Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019 Bassaleikarinn Róbert Þórhallsson var við setningu Blúshátíðar út- nefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur. „Róbert er einn af okkar allra bestu og eftirsóttustu rafbassaleikurum. Hann hefur ver- ið órjúfanlegur hluti íslenska blús- samfélagsins um árabil og hefur meðal annars spilað með húsband- inu, Blue Ice Band, á hverri einustu Blúshátíð frá árinu 2006. Þar hefur hann spilað með öllum erlendu stór- stjörnunum sem hafa komið fram á hátíðinni og stjórnað samspilinu af smekkvísi og fagmennsku,“ segir í tilkynningu. Allar nánari upplýs- ingar um hátíð ársins í ár eru á vefnum blues.is en miðar á hátíðina eru seldir á vefnum midi.is. Róbert heiðurs- félagi Blúsfélags Gleði Heiðursfélaginn fyrir miðju. Sólveig Arnars- dóttir leikkona hefur verið ráðin á fastan samning við Volksbühne- leikhúsið í Berl- ín. „Hún mun hefja störf þar strax í vor og leika í opnunar- sýningunni Ódys- seifskviðu Hóm- ers sem frumsýnd verður um miðjan september,“ segir í tilkynn- ingu. Þar er minnt á að Volksbühne sé eitt þekktasta og virtasta leikhús Þýskalands og hafi löngum þótt stefnumarkandi í fjölbreyttum leik- húsheimi Berlínar. Sólveig nam við Ernst Busch-leiklistarháskólann í Berlín. Í Þýskalandi hefur hún leik- ið í á fimmta tug sjónvarps- og kvik- mynda. Hún var fastráðin við Borg- arleikhúsið í Wiesbaden í þrjú ár og lék á þeim tíma 14 aðalhlutverk. Sólveig fastráðin við Volksbühne Sólveig Arnarsdóttir aðist næstum á við að kyssa Johannes heitinn á kinn. Án þess þó að deyfa spengilegan þrótt þeg- ar á þurfti, eins og vel kom fram í hvössum hrynstrokum Fausts á öðrum stöðum – og ævinlega í fyrirmyndargóðu samvægi við hljómsveitina. Var því ekki sökum að spyrja um eldheitar undirtektir hlustenda, er hlutu að kalla á virtúóst aukalag. En þá kom Faust óneitanlega á óvart – með ókynntu lævíslega lág- stemmdu nútímastykki sem flest- um, þ. á m. undirrituðum, var framandi [þ. e. Doloroso eftir György Kurtag – kom síðar í ljós], er birtist frá mínum bæjardyrum séð nánast eins og persónuleg mót- mæli fiðlarans gegn yfirborðsmennskum sýndarglansi nútímans. Maður hlaut því ósjálfrátt að spyrja með Skáld-Sveini 15. aldar, „Hvað mun veröldin vilja?“ – í ljósi Það rann óvænt upp fyrirmanni s.l. fimmtudaghvað hugtakið „uppselt“getur verið afstætt í sal eins og Eldborg. Þar er nefnilega sjaldnast seldur aðgangur að svo- kölluðum kórpöllum aftan við hljómsveitina. En að þessu sinni voru þeir allvel setnir, og munar um minna – hátt í 200 sæti eða nærri 1/9 af 1800 sæta algerri há- marksgetu salarins ef rétt er mun- að. Mátti af því marka söluvænleika dagskrár. Fjöldi erlendra ferða- manna lá að venju ekki á lausu þótt vitaskuld væri fróðlegt að skoða hlutdeild hans, ekki sízt eftir árs- tíðum. En þó að ómvistin á kórpöll- um jafnist varla að fullu á við hlust- vænstu staði Eldborgar, þá eiga skipendur téðra sæta alltjent einn kost umfram aðra: að geta fylgzt með svipbrigðum stjórnandans! Náttúruunnandinn Johannes Brahms (1833-97), er fluttist úr æskusolli Hamborgar til Vínar 1868, stóð fyrir fyrra atriði dag- skrár, Fiðlukonsertinum frá 1878, er á talsvert dvöl höfundar í aust- urrískri sumarsælu Wörthersee- vatns að þakka. Verkið er meðal fimm frægustu fiðlukonserta allra tíma og að sama skapi krefjandi, þó ekki væri nema fyrir samanburð við túlkun fremstu fiðlusnillinga síðustu 140 ára. Ólíkt sinfóníum Beethovens, er á seinni árum hafa stundum sætt allt að því asafengnu tempóvali í nafni upprunahyggju, var hraðaval þeirra Osmos nánast klassískt, og gafst því einleikaranum svigrúm til að gæla við nánari innlifun en ella – þ.m.t. lágdýnamíska einlægni allt niður að vart heyranlegu er jafn- núríkjandi ,viðburðamenningar‘ þar sem athyglin beinist öll að flytjendum, ímynd þeirra og færni. 10. sinfónía Gustavs Mahlers hafði aðeins hljómað tvisvar áður hér á landi; síðast 1999 undir stjórn Petris Sakari, enda lengst af sjald- heyrð í hljómleikahöllum heimsins fyrir þá sök að hafa einungis verið til í ófullgerðu handriti austurríska tónskáldsins þar til brezki tónlist- arfræðingurinn Deryck Cooke gerði flutningshæfa útgáfu á 8. ára- tug 20. aldar er virðist hafa staðizt tímans tönn, miðað við sífjölgandi uppfærslur seinni áratuga. 80 mín. löng hljómkviðan var sannast sagna undarleg upplifun og á köflum jafnvel á mörkum hins bærilega; stílrænt staðsett mitt á milli tveggja gjörólíkra heima síð- rómantíkur og tilraunaframúr- stefnu „ótnis“ Schönbergs og fylgj- enda hans um fyrri heimsstyrjöld 1914-18. Hún birtist ekki sízt í formi tíðra ómstreitna, er stóðu sízt Schönberg fyrri ára á sporði að svæsnleika, þótt á móti vægi enn undirlæg dúr-moll melódík er fékk að flæða tiltölulega ótrufluð inn á milli, einkum í síðustu þáttum. Að vísu var harðkrydduð harm- óník Mahlers víða áhrifamikil fyrir sinn hatt. En þegar lengst dró, hvarflaði óneitanlega að manni hvort áhrifin hefðu ekki gert sig betur í minni skömmtum. Fyrir nú utan drjúga heildarlengd verksins, er reyndi talsvert á úthald hlust- andans. Engu að síður gafst hlustendum óhætt að segja merkileg reynsla, jafnt um síðasta sköpunarskeið Mahlers sem um vestræna tónlist- arsögu á öndverðri 20. öld, sem ef- laust líður ýmsum seint úr minni. Einkum og sér í lagi fyrir afburða- góða túlkun SÍ undir greinilega þaulkunnugri stjórn Osmos Vänskä. Mitt á milli tveggja tíma Eldborg Hörpu Sinfóníutónleikar bbbbn Brahms: Fiðlukonsert. Mahler: Sinfónía nr. 10. Isabelle Faust fiðla; Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Stjórnandi: Osmo Vänskä. Fim. 11. apríl 2019 kl. 19.30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Koss „Gafst „einleikaranum svigrúm til að gæla við nánari innlifun en ella – þ.m.t. lágdýnamíska einlægni allt niður að vart heyranlegu er jafnaðist næstum á við að kyssa Johannes heitinn á kinn,“ segir um túlkun Faust og Vänskä. Bíólistinn 12.–14. apríl 2019 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Shazam! 1 2 Wonder Park Ný Ný Pet Sematary (2019) 2 2 Dumbo (2019) 3 3 Captain Marvel 5 6 Serial (Bad) Weddings 2 Ný Ný Us 4 4 How to Train Your Dragon: The Hidden World 6 7 Asterix: The Secret of the Magic Potion 7 4 Dragged Across Concrete 8 3 Bíóaðsókn helgarinnar Sænska leikkonan Bibi Andersson lést á sunnudag, 83 ára að aldri. Andersson hóf kvikmyndaferil sinn aðeins 15 ára gömul þegar hún lék í auglýsingu sem Ingmar Bergman leikstýrði. Þau áttu eftir að vinna náið saman næstu árin, en alls lék hún í 13 kvikmyndum leikstjór- ans. Þeirra á meðal eru Det sjunde inseglet (1957), Smul- tronstället (1957) og Persona (1966). Andersson lauk leiklistarnámi frá Konunglega sænska leiklistar- skólanum áður en hún réð sig til starfa hjá Dramaten, konunglega leikhúsinu. „Bibi Andersson var stórstjarna og þekktasti leikari Svíþjóðar,“ segir Jan Göransson, kynningarstjóri Svenska Filminstitutet í samtali við Göteborgs-Posten. „Bibi var stórleikari og mikill húmoristi,“ segir Christina Olofson, kvik- myndaleikstjóri og náin vinkona Andersson, við sama miðil. Andersson var eini sænski leikarinn sem unnið hefur sænsku kvikmyndaverðlaunin, Guld- baggen, fyrir leik sinn alls fjórum sinnum, seinast árið 2008. Vorið 2009 fékk hún alvarlegt slag og bjó eftir það á hjúkrunarheimili í Stokkhólmi. Bibi Andersson látin 83 ára að aldri Bibi Andersson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.