Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 27
 Blakkonurnar Elísabet Einarsdóttir og Berglind Gígja Jónsdóttir hafa ákveðið að taka upp þráðinn í al- þjóðlegri keppni í strandblaki á nýjan leik eftir fjögurra ára hlé. Þær slógu í gegn á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík fyrir fjórum árum þegar þær unnu til verðlauna í greininni fyrstar Íslend- inga. Þær eru byrjaðar að æfa á fullu og taka þátt í fyrsta móti sumarsins á Krít dagana 10. til 18. maí.  Handknattleiksþjálfarinn Hilmar Guðlaugsson var um helgina kjörinn þjálfari ársins í vesturhluta Noregs á uppskeruhátíð sem haldin var í Björg- vin. Hilmar, sem tók við þjálfun kvennaliðs Førde í sumar, þótti vinna afbragðsstarf hjá liðinu sem hafnaði í 7. sæti í næstefstu deild sem er besti árangur í sögu liðsins. Hilmar var með frekar fámennan og ungan hóp leik- manna auk þess sem nokkuð var um meiðsli með sem settu talsvert strik í reikninginn.  Birkir Már Sævarsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, verður í nýju hlutverki í sumar, ásamt því að leika með Íslandsmeisturum Vals. Hann var í gærkvöld ráðinn þjálfari 3. deildar liðsins KH, Knattspyrnufélags Hlíð- arenda, ásamt Hallgrími Daníelssyni en þeir taka við af Arnari Steini Einarssyni sem hefur stýrt liðinu síðustu ár og fór með það upp í 3. deild- ina árið 2017. Eitt ogannað ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019 Með góðum leik Ægis náði Stjarn- an snemma tíu stiga forskoti og var ÍR ekki sérstaklega líklegt til að jafna eftir það, þrátt fyrir nokkur álitleg áhlaup í seinni hálfleik. Stjarnan er einfaldlega of sterk til að láta slíkt forskot af hendi. Einbeitingin ekki á körfubolta Mótlætið fór illa í nokkra leik- menn ÍR og þá sérstaklega Kevin Capers, sem er kominn með slæmt orðspor á sig hér á landi. Hann er snöggur að einbeita sér að einhverju allt öðru en körfubolta þegar á móti blæs. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var greinilega orðinn þreyttur á Ca- pers, því oftar en einu sinni þurfti Sigurður að draga Bandaríkjamann- inn í burtu frá dómurunum og skamma hann. Þetta verður Capers að laga því hann er mjög góður í körfubolta og töluvert minna góður í að láta dómarana skipta um skoðun. Stjörnumenn létu ekki veiða sig í sömu gildru og í síðasta leik þegar ÍR náði að láta Stjörnuna spila sinn leik og úr varð fætingur. Stjörnu- menn gerðu vel í að einbeita sér að leiknum og þá geta fá lið stoppað deildar- og bikarmeistarana. Þar sem ÍR-ingar misstu af tæki- færinu til að komast áfram með sigri á heimavelli, er Stjarnan líklegri að- ilinn í oddaleiknum. Það er ólíklegt að Stjarnan leyfi ÍR-ingum að kom- ast upp með svipaðan leik á sínum heimavelli og síðast. Borche Ilievski er hins vegar afar fær þjálfari og verður áhugavert að sjá hvað hann og ÍR-ingarnir hans koma með í Garðabæinn þegar allt er undir. Stjarnan féll ekki í sömu gildru  ÍR og Stjarnan mætast í oddaleik á fimmtudag  Ægir Þór fór á kostum Morgunblaðið/Hari Barátta Stjörnumaðurinn Hlynur Bæringsson reynir að verja Sigurkarli Róberti Jóhannessyni leiðina á körfunni. Sigurkarl skoraði 5 stig. Í BREIÐHOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Úrslitin í viðureign Stjörnunnar og ÍR í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta ráðast í oddaleik í Garðabænum á fimmtudaginn kem- ur. Stjarnan vann sterkan 90:75- sigur í Breiðholtinu í gær og jafnaði í 2:2 í einvíginu. Stjarnan skoraði aðeins 62 stig á heimavelli í þriðja leik liðanna og var allt annað að sjá sóknarleik Stjörnu- manna í gær. Stærsta ástæða þess var landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson, en hann átti magnaðan leik. Ægir fór fyrir sínum mönnum og skoraði 34 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Ægir hafði engan áhuga á að fara í sumarfrí og skoraði hann góða þrista á milli þess sem hann prjónaði sig í gegnum vörn ÍR og skoraði. Ægir var kominn með 17 stig snemma í öðrum leikhluta og bætti hann hægt og örugglega við út allan leikinn. ÍR-ingar yfirspenntir ÍR hefði tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í gær og var andrúmsloftið í Breiðholtinu rafmagnað. Húsið var troðfullt tæpum klukkutíma fyrir leik og var ljóst að leiksins hafði ver- ið beðið með eftirvæntingu. Það jók pressuna á ÍR og virtust leikmenn liðsins yfirspenntir í byrjun leiks. Þeir brutu klaufalega af sér og hittu ekki úr skotum sem venjulega fara niður. Hertz-hellirinn, undanúrslit karla, fjórði leikur, mánudag 15. apríl 2019. Gangur leiksins: 3:2, 7:8, 14:17, 16:26, 18:33, 24:35, 33:45, 36:48, 44:48, 44:58, 53:63, 57:65, 59:69, 66:76, 70:82, 75:90. ÍR: Kevin Capers 21/5 fráköst, Ger- ald Robinson 21/17 fráköst, Matt- hías Orri Sigurðarson 15, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/11 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 5, Sæþór Elmar Kristjánsson 4. Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn. ÍR – Stjarnan 75:90 Stjarnan: Ægir Þór Steinarsson 34/7 fráköst/5 stoðsendingar, Brandon Rozzell 21/7 fráköst, Hlyn- ur Elías Bæringsson 9/8 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 9, Antti Kanervo 6, Filip Kramer 5/8 frá- köst, Collin Anthony Pryor 3/4 frá- köst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3. Fráköst: 31 í vörn, 11 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Her- bertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Jóhannes Páll Friðriksson. Áhorfendur: 1.185.  Staðan er jöfn, 2:2. Fjölnismenn úr Grafarvogi tryggðu sér í gærkvöld sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með því að vinna fjórða úrslitaleik umspilsins gegn Hamri en hann fór fram í Hveragerði og lauk 109:90, Fjölni í vil. Tvö ár eru liðin síðan Fjölnir féll úr úrvalsdeild karla. Fjölnir, sem var með 2:1 forskot eftir sigur á heimavelli í þriðja leiknum á föstudagskvöldið, var yf- ir 29:23 eftir fyrsta leikhluta og 54:48 í hálfleik. Eftir þriðja leik- hluta stóð 83:68 og Grafarvogsbúar sigldu sigrinum örugglega í höfn á lokasprettinum. Það eru því Fjölnir og Þór frá Akureyri sem koma í stað Skalla- gríms og Breiðabliks í úrvalsdeild- inni á næsta tímabili. Srdan Stojanovic skoraði 24 stig fyrir Fjölni, Marques Oliver 24 og Vilhjálmur Theodór Jónsson 21. Þá skoraði Róbert Sigurðsson 17 stig og átti 14 stoðsendingar. Everage Lee Richardson skoraði 25 stig fyrir Hamar og Julian Rajic 18. sport@mbl.is Ljósmynd/Facebooksíða Fjölnis Upp Fjölnismenn fagna úrvalsdeildarsætinu eftir leikinn í Hveragerði. Fjölnismenn komnir í deild þeirra bestu STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.