Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 19
24.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Norrænu hönnunar- verðlaunin Formex Nova hafa verið veitt ungum norrænum hönnuðum árlega frá árinu 2011 og eru með stærstu verð- launum á sviði hönn- unar á Norðurlönd- unum. Skilyrðin fyrir því að hönnuðir séu tilnefndir eru meðal annars þau að þeir séu yngri en fertugir og að minnsta kosti ein vara eftir þá hafi farið í framleiðslu. Verðlaunin féllu í skaut íslensks hönn- uðar á síðasta ári, Rögnu Ragnarsdóttur, og af því tilefni munu verk Rögnu verða til sýnis í Norræna hús- inu allan Hönnunar- Mars. Auk hennar verka verða til sýnis verk þeirra hönnuða sem eru tilnefndir til verðlaunanna í ár, en það eru þau Falke Svatun, Hida Nilsson, Kapser Frris Kjeldga- ard og Studio Kaksikko auk íslenska vöruhönnuðarins Theodóru Alfreðs- dóttur. Verðlaunin eru veitt í ágúst á hverju ári og voru tilnefningar kunn- gjörðar í lok janúar. Þá verða verk sænska hönnuðarsins Madeleine Nelson einnig til sýnis í Norræna húsinu en hún hlýtur sér- stök heiðursverðlaun Formex Nova í ár fyrir Regrow-verkefni sitt; en með þeim er lögð áhersla á sjálf- bærni og umhverfisvernd. Verðlaunahafi Formex Nova Theodóra Alfreðsdóttir er tilnefnd til verðlaunanna í ár. Ragna Ragnarsdóttir hlaut Form- ex Nova verðlaunin á síðasta ári og verk hennar verða til sýnis í Norræna húsinu. Á Kjarvalsstöðum leika þau Hanna Dís Whitehead vöru- hönnuður og Raili Keiv ker- amíkhönnuður sér með hring- formið á áhugaverðan hátt en sýningin Vítahringur stendur yf- ir allan HönnunarMars á safn- inu. Hanna Dís leikur sér með hringformið og gerir ýmsar til- raunir á því með því að skipta því upp í hluta, skera, klippa og vinna í ýmis efni. Raili Keiv ger- ir einnig ýmsar tilraunir og notar til þess bæði við og postulín. Hringformið er áskor- un hönnuða sem sýna á Kjarvalsstöðum. Reyna að beisla hringformið Þessar nýstárlegu umbúðir hafa vak- ið mikla athygli. Dýrum pakkað inn í húð sína Bioplastic Skin er óvenjulegt verkefni þar sem unnið er með að þróa náttúrulegt efni sem líkist plasti. Í Gallerí Port við Lauga- veg 23b verður hægt að skoða umbúðaplast fyrir kjötvörur sem unnið er úr dýrahúðum sem annars er hent. Að verkefninu standa þær Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður og Emma Theodórsdóttir graf- ískur hönnuður en Bioplastic Skin hefur vak- ið mikla athygli og fékk meðal annars 1. verðlaun á Forum Design de Paris um miðj- an nóvember á síðasta ári, í flokki frumgerða. Markmiðið með Bioplastic Skin er ekki aðeins að finna staðgengil mengandi plasts heldur er einnig ætlað að vekja al- menning til umhugsunar um kjötneyslu og hvatning til að nýta allt það sem verður til við framleiðslu kjöts. Í húsgagnaversluninni NORR11 við Hverfisgötu 18a mun for- vitnilegum gólfmottum bregða fyrir á HönnunarMars en mott- urnar eru búnar til úr gömlum gallabuxum sem fengust úr fatasöfnun Rauða krossins. Það er hönnunarstúdíóið Flétta, sem samanstendur af þeim Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur, sem vinnur motturnar í samstarfi við Steinunni Eyju Halldórs- dóttur fatahönnuð. Hugsunin á bak við verk- efnið, sem kallast Denim on denim on denim on denim, er að sporna gegn textílsóun sem hefur verið ofarlega í um- ræðunni en þess má geta að gallabuxurnar sem notaðar voru nýttust ekki áfram sem gallabuxur vegna slæms ástands þeirra og var þeim því fundið nýtt hlutverk. Motturn- ar verða til sýnis í verslunni frá 27.-31. mars. Motturnar eru bæði til sýnis og sölu í versluninni NORR11. Gólfmottur úr gallabuxum VEFVERSLUN www.husgagnahollin.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN www.husgagnahollin.is VE FVERSLUN A LLTAF OP IN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.