Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 29
Hið nýja myndbandsverk Ragnars Kjartanssonar, Dauðinn er annars- staðar, sem verður frumsýnt í Metropolitan-safninu í New York 30. maí næstkomandi, verður á sjö skjám og er 77 mínútna langt. Verður það sýnt í safninu í allt sum- ar, til 2. september. Í tilkynningu frá Metropolitan segir að tvennir tvíburar leiki og syngi í verkinu, listamenn sem áður hafa starfað með Ragnari, þær Kristín Anna og Gyða Valtýsdætur, sem áður voru í hljómsveitinni múm, og Aaron og Bryan Dessner sem eru í hinni þekktu hljómsveit The National. Í tilkynningunni seg- ir að ungu pörin gangi í kringum áhorfendur og syngi ballöðu með ástarþema í ægifögru landslagi og veki verkið hugmyndir um róman- tískar klisjur en að auki bætist við ákveðin írónía og absúrdismi. Fram kemur að myndbands- verkið hafi verið kvikmyndað á bjartri sumarnóttu, skömmu eftir sumarsólstöður, nærri Lakagígum. Ragnar er sagður einn fremsti gjörninga- og myndbandslista- maður sinnar kynslóðar og er sýn- ingin á þessu nýja verki kynnt sem mikilsverður þáttur í bættri fram- setningu framúrskarandi samtíma- listar í Metropolitan-safninu. Birt með leyfi galleríanna Luhring Augustine og i8 Sumarballaða Úr hinu nýja myndbandsverki Ragnars Kjartanssonar. Tvennir tvíburar syngja nærri Laka  Verk Ragnars 77 mínútna langt MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019 Álfabakka 12, 109 Reykjavík • S. 557 2400 • Netverslun elbm.is Opið virka daga kl. 8-18 Sængurverasett, dúkar, servíettur, viskustykki, dýnuhlífar & lök, sloppar & inniskór, handklæði & þvottapokar. Vörurnar fást í Efnalauginni Björg í Mjódd LÍN fyrir hótel, veitingahús, gistiheimili, sjúkrastofnanir og heimili Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga GÆÐA TRÉLÍM Á FRÁBÆRU VERÐI „Það er einstaklega ánægjulegt að flytja fallega kammertónlist í góðum hópi meðleikara í skemmtilegu um- hverfi,“ segir Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, sem í 22. sinn stendur fyrir tónlistarhátíðinni Músík í Mývatnssveit um bænadagana. Með henni koma fram Hrafnhildur Árna- dóttir sópran, Hildigunnur Einars- dóttir mezzósópran, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Vivi Ericson víóluleikari, Júlía Mogensen sellóleikari og Peter Maté píanó- og orgelleikari. Fyrri tónleikar hópsins verða í fé- lagsheimilinu Skjólbrekku á skírdag kl. 20 og þeir seinni í Reykjahlíðar- kirkju föstudaginn langa kl. 20. „Að vanda verður léttari blær yfir tón- leikum skírdagsins og meiri þungi ríkjandi á föstudaginn langa. Fyrra kvöldið flytjum við eitt glæsilegasta kammerverk tónbókmenntanna sem er píanókvintettinn eftir Dvorák. Einnig eru á efnisskránni aríur, ein- söngslög og dúettar eftir Brahms, Schumann, Grieg, Kaldalóns og Mozart. Meginuppistaða tón- leikanna í Reykjahlíðarkirkju er hið undurfallega Stabat Mater eftir Pergolesi, en að auki verður flutt tónlist eftir Bach, Rossini og Deli- bes,“ segir Laufey og tekur fram að líkt og áður komi vinkonur hennar úr Vogafjósi með veitingar í hléinu í Skjólbrekku. Spurð hvort tónleika- rýmin séu góð svarar Laufey því ját- andi. „Skjólbrekka er sérlega skemmtilegt hús, þeir eru heppnir með það Mývetningar,“ segir Lauf- ey og tekur fram að í húsinu ríki afar góður andi auk þess sem hljómburð- urinn njóti sín vel í kammerverkum. „Við Vivi höfum þekkst frá náms- árum okkar í Bandaríkjunum og spiluðum saman í kvartett fyrir margt löngu,“ segir Laufey og tekur fram að sér hafi þótt einstaklega skemmtilegt að geta boðið Vivi Ericson að koma fram á hátíðinni í ár. „Það hleypur nýju blóði í hátíðina að fá nýtt fólk til samstarfs. Jafn- framt er gaman að fá til liðs við okk- ur tvær afbragðssöngkonur sem vakið hafa verðskuldaða athygli á umliðnum misserum.“ silja@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Tónlistarveisla Hrafnhildur Árnadóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Júlía Mogensen, Peter Maté, Vivi Ericson, Laufey Sigurðardóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir koma fram á tvennum tónleikum í Mývatnssveit í vikunni. „Falleg kammertónlist“  Tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit haldin í 22. sinn í dymbilviku  Verk flutt eftir Bach, Dvorák og Pergolesi » Skosku tvíburarnirCharlie og Craig Reid í hljómsveitinni The Proclaimers glöddu landann með tónlist sinni í Eldborg Hörpu í gærkvöldi. Bræðurnir slógu í gegn árið 1988 með laginu „I‘m Gonna Be (500 Miles)“ sem margir muna eftir, en á efnis- skrá tónleikanna voru eldri smellir í bland við nýrra efni. The Proclaimers léku fyrir landann í Hörpu í gærkvöldi Gaman Magnús Már Einarsson og Jóhanna Guð- mundsdóttir skemmtu sér konunglega. Kraftmiklir Þeir voru í fínu formi tvíburarnir og drógu ekkert af sér. Morgunblaðið/Hari Margt Fjöldi fólks lagði leið sína í Hörpu til að heyra og sjá The Proclaimers, m.a. Óli Palli Rokklandsmeistari, hér fyrir miðju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.