Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019 Lengjubikar kvenna Undanúrslit: Þór/KA – Breiðablik ...................... (3:3) 6:7 Arna Sif Ásgrímsdóttir 45., Karen María Sigurgeirsdóttir 53., Lára Kristín Peder- sen 90. – Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 47., Agla María Albertsdóttir 79., sjálfsmark 90.  Breiðablik mætir Val í úrslitaleik á fimmtudaginn. Mjólkurbikar karla Bikarkeppni KSÍ, 1. umferð: KB – Snæfell ............................................. 2:1  KB mætir Ægi. England Watford – Arsenal .................................... 0:1 Staða efstu liða: Liverpool 34 26 7 1 77:20 85 Manch.City 33 27 2 4 86:22 83 Tottenham 33 22 1 10 64:34 67 Arsenal 33 20 6 7 66:40 66 Chelsea 34 20 6 8 57:36 66 Manch.Utd 33 19 7 7 63:44 64 Spánn Leganés – Real Madrid ........................... 1:1 Staða efstu liða: Barcelona 32 22 8 2 81:31 74 Atlético Madrid 32 19 8 5 47:21 65 Real Madrid 32 19 4 9 56:38 61 Sevilla 32 15 7 10 54:39 52 Getafe 32 13 12 7 40:29 51 Ítalía Atalanta – Empoli .................................... 0:0 Staða efstu liða: Juventus 32 27 3 2 65:22 84 Napoli 32 20 7 5 61:28 67 Inter Mílanó 32 18 6 8 50:26 60 AC Milan 32 15 10 7 46:30 55 Roma 32 15 9 8 57:45 54 Atalanta 32 15 8 9 64:41 53 Danmörk Umspilsriðill um Evrópusæti og fall: SönderjyskE – AGF................................. 0:1  Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leik- inn með SönderjyskE.  AGF 38, Horsens 32, SönderjyskE 29, Vejle 27. Tvö efri liðin fara í Evrópuumspil, en hin tvö í umspil um sæti í deildinni. Þrjár umferðir eru eftir. Svíþjóð Helsingborg – Hammarby...................... 2:1  Andri Rúnar Bjarnason lék ekki með Helsingborg vegna meiðsla.  Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn og skoraði mark Hammarby. Staða efstu liða: Djurgården 3 2 1 0 7:3 7 Häcken 3 2 1 0 6:2 7 Helsingborg 3 2 0 1 6:4 6 Sirius 3 2 0 1 6:4 6 AIK 3 1 2 0 2:1 5 Bandaríkin Orlando Pride – Portland Thorns......... 0:2  Dagný Brynjarsdóttir kom inná hjá Portland á 72. mínútu. KNATTSPYRNA www.gilbert.is VELDU ÚR MEÐ SÁL Frisland Classic Norður-Makedóníu í undankeppni EM. Ómar gerði afdrifarík mistök í lok fyrri leiksins, sem Ísland tapaði 34:33 í Laugardalshöll, en var svo besti maður liðsins í 24:24-jafnteflinu í Skopje í fyrrakvöld þar sem hann skoraði 8 mörk. Þessi úrslit þýða að liðin eru jöfn að stigum í 3. riðli og möguleikinn á að enda í efsta sæti riðilsins orðinn afar lítill, því inn- byrðis úrslit skila Norður-Makedón- íu ofar. Undankeppninni lýkur með leikjum 12. og 16. júní þegar Ísland mætir Grikkjum á útivelli en Tyrkj- um á heimavelli, akkúrat öfugt við Makedóníumenn. Tvö efstu liðin komast áfram á EM og raunar kom- ast lið með bestan árangur í 3. sæti í fjórum af átta undanriðlum einnig á EM. Mikið þarf því að ganga á til að Ísland komist ekki á mótið en það væri liðinu dýrmætt að ná efsta sæti riðilsins og komast þannig í 2. styrk- leikaflokk áður en dregið verður í riðla fyrir EM. Nú er sú von lítil. „Auðvitað væri það mikilvægt fyr- ir okkur. En við vildum líka bara vinna til að bæta okkur áfram sem lið, þroskast og dafna. Við fengum eitt stig út úr þessum leikjum en maður hefði viljað meira og mér fannst við spila að mörgu leyti vel. Í fyrri leiknum var sóknin mjög góð en svo gerðist í lokin bara það sem gerð- ist, og við töpuðum. Í seinni leiknum fannst mér við líka spila flottan leik, sóknin var fín þó að við kláruðum ekki færin alveg nógu vel, og varn- arleikurinn var mjög flottur auk þess sem markverðirnir gerðu vel. Mér fannst því margt jákvætt í þessu og við spila hörkugóðan bolta þó að við fengjum bara eitt stig,“ segir Ómar Ingi. Ætti að snúa sér að öðru ef að maður léti svona sitja í sér Selfyssingurinn fékk dæmd á sig skref undir lok fyrri leiksins við N- Makedóníu, sendi boltann frá sér og var þá sýnt rauða spjaldið fyrir töf auk þess sem gestirnir fengu víta- kast. Mistök á ögurstundu vekja jafnan mun meiri athygli en þegar þau verða í miðjum leik, en það segir sitt um skapgerð þessa 22 ára leik- manns hvernig hann vann úr málinu: „Ég eiginlega trúði þessu ekki í fyrstu. Það var algjör klaufaskapur að fá dæmd á sig þessi skref, en svo var dæmt rautt og víti og það er kannski matsatriði hvort að það var réttur dómur. En svona var þetta bara. Þetta var í mínum huga bara próf. Karakterspróf til að sýna úr hverju maður er gerður. Það var annað hvort að rífa sig í gang, halda áfram, eða vorkenna sér og láta þetta draga mann niður. Ég held að hið síð- arnefnda sé voðalega sjaldan rétta svarið.“ Svekkelsið í Höllinni varð honum því ákveðin hvatning í Skopje: „Þetta var ágætis leikur í Höllinni en ég vissi samt að ég ætti meira inni, líka áður en kom að þessari lokasókn, og ég nýtti þá sénsa í seinni leiknum. Það var vissulega hvatning fyrir mig að nýta það sem gerðist í stað þess að láta þetta skemma fyrir manni. Svona eru íþróttir bara. Maður getur ekki haft stjórn á öllu og þegar svona gerist þá þarf bara að setja brjóst- kassann fram og hökuna upp. Ef að maður léti svona sitja í sér þá ætti maður kannski frekar að snúa sér að einhverju öðru. Það þarf að taka þessu eins og öðru.“ Vill fullkomna frábæra þrennu Ómar Ingi hefur verið í lykilhlut- verki hjá Aalborg í Danmörku í vetur á sinni fyrstu leiktíð með liðinu eftir komu frá grönnunum í Aarhus þar sem hann hóf atvinnumannsferilinn haustið 2016. Hann hefur nú þegar fagnað deildarmeistaratitli og bik- armeistaratitli, en úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar hefst svo annað kvöld. „Mér hefur gengið vel heilt yfir, sem og liðinu sem er auðvitað mik- ilvægast. Við erum búnir að vinna deildina og bikarinn, en þegar maður hugsaði málið fyrir tímabilið þá var það þannig að ef maður myndi vinna einhvern bikar þá vildi maður vinna þann síðasta. Mig langar að taka hann,“ segir Ómar Ingi. Aalborg byrjar á leik við Arnar Birki Hálf- dánsson og félaga í SönderjyskE en liðið er einnig í riðli með Holstebro og Skjern. Sem deildarmeistari byrjar Aalborg með 2 stig, Holstebro byrjar með 1 en hin tvö liðin 0, og eftir tvö- falda umferð komast svo tvö þessara liða áfram í undanúrslit. „Þetta eru allt hörkulið. Við byrj- um vissulega með tvö stig en nú eru öll liðin hungruð í að sýna að þau geti unnið okkur,“ segir Ómar Ingi sem verður að öllum líkindum áfram hjá Aalborg næsta vetur en samningur hans við félagið gildir fram á sumarið 2020. „Próf til þess að sýna úr hverju maður er gerður“  Ómar Ingi svaraði fyrir mistökin í Höllinni með stórleik í Skopje Ljósmynd/Robert Spasovski Átta Ómar Ingi Magnússon braust hvað eftir annað í gegnum vörn heimamanna í Skopje og hér skorar hann eitt markanna í leiknum í fyrrakvöld. HANDBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta var í mínum huga próf. Kar- akterspróf til að sýna úr hverju mað- ur er gerður,“ segir Ómar Ingi Magnússon eftir hálfgerða rússíbanareið sína með íslenska landsliðinu í leikjunum mikilvægu við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.