Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019 Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Úrval af rafdrifnum hvíldarstólum Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Rósa Margrét Tryggvadóttir rosamargrett@gmail.com Enn hefur ekkert spurst til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf spor- laust í Dublin á Írlandi en síðast sást til hans rétt fyrir hádegi 9. febrúar síðastliðinn. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns, segir í samtali við Morgunblaðið að það sé lítið sem fjölskyldan geti gert annað en að halda áfram að minna á málið. „Við erum bara í því að reyna að halda póstinum gangandi. Það vita allir af þessu úti. Það er eiginlega enginn sem hefur ekki heyrt um þetta. En það er voða lítið sem hægt er að gera eins og er,“ segir Davíð. Hann segir að fjölskyldan hafi reynt eftir bestu getu að skiptast á að fara út til Írlands. Davíð hafi þó þurft að einblína á nám sitt upp á síðkastið en hann kláraði síðasta lokaprófið í gær. Þá stefnir hann að því að fljúga til Írlands í dag til að taka við af systur sinni sem er ný- komin heim frá Dublin. Hann segist stefna á að nýta tímann vel úti og vill reyna að komast í fjölmiðla til að dreifa upplýsingunum sem víðast. Þetta telur hann vera það mikilvæg- asta sem hægt sé að gera í augna- blikinu. Jafnframt stefnir Davíð á að funda með írsku lögreglunni á mið- vikudaginn og reiknar með að fá þá meiri upplýsingar um hver staða rannsóknarinnar sé. „Málið er opið hjá þeim en það er lítið hægt að gera ef það er ekkert til að vinna með,“ segir Davíð. Hann segir að ýmsar tilgátur séu á sveimi um hvað hafi orðið um Jón en skiptar skoðanir séu á því hvort hann hafi yfirgefið landið. „Þetta er allt jafn líklegt og ólík- legt fyrir mér. Hann var ekki með vegabréf eða neitt svo maður veit ekki hversu langt maður kemst án þess. Það þarf að tékka sig inn sama hvort maður er innanlands eða utan- lands. Maður þarf í flestum tilfellum að hafa eitthvað til þess að staðfesta hver maður sé. En, eins og ég segi, þá veit maður ekkert.“ Allt jafn líklegt og ólíklegt  Bróðir Jóns stefnir á fund með írsku lögreglunni Jón Þröstur Jónsson Magnús Heimir Jónasson Guðmundur Sv. Hermannsson Þórunn Kristjánsdóttir „Hún er hjarta Parísar og þess vegna er þjóðin svona sorgmædd. Hjartað er að brenna og þegar hjartað brenn- ur þá hrynur allt,“ segir Laufey Helgadóttir, listfræðingur og leið- sögumaður, um stórbrunann í Notre- Dame kirkjunni í París. Eldur kvikn- aði í þaki kirkjunnar síðdegis í gær og var hún í ljósum logum alveg fram á tíunda tímann í gærkvöldi. Laufey hefur búið í Parísarborg í meira en 40 ár og heimsótt kirkjuna ótal sinnum. „Það eru allir afskaplega sorgmæddir og fólk er bara grátandi. Þetta er mjög átakanlegt,“ bætir hún við. Hún segir kirkjuna vera tákn Par- ísarborgar á allt annan hátt en t.d Eiffel-turninn sem er 19. aldar bygg- ing enda hefur kirkjan staðið þarna síðan á miðöldum og borgin byggðist í kringum hana. „Ég bjó þarna rétt hjá. Hún er á borgareyjunni sem er eyjan á Signu, þar sem París byrjaði að byggjast. Ég bjó í fimmta hverfi fyrsta árið mitt í París sem er rétt hjá. Svo bjó ég í 14 ár í Mýrinni, þann- ig að ég hef búið mjög lengi nálægt henni. En það er alveg sama þó mað- ur búi ekki nálægt henni, þessi kirkja er þannig að návist hennar er svo gríðarlega sterk. Hún er miðpunkt- urinn. Það var byrjað að byggja hana árið 1163 og lokið við hana árið 1330,“ segir Laufey. Hefur leitt Íslendinga um kirkjuna Laufey hefur leitt hundruð Íslend- inga í ferðir um Notre-Dame kirkj- una og eflaust eiga margir Íslending- ar minningar úr þeim ferðum. „Það er nú þannig að þegar maður sér bygg- ingar oft þá þykir manni alltaf vænna og vænna um þær og einnig minn- isvarða. Ég hef líka farið með ófáa Ís- lendinga í siglingu um Signu. Þá siglir maður alltaf meðfram Notre-Dame. Það er stórkostlegt þegar maður sigl- ir á kvöldin meðfram Notre-Dame og horfir á hana upplýsta. Ég held að ekkert sé eins fallegt eða mér alla- vega finnst mér ekkert eins fallegt. Þá sér maður rósagluggana og svif- stoðirnar sem halda útveggjunum uppi. Maður er náttúrlega bara að biðja núna, ég veit ekki til hvers því maður er ekki trúaður, að þetta fari ekki allt saman. Það er burðargrind þaksins sem er að brenna en ég veit ekki hvort steinninn stendur ennþá. Ef eldurinn fer í bogana þá hrynur kirkjan og þá fara gluggarnir og allt,“ sagði Laufey í gærkvöldi. Slökkviliðs- mönnum tókst að bjarga stærstum hluta burðarvirkis Notre-Dame frá eyðileggingu seint í gærkvöld. Vagga gotneska stílsins Laufey segir kirkjuna ekki bara mikilvæga fyrir Parísarbúa heldur heiminn allan. Endurspeglast það í því hvernig erlendir þjóðhöfðingar hafa tjáð sig um brunann. „Þegar maður heyrir hvað erlendir þjóðhöfðingar eru að segja þá er nátt- úrlega bara eins og einhver persóna sé nýdáin. Það segir líka hvað hún er mikilvæg fyrir heiminn, kaþólsku trúna og bara sem bygging. Hún er á heimsminjaskrá UNESCO og hefur verið það lengi. Þetta er snemmgot- nesk bygging. Vagga gotneska stíls- ins er í Frakklandi. Maður getur endalaust þulið upp staðreyndir um mikilvægi hennar. Svo margir merki- legir sögufrægir atburðir sem hafa gerst í kirkjunni. Napóleon Bonep- arte var krýndur þarna, Loðvík fjórt- andi gifti sig þarna, Mitterrand var jarðsunginn þarna,“ segir Laufey. Hún segir að lokum íbúa vera í upp- námi rétt eins og hún sjálf. „Maður grætur, ég get sagt þér það, maður fékk alveg kökk í hálsinn. Ég trúði þessu ekki, ég hélt að þetta væri apr- ílgabb. Þegar ég heyrði þetta í út- varpinu fyrst gat ég ekki trúað þessu. Svo sá ég náttúrlega þegar ég kveikti á sjónvarpinu að þetta var satt. Von- andi ná þeir að stöðva þetta og svo byggja þeir upp aftur.“ Tap á við brunann í Kaupmannahöfn árið 1728 Jónas Haraldsson, sem vinnur í ís- lenska sendiráðinu í París, átti erfitt með að finna orð til að lýsa mikilvægi kirkjunnar þegar Morgunblaðið hafði samband í gær. „Þetta er nátt- úrlega alveg ótrúlegt satt best að segja. Mann eiginlega skortir orð til þess að lýsa þessu,“ sagði Jónas. Spurður um mikilvægi kirkjunnar, segir hann kirkjuna vera eitt af kennileitum Parísar. „Þetta er bara eins og ef Eiffel-turninn myndi falla. Öll sagan, menningarverðmætin og menningarfurinn. Ein fransk-íslensk stelpa sagði við mig að þetta væri eins og handritabruninn í Kaup- mannahöfn,“ segir Jónas og vísar þar til þess þegar fjöldi íslenskra hand- rita glataðist í stórbruna í Kaup- mannahöfn árið 1728. Drottningin sem stendur keik Kristín Jónsdóttir, betur þekkt sem Parísardaman, sagðist vera í al- gjöru sjokki þegar mbl.is hafði sam- band við hana í gærkvöldi. „Þetta er mjög átakanlegt. Ég veit að þetta er ekki manneskja en ég er eiginlega hissa á því hversu mikið þetta fær á mig,“ sagði Kristín í gær- kvöldi. „Þetta er drottningin sem stendur þarna keik. Allur heimurinn á hlutdeild í þessari byggingu. Ég vil meina að fólk elski Notre-Dame, bæði ungir og aldnir,“ segir Kristín og minnist einnig á fjölmargar per- sónur sem tengjast byggingunni órjúfanlegum böndum eins og hringj- arann í Notre-Dame og Esmeröldu. Sjálf ber hún miklar og sterkar til- finningar til byggingarinnar. „Ég fæ alltaf einhvern sting þegar ég sé Notre-Dame. Sama gamla Parísar- stinginn. Þessi spennutilfinning fyrir borginni að vera ástfangin,“ segir hún. „Hún er hjarta Parísar“  Íslendingar í París horfðu á eitt helsta kennileiti borgarinnar brenna Notre-Dame dómkirkjan í París Heimild: Notredamedeparis.fr Hæð turnanna 69 metrar Breidd framhliðar 43,5 metrar Hæð turnspíru 96 metrar Hæð framhliðar fyrir utan turna 45 metrar Heildarflatarmál 5.500 m2 Hornsteinn kirkjunnar lagður 1163 Lýsing á torginu Hlið dómsins Hlið meyjunnar Hlið Sainte-Anne Fjöldi stólpa 75 Norður- turninn Suður- turninn Heildar- lengd 128 m Tréverkið 1.300 eikur eða 21 hektari skóglendis 1 1 2 2 3 3 Kór Kirkjuskip Þverkirkja Milli 12 og 14 milljónir manna vitja dómkirkjunnar árlega Forgarður AFP Í ljósum logum Turnspíra Notre-Dame kirkjunnar varð alelda og hrundi að lokum ofan í kirkjuna. Um tíma var óttast að ekki yrði hægt að stöðva eldinn. Eldur í Notre-Dame

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.