Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 22
Fyrir 1-2 2 egg 3 eggjahvítur 2⁄3 dl mjólk (vilji maður gera vel við sig er hægt að nota rjóma) sveppir skinka ferskt brokkolí rifinn ostur (líka hægt að nota ferskan mozzarella ost eða brie ost, skorinn í bita) smör eða olía til steikingar ½ tsk. basilika ½ tsk. oregano salt og pipar Setjið egg og eggjahvít- ur í skál ásamt mjólk og pískið þetta létt saman. Bætið kryddinu út í. Skerið sveppina fremur gróft og steikið þá á pönnu. Því næst er eggjahrærunni hellt út á pönnuna. Skinkan er skorin niður í bita ásamt brokkolíi og hvoru tveggja bætt út í ásamt ostinum. Látið eggja- kökuna malla á með- alhita, gætið þess að hafa hann ekki of háan þannig að eggjakakan brenni ekki. Pikkið í hræruna á meðan hún er að þykkna til að flýta fyrir. Þegar kakan hefur stífnað vel er henni snúið við og hún steikt á hinni hliðinni í nokkr- ar mín- útur. Það er hægt að snúa við kök- unni til hálfs (í hálfmána) ef maður treystir sér ekki til að snúa henni við í heilu lagi. Einnig er hægt að sleppa því að snúa henni við, setja lok á pönnuna og fullelda eggjakökuna þannig á annarri hlið- inni. Einnig er gott að klára eldunina inni í bak- arofni í nokkrar mínútur ef pannan kemst inn í ofn. Berið fram með avókadó, góðum osti og grænmeti eða ávöxtum að eigin vali. Frá eldhussogur.com Klassísk ommeletta 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2019 LÍFSSTÍLL Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Spiced Honey litur ársins 2019 Fyrir 6-8 olía og smá smjör púrrulaukur, smátt skorinn 2 meðalstórar bök- unarkartöflur, smátt skornar 1 krukka grilluð papr- ika (smá af olíunni líka, ca 2 msk.) 10 egg, léttþeytt 100 g rifinn ost- ur handfylli rifinn Parmesan ostur salt og pipar Hitið olíu og smjör á 26 cm pönnu, sem má fara inn í ofn. Látið laukinn malla í olíunni/smjörinu í smá stund eða þar til hann verður mjúkur í gegn. Bætið þá kart- öflum og steikið í 1-2 mínútur, því næst bætið þið grilluðu paprikunum út á pönnuna. Blandið öllu vel saman og kryddið til með salti og pipar, steikið á pönnunni í 3-4 mín- útur. Á meðan létt písk- ið þið 10 egg og kryddið til með salti og pipar. Bætið rifn- um osti saman við eggin og hellið eggja- blöndunni út á pönn- una. Steikið á lágum hita í 4-5 mínútur eða þar til eggjakakan er að verða stíf og flott. Setjið eggjakökuna inn í ofn við 180°C og látið bakast í 15-20 mínútur eða þar til hún er stíf í gegn og gullinbrún. Berið eggjakökuna fram með fersku sal- ati og stráið gjarnan rifnum Parmesan- osti yfir. Frá evalaufeykjaran.is Ítölsk eggjakaka í ofni Fyrir 12 ½ bolli ólífuolía 5 meðalstórar kart- öflur, skornar í 2-3 cm kubba 1 stór laukur, skorinn 8 egg salt og nýmalaður pipar steinselja til skrauts, valfrjálst Hitið olíu á 30 cm teflonhúðaðri pönnu. Steikið kartöflurnar þar til þær eru stökk- ar og gullinbrúnar. Bætið lauknum út á pönnu og steikið þar til glær. Hellið allri umframolíu af pönnunni. Setjið laukinn og kartöflurnar aftur á pönnuna og dreifið fallega á pönnuna. Lækkið hitann. Sláið eggin saman með salti og pipar. Hellið hrærunni á pönnuna og ýtið kart- öflum og lauknum til og frá með sleif. Hrærið annað slagið í eggjunum sem um- lykja kartöflurnar svo að eggin eldist á botninum. Takið stóran disk og setjið yfir pönnuna og hvolf- ið omelettunni á disk- inn. Setjið eggjakök- una varlega aftur á pönnuna. Haldið áfram að elda og hristið pönnuna af og til þar til fulleldað. Takið disk og setjið hann ofan á pönnuna og hvolfið eggjakök- unni á diskinn. Skreytið með steinselju. Berið fram með salati. Spænsk ommeletta Ómissandi ommelettur Það ættu allir að kunna að búa til ommelettu enda ekki flókin eldamennska. Komdu fjöl- skyldunni skemmtilega á óvart um helgina með einni ítalskri, spænskri eða klassískri. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.