Morgunblaðið - 16.04.2019, Page 8

Morgunblaðið - 16.04.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019 Skrítnustu upplýsingar síðustuvikna um orkupakkamálið voru þær, að spjall íslenskra yfir- valda við einn af kommissörum ESB hefði einungis verið innantómt hjal, að vísu uppáskrifað.    Í því spjalli varð enginn vendi-punktur, eins og gefið var til kynna.    Fundargerð staðfesti að þettavar spjall um ekki neitt og hlaut því að taka tíma. Ekki minnst á fyrirvara sem ráðherrar sögðu þjóðinni að breyttu málinu.    Nú er látið í veðri vaka að fyrir-vararnir verði síðar dregnir upp úr hatti og breyti þá málinu.    Þessir skrítnu vitnisburðir umvonda samvisku hafa síðar ver- ið kallaðir „lofsverðar blekkingar“.    Það hafi verið lofsvert framtakað blekkja þingflokk Sjálf- stæðisflokksins með endaleysu og hetjudáð og bíræfni að fá hann til að gleypa svo ólystugt agn.    Kenningasmiðurinn sá réð þóekki við að kalla það lofsvert af öflugasta þingflokki landsins að láta fara svona með sig.    Þingflokkurinn stendur óneitan-lega laskaður eftir. Deilan snýst þó eingöngu um það hvort málið sé stórhættulegt fyrir Ísland eða bara vita gagnslaust fyrir Ís- land! Og samt deila þeir STAKSTEINAR Embætti héraðssaksóknara vinnur nú að því að reyna að fá sem gleggsta mynd af því sem gerðist aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku, er kona á þrítugsaldri lést skömmu eftir að lögregla hafði afskipti af henni. Ólafur Þór Hauksson héraðssak- sóknari sagði í samtali við mbl.is í gær að embættið skoðaði nú allt sem gæti varpað ljósi á atburði um- rætt kvöld. Hann gat ekkert gefið nánar upp um framgang rannsókn- arinnar, né áætlað hversu langan tíma hún mundi taka. Saksóknaraembættið rannsakar málið á grundvelli 35. gr. lögreglu- laga, en þar segir að héraðssak- sóknara beri að rannsaka kæru á hendur starfs- manni lögreglu fyrir ætlað refsi- vert brot við framkvæmd starfa hans og einnig atvik sem eftirlitsnefnd telji þörf á að taka til rannsóknar þeg- ar maður lætur lífið, hann verður fyrir stórfelldu líkamstjóni eða lífi manns er hætta búin, í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur er um refsi- vert brot. Reyna að fá glögga mynd af atburðum Ólafur Þór Hauksson Umhverfisráðherra hyggst ekki leggja fram frumvarp um breytingar á náttúruverndarlögum á vorþinginu. Þetta staðfestir Sigríður Víðis Jóns- dóttir, aðstoðarmaður ráðherra. Frumvarpsdrög, sem lúta að al- mannarétti, útivist og umgengni og þeim kafla gildandi laga sem fjallar um innflutning og dreifingu á lifandi framandi lífverum, voru kynnt á sam- ráðsgátt stjórnvalda í febrúar og mars. Fjöldi umsagna barst, einkum um almannaréttarþáttinn. „Ráðu- neytið telur mikilvægt að vinna vel úr þeim ábendingum og athugasemdum sem því bárust. Ráðherra hyggst leggja frumvarpið fram á næsta lög- gjafarþingi,“ segir Sigríður Víðis. Í frumvarpsdrögunum voru lagðar til tilteknar breytingar á lögunum í því skyni að styrkja almannarétt ein- staklinga sem ferðast um óræktuð eignarlönd í byggð. Lagt er til að ekki verði heimilt að meina einstaklingum að fara um slík svæði nema nauðsynlegt sé að tak- marka umferð vegna nýtingar eða verndunar svæðisins. Jafnframt er lagt til að ekki verði heimilt að tak- marka umferð um slík svæði með gjaldtöku fyrir aðgang. Aftur á móti eiga landeigendur að hafa meiri rétt en áður til að ákveða hvort land þeirra í byggð sé nýtt undir endur- teknar skipulegar hópferðir í at- vinnuskyni. gudmundur@mbl.is Náttúruverndarfrumvarp á haustþingi  Lýtur einkum að almannarétti  Fjöldi umsagna barst  Úrvinnslan eftir Morgunblaðið/Ómar Ferðir Styrkja á almannaréttinn. LISTHÚSINU Opið virka daga kl. 11-18, lokað á laugardögum í sumarListhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Síðustu dagar útsölunnar á vínylmottunum 40% afsláttur Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Kosningu er lokið í sex aðildar- félögum Landssambands ís- lenskra verslunarmanna um ný- gerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnu- rekenda, svokallaðan lífs- kjarasamning. Á kjörskrá um samning VR og SA voru 34.070 og greiddu 7.104 atkvæði, eða 20,85%. „Þetta er mjög ásættanleg niðurstaða. Það er stígandi í þátt- töku innan félagsins,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. Kosingaþátttaka hjá Framsýn stéttarfélagi var 10,58% en hjá Verkalýðsfélagi Þórshafnar var hún 60%. Hjá Stéttarfélaginu Samstöðu var þátttakan 18,31% en hjá Verslunarmannafélagi Skagfirðinga var hún 16,67%. Síðustu kosningum innan LÍV lýkur 23. apríl næstkomandi. Niðurstöður kosninganna verða kynntar 24. apríl. Kjörsókn 20,85% hjá félögum í VR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.