Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 VOR 2019 Hæstiréttur Íslands hefur tekið til greina beiðni þrotabús Saga Capital hf. um leyfi Hæstaréttar til að kæra úrskurð Landsréttar frá 5. mars sl. í máli nr. 66/2019: Þrotabú Saga Capi- tal hf. gegn Hildu ehf., á grundvelli 2. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti og fl. Var kæruleyf- ið samþykkt í Hæstarétti Íslands sl. fimmtudag. Með úrskurði Landsréttar var staðfestur úrskurður héraðsdóms um ógildingu ákvörðunar kröfuhafa- fundar við slitameðferð Saga Capital hf. um að greiða slitastjórn 40.000.000 krónur í þóknun. Sú nið- urstaða er byggð á því að fyrir þenn- an fund hafi slitastjórnin haft þann hátt á að tiltaka í lok hvers kröfu- hafafundar að boðað yrði til þess næsta með tölvubréfum og hafi því ekki, þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 79. gr. laga nr. 21/1991, verið nægilegt að boða til þessa fundar eingöngu með auglýsingu í Lögbirtingablaði. Fyrri afgreiðsla sögð röng „Leyfisbeiðandi byggir á því að úrskurður Landsréttar sé bersýni- lega rangur og myndi dómur Hæsta- réttar í málinu hafa fordæmisgildi um skýringu reglna 3. mgr. 79. gr. laga nr. 21/1991 um boðun skipta- funda. Leyfisbeiðandi vísar einnig til þess að gagnaðili hafi ekki átt kröfu á hendur sér þegar ákvörðunin sem hann vill fá hnekkt var tekin og telur að niðurstaða héraðsdóms, sem Landsréttur lét standa óraskaða, um áhrif kröfuframsals valdi verulegri réttaróvissu. Hafi málið þannig víð- tæk áhrif varðandi framkvæmd gjaldþrotaskipta og sé því mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um kæru- efnið,“ segir Hæstiréttur. Saga Capital í Hæstarétt  Þrotabú kærir úrskurð Landsréttar Morgunblaðið/Golli Dómur Hæstiréttur Íslands mun fjalla um slitameðferð Saga Capital. Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is „Þegar ég skrifaði þetta bréf leit út fyrir að hún fengi enga kennslu og yrði hvergi í skóla, staðan var rosa- lega óljós. Um leið og bréfið birtist heyrði ég frá borginni,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmda- stjóri Bíós Paradísar, í samtali við mbl.is. Hrönn skrifaði Svandísi Svavars- dóttur heilbrigðisráðherra opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu á föstudag þar sem hún lýsir veik- indum ellefu ára dóttur sinnar, sem er með einhverfugreiningu, og glímu fjölskyldunnar við að fá þá þjónustu og aðstoð sem hún þarfn- ast en stúlkan gengur ekki lengur í skóla. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðar- ráðs Reykjavíkurborgar, settu sig í samband við Hrönn og fjölskyldu á föstudag. „Þeim fannst þetta ótækt og að það gæti ekki staðist lög að barn væri látið bíða heima svo að þau fóru á fullt að finna úrræði,“ segir Hrönn. Borgaryfirvöld ræddu við skóla- stjórnendur í Vesturbæjarskóla, þar sem dóttir Hrannar hefur stundað nám, og farteymi borgar- innar, sem sjá um úrræði fyrir nem- endur með alvarlegan fjölþættan vanda í grunnskólum. Niðurstaðan varð sú að veita stúlkunni skólavist í Hamraskóla frá og með 6. maí. Í skólanum er starfrækt sérdeild fyr- ir einhverfa sem ætluð er börnum með einhverfugreiningu. Hrönn segir það vissan létti að lausn sé í sjónmáli, það eigi hins vegar eftir að skýrast betur hvað felist í skólavistinni og hvort hún henti dóttur Hrannar. „Auðvitað er það léttir að hugsa með sér: Ókei, þá erum við ekki utanveltu utan skóla til sumarfrís. Mér finnst skipta svo miklu máli að hún sé í daglegu starfi.“ Dóttir Hrannar er einnig á bið- lista í Brúarskóla, sérskóla sem er rekinn af borginni fyrir nemendur í 5.-10. bekk sem eiga við alvarlegan geðrænan og tilfinningalegan vanda að etja. „En mér er sagt að það sé langsótt og muni ekki gerast á næstunni.“ Frá því að Hrönn birti bréfið hef- ur hún fengið mikil viðbrögð frá foreldrum sem eru í svipaðri stöðu. „Það er fullt af fólki sem hefur neyðst til að vera með börnin sín ut- an skóla því þau passa hvergi inn,“ segir hún. Lengri útgáfa af viðtalinu við Hrönn er á mbl.is. Morgunblaðið/Eggert Gleðifréttir Dóttir Hrannar Sveinsdóttur fær skólavist frá 6. maí. Dóttirin fær skóla- vist í Hamraskóla  „Léttir að lausn sé í sjónmáli“ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Kærunefnd útboðsmála hefur hafn- að kröfu Andrúms arkitekta ehf. um að felld verði úr gildi ákvörðun forsætisráðuneytisins og Fram- kvæmdasýslu ríkisins um að veita arkitektastofunni Kurt og Pí ehf. fyrstu verðlaun í samkeppni um við- byggingu við Stjórnarráðshúsið og um greiðslu skaðabóta vegna máls- ins. Þetta kemur fram í úrskurði sem birtur hefur verið á vef nefnd- arinnar. Kærunefndin ákvað í lok janúar að stöðva samningsgerð við Kurt og Pí ehf. þar sem verulegar líkur væru á því að framkvæmd hönn- unarsamkeppninnar og val tillögu hefði verið ólögmæt. Í úrskurði nefndarinnar segir að þótt hún telji enn sem fyrr að annmarkar hafi verið á framkvæmd samkeppninnar af hálfu dómnefndar hafi athugun málsins ekki leitt í ljós að vinnu- brögð dómnefndarinnar hafi í reynd leitt til þess að þátttakendur hafi skilið forsendur hönnunarsam- keppninnar með svo ólíkum hætti að jafnræði þeirra hafi verið raskað og brotið hafi verið gegn reglum um tilhögun hönnunarsamkeppni. Öll starfsemi undir sama þaki Samkvæmt frumathugun sem Framkvæmdasýsla ríkisins gerði árið 2017 má ætla að kostnaður við byggingu 1.200 fermetra húss við Stjórnarráðshúsið geti numið allt að milljarði króna. Það á þó eftir að skýrast frekar. Í fyrra var gert ráð fyrir því að útboðsgögn vegna verksins yrðu tilbúin á vormánuð- um 2020 og að vígsla byggingarinn- ar gæti orðið um áramótin 2021/22. Viðbyggingin verður um 1.200 fermetrar og á að hýsa flestar skrif- stofur forsætisráðuneytisins, funda- rými og aðstöðu fjölmiðla. Í tengslum við verkið er gert ráð fyr- ir því að endurskoðað verði innra skipulag Stjórnarráðshússins og húsið tengt við viðbygginguna. Auk starfsemi í Stjórnarráðshúsinu hef- ur forsætisráðuneytið leigt húsnæði við Hverfisgötu, samtals tæplega 1.200 fermetra. Námu leigu- greiðslur ráðuneytisins árið 2017 um 2,6 milljónum króna á mánuði. Þá var í byrjun þessa árs tekið á leigu tímabundið viðbótarskrifstofu- húsnæði í miðbænum vegna flutn- ings jafnréttismála til forsætisráðu- neytisins. Fornleifarannsókn Fyrirhuguð er fornleifarannsókn á byggingarsvæðinu áður en fram- kvæmdir hefjast. Á lóðinni eru 23 skráðar fornleifar. Þar sem bíla- stæði er nú við Stjórnarráðshúsið stóðu byggingar frá því um alda- mótin 1800 til ársins 1976. Fyrir vestan og norðan húsið eru ekki þekktar byggingar en þar voru grjóthlaðnir göngustígar og grjót- garðar, líklega til að varna því að Lækurinn flæddi inn á lóðina. Þar voru auk þess stórir kál- og skraut- garðar í gegnum tíðina. Agnes Stef- ánsdóttir hjá Minjastofnun sagði í gær að enn hefði engin umsókn um rannsókn á lóðinni borist stofnun- inni og því óljóst hvenær hún fer fram. gudmundur@mbl.is Kröfu um ógildingu vinningstillögu hafnað  Viðbygging við Stjórnarráðshúsið tilbúin 2021 eða 2022 Stjórnarráðshús Vinningstillaga um viðbyggingu við gamla húsið sem tek- ið var í notkun 1770. Kanna á fornleifar á lóðinni áður en lengra er haldið. Viðbygging » Ríkisstjórnin ákvað að láta reisa viðbyggingu við gamla Stjórnarráðshúsið. » Þar verða skrifstofur og fundarými. Húsið verður tengt gömlu byggingunni. » Kurt og Pí ehf. hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun viðbyggingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.