Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Blaðsíða 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2019 É g átti heima í Bolungarvík og pabbi minn var þá skólastjóri Tónlistar- skólans í Bolungarvík. Hann sá fyrir sér að ef ég færi í tónlistar- skólann yrði ekkert úr mínu námi því hann myndi kenna mér og enda á því að nota tímana mína í eitthvað annað, semja við mig því hann þyrfti að skreppa að sinna ein- hverju. Hann skráði mig því í nám til Ragnars H. Ragnar á Ísafirði. Þau mamma keyrðu mig tvisvar sinnum í viku í tíu ár inn á Ísafjörð til Ragnars til að ég fengi almennilega kennslu,“ segir tónlistarkonan og skólastjórinn Edda Borg en fyrir vestan var lagður grunnurinn að tónlistarferli hennar. Námið stóð yfir allan grunnskólann. „Ég sá ekki fyrir mér að vera áfram í Bolungarvík. Ég var ekki nema 11 ára þegar ég var farin að biðja um að flytja frá Bolungarvík, þó að það væri ekki nema á Ísafjörð. Ég sá mína framtíð fyrir mér í borginni eða einhvers staðar úti í heimi þannig að ég fór í Menntaskólann við Hamrahlíð og flutti hingað suður rétt áður en ég varð 16 ára. En af því að ég var utan af landi varð ég að bíða og komst ekki í MH fyrr en eft- ir áramót. Þegar ég var nýkomin hingað suður sá ég auglýsingu í blaði þar sem var verið að auglýsa eftir hljómborðsleikara sem gæti sungið því það væri verið að setja saman hljómsveit. Ég svaraði þessari auglýsingu og var búin að gleyma henni þegar haft var sam- band við mig og ég spurð hvort ég myndi vilja koma í prufu,“ segir Edda. Kynntust í gegnum auglýsingu Svo fór að hún var ráðin í hljómsveitina, sem Axel Einarsson gítarleikari setti saman. „Ég var því sextán ára gömul byrjuð að spila í hljómsveit í Klúbbnum,“ segir Edda og var þetta talsvert ólíkt lífinu í Bolungarvík og klassíska píanónáminu sem hún hafði stundað. „Ég var það ung að mér var bara hleypt inn bakdyramegin og bara til að fara að spila,“ segir hún enda hafði hún ekki aldur til að sækja skemmtistaði. Í hljómsveitinni var líka ungur bassaleikari úr FÍH, Bjarni Sveinbjörnsson. „Hann varð maðurinn minn. Þegar ég er spurð hvernig við kynntust þá segi ég án þess að blikna – við kynntumst í gegnum blaðaauglýsingu,“ segir hún. Á eftir Klúbbnum kom Broadway. „Bjarna var boðið að taka þátt í stórhljómsveit sem Gunnar Þórðarson var að setja saman fyrir Broadway og stuttu eftir að það byrjaði var mér boðið að fara í þá hljómsveit líka, sem ég gerði,“ segir hún en í þessum sveitum hófst hennar tónlistarferill. Hvernig var stemningin í Broadway? „Hún var mjög skemmtileg og fólk var svo glatt. Ég held að fólki hafi fundist það vera komið til útlanda þegar það var komið inn í Broadway í þriggja rétta máltíð og skemmti- atriði. Þetta hafði ekki þekkst á Íslandi áður og var meira eins og að fara á sýningu í Las Vegas. Óli [Laufdal] var alltaf að flytja inn heimsfræga listamenn. Fólk klæddi sig í sín fínustu föt og mætti í þessa stemningu sem er ekki til í dag. Það er ákveðin kynslóð sem fær ekkert að kynnast þessu. Hann lagði mikið í að skemmta fólki og gera vel við þá sem komu. Þetta var allt svo stórt og grand,“ segir hún. „Svo fór Bjarni í nám til Bandaríkjanna en ég hélt áfram í bandinu hjá Gunna. Hann kom fljótlega aftur og beið eftir mér í nokkra mán- uði, við giftum okkur og byrjuðum að búa í Hollywood,“ segir hún og á þá ekki við skemmtistaðinn heldur hverfið í Los Angeles í Kaliforníu. „Fyrsta íbúðin sem við leigðum saman var í Hollywood og þarna bjuggum við meðan hann var í námi.“ Edda var ákveðin í að starfa við tónlist. „Þegar ég kom til baka vissi ég að ég ætlaði alltaf að starfa við tónlist en mér fannst ég þurfa að mennta mig þannig að ég skráði mig í tónmenntakennaradeildina og útskrifaðist sem tónmenntakennari vorið 1988,“ segir Edda sem hafði stundað nám við Tónlistar- skólann í Reykjavík hjá Halldóri Haraldssyni píanóleikara. Edda kláraði ekki MH heldur tók inntöku- próf inn í tónmenntakennaradeildina. Í hana þarf stúdentspróf en hún var metin hæf til að fara beint í námið. „Ég þurfti í raun ekki að fá stúdentspróf en ég sé eftir því núna að hafa ekki klárað stúdentsprófið.“ Langaði þig alltaf til að kenna? „Já, mig langaði til að miðla tónlistinni,“ segir hún. „Ég kenndi síðasta árið í náminu í Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar og svo þegar ég útskrif- aðist réði ég mig sem tónlistarkennara í Selja- skóla,“ segir hún en þetta var haustið 1988. Þá hugsaði hún með sér að það vantaði tón- listarskóla í hverfið. „Síðan stofnaði ég tónlist- arskólann minn og byrjaði haustið 1989. Þá var ég að verða 23 ára. Þegar ég lít til baka er ég mjög þakklát þeim foreldrum sem treystu mér svona ungri til að kenna börnunum sínum. Ég horfði ekki á það þannig sjálf, mér fannst bara rétt að bjóða fólki upp á tónlistarkennslu í hverfinu og var ekkert að spá í hvað ég væri ung.“ Með permanent í hárinu og hljómborð á mjöðminni Edda var í hljómsveitinni Módel, sem tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins með „Lífið er lag“, sem var mjög vinsælt einmitt þegar hún var að byrja að kenna í Seljaskóla. „Ég var alltaf með permanent í hárinu og það var gert stórt og mikið og svo var ég með hljómborðið á mjöðminni, það var mitt vöru- merki. Ég man eftir því þegar ég var að mæta í Tónlistarferill Eddu hófst í Klúbbnum og á Brodway eftir að hún svaraði auglýsingu í blaði. Morgunblaðið/Eggert Þú ert það sem þú hugsar Edda Borg ólst upp í Bolungarvík og flutti 16 ára gömul til Reykjavíkur. Hún gifti sig 17 ára og byrjaði að búa í Hollywood. Tónskóla Eddu Borg stofnaði hún rúmlega tvítug en skólinn fagnar 30 ára afmæli í vor. Hún greindist með MS-sjúkdóminn árið 2007 og segir jákvæðni mikilvæga í þeirri baráttu og daglegt verkefni að halda sig réttum megin við línuna. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is ’ Ég held að fólki hafi fundistþað vera komið til útlanda þeg-ar það var komið inn í Broadway íþriggja rétta máltíð og skemmti- atriði. Þetta hafði ekki þekkst á Ís- landi áður og var meira eins og að fara á sýningu í Las Vegas.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.