Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Menn velta mjög fyr-
ir sér ýmsum vanda-
málum sem hrjá börn,
sérstaklega hinum geð-
rænu þáttum sem
tengjast leikskólaaldri
og til átján ára. Frá
mínum vanþekkingar-
sjónarhóli býður upp-
eldisformið upp á þessi
vandamál. Mæðrum er
ekki boðið að sinna
börnum fram að fimm ára aldri er þau
fara í fyrsta bekk barnaskóla. Það
væri þó lágmarksmótunartími fyrir
barnið með stuðningi frá móður. Börn
skynja líffræðilega tengingu við móð-
ur en þekkja ekki hin líffræðilegu
tengsl við föður. Þau læra aftur á móti
að þekkja hann sem þjónustuaðila,
þar til þau fara að tala. Eftir að börn-
in fara að ganga byrjar áreitið, þau
kunna ekki að virða eignarrétt eða
notendarétt svo þau hrifsa bara til sín
það sem þau vilja hafa. Þetta með-
fædda áreitiseðli þróast hratt í leik-
skólanum og fylgir þeim yfir í grunn-
skólann og þar þróast áreitið yfir í
einelti. Eftir því sem árunum fjölgar
verður áreitið þróaðra og ungling-
arnir hætta að klaga í mömmu og
komast að því að sá sem verður fyrir
áreiti er ekki þess virði
að rétta hlut hans, held-
ur er hann látinn fara úr
skólanum eitthvað ann-
að, fjær foreldrum.
Þetta brýtur sjálfs-
myndina niður. Þessir
krakkar eru einir í lífinu
að þeirra mati. Sumir
gefast upp á þessu til-
gangslausa lífi og láta
sig endanlega hverfa.
Svo þegar komið er á
vinnumarkaðinn versn-
ar áreitisvandamálið
enn og þar að auki er verið að pakka
fólki í sem þéttastan haug svo hvergi
er flóarfriður. Það, að þétta byggð, er
mjög áreitisaukandi og leiðir til geð-
rænna sveiflna. Núverandi borgar-
stjóri leggur mikla áherslu á það að
þétta byggð og útrýma allri friðhelgi í
lífinu.
Sennilega er ekki ástæða til að
skrifa mikið um þetta vandamál, því
breyting til batnaðar er ekki einföld.
Margar konur eru ekki lengur til-
búnar að fórna starfi og vera heima.
Þeim er heldur ekki sköpuð aðstaða
til þess þó þær væru fúsar til að passa
sín börn. Miðað við nútímatækni væri
það þó tæknilegur möguleiki að gefa
konum kost á því að vera hluttak-
endur á vinnumarkaði, með því að
vinna störf á tölvu heima í sveigj-
Vanrækir þjóðfélagsstefnan börn?
Eftir Guðvarð
Jónsson
Guðvarður Jónsson
» Það væri möguleiki
að gefa konum kost
á því að vera hluttak-
endur á vinnumarkaði,
með því að vinna heima.
Höfundur er eldri borgari.
anlegum vinnutíma, jafnvel fulla
vinnu, þó þær sinntu sínu barni. Þetta
gæti verið milljóna sparnaður fyrir
sveitarfélögin. Talað hefur verið um
að stytta vinnuvikuna, þá væri eigin-
maðurinn kominn heim um hálf-
fjögur.
Þó svo að aðstæður skapist til að
breyta þessu gallaða barnauppeldis-
formi verður sennilega aldrei sátt um
það í framkvæmd að gera þær breyt-
ingar er henta börunum, má því
reikna með að vanlíðan þeirra í hinu
háþróaða hjarðuppeldi valdi þeim
áfram sálaróeirð um ókomin ár. Það
er samt umhugsunarvert fyrir mæður
að mannréttindum barna sé ýtt svo til
hliðar, að þau njóti ekki móðurlegrar
umhyggju á sínum mikilvægustu
mótunarárum.
Umskurðarmálið sýnir einnig
hversu hámenntað fólk á alþingi van-
virðir mannréttindi barna með því að
draga lappir í því máli.
Kæra foreldri.
Þekkir þú reglurnar
sem gilda um notkun
léttra bifhjóla?
Vinsældir léttra bif-
hjóla í flokki I hafa
aukist mikið hér á
landi og sérstaklega
hjá börnum og ung-
mennum. Við hjá Sam-
göngustofu fáum
reglulega fyrirspurnir
um reglur sem gilda
um léttbifhjól eða vespur. Gefinn hef-
ur verið út einblöðungur sem inni-
heldur upplýsingar um helstu atriði
varðandi notkun þeirra og öryggi.
Einblöðungurinn hefur verið sendur
á alla grunnskóla landsins og er að-
gengilegur á heimasíðu Samgöngu-
stofu.
Flokkur I og flokkur II
Létt bifhjól í flokki I, eða rafvesp-
ur, eru þægilegur ferðamáti og eru
þau í senn gagnleg, umhverfisvæn og
skemmtileg tæki – ef þau eru notuð
rétt. Um er að ræða vélknúin öku-
tæki sem ná ekki meiri hraða en 25
km/klst. hvort sem þau eru raf- eða
bensíndrifin. Ökumaður bifhjólsins
verður að vera orðinn 13 ára en ekki
er gerð krafa um bifhjólapróf. Öku-
mönnum er skylt skv. lögum að vera
með hjálm og gott er að nota viður-
kenndan lágmarkshlífðarfatnað ætl-
aðan til aksturs á bifhjóli. Ökumaður
yngri en 20 ára má ekki aka með far-
þega á hjólinu.
Ef hjólið kemst hraðar en 25 km/
klst. er það komið í flokk II þar sem
krafist er bifhjólaprófs eða öku-
skírteinis. Foreldrar þurfa að vera
meðvitaðir um að hægt er að breyta
hámarkshraða hjólanna sé mikill vilji
til þess. Einhver dæmi eru um að það
sé gert án vitneskju foreldra og
ábyrgðarmanna og þar
með er hjólið komið í
næsta flokk.
Deilum stígnum
Heimilt er að aka
vespum á gangstétt,
hjólastíg eða gangstíg
svo framarlega sem það
veldur ekki hættu eða
óþægindum fyrir gang-
andi vegfarendur eða ef
lagt hefur verið bann við
því. Þar sem hámarks-
hraði þeirra er 25 km/
klst. er ekki mælt með því að þau séu
notuð í almennri umferð þar sem
hraði er meiri en 50 km/klst. – þótt
það sé heimilt. Á gangstétt eða gang-
stíg skal víkja fyrir gangandi vegfar-
endum og ef hjólastígur er samhliða
gangstétt eða gangstíg er skylt að
aka hjólinu á hjólastígnum. Ef öku-
maður hjólsins þverar akbraut frá
gangstíg skal hann ekki aka hraðar
en sem nemur venjulegum göngu-
hraða.
Mikilvægt er að við tökum höndum
saman, fækkum slysum með því að
leiðbeina ungum vegfarendum um
notkun og öryggi á léttum bifhjólum í
flokki I. Við viljum sérstaklega höfða
til foreldra að sýna ábyrgð í verki og
sjá til þess að þessum reglum sé
fylgt. Slysin verða ekki aftur tekin.
Reglur um notkun
léttra bifhjóla
Eftir Kolbrúnu G.
Þorsteinsdóttur
Kolbrún G.
Þorsteinsdóttir
»Mikilvægt er að við
tökum höndum sam-
an, fækkum slysum með
því að leiðbeina ungum
vegfarendum um notk-
un og öryggi á léttum
bifhjólum.
Höfundur er sérfræðingur í öryggis-
og fræðsludeild Samgöngustofu.
Þriðji orkupakkinn
er farinn að valda
verulegum titringi í
stjórnmálunum, bæði
innan Sjálfstæðis-
flokksins og víðar.
Það er sá flokkur
sem helst hefur stað-
ið í vegi fyrir gildis-
töku nýju stjórnar-
skrárinnar sl. sjö ár.
Spurningin er hvort
stuðningsmenn
flokksins, sem helst óttast áhrif og
afleiðingar þriðja orkupakkans,
þurfi ekki að endurskoða afstöðu
sína í stjórnarskrármálinu.
Skýrt er kveðið á um það í nýju
stjórnarskránni að ef Alþingi sam-
þykki fullgildingu samnings sem
felur í sér framsal ríkisvalds til al-
þjóðlegra stofnana, skuli ákvörð-
unin borin undir þjóðaratkvæði til
samþykktar eða synjunar og að
niðurstaðan yrði bindandi. Einnig
gætu tíu af hundraði kjósenda
krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um
lög sem Alþingi hefur samþykkt ef
vafi léki á um hvort þriðji orku-
pakkinn heyri undir grein um
framsal ríkisvalds.
Síðast en ekki síst stendur
skýrt og greinilega í nýju stjórn-
arskránni að auðlindir í náttúru
Íslands, sem ekki eru í einkaeigu,
séu sameiginleg og ævarandi eign
þjóðarinnar. Enginn geti fengið
auðlindirnar eða réttindi tengd
þeim til eignar eða varanlegra af-
nota og aldrei mætti selja þær eða
veðsetja. Við nýtingu auðlindanna
skuli hafa sjálfbæra
þróun og almannahag
að leiðarljósi en
stjórnvöld beri ábyrgð
á vernd auðlindanna
ásamt þeim sem fá
þær til hagnýtingar.
Leyfi til afnota eða
hagnýtingar yrðu veitt
á grundvelli laga gegn
fullu gjaldi og ein-
ungis til hóflegs tíma í
senn.
Gildandi stjórnar-
skrá, sem er í veiga-
miklum atriðum óbreytt frá árinu
1874, segir ekkert um samninga
við önnur ríki annað en að þjóð-
höfðinginn geri þá. Þó svo að for-
seti Íslands hitti Pútín og ýmsa
merkismenn að máli þá gerir hann
enga slíka samninga sjálfur hvað
svo sem síðar verður. Í gildandi
stjórnarskrá er heldur ekki neitt
ákvæði um þjóðaratkvæða-
greiðslur að frumkvæði kjósenda
og hvergi minnst einu orði á auð-
lindir eða náttúru Íslands. Það
munar um minna.
Stjórnarskráin og
þriðji orkupakkinn
Eftir Sigurð Hr.
Sigurðsson
Sigurður Hreinn
Sigurðsson
» Spurningin er hvort
þau sem helst óttast
áhrif og afleiðingar
þriðja orkupakkans
þurfi ekki að endur-
skoða afstöðu sína í
stjórnarskrármálinu.
Höfundur er í stjórn
Stjórnarskrárfélagsins.
Óendanlegt þakkar-
efni er það, að vér Ís-
lendingar skyldum
eignast síra Hallgrím
Pétursson (1614-1674),
þennan mikla vel-
gerðamann íslenskrar
þjóðar og kirkju. Ævi
skáldsins og verk hans,
Passíusálmarnir, eru
svo kunnug lands-
mönnum, að óþarft er
að rekja hér. Hann hefur verið óum-
deildur höfuðkantór íslenskrar
kristni allar götur síðan, mikil-
fenglegur skáldjöfur og ókrýndur
konungur íslenskra kennimanna, er
sló þann tón, er svo er sterkur, mjúk-
ur og hreinn, að ekki er ofmælt þótt
sagt sé, að hann hafi
lagt bænarorð á tungu
Íslendinga hvar sem
kirkjuklukka hefur ver-
ið hreyfð, farið með gott
orð eða sálmur sunginn
þá meira en hálfu fjórðu
öld, sem liðin er frá
fyrstu prentun Passíu-
sálma, allt „frá því barn-
ið biður fyrsta sinn“ –
og „til þess gamall sofn-
ar síðstu stund“. Það er
mælt, að listin sé einn
hundraðshluti hæfi-
leikar og 99 hundraðshlutar vinna.
Leikni síra Hallgríms og bjargið,
sem hann stendur á í trúarefnum,
eru þess valdandi, að sálmar hans
eiga jafnbrýnt erindi við nútímann og
þeir áttu við samtíð hans. Hlutlæg,
sérstæð og ljóðræn tök þessa meist-
ara á yrkisefninu, ásamt með óbrigð-
ulu tungutaki og fegurðarskyni, gera
það að verkum, að Passíusálmarnir
eru dásamlegt og óviðjafnanlegt
listaverk, en jafnframt, enn í dag, til-
valið lestrarefni til uppbyggingar í
kristinni trú, þeirri trú, sem vér tök-
um undir með postulanum, að sé
„siguraflið, sem sigrað hefur heim-
inn“ (I. Jóh. 5:4).
Passíusálmaskáldið
Eftir Gunnar
Björnsson
Gunnar Björnsson
» Passíusálmarnir eru
tilvalið lestrarefni til
uppbyggingar í kristinni
trú, sem er „siguraflið,
sem sigrað hefur heim-
inn“ (I. Jóh. 5.4).
Höfundur er pastor emeritus.