Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 6
Vilja „góða blöndu“ „Ég tel ráðherra vera að vinna mjög gott verk í þessum málum. Við vilj- um hafa góða blöndu af ríkisrekstri og sérfræðirekstri og á þeim nótum hefur ráðherrann einnig talað,“ seg- ir Willum Þór Þórsson, formaður þingflokks Framsóknarflokks, og vísar í máli sínu til heilbrigðis- ráðherra, en í Morgunblaðinu sl. daga hefur verið fjallað um lið- skiptaaðgerðir og þá fjölmörgu sem bíða á biðlistum eftir slíkri aðgerð. Hanna Katrín Friðriksson, þing- flokksformaður Viðreisnar, sagði sl. mánudag að ríkisstjórnin væri í her- ferð gegn sjálfstætt starfandi sér- fræðingum og var þá m.a. vísað til þess hve margir Íslendingar halda utan í aðgerðir. Willum Þór segist ekki kannast við slíka herferð. „Við viljum auðvitað að fólk fái bót meina sinna hér heima á Íslandi.“ Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks, segir enga almenna umræðu vera um þetta mál í þingflokknum. „Meðal þingmanna Sjálfstæðis- flokksins hefur þó auðvitað kraumað einhver óánægja út af þessu, en það er í sjálfu sér ekkert nýtt.“  Engin herferð gegn einkarekstri 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019 ÁTVR seldi áfengi og tóbak auk sölu umbúða fyrir tæpa 35,3 milljarða kr. í fyrra og nam hagnaður ársins um 1.111 milljónum króna. Það er nokkru minni hagnaður en á árinu á undan þegar hann var 1.367 millj- ónir kr. Heildarveltan á síðasta ári var rúmlega 45 milljarðar. Ríkissjóður naut góðs af starfsem- inni í auknum tekjum af áfengis- og tóbaksgjöldum, arðgreiðslu og virð- isaukaskatti. Alls fékk ríkið í sinn hlut rúmlega 25,1 milljarð af brúttó- sölu ÁTVR í fyrra. Þar af fékk ríkis- sjóður einn milljarð kr. í arð. Þessar upplýsingar koma fram í nýútkominni ársskýrslu ÁTVR. Eins og fram hefur komið seldust tæpar 22 milljónir lítra af áfengi í Vínbúðunum í fyrra sem er örlítil aukning frá 2017. En aðsóknin hefur sjaldan eða aldrei verið meiri; við- skiptavinirnir voru rúmlega fimm milljónir talsins yfir árið. ÁTVR rek- ur 51 áfengisverslun auk vefversl- unar og þar var í nógu að snúast. ,,Þegar mest var að gera komu 611 viðskiptavinir í Vínbúðina Skeifunni á einum klukkutíma. Það gerir um 10 viðskiptavini á mínútu. Í versl- uninni eru fimm afgreiðslukassar og þennan klukkutíma tók það að með- altali þrjátíu sekúndur að afgreiða hvern viðskiptavin á kassa. Það þýð- ir að á sex sekúndna fresti er einn viðskiptavinur afgreiddur í gegnum búðina. Líklega er þetta einn mesti afgreiðsluhraði sem þekkist í smá- sölurekstri. Ljóst er að allt þarf að ganga upp til þess að þetta sé hægt. Starfsfólkið, afgreiðslukerfin, bíla- stæði og umferðarflæði. Þrátt fyrir lengdan afgreiðslutíma á undan- förnum árum kjósa margir að gera áfengisinnkaup sín milli klukkan fimm og sjö á föstudögum,“ segir Ív- ar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, í árs- skýrslunni. Framleiddu 45 tonn neftóbaks Sala á sterku áfengi tók stökk í fyrra og jókst um 20% milli ára en sala á léttvíni dróst saman um 3,3%. Sala á bjór jókst lítillega milli ára. Á sama tíma og sala á vindlum og síg- arettum dróst mikið saman jókst sala neftóbaks um 18,7% í fyrra. Þá voru framleidd 45 tonn af neftóbaki og hefur framleiðslan margfaldast á síðustu árum. Heildarfjöldi starfsmanna sem fengu greidd laun á árinu var 700 en 239 voru fastráðnir. Fyrirtækið var valið fyrirmyndarstofnun af SFR í fyrra og vakin er athygli á því í árs- skýrslunni að Vínbúðin státi af ánægðustu viðskiptavinunum í flokki fyrirtækja á smásölumarkaði í Ís- lensku ánægjuvoginni. Áhersla er lögð á fjölbreyttara vöruúrval og voru 636 nýjar vörur teknar í reynslusölu í fyrra. 29 þús. á venjulegum föstudegi Yfir helmingur viðskiptavina ÁTVR kemur í Vínbúðirnar á föstu- dögum og laugardögum. ,,Föstudag- ar eru stærstir en að jafnaði koma um 29 þúsund viðskiptavinir á hefð- bundnum föstudegi,“ segir í árs- skýrslunni. Í fyrra heimsóttu flestir viðskipta- vinir Vínbúðirnar miðvikudaginn 28. mars, þ.e. daginn fyrir skírdag, eða tæplega 41 þúsund. Tekið er fram að í fyrra bar 23. og 30. desember upp á sunnudag og þá var lokað í Vínbúð- unum. ,,Þessir dagar hafa að jafnaði verið annasömustu dagar ársins. Álagið dreifðist því nokkuð á nær- liggjandi daga, en þó stendur upp úr að 31. desember komu tæplega 30 þúsund viðskiptavinir og miðað við afgreiðslutíma er sá dagur stærsti dagur ársins. Alls fengu um 5.000 þúsund viðskiptavinir þjónustu á hverri klukkustund þann dag.“ 25,1 milljarður kom í hlut ríkisins af sölu hjá ÁTVR  Þegar mest var að gera komu 611 viðskiptavinir í vínbúð á einum klukkutíma Áfengissala í Vínbúðunum 40 35 30 25 20 15 10 5 0 25 24 23 22 21 20 19 18 17 16 15 miðvikudagur 28. mars föstudagur 3. ágúst laugardagur 22. desember laugardagur 29. desember mánudagur 31. desember2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heildarsala áfengis 2011-2018 Milljónir lítra Annasömustu dagar í Vínbúðunum 2018 Þúsundir viðskiptavina 40,7 þús. síðasti virki dagur fyrir páska 37,6 þús. föstudag- ur fyrir verslun- armanna- helgi 35,0 þús. síðasti af- greiðslu- dagur fyrir jól 30,3 þús. næstsíð- asti af- greiðslu- dagur fyrir ára- mót 29,9 þús. síðasti af- greiðslu- dagur fyrir ára- mót Hefðbundinn föstu- dagur árið 2018: 29 þús. viðskiptavinir 22 milljón lítrar 18,4 milljón lítrar Morgunblaðið/Heiddi Vínbúð 4.000 vörur og 22 milljónir lítra fóru í dreifingu ÁTVR í fyrra. Sundurliðun á heildarsölu vínteg- unda í Vínbúðum ÁTVR leiðir m.a. í ljós að ítalskt rauðvín seldist mest í lítrum talið í fyrra, líkt og undan- farin ár, en rauðvín frá Spáni er í öðru sæti. Ítalskt vín hefur haldið forystunni frá 2013 en rauðvín frá Síle hafði þá um árabil verið sölu- hæst. Þó að innlendur bjór seljist í mun meira magni en innfluttur þá lét hann aðeins undan í fyrra. Í seldum lítrum talið var hlutdeild innlenda bjórsins 65% en innflutta 35%. Gylltur Víking seldist í mesta magninu af lagerbjórum eða um tvöfalt meira en næstvinsælasti bjórinn, Faxe Premium frá Dan- mörku. Sala á öli og öðrum bjórteg- undum sýnir að Einstök White ale seldist langmest í lítrum talið í fyrra. Morgunblaðið/Arnaldur Vín Sala á léttvíni dróst saman um 3,3% í fyrra frá 2017 en var svipuð og 2016. Ítalskt rauðvín í toppsætinu frá 2013 Starfsfólk Vínbúðanna er þjálfað í að spyrja um aldur viðskiptavina og við skilríkjaeftirlitið eru einnig framkvæmdar svokallaðar huldu- heimsóknir. Þær fara þannig fram að 20 til 24 ára viðskiptavinir versla í Vínbúðunum og skila síðan niður- stöðum um hvort þeir voru spurðir um skilríki eða ekki. Í ársskýrslu ÁTVR um árangur- inn í fyrra segir að hulduheimsókn- ir séu framkvæmdar í öllum stærri Vínbúðum, þ.e. á höfuðborgarsvæð- inu, Selfossi, í Reykjanesbæ og á Akureyri. ,,Að meðaltali eru þrjár heim- sóknir í mánuði í hverja Vínbúð. Árangurinn var góður, betri en undanfarin ár, eða 87% og rétt und- ir markmiði ársins sem var 88%.“ Hulduheimsóknir skiluðu árangri Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. Eldur kom upp í fiskibátnum Æsi síðdegis í gær. Þrír voru um borð í bátnum þegar eldurinn kom upp, en hann var þá staddur vestur af Flatey á Breiðafirði. TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var þegar kölluð út og flugvél Gæsl- unnar, TF-SIF, sömuleiðis. Einnig var leitað liðsinnis varðskipsins Týs og björgunarsveita Lands- bjargar á Snæfellsnesi, að því er fram kom í tilkynningu frá Land- helgisgæslunni. Þegar flugvélin kom að bátnum klukkan 18:09 voru mennirnir þrír komnir í flotgalla og voru þeir óhultir. Enginn reykur var þá sjáanlegur í bátnum, en hiti engu að síður greinanlegur með hitamyndavél flugvélarinnar. Áhöfnin á Hafey tók Æsi í tog á áttunda tímanum í gærkvöld og hugðist draga hann til Brjáns- lækjar. Björgunarskipinu Björgu frá Rifi, varðskipinu Tý, flugvél Landhelgisgæslunnar og þyrlunni Líf var hins vegar snúið við. Eldur um borð í báti  Þrír um borð í Æsi en engan sakaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.