Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2019 S vartur labrador fjölskyldunnar tók hressilega á móti blaðamanni á fal- legu heimili Laufeyjar Steindórs- dóttur í Garðabænum. Eftir að hann vingaðist við gestinn og komst að því að hann væri velkominn dró hann sig í hlé og leyfði konunum að fá frið til að spjalla. Kertaljós, hlýja og kyrrð einkennir heimilið og Búdda situr hugsi á hillu við hliðina á stóru hljóðfæri sem heitir víst gong. Það er rólegt þarna þennan morgun en líklega er það ekki alltaf svo því þau hjónin, Laufey og maður hennar Ingvar Hákon Ólafsson, heila- og taugaskurðlæknir, eiga samtals fjórar dætur. En þennan svala marsdag var notalegt að njóta kyrrðarinnar með Laufeyju, sem er sjálf þó langt frá því að vera ímynd kyrrðarinnar. Hún er ör og brosmild, talar hratt og hefur frá mörgu að segja, enda búin að finna sína hillu í lífinu og vill deila gleðinni. Yfir góðum heima- tilbúnum latte ræðum við um lífið fyrir og eftir „hrun“ Laufeyjar en það kom að því að hún þurfti að játa sig sigraða og finna leið út úr álagi og streitu. Leiðina fann hún og er hún komin með brennandi ástríðu fyrir jóga nidra og að bera út boðskap um ágæti hugleiðslu sem hún segir allra meina bót. Líkamlegt og andlegt gjaldþrot Laufey sleit barnskónum á Akureyri og gekk þar í menntaskóla. „Ég skar mig aðeins úr því ég varð ólétt átján ára og útskrifaðist nítján ára með lítið barn. Mér fannst það ekkert mál!“ segir Laufey hlæjandi og dregur fram stúdentsmyndina. Þar má sjá ábyrgðarfulla unga konu með lítið barn í fanginu og stúd- entshúfu á kolli. Laufey flutti síðan suður og hóf nám í hjúkr- unarfræði við Háskóla Íslands og nokkru síðar kynnist hún manni sínum Ingvari, sem var þá í sérnámi í heila- og taugaskurðlækningum í Svíþjóð. „Ég varð yfir mig ástfangin og elti hann til Svíþjóðar og fór að vinna á Karolinska- sjúkrahúsinu og fór svo þar í framhaldsnám í bráða- og gjörgæsluhjúkrun.“ Ingvar átti líkt og Laufey eina dóttur þegar þau kynntust. Saman eiga þau tvær til við- bótar og eru því dæturnar fjórar. Laufey segist alla tíð hafa verið í krefjandi vinnu og verið undir miklu álagi. „Mitt líf hefur einkennst af því að ég hef þurft að standa mig. Í raun hefur streita og álag fylgt mér frá unglingsárum,“ segir hún. Árið 2013 kom að því að Laufey keyrði á vegg, eins og hún orðar það. Þá hafði hún starfað sem gjörgæsluhjúkrunarfræðingur frá árinu 2008. „Þetta var ekki eiginleg vinnukulnun heldur frekar var það álag í lífinu og streita sem ollu þessu. Þegar við komum heim eftir sérnám fórum við bæði að vinna vaktavinnu og fórum svo að eignast börn. Yngsta dóttir okkar svaf ekki í tvö ár. Það varð til þess að klára mín batterí endanlega. Ég komst í líkamlegt og andlegt gjaldþrot. Ég var búin að ganga mér til húðar og hlustaði ekki á viðvörunarbjöll- urnar. En svo kom að því að ég gat ekki meir. Þá var ekkert annað í boði en að kúvenda mínu lífi og ég hætti að vinna á Landspítalanum og fór þá í innra ferðalag,“ segir hún. „Ég vildi reyna að fá bata fyrir okkur öll því við vorum öll svo örmagna; líka eldri stelp- urnar sem voru búnar að hlusta á litlu systur sína gráta hátt í tvö ár.“ Blessun í dulargervi Það kom hjónunum á óvart þegar von var á fimmta barninu, mitt á þessum álagstíma í lífi þeirra. Laufey tók þá ákvörðun að segja upp starfi sínu. „Þegar ég var ólétt fór bara allt á hliðina og ég hugsaði; ég get ekki meir. Ég labbaði út og það vissu aðeins örfáir af hverju ég hætti. Síðan kom það í ljós í fyrsta sónar að fóstrið var ekki líf- vænlegt og því enn á ný breyttust allar forsendur hjá mér eins og hendi væri veifað. Fósturmiss- irinn er stór ástæða fyrir því að ég lendi í þessari rosalegri örmögnun,“ segir hún. „Þetta er saga allra kvenna. Við erum allar þarna, að vilja, geta og ætla sér en svo bara er þessi vilji ekki nóg,“ segir hún. „Ég held að ef ég hefði ekki orðið ólétt, þá hefði ég haldið áfram og það hefði endað með algerri sundrungu. Því þarna hafði ég engin úrræði til að vinna á minni streitu og kvíða. Þegar lífið mætir manni með mótlæti er stundum eina leiðin að sleppa tökum eða gefast hreinlega upp. Ég fór í algera uppgjöf og sagði upp starfi mínu og það var það besta sem ég gat gert. Ég fór úr þessari keyrslu og fór að reyna að finna kyrrð. Ég fór þá í innra ferðalag og í algjöra naflaskoðun og var í eitt ár frá vinnu. Ég hafði svigrúm til þess af því að maðurinn minn er fyrirvinna, en auðvitað geta ekki allar konur leyft sér það,“ segir Laufey og segist afar þakklát fyrir að hafa getað tekið sér þennan tíma til þess að átta sig á hlutunum. „Ég fór inn í hjúp og nýtti tímann aðallega til að sofa. Ég fékk hluta af heilsunni til baka bara með því að hvílast því ég hafði verið vansvefta í mörg ár. Í þessu streituástandi hafði ég þróað með mér ofsakvíða. Ég talaði aldrei um það og fólk vissi ekki um það. Ég var að fá kvíðaköst bara við það að hugsa um að ég fengi ekki heilan svefn. Þannig að ég sofnaði með kvíða og vaknaði með kvíða.“ Laufey segist aldrei hafa leitað til lækna á þessu tímabili, þrátt fyrir að þekkja vel heilbrigð- isgeirann, því hún hafi hreinlega skammast sín fyrir að líða svona. „Ég hef alltaf litið á mig sem sterka og kraft- mikla konu sem gæti sigrast á öllu. Þessi týpíska ofurkona. En þarna hafði ég bara enga orku og í staðinn fyrir að leita mér hjálpar dró ég mig í hlé,“ segir hún. „Ég segi oft að þetta hafi verið blessun í dular- gervi, þetta áfall að upplifa fósturmissinn. Ég hef oft sagt að þarna voru einhver skilaboð send til mín, að staldra við og draga mig í hlé. Annars hefði ég aldrei kynnst þessu dásamlega verkfæri sem jóga og hugleiðsla er. Að finna kyrrðina mína og tilganginn. Þetta er svo öflugt,“ segir Laufey. „Ég byrjaði á að hlúa að sjálfri mér svo ég gæti hlúð að fjölskyldunni og þá aðallega yngsta barninu.“ Hugleiðsluferðalag til kyrrðar Þegar Laufey hafði náð aftur auknum krafti eftir hvíldarárið fann hún hjá sér sterka þörf að byggja sig upp. „Þá er ég tilbúin því ég er mjög drífandi og orkumikil í eðli mínu, nema á þessum tíma sem ég lenti í þessari örmögnun,“ segir hún. Laufey fór á stjá að leita leiða og skoðaði hún ýmsar óhefðbundnar leiðir. Hún hóf nám í heilsumeistaraskólanum haustið 2014 og kynntist hún þar ýmsum uppbyggjandi leið- um, m.a. breyttu og bættu mataræði. „Þetta var grænn og vænn lífstíll. Ég próf- aði ýmislegt; varð vegan, prófaði hráfæði, fór í sjósund en er ekki að segja fólki að það eigi að gera það. Ég vil ekki vera nein öfgamann- eskja. Það er ekki minn boðskapur. En þarna byggði ég mig upp og fann sjálfa mig, en það vantaði alltaf eitthvað upp á. Svo strax um haustið var manneskja sem leiddi mig inn í minn fyrsta jógatíma í Yoga Shala Reykjavík hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur, jógagúrú Ís- lands. Ég heillaðist algjörlega og hætti í heilsumeistaraskólanum til að leggja fyrir mig jóga. Í kjölfarið fór ég í jógakennaranám hjá Ingibjörgu og útskrifaðist þaðan árið 2017,“ segir hún. „Þarna kynntist ég jóga og náði innri teng- ingu í hugleiðslu, sem ég hafði aldrei náð áður. Þarna var ég að hreyfa mig en á sama tíma að fara inn á við. Þetta var í fyrsta skipti sem ég kynntist hugleiðslu og lærði jóga nidra og er ég í dag jóga nidra-kennari,“ segir hún og út- skýrir í hverju það felst. „Það er ævaforn hugleiðslutækni, stundum kallað jógískur svefn, en í rauninni er þetta eitt aðgengilegasta form hugleiðslu því um er að ræða leidda liggjandi hugleiðslu og djúp- slökun. Iðkandinn þarf aðeins að leggjast á dýnu og sleppa tökum og kennarinn leiðir við- komandi inn í hugleiðsluna, eins konar hug- leiðsluferðalag. Þetta er áreynslulaus streitu- losun og núllstilling.“ Þetta er mín köllun „Jóga nidra hjálpar ekki bara fólki sem þjáist af streitu heldur hjálpar það líka með svefn og kvíða. Ég náði tökum á mínum kvíða og held honum niðri þótt hann sé minn ferða- félagi í lífinu,“ segir Laufey og hóf hún að kenna jóga í Yoga Shala. Þá fékk hún þá hug- mynd að kynna hugleiðslu fyrir heilbrigðis- starfsfólki. „Streita er ein helsta heilsufarsógn okkar tíma, það er bara staðreynd. Það er til mikils að vinna að kenna fólki leiðir og úrræði til að höndla hana betur og auka viðnámið við streit- unni. Þess vegna er ég með námskeið víða. Ég er líka ráðin hjá aðgerðarsviði Landspítalans og leiði starfsfólk inn í slökun og hugleiðslu með aðferðum kyrrðarjóga. Rebekka Rós Þor- steinsdóttir, vinkona mín, svæfingahjúkr- unarfræðingur og samstarfskona, er með mér í þessu verkefni,“ segir Laufey og hafa þær stöllur unnið að þessu hugsjónaverkefni í tæp tvö ár. „Þetta er mín köllun. Það er mikið álag á heilbrigðisfólki og fólki almennt, bæði í vinnunni og í lífinu sjálfu,“ segir hún. „Heilbrigðisstarfsfólk fer í 35 mínútna jóga nidra tíma og það er rosaleg ánægja hjá fólk- inu. Það er sannað að það hægist á heilabylgj- um þannig að það eru vísindi á bak við þetta. Við leiðum fólk inn í líkamlega djúpslökun og með því að gera öndunaræfingar þá virkjast slakandi hluti taugakerfisins. Svo er það hug- leiðslan. Eftir svona 25 mínútur er fólk komið inn í streitulaust rými milli svefns og vöku,“ Hugleiðsla er mótefnið Laufey Steindórsdóttir var í krefjandi starfi sem gjörgæsluhjúkrunarfræðingur þegar hún örmagnaðist á líkama og sál. Lífið gjörbreyttist eftir að hún kynntist jóga og hugleiðslu. Nú vinnur hún hörðum höndum að því að breiða út boðskapinn. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Ég er umburðarlyndari ogkærleiksríkari og í sterkaritengingu við tilfinningar mínar.Ég er ekki sama manneskjan, ég segi oft Laufey fyrir hrun og Lauf- ey eftir hrun. Ég held að það hafi verið tilgangur með þessu öllu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.