Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 18
Hinn árlegi HönnunarMars fer fram dagana 28.–31. mars ogeins og vant er hefst gleðin á DesignTalks ráðstefnunnisem Hönnunarmiðstöð Íslands heldur utan um. Í ár snýst þema ráðstefnunnar um hlutverk og áhrifamátt hönnunar á tímum stórfelldra breytinga í heiminum, yfirskriftin er Eina leiðin er upp! Fyrirlesarar á DesignTalks í ár eru, af aðeins örfáum nefndum, Michael Morris, arkitekt og einn af aðaleigendum Morris Sato Studio Architecture og SEArch+. Morris og mannfræðingurinn Karl Aspelund munu ræða samstarf sitt við Nasa og 100 Year Starship, um hönnun og undirbúning fyrir geim- ferðir til Mars og annarra pláneta. Tísku- og lífsstílssérfræðingur, Philip Fimmano, heldur tölu en hann er einna þekktastur fyrir að vera náinn samstarfsmaður hinnar hollensku Lidewij Edelkoort sem þykir ein helsta áhrifamanneskjan innan tískuheimsins í dag. Með henni stofnaði Fimmano Talking Textiles sem er vettvangur um vitundarvakningu og nýsköpun í textíl. Þá mun breski fatahönnuðurinn og aktívistinn Katharine Hamnett spjalla um hönnun sína en Hamnett hefur verið ötull tals- maður siðferðis og sjálfbærni í tískuheiminum. Næstkomandi fimmtudag hefst fjörug og fjölbreytt dagskrá HönnunarMars, með alls kyns fyrirlestrum, uppákomum og sýningum. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Katharine Hamnett hefur verið valin áhrifamesti fatahönnuður ársins af breska tískuráðinu og var raunar fyrst til þess að fá þá útnefningu. Uppskeruhá- tíðin nálgast 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2019 LÍFSSTÍLL Eftir að hafa kafað ofan í ruslagáma í nokkur ár fékk vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein nóg af því að sjá matvælum, sem voru í góðu lagi, hent. Í fram- haldinu fór hönnuðurinn að velta því fyrir sér hvort eitt- hvað væri hægt að gera við hráefnið og verkefni hans, Catch of the Day, varð í framhaldinu til en það snýst um að endurnýta útrunna matvöru í gerð áfengis, vodka. Á fimmtudaginn, 28. mars, kl. 20, opnar sýning Björns Steinars í Ásmundarsal við Freyjugötu, tileinkuð verk- efni hans, sennilega einu um- hverfisvænasta vodka heims en í grunninn snýst hug- myndin um að vinna bug á matarsóun sem er sannar- lega raunin því lífdagar vodka eru svo endalausir. Björn Steinar kynnti verk- efnið Catch of the Day á HönnunarMars fyrir ári en nú er vara hans, í samstarfi við matvælainnflytjendur og fag- aðila í vínframleiðslu að ná þeim áfanga að verða vodka sem er tilbúið fyrir markað. Björn er raunar með þrjár sýningar á HönnunarMars í ár en á sama stað og tíma og Catch of the Day er sýnt kynnir Björn húsgagnalínu úr íslenskum við en verkefnið, sem kallast Skógarnytjar, er afrakstur rannsóknarvinnu sem Björn vann í samvinnu við helstu skógræktarfélög andsins. Banana Story er svo verkefni sem hann vinnur í samstarfi við Johanna Seelemann en í Bismút, Hverfisgötu 82, má kynna sér rannsókn þeirra og miðlun á flóknu kerfi farmaflutninga á heimsvísu. Björn Steinar Blumenstein er í raun með þrjár sýningar á Hönnunarmars. Vodka úr matarafgöngum Á sýningu í Hafnarhúsinu, Now Nordic, eða Núna norrænt, getur að líta það besta sem er að gerast í norrænni sam- tímahönnun. Þessi samnorræna sýning hefur verið sett upp víða um heim en er nú í fyrsta skipti sett upp hérlendis. Sýning á því nýjasta í norrænni sam- tímahönnun. Hönnunarteymið Adorno fékk til liðs við sig sýningarstjóra frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Íslandi sem leituðu uppi nýja hönnun í hverju landi fyrir sig. Sýningin var fyrst sett upp á Chart listamessunni í Kaupmannahöfn haustið Núna norrænt Sýningunni Núna norrænt verð- ur hleypt af stokkunum næst- komandi laugardag, 23. mars. 2018, ferðaðist síðan til Lundúna og kemur nú til Íslands í tilefni Hönn- unarMars. Með sýningunni er ætlunin að sýna hvaða sameiginlegu eiginleikar það eru sem einkenna samtímahönnun Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Dan- merkur og Íslands en einnig hvaða þættir það eru sem eru andstæðir. Á sýningunni eru níu íslenskir hönn- uðir eða hönnunarteymi með verk sín; Studíó Flétta, Ragna Ragnarsdóttir, Studio Hanna Whitehead, Hugdetta og 1+1+1, Katrín Ólína, Magnús Ingvar Ágústsson, Brynjar Sigurðsson og Tinna Gunnarsdóttir. Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 10 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga 10 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga Ísafjörður Skeiði 1 RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM SELJUM EINNIG SÝNINGAREINTÖK AF SÓFUMMEÐ MIKLUM AFSLÆTTI! RÝMINGAR-AFSLÁTTUR 30-50%SELJUM BORÐSTOFUBORÐ, -STÓLAOG SKENKA ÚR SKOVBY-SÝNINGAR-RÝMI OKKAR Í REYKJAVÍK NÚ UM HELGINA MEÐ MIKLUM AFSLÆTTI.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.