Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Bandarísku flugfélögin American Airlines og Southwest Airlines hafa ákveðið að kyrrsetja Boeing 737 Max-vélar í flota sínum til ágúst- mánaðar næstkomandi. Í tilfelli Am- erican Airlines hafa vélarnar verið kyrrsettar til 19. ágúst, en félagið gerði út 25 Max-vélar, eða um 2,6% af flota sínum. Southwest kyrrsetti sínar 34 Max-vélar til 5. ágúst en þær nema 4,5% af flotanum. Síðast- liðinn miðvikudag gaf Icelandair út að uppfærð flugáætlun félagsins gerði ráð fyrir að Max-vélar flug- félagsins yrðu kyrrsettar til 16. júní næstkomandi. Þær þrjár Max-vélar sem kyrrsettar voru í síðasta mánuði hjá Icelandair námu 9% af flota fé- lagsins á þeim tíma en félagið gerði einnig ráð fyrir því að taka sex Max- þotur í notkun í vor, þrjár af gerðinni Boeing 737 Max 8 og þrjár Max 9. Í ár var því gert ráð fyrir að Max- vélarnar yrðu 9 af 36, eða sem nemur fjórðungi flotans. Samtals hljóðaði pöntun Icelandair upp á 16 Max-þot- ur sem taka átti í notkun fram til ársins 2021. Ómögulegt að vita Af þessu má álykta sem svo að auðveldara sé fyrir áðurnefnd bandarísk flugfélög en Icelandair að gera ráðstafanir vegna Max-vélanna út sumarið þar sem um töluvert færri vélar er að ræða hlutfallslega. „Þetta var tímalínan sem við gáf- um okkur. Við erum ekki með upp- lýsingar um það hvenær þessar vél- ar fara að fljúga. Það er undir yfirvöldum komið og það er ómögu- legt að segja,“ segir Ásdís Péturs- dóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Spurður um hinar ólíku viðmiðun- ardagsetningar segir Sveinn Þórar- insson, greinandi hjá Landsbankan- um, að það hafi komið sér á óvart að Icelandair miði við það að koma vél- unum í loftið í júní í ljósi þess sem önnur félög hafa gert. „Ég held að þetta sé bara vinnuregla sem sett er fyrir áætlanagerð. Í sjálfu sér veit enginn hvenær þessar vélar fara á loft,“ segir Sveinn Þórarinsson. Ættu að minnka framboð „Bandarísk flugmálayfirvöld eiga eftir að ákveða hvenær þau gefa grænt ljós og síðan í kjölfarið eftir- litsstofnanir í Evrópu og víðar. En þá eiga flugfélögin sjálf eftir að ákveða hvort þau vilji taka við þess- um vélum og hvenær þau telja að farþegar séu tilbúnir að fljúga með þeim. Þetta eru nokkur skref sem þarf að taka. En ég myndi halda að sumarið væri fyrir bí hvað þetta varðar fyrir Icelandair. En ég ítreka að það er erfitt að spá um þetta,“ segir Sveinn í samtali við Morgun- blaðið. Að því gefnu að Max-vélarnar fari ekki á loft fyrr en eftir háanna- tímann er Icelandair þar af leiðandi með færri vélar en félagið hafði í fyrra. „Icelandair áætlaði í upphafi árs 13% farþegavöxt. Félagið þarf að auka nýtingu verulega ef Max-vél- arnar koma ekki í sumar. En ég er ekki viss um að félagið vanti vélar. Ekki nema eftirspurn eftir flugi til Íslands aukist verulega. Að mínu mati væri skynsamlegra fyrir félagið að halda framboðinu niðri til þess að fá betra verð. Það hefur verið of mik- il samkeppni og of mikið framboð. Ef félagið vill snúa rekstrinum við þurfa flugfargjöld að hækka. Hluti af því er að reyna að halda niðri framboði. Það tekur lengri tíma að snúa rekstrinum við í gegnum kostnað. En staðreyndin er sú að félagið er komið með þessar nýju vélar og það er rándýrt að hafa þær sitjandi.“ Minna svigrúm Icelandair Morgunblaðið/Eggert Kyrrsett Flugvélin Jökulsárlón, TF-ICE, flaug síðast 12. mars.  Sumarið fyrir bí hjá Icelandair hvað Max-þoturnar varðar að mati sérfræðings  Mikill munur er á áætlunum flugfélaga hvað varðar lengd kyrrsetningar Icelandair » Gerði ráð fyrir að vera með níu 737 Max-vélar í ár. » Felldi á dögunum niður 3,6% af flugferðum sínum vegna kyrrsetningarinnar þar sem miðað var við 16. júní. » Tap félagsins nam 6,7 millj- örðum króna í fyrra. ans nam hagnaður fyrir skatta 1.056 milljónum. Samkvæmt tilkynningu bankans má rekja góða afkomu hans að þessu sinni til þess að þóknunar- tekjur voru umfram áætlun, einkum vegna mark- aðsaðstæðna sem reyndust hagfelldar á fjórð- ungnum. Bankinn mun birta uppfærða afkomuspá vegna ársins 2019 um leið og hún liggur fyrir. Við lokun markaða í gær var markaðsvirði Kviku orðið 22,3 milljarðar og hefur aldrei verið hærra. Markaðsvirði bankans hefur aukist um 10 milljarða frá því að hann var skráður á First North markaðinn í mars í fyrra. Félagið var tekið til við- skipta á aðalmarkaði 28. mars síðastliðinn. Kvika banki hækkaði um 8,74% í Kauphöll Íslands í gær í kjölfar þess að hafa í gærmorgun sent frá sér jákvæða afkomuviðvörun. Þar kom fram að frumdrög að uppgjöri samstæðu Kviku banka vegna fyrsta ársfjórðungs 2019 lægju nú fyrir. Samkvæmt þeim drögum lítur út fyrir að hagn- aður bankans á fjórðungnum verði 830 til 880 milljónir króna fyrir skatta. Áætlanir fyrir- tækisins fyrir allt árið 2019 höfðu gert ráð fyrir að hagnaður fyrir skatta myndi nema 1.990 millj- ónum króna án áhrifa af GAMMA Capital Manage- ment hf. sem kom inn í samstæðu bankans 1. mars síðastliðinn. Kvika birti ekki ársfjórðungsuppgjör á síðasta ári en samkvæmt hálfsársuppgjöri bank- Kvika tók mikinn kipp í Kauphöll  Bankinn birti jákvæða afkomuviðvörun Morgunblaðið/Hari Rekstur Kvika mun skila góðu uppgjöri. ● Landaður afli íslenskra skipa í mars var 118.448 tonn sem er 25% minni afli en í mars 2018. Aflasamdrátturinn skýrist nær eingöngu af minni loðnuafla en engin loðna veiddist í mars, saman- borið við tæp 82 þúsund tonn í mars 2018. Þetta kemur fram í nýbirtum töl- um Hagstofu Íslands. Þar segir enn fremur að rúmlega þreföldun í kol- munnaafla nái ekki að vega upp afla- brestinn í loðnu, en kolmunnaafli í mars var rúm 64 þúsund tonn. Botnfiskafli nam 52 þúsund tonnum í febrúar og minnkaði um 2% miðað við sama mán- uð 2018. Heildarafli á 12 mánaða tíma- bili frá apríl 2018 til mars 2019 var tæp- lega 1.306 þúsund tonn sem er aukning um 6% miðað við sama tímabil ári fyrr. Aukningin er vegna meiri botn- og flat- fiskafla og samdráttur í uppsjávarafla er minni en vænta má vegna meiri kol- munnaafla. Afli í mars, metinn á föstu verðlagi, var 15,6% minni en í mars 2018, að því er Hagstofan greinir frá. 118 þúsund tonna afli 16. apríl 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.28 119.84 119.56 Sterlingspund 155.98 156.74 156.36 Kanadadalur 89.4 89.92 89.66 Dönsk króna 18.059 18.165 18.112 Norsk króna 14.025 14.107 14.066 Sænsk króna 12.861 12.937 12.899 Svissn. franki 119.12 119.78 119.45 Japanskt jen 1.0649 1.0711 1.068 SDR 165.72 166.7 166.21 Evra 134.82 135.58 135.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 164.0881 Hrávöruverð Gull 1301.85 ($/únsa) Ál 1843.0 ($/tonn) LME Hráolía 70.95 ($/fatið) Brent ● Vergur gjaldeyrisforði Seðlabanka Ís- lands nam 765 milljörðum króna í lok marsmánaðar og hækkaði um 12,8 milljarða milli mánaða. Hreinn gjald- eyrisforði, þ.e. erlendar eignir að frá- dregnum erlendum skammtímaskuld- um, nam 764,9 milljörðum króna, samanborið við 751,6 milljarða í lok febrúar. Nettó útgreiðslur gjaldeyris- eigna Seðlabankans og ríkissjóðs fyrir komandi 12 mánuði eru áætlaðar 64 milljónir króna miðað við lok mars, samanborið við 650 milljónir króna miðað við lok febrúar. Gjaldeyrisforðinn nem- ur 765 milljörðum króna STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.