hefur rúmlega 3.500
börnum verið skilað í box víðs vegar
um landið.
Tengist viðhorfi til
fóstureyðinga
Það er væntanlega ekki tilviljun að
barnaboxum fjölgar í Indiana en það
er heimaríki varaforseta Bandaríkj-
anna, Mike Pence. Pence er mótfall-
inn fóstureyðingum og setti stranga
fóstureyðingalöggjöf þegar hann
var ríkisstjóri.
„Safe Haven-lögin og boxin. Allt
tengist þetta viðhorfum til fóstur-
eyðinga, persónulegum skoðunum
og trúmálum,“ segir Cheryl
Meyer, sálfræðiprófessor við BBC.
Hún skrifaði bók um konur sem
höfðu drepið nýfædd börn sín. Hún
spurði þær m.a. af hverju þær
hefðu ekki farið í fóstureyðingu.
Svarið var oftar en ekki að kon-
urnar væru mótfallar fóstureyð-
ingum.
„Það felst sorgleg kaldhæðni í
því,“ sagði hún.
Barnabox eru
neyðarúrræði
Sérstök box þar sem hægt er að bera út börn með öruggum hætti hafa verið
sett upp víða í Bandaríkjunum. Konur geta nafnlaust skilið eftir nýfædd
börn við öruggar aðstæður. Mörg slík eru í Indiana, heimaríki Mike Pence,
varaforseta Bandaríkjanna, sem er harður andstæðingur fóstureyðinga.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Suðurkóresk mynd um Lee Jong-rak, prestinn og baráttumann fyrir barnaboxum, jók stuðninginn fyrir boxunum og
hugmyndafræðinni á bak við þau. Hér er hann við eitt slíkt í höfuðborginni Seúl.
AFP
Dag einn verður
kominn tími á Miele.
Meðhöndlaðu leirtauið þitt á besta mögulega hátt
sem völ er á. Treystu Miele uppþvottavélum, sem
innihalda upprunalegu 3D hnífaparaskúffuna, til
verksins. Fyrir allt sem þér þykir virkilega vænt um.
Miele. Immer Besser.
Frítt þvottaefni
í 1 ár*
* Eirvík gefur frítt
þvottaefni í töfluformi,
15x20 Miele UltraTabs
Multi. Gildir frá
01.05.2018 –
30.04.2019 og er
ársnotkun miðuð við
300 þvotta á ári.
miele.com
AF YFIR 5000
VÖRUM
30-70%
RÝMINGARSALA
Fasteignir