Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019 ✝ ÞorvaldurKristinn Frið- riksson Hafberg fæddist á Flateyri 19. júlí 1932. Hann lést 30. mars 2019. Foreldrar hans voru Friðrik Ein- arsson Hafberg, f. 13.1. 1893, d. 2.8. 1966, og Vilborg Ágústa Þorvalds- dóttir Hafberg, f. 7.8. 1897, d. 18.1. 1998. Systkini Þorvaldar: Sveinn Friðriksson Hafberg, f. 21.4. 1934, d. 25.5. 1981, Ingibjörg Friðriksdóttir Hafberg, f. 14.8. 1935, og Ágústa Jóhanna Frið- riksdóttir Hafberg, f. 14.4. 1937, d. 8.1. 2017. Hálfbræður Þor- valdar, samfeðra, voru Einar Jens Hafberg, f. 8.8. 1919, d. 2.1. 1974, Ágúst Hafberg, f. 30.6. 1927, d. 16.5. 2001, Karl Frið- riksson Hafberg, f. 5.8. 1927, d. 27. 9. 2009. Fyrri kona Þorvaldar var Guðrún Andrésdóttir, f. 23.5. 1932, börn þeirra: Andrés Haf- berg, f. 30.11. 1949. M. Sólveig Guðjónsdóttir, börn þeirra Þor- valdur Hafberg, f. 15.6. 1974, m. Helga Sigurrós Björnsdóttir, son. Hafdís Vilhjálmsdóttir, f. 1960, dætur hennar Vera Sölva- dóttir, f. 1981, og Sara Björk Re- gal, f. 1989. Ásta Vilhjálms- dóttir, f. 1962, m. Steinþór Birgisson, dætur hennar Þór- hildur Kristjánsdóttir, f. 1992, og Katla Steinþórsdóttir, f. 2003. Þorvaldur ólst upp á Flateyri. 14 ára réðst hann sem messa- gutti á togarann Gylli frá Flat- eyri. Í Héraðsskólanum í Reyk- holti var hann 1948-50. Var við nám í vélsmiðju á Flateyri 1949- 1950 og í trésmíðanámi í Reyk- holti veturinn 1952. Vann ásamt fyrri konu sinni að búi tengda- foreldra sinna í Síðumúla 1951- 1958, bóndi þar frá 1957. Til Reykjavíkur fluttu þau árið 1958. Þar hóf Þorvaldur nám í rafvirkjun hjá Steini Guðmunds- syni og lauk sveinsprófi undir hans handleiðslu. Öðlaðist meistararéttindi og löggildingu og starfaði við fagið til 1969. Jafnframt gerði hann út vélbát- inn Kristján RE 250 frá 1965 til 1970. Árin 1970-1973 var hann eftirlitsmaður með strætis- vögnum Landleiða (Hafnar- fjarðarstrætó). Frá 1973 til 1986 var hann útgerðarstjóri hjá Ís- birninum í Reykjavík, en eftir sameiningu við BÚR og stofnun Granda lét hann af því starfi og gerðist fasteignamatsfulltrúi hjá Fasteignamati ríkisins til 2002 er hann lét af störfum vegna aldurs. Útförin fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 16. apríl 2019, klukkan 15. Rakel Hafberg, f. 16.6. 1976, m. Ragnar Már Vil- hjálmsson, Guðrún Hafberg, f. 10.7. 1986, m. Ragnar Þór Bjarnason. Barnabörnin eru fjögur. Friðrik Hafberg, f. 25.5. 1954. M. 1 Sigríður Ingólfs- dóttir, barn þeirra Svavar Friðriksson, f. 12.5. 1973, m. Kristjana Helga Sig- urgeirsdóttir. M. 2 Unnur Petra Sigurjónsdóttir, barn þeirra Sigurjón Friðriksson, f. 10.1. 1984, m. Arna Viktoría Gísla- dóttir, sonur Unnar Valdimar Þór Valdimarsson, f. 23.1. 1974, m. Herdís Biering Guðmunds- dóttir. M. 3 Hrafnhildur Sig- urgeirsdóttir. Barnabörnin eru níu. Anna Hafberg, f. 10.3. 1962. M. Þór Daníelsson (skilin), barn þeirra Ísak Hafberg, f. 1.11. 1990, m. Jóhann Karl Hirst. Seinni kona Þorvaldar var Nonný Unnur Björnsdóttir, f. 15.9. 1938, d. 3.1. 2009. Dætur hennar eru Linda Vilhjálms- dóttir, f. 1958, m. Mörður Árna- Elsku Valdi afi hefur sofnað svefninum langa og dansar nú vonandi við ömmu Nonný eins og hann sagði svo oft þegar talað var um dauðann. Valdi talaði alltaf umbúðalaust bæði um lífið og dauðann enda raunsær og jarð- bundinn maður. Minningar mínar um afa ein- kennast af rósemi hans, skilningi á lífinu, festu og virðingu fyrir mönnum og dýrum. Við í fjölskyldunni vorum svo heppin að hafa fengið afa að láni. Valdi tók saman við ömmu Nonný þegar ég var barn og ég eyddi stórum hluta barnæskunnar á öruggu heimili Valda og ömmu sem oft komu mér í foreldra stað. Á tímabili bjó ég hjá þeim á Lang- holtsveginum á meðan ég lauk barnaskóla á Íslandi eftir að mamma mín og systir fluttust til Frakklands. Þar var margt bar- dúsað og Valdi eyddi ómældum tíma í að útskýra fyrir mér stærð- fræðina sem þvældist fyrir mér. Afi Valdi var þolinmóður mað- ur og skildi að lífið þurfti ekki að gerast hratt. Hann þekkti erfiða tíma eins og flestir af hans kyn- slóð og var ekki mikið gefinn fyrir nútímatækni eða þann hraða sem samfélag okkar hefur tileinkað sér. Eftir því sem ég eldist skil ég þá afstöðu hans ætíð betur. Þegar þau amma Nonný fluttu á Stokks- eyri var Valdi kominn nær upp- runanum, hann vildi vera í sveit- inni og við sjóinn enda ekki mikið borgarbarn. Hann eignaðist hesta og íslenska fjárhundinn Snúllu sem hann unni mjög. Þegar hann fluttist í bæinn eft- ir að amma dó vildi hann ekki bjóða tíkinni upp á borgarlífið heldur sendi hana í sveit þar sem hann heimsótti hana á afmælis- degi hennar og tók hana með sér í stutt ferðalög þar til hún kvaddi. Ég minnist afa líka sem manns sem vildi alltaf hafa eitthvað fyrir stafni. Hann var listrænn og mik- ill handverksmaður og sú list fékk að blómstra í seinni tíð. Hann fór á hin ýmsu listnámskeið, renndi fyrir okkur skrín, málaði, tálgaði og skar út og smíðaði silfurskart- gripi sem hann færði okkur stelp- unum sínum. Valda þótti gott að hafa kvennafans í kringum sig enda fæðast ekki drengir okkar megin í fjölskyldunni. Hann vissi allt um okkar hagi og hann lét okkur ávallt finna fyrir því að við skipuðum sérstakan sess í hjarta hans. Það var ljúft að heimsækja afa síðustu árin á Brávallagötuna með Sögu dóttur minni sem alltaf vildi vera með í för, það kætti okkur öll. Í einni af mínum síðustu heim- sóknum til Valda sagðist hann vera orðinn leiður á því að vera gamall og bætti því við að svona yrðum við öll einn daginn. Ég sagðist skilja hann en jafnframt vonast til þess að hann hefði rétt fyrir sér því ég vildi svo gjarnan fá að eldast með þeirri reisn sem Valdi gerði. Elsku Valdalingur, þakka þér fyrir öll góðu árin og minningarn- ar sem munu halda áfram að ylja okkur telpukornunum þínum um ókomna tíð. Verubarnið. Vera Sölvadóttir. „Elsku stúlkan mín,“ sagði afi Valdi alltaf þegar maður faðmaði hann og strauk manni síðan um vangann. Ég sakna strax þessara orða og allrar hlýjunnar sem um- lukti hann. Ég á svo margar ljúfar minn- ingar um afa minn. Allt frá því að ég og Tóta frænka vorum litlar trillur sem eltum hann með stjörnur í augunum út í bílskúr á Hjarðarhaganum þar sem við fengum að fylgjast með honum dytta að hinu og þessu og tálga spýtukalla á meðan hann hrósaði okkur alltaf fyrir þó svo að spýtu- karlarnir okkar væru alveg lausir við það að líkjast körlum. Allar ævintýraferðirnar sem hann fór með mér um franskar sveitir og skóga þegar hann og amma Nonný heimsóttu okkur fjöl- skylduna í Jonzac. Skemmtileg- ast þótti mér að fara með honum út á sjó í litla bátnum hans og veiða á sjóstöng. Og tjaldferðirn- ar í fellihýsinu með honum og ömmu þar sem við veiddum fiska úr vatni og tíndum bláber og krækiber af lyngi. Ég gæti haldið endalaust áfram en afi þreyttist aldrei á að bralla eitthvað með okkur barnabörnunum. Það sem mér þótti alltaf merkilegast við afa var að hann reiddist manni aldrei, sama hvað maður prakk- araðist (fyrir utan eitt skipti þeg- ar við Tóta tróðum rúgbrauðsbita inn í eyrað á honum á meðan hann heimsótti draumalandið, eins og hann kallaði eftirmiðdagskríuna sína). Eftirminnilegasta atvikið um stóíska ró afa hlýtur að vera þegar ég og vinkona mín fengum að gista hjá honum og ömmu á Stokkseyri. Við vorum unglingar og laumuðumst út um baðher- bergisgluggann eftir myrkur til þess að hitta stráka í hljómsveit. Við héldum að við hefðum verið svakalega lúmskar alveg þar til afi spurði okkur rólega yfir morg- unmatnum hvort það væri kom- inn vorleikur í okkur lömbin. Síð- an brosti hann bara blíðlega og bætti við „það er ungt og leikur sér“ og þar með var þetta mál af- greitt. Afi minn var einstakur maður og góður, og það þótti öllum sem komust í kynni við hann. Nú er hann kominn til elskunnar sinnar, þarna uppi, eins og hann orðaði svo fallega sjálfur. Ég elska þig afi minn og takk fyrir allt sem þú kenndir mér og alla ástina sem ég fékk frá þér. Þín stúlkukind, Sara. Þorvaldur Kristinn Friðriks- son Hafberg ✝ SteingrímurGíslason fædd- ist á Torfastöðum í Grafningi 22. sept- ember 1921. Hann lést á Ljósheimum á Selfossi 8. apríl 2019. Foreldrar hans voru Árný Val- gerður Einars- dóttir, f. 1885 á Litla-Hálsi í Grafn- ingi, d. 1966, og Gísli Snorrason, f. 1883 á Þórustöðum í Ölfusi, d. 1958. Systkini Steingríms voru Sig- ríður, Einar, Kristín, Steindór, Snorri Engilbert, Þórður, Arn- heiður, Áslaug og Guðríður, öll látin. Steingrímur giftist 13. desember 1959 Birnu Aðalheiði Árdal Jónsdóttur, f. 24. ágúst 1937, frá Réttarholti í Akra- hreppi í Skagafirði, d. 22. maí 2003. Foreldrar hennar voru 1962, maki Ægir Stefán Hilmarsson. Börn þeirra Hauk- ur Páll og Helena Dögg. 5) Aðalheiður Jóna, f. 1963, maki Björn Magnússon. Barn Hugrún Harpa. 6) Gísli, f. 1965, maki Ragnheiður Sigmarsdóttir. Börn Árdís Lilja, Guðlaug Berg- mann og Helga Bergmann. 7) Kristín Rósa, f. 1967, d. 2010, var í sambúð með Magnúsi Inga Guðmundssyni, þau slitu sam- vistum. 8) Sigurður Þór, f. 1971, maki Guðbjörg Bergsveins- dóttir. Börn Rebekka Rut og Birkir Máni. Barnabarnabörnin eru 19 talsins. Steingrímur ólst upp á Torfa- stöðum. Hann fór ungur að vinna, fór m.a. á vertíðir í Þor- lákshöfn, í Bretavinnu í Kald- aðarnesi og vegavinnu, en vann þess á milli að búi foreldra sinna. Steingrímur tók við búinu 1951 og byggði upp jörðina. Hann var hreppstjóri og skólabílstjóri til margra ára ásamt ýmsu fleiru en fyrst og fremst var hann bóndi af lífi og sál. Útför Steingríms fer fram frá Selfosskirkju í dag, 16. apríl 2019, klukkan 13. Jón Sigurðsson, bóndi í Réttarholti, f. 1890, d. 1972, og Kristrún Helga- dóttir, f. 1909, d. 1950, frá Hafgríms- stöðum í Tungu- sveit. Fósturmóðir Birnu var Sigríður Rögnvaldsdóttir, f. 1886, d. 1972. Börn Steingríms og Birnu: 1) Birgir Árdal, f. 1955, maki Margrét Jónsdóttir. Börn Jón Sveinberg, Birna Aðalheiður Árdal, Sess- elja Sólveig og Sveinn Ægir. 2) Sigríður f. 1959, d. 1994, maki Bergur Guðmundsson. Börn þeirra Guðmundur, Andri Már og Kristín Hanna. Seinni kona Bergs er Sigrún Óskarsdóttir. 3) Árný Valgerður, f. 1960, maki Friðgeir Jónsson. Börn þeirra Steingrímur, Linda Björk, Katrín Ýr og Anna María. 4) Jensína Sæunn, f. Elsku karlinn, þá er komið að kveðjustund. Ótal minningar koma upp í hugann þegar ég sest niður og horfi yfir farinn veg. Pabba var margt til lista lagt, hann var handlaginn og smíðaði meðal annars skíði, skauta og skeifur ásamt fleiri hlutum ýmist úr járni eða við. Pabbi hafði gam- an af því að fara með okkur krakkana á skauta á Álftavatni en einnig bjó hann til svell í sveitinni fyrir okkur til þess að skauta á, vakti það alltaf mikla lukku. Sjálf- ur skautaði hann mikið á yngri ár- um. Pabbi var ákveðinn, þrjóskur og hafði miklar skoðanir á hlut- unum. Sem ungur maður var hann bjartsýnn og vinnusamur, enda þurfti mikla framsýni og dugnað til þess að ráðast í bygg- ingu á öllum húsunum á Torfa- stöðum. Fljótlega kom mamma til sögunnar og var hún ómetanlegur liðstyrkur fyrir pabba við fram- kvæmdirnar í sveitinni og í lífinu, en einnig voru þar margir góðir vinnumenn og sköpuðust dýrmæt vináttubönd sem entust alla ævi. Minningarnar um pabba og samverustundir okkar í gegnum árin streyma fram og á ég góðar minningar um það þegar við unn- um saman í útiverkum í denn. Skemmtilegar minningar þar sem oftar en ekki var verið að elta roll- urassa. Við fjölskyldan ferðuð- umst nokkrar skemmtilegar ferð- ir saman sem sumar urðu lengri en áætlað var í fyrstu. Ein kemur sérstaklega upp í hugann þar sem fara átti að Hagavatni. Sú ferð lengdist því pabba þótti þá stutt í Kerlingarfjöll. Þegar í Kerlingar- fjöll var komið fengu ferðalangar sér nesti sem ég hafði smurt í mannskapinn því ég þekkti mitt fólk og þótti líklegt að farið yrði lengra. Og allt kom fyrir ekki því pabba þótti þá vera stutt frá Kerl- Steingrímur Gíslason Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Anna GuðrúnGarðarsdóttir fæddist í Keflavík 12. nóvember 1960. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í faðmi fjölskyldunnar 1. apríl 2019. Foreldrar henn- ar eru Helga Auð- unsdóttir, f. 1. ágúst 1935, og Garðar Brynjólfsson, f. 12. júní 1939, d. 2. september 2012. Bróðir Önnu er Auðunn Þór Garðarsson, f. 21. júní 1959, d. 14. ágúst 1994. Anna giftist Kára Guð- mundssyni, f. 11 febrúar 1959. Þau skildu. Börn þeirra eru Heiðar Örn Kárason, maki Helga Fjóla Jónsdóttir. Þeirra börn eru Daníel Kári Heið- arsson og Freydís Fjóla Heiðarsdóttir. Eldri dóttir þeirra er Theodóra Steinunn Káradóttir, gift Eggerti Daða Pálssyni. Börn þeirra eru Guð- munda Júlía Eggertsdóttir og Garðar Daði Eggertsson. Yngri dóttir er Sylvía Rut Káradóttir, maki Eyþór Ingi Einars- son. Núverandi eig- inmaður Önnu er Sigurjón Sveins- son, f. 1 júní 1960. Börn hans frá fyrra hjónabandi eru Guðbjörg Ragna Sigurjóns- dóttir, maki Björgvin Guðna- son. Þau eiga saman þrjú börn. Stefán Guðberg Sigur- jónsson, maki Brynja Ýr Baugsdóttir. Þau eiga saman tvö börn. Stjúpdóttir er Stef- anía Bonnie Lúðvíksdóttir, maki Björgvin Þórhallsson. Þau eiga saman fjögur börn. Anna vann í mörg ár hjá Kynnisferðum á Keflavíkur- flugvelli. Árið 2007 lauk hún við sjúkraliðanám frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Síð- ustu árin sín vann hún sem sjúkraliði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útförin fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag, 16 apríl 2019, klukkan 13. Elsku gullfallega mamma mín. Mínar allra bestu þakkir fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og kennt mér. Þú hugsaðir ein- staklega vel um mig og þannig fékk ég að upplifa þau forrétt- indi að alast upp á kærleiksríku heimili því þú veittir mér óend- anlega ást og umhyggju. Þú varst einstök kona, alltaf lífs- glöð og jákvæð, allt þar til yfir lauk. Ég er allt of ung til að missa þig og er alls ekki undir það bú- in. Það er svo margt sem ég átti eftir að upplifa með þér en þau ár sem ég hef fengið að verja með þér eru mér ómetanleg og ég er afar þakklát fyrir þær minningar sem ég á um okkur saman. Ég mun sakna þín mjög mikið og trúi því ekki ennþá að þú sért farin en ég veit að þú munt alltaf fylgja mér. Ég elska þig svo mikið, elsku mamma. Þinn gullmoli, Sylvía. Elsku mamma. Tilfinningin er dofin, ég titra og kvíði fyrir deginum. Það er erfitt að vakna því þá rennur upp fyrir mér ískaldur raun- veruleiki og sá er að þú ert ekki hér lengur. Ég hreinlega trúi ekki að þú sért farin frá mér, frá okkur. Lífið er ósanngjarnt, þér var kippt frá okkur á allt of stuttum tíma og allt of fljótt. Í dag líður mér eins og ég geti ekki lifað án þín. Hver á að hughreysta mig þegar mér líður illa, gleðjast með mér eða hringja í mig nokkrum sinnum á dag til að tala um allt og ekk- ert? Ég upplifi mikið tómarúm, því hvar á ég að hanga og þiggja eldamennskuráð? Hver ætlar að forvitnast um vikuplön- in, bæði hjá mér og mínum og hver á að skipuleggja barna- afmælin og öll matarboðin í framtíðinni? Æi ... Lífið verður einstaklega skrýtið og tómlegt án þín. Þrátt fyrir það ætla ég að lifa fyrir þig, elsku mamma, og vera jafn þakklát og jákvæð eins og þú. Ég ætla að gera allt sem þig langaði og ætlaðir að gera. Ég mun lifa lengi því ég bý að minningunum okkar og öllum þeim dásamlegu sögum sem til eru af þér. Öllu þessu fylgir mikill hlátur og er ekki sagt að hláturinn lengi lífið. Mig langar að minnast þess að þú varst stoð mín og stytta, bæði í gegnum gleðina og sorg- ina í mínu lífi. Þú varst mín besta vinkona og þú gerðir allt fyrir mig. Ekki nóg með það að þú varst besta mamma sem hægt er að hugsa sér heldur varstu líka besta amma sem til var. Persónuleiki þinn var ein- stakur, þú varst góðhjörtuð, fal- leg að innan sem utan, jákvæð og skemmtileg. Það sem var hægt að hlæja með þér og að þér. Þú varst klárlega besti ferðafélaginn minn enda erum við búnar að ferðast mikið sam- an og vá hvað það eru dýr- mætar minningar. Mamma þú ert fyrirmyndin mín, þú mótaðir okkur systkinin, þú ein átt heið- urinn af því að við erum þær manneskjur sem við erum í dag. Þú varst hlekkurinn okkar. Þú varst hetjan mín, óútskýranlegt hvað það var mikið lagt á þig en Anna Guðrún Garðarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.