Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 32
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
ráðherra
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Bjarni Benediktsson
ráðherra
Shrek
teiknimyndapersóna
SUNNUDAGUR 24. MARS 2019
TRATTO model 2811
L 207 cm Aklæði ct. 70 Verð 310.000,-
L 207 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,-
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
SAVOY model V458
L 223 cm Áklæði ct. 70 Verð 310.000,-
L 223 cm Leður ct. 10 Verð 435.000,-
ESTRO model 3042
L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 249.000,-
L 198 cm Leður ct. 15 Verð 355.000,-
RELEVE model 2572
L 250 cm Áklæði ct. 70 Verð 315.000,-
L 250 cm Leður ct. 15 Verð 459.000,-
MENTORE model 3052
L 162 cm Áklæði ct. 83 Verð 335.000,-
L 201 cm Áklæði ct. 83 Verð 365.000,-
Fjörugar umræður sköpuðust í vikunni um hve-
nær fyrsti hamborgarinn hefði verið steiktur á
Íslandi en Nanna Rögnvaldar, matreiðslubóka-
höfundur með meiru, hrakti það sem haldið var
fram í þætti á Stöð 2; að fyrsti hamborgarinn
hefði verið steiktur í Staðarskála 1960. Ljóst er
að hamborgarar fengust að minnsta kosti sex ár-
um fyrr, í Biðskýlinu í Keflavík.
Franskar kartöflur komu hins vegar til skjal-
anna mun fyrr og voru Íslendingar farnir að út-
búa svoleiðis á sama tíma og Morgunblaðið kom
fyrst út. Árið 1913 birtist uppskrift í Ársriti
Ræktunarfélags Norðurlands að slíkum rétti.
Uppskriftin hljómar svo. „Kartöflurnar eru flysj-
aðar og skornar niður hráar í örþunnar sneiðar.
Síðan eru þær brúnaðar í potti, í brúnaðri tólg.
Þessar kartöflur eiga vel við allskonar steik (af
fiski eða kjöti). Þær eru vanalega látnar á fatið
með til skrauts.“
Hér skal ekki fullyrt um fyrsta selda frönsku-
skammtinn en Hafnarmatstofan við Steinbryggj-
una í Reykjavík var a.m.k. með því fyrstu og
seldi franskar kartöflur í nætursjálfsölu árið
1935, ásamt pylsum í brauði, kótelettum, kleinum
og fleiru. „Fólk sem kemur af dansleikum, ætti
að athuga góðgætið í nætursjálfsalanum.“
Franskar kartöflur
eru ómissandi hluti af
hamborgaramáltíð.
Morgunblaðið/Golli
Franskar í tólg
Fyrsti íslenski hamborgarinn var
mál málanna í vikunni en
franskar kartöflur koma mun
fyrr til sögunnar og hægt var að
kaupa þær í nætursjálfsölu eftir
helgarskrall í bænum árið 1935.
Innan skamms verður hafin fram-
leiðsla á bóluefni við mislingum,
var fyrirsögn fréttar í Morgun-
blaðinu 12. mars árið 1958.
„Bandaríska vikuritið Time
skýrir frá því, að nú verði þess
ekki langt að bíða, að framleiðsla
verði hafin á bóluefni við misl-
ingum. Blaðið segir, að hinn frægi
veirufræðingur, Nóbelsverð-
launamaðurinn John Franklin
Enders, hafi gefið þessar merki-
legu upplýsingar á ráðstefnu
veirufræðinga í Manhattan í
síðastliðinni viku.
Enders varð meðal annars
heimskunnur fyrir að uppgötva
(1949) að hægt er að rækta
veirur á lifandi vef. Stuðlaði það
t.d. mjög að framleiðslu á mænu-
veikibóluefni og nú á bóluefni við
mislingum.
Mislingar eru svo gamall og út-
breiddur sjúkdómur í þéttbýli, að
segja má, að hvert einasta barn
fái þá fyrr en síðar.
Það, sem hefur komið í veg
fyrir að unnt hefur verið að fram-
leiða bóluefni við sjúkdómnum
er, að svo hefur virzt sem veiran
lifi ekki annars staðar en í manns-
líkamanum. En nú hefur tekizt að
sýkja apa af mislingum og var það
stórt skref í framfaraátt.“
GAMLA FRÉTTIN
Bóluefni í
bígerð
Mislingar voru útbreiddur sjúkdómur og drógu fjölda fólks, einkum börn,
til dauða áður en bóluefnið kom til sögunnar árið 1963.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon