Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 17
24.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 gripu þeir haldreipi sem þeir töldu birtar ljósmyndir vera og voru með látalæti um að mynd Helga mynd- höggvara Gíslasonar væri líkari Bush yngri og nokkr- um öðrum tilnefndum og hefði lítil sem engin tengsl við Ólaf Ragnar. En aðrar myndir sýndu glöggt að högg- myndin var hin prýðilegasta og gaf lifandi og sann- gjarna mynd af fyrirsætunni og ekki síst var„prófíll“ hennar sannfærandi, enda myndhöggvarinn í hópi okkar bestu. Helsti heimildarmaður um „stjórnmálaástandið“ nær og fjær lét þetta mál til sín taka og minnti á að bel- jakar í bloggheimi teldu að myndin af Ólafi Ragnari virtist fremur af Bush yngri eða Kristjáni Eldjárn. Bréfritari þekkti þessa tvo ágætlega og sá aldrei neinn svip með þeim. Hafi Helga Gíslasyni tekist að gera mynd af Ólafi Ragnari sem líkist meir þessum gjör- ólíku mönnum en Ólafi sjálfum þá er það merkilegt. Fimbulfamb En Egill gekk lengra. Hann hjólaði í brjóstmyndir al- mennt og „portrett“ í leiðinni og setti fram barnalegar kenningar um það allt auk þess að auglýsa rétt einu sinn hefðbundna angist sína gagnvart bréfritara sem hann má ekki hemja svo vel sé. Svona byrjaði það tal, eins og skrattinn kæmi úr sauðarlegg: „Og Davíð Oddsson er að mörgu leyti mjög gamaldags maður – sem þarf ekki að vera slæmt í sjálfu sér. Ekki fyrir all- löngu var afhjúpuð portrettmynd af honum í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins. Ólíklegt er að aðrir stjórnmálaflokkar séu að panta slíkar myndir af foringjum sínum. Maður veit þó aldrei með Miðflokkinn – þar gæti stytta af Sigmundi Davíð jafnvel virst góð hugmynd.“ (Hefur maðurinn aldrei komið í stjórnarráðshúsið þar sem eru mikil málverk af meðal annarra Hermanni Jónassyni, Ólafi Thors, Bjarna Benediktssyni og fleirum og brjóstmynd var pöntuð af Ólafi Jóhannessyni í skrifstofur Framsóknar sagði í fréttum á sínum tíma, og stytta af þingkonu er fyrir dyrum Alþingis og af vinstri hetju stjórnmálanna, Héðni við Hringbraut, svo eitthvað sé nefnt af handa- hófi). Og áfram fimbulfambaði Egill: „Í borginni settu þeir upp brjóstmyndir af borgarstjórum, það var siður sem hófst við byggingu Ráðhússins – sem áðurnefndur Davíð lét byggja. Svo var skipt svo ótt og títt um borgarstjóra að ekki gafst tími til að gera styttur af þeim öllum.“ Yfirgripsmikið þekkingarleysi Það er einkenni á þessum spekingi „RÚV“ að hann lætur allt vaða eins og staðreyndir séu og er til aragrúi dæma um þá framgöngu. Hann rennur með þetta nýtilkomna brjóstmyndahatur sitt á svelli með alkunnum afleiðingum. Hvaðan hefur Egill það að „bygging ráðhúss“ hafi verið upphaf brjóstmyndagerðar af fyrrverandi borgarstjórum? Það er uppspuni og þvaður. Þegar bréfritari kom í fyrsta sinn í fundarherbergi borgarráðs árið 1974 voru þar gamlar brjóstmyndir af Páli Einarssyni sem varð borgarstjóri 1908, eftir- manni hans Knud Zimsen sem var borgarstjóri í nærri tvo áratugi og af Pétri Halldórssyni bóksala og borgarstjóra og Bjarna Benediktssyni eftirmanni hans. Þessi brjóstmyndagerð hafði ekkert með ráðhús að gera eða manninn sem lét byggja það, enda það ekki vígt fyrr en áratugum síðar. Bréfritari er vissu- lega gamaldags í mörgum efnum og meðal annars þeim að fara ekki með fleipur þegar svo auðvelt er að komast hjá því. Samstarf við ... leiðir til taps Um svipað leyti fór annar spekingur á sama stað með alkunna klisju um að allir flokkar færu illa út úr stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Svokallaðir stjórnmálafræðingar fara iðulega með svipaða rullu og eru þær klisjur úr þeirra munni sýnu alvarlegri því að einhverjir kynnu enn að taka þá alvarlega. Alþýðuflokkurinn var í ríkisstjórn með Sjálfstæðis- flokknum í 12 ár. Helsti leiðtogi flokksins skrifaði rit- ling um Viðreisnarárin sem hann sendi með hlýlegri áritun til bréfritara. Það fór ekki á milli mála að hann taldi árangur þeirrar stjórnar hafa verið mikinn og bersýnilegt að stjórnarflokkur hans hefði haft þar mun meiri áhrif en þingstyrkur flokkanna gaf tilefni til. Eftir 4 ár í því samstarfi fékk Alþýðuflokkurinn 14% atkvæða. Eftir átta ára samstarf 16% atkvæða og eftir 12 ára samstarf 11 % atkvæða. Þessi 12 ár í samfelldri stjórnaraðstöðu gáfu þessum litla flokki óvenjulega aðstöðu til að hafa áhrif á þróun Íslands á þessu skeiði. Tap í lok valdaskeiðs, svo ekki sé talað um svo langt valdaskeið er auðvitað alþekkt og tengist ekki Sjálf- stæðisflokknum meir en öðrum enda alþjóðlegt fyrir- bæri og eðlilegt. En tap Alþýðuflokksins eftir svo langa valdaaðstöðu var eiginlega ótrúlega lítið þegar gætt er að þeim klofningi sem varð. Hannibal Valdimarsson, Björn Jónsson og fleiri höfðu klofið krata með stofnun Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna. Því má segja að kratar hafi unnið varnarsigur vorið 1971. En þeir töp- uðu mun meir í næstu kosningum á eftir og höfðu þá verið utan stjórnar. Auðvitað höfðu einnig orðið miklir atburðir og al- kunnir hjá Sjálfstæðisflokki í bláenda viðreisnar- tímans. En samt má ætla, með allgóðum líkum, að hefði ekki verið stofnað til þessa klofnings sósíaldemókrata, þá hefði Viðreisnarstjórnin haldið velli. Hitt er annað mál hvort það stjórnarsamstarf hefði þó verið endur- nýjað. Horfum þá næst til „hreinu vinstristjórnarinnar“ frá vori 2009. Hún kom með mikið fylgi til ríkis- stjórnar. Samfylking hafði 30 % atkvæðanna á bak við sig og VG 22%. Eftir aðeins 4 ára stjórnarsamvinnu (án Sjálfstæðisflokks) hafði VG tapað helmingi fylgis síns. Farið úr 22% niður í 11%! Kjósendur veittu Samfylkingu enn rosalegri skell. Hún fór úr 30% niður í 13% og átti eftir að fara enn neðar í næstu kosningum þar á eftir! Hvar var klisjan góða? Hvar voru spákarlarnir fullyrðingagjörnu? Kenningar þeirra áttu að hafa stjórnmálaleg áhrif en ekki fræðileg eins og í svo mörgu öðru endranær. Mikið væri skaplegra ef látið væri af þessari ófræði- legu háttsemi. Framfarir á ofsahraða og óviðráðanleg seinkun Margir bíða spenntir og næstum eins og hengdir upp á þráð eftir því að bifreiðar án ökumanns verði að veruleika. Bréfritari er ákveðinn í því að fá sér einn slíkan um leið og hann verður almennings eign. Þá ætlar hann við fyrsta tækifæri að senda sinn bíl án sín og annarra farþega til Akureyrar og svo austur á land í vikunni þar á eftir og eiga sjálfur góða stund heima með frúnni. En það verður að undrast hvað þetta þarfa mál hef- ur þó dregist. Tómas Guðmundsson skáld og Halldór P. Dungal tungumálaséní gáfu saman út tímaritið Borgin um nokkurt skeið frá árinu 1932. Á forsíðu segir að það komi út í 64 eintökum og kosti 1 krónu. (rétt er að athuga að þetta er gömul króna, svo blaðið er nær því að hafa kostað einseyring). Í öðru hefti blaðsins í janúar 1933 segir undir kafla- heitinu Ósýnileg stjórn: Það hlýtur að vera kynlegt að sjá bifreið fara leiðar sinnar eftir götunni, farþegalausa og án þess að nokk- ur sitji við stýrið. En þetta átti sjer stað nýlega á Fimmta stræti í New York og þó fólki í stórborgum nútímans komi fæst á óvart, þá námu menn þó ósjálf- rátt staðar í þetta skifti, til að sjá hvernig bílnum reiddi af. Og fyrst í stað gekk ferðalagið ágætlega. Bíllinn fór í gang, hemlaði og beygði fram hjá öðrum bílum á nákvæmlega sama hátt og ef æfður bílstjóri hefði setið við stýrið. En aðeins fyrst í stað. Það sem þarna fór fram var tilraun með nýja uppgötvun, bif- reiðina, sem stjórnað er þráðlaust „per radio“. Að illa fór að lokum kom ekki til af neinu öðru en því, að þeim, sem firðstjórnina hafði á hendi, fataðist. Upp- götvunin sjálf stóðst raunina ágætlega.“ Og nú, ekki nema 86 árum síðar, virðast þessar til- raunir, sem svo margir eru spenntir fyrir, komnar eitthvað áleiðis. Segi menn svo að framfarirnar séu ekki ótrúlegar og fljúgi svo fast að varla festi auga á. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.