Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 14
venjuna á þessum árstíma, því at- vinnuleysi hefur nánast alltaf minnkað milli mars og apríl síð- ustu 30 ár, með örfáum undan- tekningum þegar kreppt hefur að í íslensku efnahagslífi, að því er fram kemur í skýrslu VMST. Aukningin stafar einkum af gjaldþroti WOW air og sam- dráttar af þeim sökum í tengdum atvinnugreinum, en að sögn Karls Sigurðssonar, sérfræðings á VMST, hafa fleiri einstaklingar komið inn á atvinnuleysisskrá að undanförnu en tengjast beint WOW air vegna uppsagna sem átt hafa sér stað á síðustu mánuðum, m.a. í tengslum við flugrekstur á Keflavíkurflugvelli og hjá bygg- ingarfyrirtækjum, sem virðast hafa ákveðið að draga saman segl- in á seinustu mánuðum vegna óvissu um þróunina á næstunni. Karl telur þó að nýgerðir kjara- samningar hafi breytt þessu til betri vegar. ,,Ég held að menn séu ekki alveg eins varfærnir lengur og sjái alveg þolanlegt sumar framundan í byggingariðn- aði og fleiri greinum en vissulega eru ýmsar vísbendingar m.a. um að einkaneysla fari minnkandi og menn halda að sér höndum í íbúðakaupum, sem veldur því að það er aðeins að hægja á á flest- um sviðum,“ segir Karl. 40-50% fjölgun frá mars 2018 Í seinasta mánuði voru 1.659 fleiri á atvinnuleysisskrá en í mars í fyrra. „Mest fjölgaði at- vinnulausum í flutningastarfsemi sem skýrist að mestu af gjaldþroti WOW air. Einnig hefur atvinnu- lausum fjölgað talsvert milli ára í ýmsum þjónustugreinum, einkum tengdum ferðaþjónustu og raunar einnig í verslunarstarfsemi og byggingariðnaði. Atvinnulausum hefur fjölgað um 40-50% í flestum starfs- stéttum frá mars 2018 til mars 2019, mest meðal véla- og vél- gæslufólks um nálægt 60%. Minnst var fjölgun atvinnulausra meðal stjórnenda, sérfræðinga og sérmenntaðs starfsfólks þar sem aukningin var á bilinu 23-33%,“ segir í skýrslu VMST. Aðspurður segir Karl að Vinnumálastofnun sé ekki komin með skýra mynd af því hvernig fyrrverandi starfsfólki WOW air gengur að fá störf. Margir þeirra eru með háskólamenntun en Karl segir frekar þröngt um á starfa- markaði fyrir háskólamenntaða um þessar mundir. ,,Þeir sem eru með menntun í heilbrigðisgrein- um standa ágætlega að vígi og þar standa störf til boða,“ segir hann. Flestir séu hins vegar sér- hæfðir í störfum sem tengjast fluginu og óvíst sé hvernig þeim hefur gengið að fá vinnu og hins vegar koma einnig margir úr störfum sem krefjast ekki mik- illar menntunar, s.s. á Keflavíkur- flugvelli, þar sem er oft um út- lendinga að ræða. Alls voru 2.315 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok mars eða um 33% allra at- vinnulausra. Þessi fjöldi sam- svarar um 6,6% atvinnuleysi með- al erlendra ríkisborgara. 1.441 umsókn um bætur frá 28. mars Atvinnuleysi eftir landshlutum Febrúar 2019 Mars 2019 Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland SuðurnesHöfuðborgarsvæðið Landsbyggðin Heimild: Vinnumálastofnun 3,33,2 3,13,0 2,02,1 1,91,9 1,31,5 3,33,2 3,02,8 2,12,1 5,4 5,1 5% 4% 3% 2% 1% 0% 5.962 voru á atvinnuleys-isskrá í mars eða 3,2% að jafnaði Febrúar alls, 3,1% Mars alls, 3,2% FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Samtals höfðu 740 fyrrver-andi starfsmenn Wow airsótt um atvinnuleysis-bætur hjá Vinnumála- stofnun (VMST) frá 28. mars þeg- ar félagið fór í gjaldþrot og fram í byrjun seinustu viku eða 8. apríl. Þetta kemur fram á nýbirtu yfirliti Vinnumálastofnunar um ástandið á vinnumarkaði. Af þessum 740 ein- staklingum búa 610 á höfuðborgar- svæðinu, 108 á Suðurnesjum og 22 á öðrum svæðum. „Það sem hins vegar hefur gerst er að nokkuð hefur verið um umsóknir fólks frá öðrum fyrirtækjum frá því Wow air fór í gjaldþrot. Í heildina hefur 1.441 umsókn um atvinnuleysis- bætur borist Vinnumálastofnun frá 28. mars sl. Af þeim eru 342 frá er- lendum ríkisborgurum og 1.099 frá Íslendingum,“ segir í mánaðar- skýrslu VMST. Spáð er að atvinnuleysið geti farið í 3,6% í aprílmánuði Skráð atvinnuleysi í mars mældist 3,2%. Áhrifa WOW air gætir þó aðeins að litlu leyti í þeirri tölu þar sem reksturinn stöðvaðist undir lok mánaðarins. Fjölgun nýskráninga á atvinnu- leysisskrá mun hins vegar sýna sig með afgerandi hætti í apríltölunum og gerir Vinnumálastofnun nú ráð fyrir að skráð atvinnuleysi muni aukast í apríl og verða á bilinu 3,3- 3,6%. Þessi aukning er þvert á 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Knattspyrnu-menn í fremstu röð verða „gamlir“ menn ung- ir nema helst mark- mennirnir. „Þetta getur hann, gamla brýnið,“ sagði Bjarni Fel um þrítuga af- reksmenn. Sama á við um marg- ar aðrar greinar afreksíþrótta. En þegar þessari fámennu eld- línu er sleppt geta menn auðvit- að fram á grafarbrún sýnt glæsitakta og vakið aðdáun í fót- bolta, skíðum, golfi eða hlaup- um. En rétt eins og í brauðstritinu gerist það að mannsins innri óvinur grípur hann, t.d. í líki bakkusar eða þess djöfsa sem ræður vítinu sem kennt er við spil og veðmál. Frægir boltamenn svo sem Best, Gascoigne og Maradona týndu bolta fyrir bús. Enda tím- inn naumur til að ná sér upp. Einn áhugaverðasti íþróttamað- ur samtímans, Ronnie O’Sulliv- an billjarðmaður, 43 ára afi, stendur nú enn einu sinni á toppi sinnar greinar. O’Sullivan hefur marga fjöruna sopið og átt við ýmsa djöfla, en jafnan brot- ist frá þeim og er á ný talinn fremstur manna í heiminum og ekki eiga jafningja þótt eldri sé en aðrir at- vinnuspilarar. Og nú síðast glöddust milljónir manna um allan heim með golfsnillingnum Tiger Woods. Fyrir mörgum ár- um var hann í fremstu röð. En þá féll hann úr toppi og fallið var mikið. Hann lenti í miklu mót- læti og varð það ekki betra þótt stærsti hluti þess væri heima- tilbúinn. Lægst fór Woods þeg- ar lögregla birti fangamynd af honum sem illa leiknum þrjóti. Við alla þessa niðurlægingu bættust líkamlegir kvillar og óhjákvæmilegar skurðaðgerðir og lífsklukkan gekk einnig á hann. Það þurfti ekki að afskrifa hann. Woods var búinn fyrir allra augum. Dapurlegt þótti hversu djúpt þessi mikli snill- ingur sökk. Fáeinum árum síðar hóf hann þó keppni á ný nær amatörum en afreksmönnum á listum yfir getu. Upplitið var óbjörgulegt. En þrautseigja og viljastyrkur sigruðu réttmætar hrakspár. Um helgina náði Tiger Woods árangri sem fagnað var víða. Afreki Tiger Woods var fagnað víða að verðleikum} Afrek og fordæmi Þingkosningarfóru fram íFinnlandi um síðustu helgi. Ekki verður sagt að finnskar kosn- ingar sæti oftast miklum tíðindum. Sumir fréttaskýr- endur sögðu í aðdraganda kjör- dags nú að finnskar kosningar væru yfirleitt ekki mjög póli- tískar! Það fer kannski ekki illa á því. Finnar eru í Evrópu- sambandinu og allar meirihátt- ar ákvarðanir sem þá varða eru teknar af búrókrötum í Brussel sem fáir kannast við að hafa heyrt nefnda. Stórfréttastofur sem fleiri ríkisfjölmiðlar en sá íslenski treysta eins og nýju neti, svo sem bæði CNN og Guardian, tilkynntu að Sósíaldemókratar hefðu farið með sigur af hólmi í kosningunum. Það má með lagni til sanns vegar færa. Kratar unnu á sem nam 1,2% frá síðustu kosningum, sem hefði, ættu aðrir flokkar í hlut, sjálfsagt verið talið innan skekkjumarka. Og því má einn- ig halda til haga að Kratar eru eftir þessar kosningar stærsti flokkurinn með 40 þingmenn. Flokkur Finna er á sama mæli- kvarða næststærsti flokkur landsins því hann hlaut 39 þingmenn. Einhvern tíma hefðu það þótt tíðindi líka. Einn helsti valdaflokkur lands- ins um langt skeið, Þjóðfylkingin (mið- hægriflokkur), fékk 38 þingmenn kjörna. Þrátt fyrir hinn rómaða sigur Krata upp á 1,2% aukningu frá síðustu kosningum gætti lang- mestrar sveiflu í flokki fráfar- andi forsætisráðherra, for- manns Miðflokksins. Sá flokk- ur var með 49 þingmenn á bak við sig en tapaði 18 þeirra í þessum kosningum. Hann fékk 13,8% fylgi en hafði haft 21,1%. Til samanburðar má geta þess að útnefndur sigurvegari fjöl- miðlanna var með 17,7% fylgi og sá næststærsti, Flokkur Finna, með 17,5% fylgi. Fjölmiðlar spá því nú og sennilega réttilega að leiðtogi Krata muni nú mynda stjórn samkvæmt finnskri venju um að leiðtogi flokks með flesta þingmenn á bak við sig skuli fá embætti forsætisráðherra. En þar sem aðeins munaði 7.000 atkvæðum á stærstu flokk- unum tveimur og 0,2 prósentu- stigum hafa ýmsir spurt sig hvort þessi finnska venja hefði haldið ef Flokkur Finna hefði marið sigur með þessum sama mun. Og hefði ESB leyft það? Um það má efast. Það sker sig úr í fréttum af finnsku kosningunum að enginn flokkur sker sig úr} Sautján prósenta sigurvegari Í síðustu viku bárust enn á ný fréttir af vandræðagangi með Brexit þegar út- göngu Bretlands úr Evrópusamband- inu var frestað fram á haust með til- heyrandi óvissu. Pólitíkin sem leiddi til þessara vandræða var pólitík sundrungar og hræðsluáróðurs. Samkvæmt heimildum innan Íhaldsflokksins var tilgangur þeirra sem leiddu Bretland í þá vegferð að ganga úr Evrópusambandinu ekki útgangan sjálf, held- ur var málið tilkomið vegna innanhúss- valdabaráttu flokksins. Svipaðar sögur hafa komið fram vegna sigurs Trump í Bandaríkj- unum. Það sem Trump og leiðtogar Íhalds- flokksins í Bretlandi áttu sameiginlegt var eðli pólitíkurinnar sem var stunduð. Unnið var með efa fólks og ótta, með áróðri sem síðar reyndist lygi. Pólitík sundrungar virkar best þegar fólki reynist erf- itt að meta sannleiksgildi þeirra fullyrðinga sem settar eru fram. Nærtækt dæmi um slíka pólitíska sundrung er nýleg umræða á vettvangi íslenskra stjórnmála um EES-samninginn og orkupakkana. Þó svo við eigum allt- af að skoða kosti og galla, þá ættum við líka að læra af Brexit-ævintýrinu. Ef við segjum upp EES-samningnum og orkupökkunum, hvað verður þá? Það er staðan sem Bretar eru í núna, tveimur árum eftir að þeir ákváðu að segja bless við ESB hafa Bretar enn ekki hugmynd um hvernig Brexit endar. Við myndum þurfa að semja um nýjan fríverslunar- samning við Evrópu. Jafnframt myndum við missa að- gang að öllum viðskiptasamningum okkar í gegnum EFTA. Myndum við enda með betri samninga? Myndum við ganga inn í viðskiptasamning til vesturs? Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni en ger- um ekki sömu mistök og Bretar. Látum ekki sundrungarpólitík ráða för heldur skoðum stöðu okkar með yfirveguðum hætti. Lítum svo á alla kosti og galla því það er eina raun- hæfa leiðin til að taka upplýsta ákvörðun. En þetta er hægara sagt en gert. Ástæða þess að sundrungarpólitík virkar er hversu auðvelt er að spila á ótta fólks. Sérstaklega þegar traust á stjórnmálum er jafn lítið og nú. Lausnin við því er gagnsæi og frjáls aðgangur að upplýsingum. Að viðurkenna vandamálin og vinna þrotlaust að því að upplýsa hvað er satt og rétt. Þannig þurfum við ekki að treysta því sem stjórnmálamenn segja og get- um sjálf fullvissað okkur um staðreyndir mála. Það vill sundrungarpólitíkin hins vegar ekki. Hún kvartar yfir spurningum. Hún kvartar yfir fjölmiðlum. Hún kvartar undan umfjöllun og ræðir ekki hvað er satt og rétt. Sundrungarpólitíkin kastar bara fram hálfsannleik og mistúlkunum sem rýra traust og ýfa upp það óvissuástand sem sundrungin þrífst í. Ég ætla að leyfa mér að vitna í lagið „113 vælubíllinn“, sem mér finnst mjög viðeigandi við þetta tilefni: Líkt á hinu háa Alþingi þau væla yfir samningi og áður en ég æli hættið þessu væli! - Pollapönk Björn Leví Gunnarsson Pistill Sundrungarpólitík og vælubíllinn Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.