Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019 FALLEG OG VÖNDUÐ LEIKFÖNG úr náttúrulegum efnivið, tré og silki ERUM FLUTT ! á Nýbýlaveg 8 – Portið Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Your Shoes strigaskór Margar gerðir Leður Leðurstrigaskór Verð 12.995 Stærðir 36-42 emmessis.is páskunum Í YFIRRÉTTI (E. HIGH COURT OF JUSTICE) CR-2018-007944 FYRIRTÆKJA- OG EIGNADÓMSTÓLAR (E. BUSINESS AND PROPERTY COURTS) ENGLANDS OGWALES FYRIRTÆKJADÓMSTÓLL (E. COMPANIES COURT) VARÐANDI MARKEL INTERNATIONAL INSURANCE COMPANY LIMITED og VARÐANDI MARKEL INSURANCE SOCIETAS EUROPAEA og VARÐANDI VII. HLUTA BRESKRA LAGA FRÁ ÁRINU 2000 UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OG -MARKAÐI (E. FINANCIAL SERVICES AND MARKETS ACT 2000) HÉR MEÐ TILKYNNIST að Markel International Insurance Company Limited (framseljandi) og Markel Insurance Societas Europaea (framsalshafi) lögðu fram beiðni til fyrirtækja- og eignadómstóla Englands of Wales, fyrirtækjadómstólnum í London (e. Business and Property Courts of England and Wales, Companies Court), (umsóknin) skv. VII. kafla laga um fjármálaþjónustu og -markaði frá árinu 2000 (e. Financial Services and Markets Act 2000) (FSMA), um úrskurði: (1) samkvæmt 111. gr. laganna, sem heimilar áætlun (áætlunin) um framsal til framsalshafa á: (a) öllum vátryggingum (að undanskildum endur- tryggingum) sem hafa verið veittar og/eða yfirteknar af eða fyrir hönd framseljanda gegnum útibú hans í Þýskalandi, Hollandi og á Spáni, (b) tilteknum almennum vátryggingum (að undan- skildum endurtryggingum) sem hafa verið veittar og/eða yfirteknar af eða fyrir hönd framseljanda gegnum útbú hans á Írlandi, aðeins að því marki sem slíkar vátryggingar varða í heild eða að hluta áhættu sem er staðsett innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES-ríki) (öðru en Bretlandi), og (c) tilteknum almennum vátryggingum (að undan- skildum endurtryggingum) sem hafa verið veittar og/eða yfirteknar af eða fyrir hönd framseljanda á grundvelli þjónustufrelsis eða með öðrum hætti gegnum höfuðstöðvar hans í Bretlandi, aðeins að því marki sem slíkar vátryggingar varða í heild eða að hluta áhættu sem er staðsett í EES-ríki (öðru en Bretlandi), ((a), (b) og (c), sem saman mynda framsalið), og (2) sem mæla fyrir um viðbótarákvæði í tengslum við áætlunina skv. 112. gr. og 112. gr. A í lögunum. Umsóknin fór fyrir hr. Snowden, dómara, hinn 28. mars 2019, sem kvað upp úrskurði til staðfestingar á áætluninni, með viðbótarákvæðum í tengslum við áætlunina. Samkvæmt úrskurði hr. Snowden dómara tók áætlunin gildi kl. 00:01 GMT hinn 29. mars 2019. Auk hvers kyns réttar til ógildingar sem kveðið er á um í skilmálum vátrygginga sem falla undir framsalið kunna lög í viðkomandi EES-ríki að veita þér rétt til að ógilda vátryggingu þína á grundvelli áætlunarinnar, ef vátryggingin heyrir undir framsalið með beinum hætti og áhættan sem hún varðar er staðsett í öðru EES-ríki en Bretlandi. Eigir þú slíkan rétt verður þú að nýta hann innan 30 daga frá dagsetningu þessarar tilkynningar eða (sé munur þar á) innan þess tímafrests sem lög viðkomandi EES-ríkis kveða á um. 16. apríl 2019 Norton Rose Fulbright LLP 3 More London Riverside, London SE1 2AQ, Bretland Lögmenn framsalshafa Ekkert bólar á tillögum frá starfs- hópi sem umhverfisráðherra skip- aði í lok desember um það hvort og þá með hvaða hætti takmarka ætti notkun flugelda og hvernig hægt væri að tryggja að slík takmörkun hefði sem minnst neikvæð áhrif á fjármögnun þeirra verkefna sem björgunarsveitir, aðalsöluaðilar flugelda, inna af hendi í þágu al- mennings. Sigríður Víðis Jóns- dóttir, aðstoðarmaður ráðherra, sagði í gær að vinna starfshópsins hefði dregist vegna anna. Í lok mars sagði hún að von væri á tillög- unum fljótlega. Átti að skila 15. febrúar Starfshópnum var ætlað að skila tillögum sínum fyrir 15. febrúar sl. en vegna dráttarins verða engar breytingar á flugeldasölu fyrir næstu áramót og væntanlega óbreytt ástand hvað varðar loft- mengun frá flugeldum. Í reglugerð um skotelda segir að halda skuli fund með innflytjendum skotelda fyrir lok febrúar ár hvert um mögulegar breytingar á sölu. Þar sem það hefur ekki verið gert verð- ur fyrirkomulagið óbreytt í ár. Í starfshópnum eru Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deildarstjóri í um- hverfisráðuneytinu, sem er formað- ur, Jón Gunnarsson alþingismaður og Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir. Svifryksmengun frá flugeldum var mjög mikil um áramótin 2017- 2018 og loftgæði um tíma langt yfir heilsuverndarmörkum, en minni um síðustu áramót. gudmundur@mbl.is Segir annir tefja flugeldatillögur Morgunblaðið/Hari Flugeldar Af þeim stafar mikil svif- ryksmengun og slysahætta. UNICEF á Íslandi selur nú páska- egg sem fyllt eru með hjálpar- gögnum fyrir börn í neyð. Eggin eru hluti af Sönnum gjöfum, sem eru gjafir seldar á vefsíðu UNICEF, og í fréttatilkynningu er haft eftir Stein- unni Jakobsdóttur, kynningarstjóra UNICEF á Íslandi, að eggin hafi fengið afar góðar viðtökur. „Það er virkilega gaman að sjá hvað margir hafa kosið að kaupa eggin okkar, ýmist sem gjöf eða handa sjálfum sér sem viðbót við gamla góða súkkulaðieggið, enda engin nauðsyn að velja bara annað hvort,“ er haft eftir Steinunni. Í boði eru þrjú mismunandi páskaegg. Neyðareggið breytir óhreinu vatni í drykkjarvatn, en það inniheldur 3.500 vatnshreinsitöflur sem hreinsa samtals 17.500 lítra af vatni. Töflurnar verða sendar á svæði þar sem hreint vatn er af skornum skammti. Hjálpareggið læknar vannæringu, það er fyllt með vítamínbættu jarð- hnetumauki sem inniheldur öll nær- ingarefni og vítamín sem vannærð börn þurfa. Þriðja eggið kallast einfaldlega Páskaeggið og það inniheldur 1.500 vatnshreinsitöflur, 15 skammta af jarðhnetumauki, 4 lítra af næringar- mjólk og 50 skammta af næringar- dufti. Páskaegg full af hjálpargögnum Ljósmynd/UNICEF Hjálpareggið Í því er vítamínbætt jarðhnetumauk ætlað börnum. Karlmaður var sýknaður af ákæru um heim- ilisofbeldi í Hér- aðsdómi Reykja- ness á miðviku- daginn í síðustu viku. Eiginkona hans kom fyrir dóminn og naut aðstoðar túlks við að lýsa því yf- ir að hún hefði ekki greint rétt frá atvikum máls- ins fram að þessu og hefði hug á því að draga kæru sína í málinu til baka. Henni var þá tjáð að það væri ekki hægt, en þá sagðist hún ekki vilja ræða málið frekar, þetta hefði verið erfiður tími fyrir hana og eig- inmann hennar, þau hefðu bæði gert mistök sem þau hefðu lært af. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa, 7. janúar 2017, misþyrmt kon- unni á margvíslegan hátt. Konan kærði eiginmann sinn eftir atvikið og var maðurinn handtekinn. Hún fór síðar fram á nálgunar- bann gagnvart manninum, sem var í gildi auk þess sem hann sætti brottvísun af heimili þeirra í sjö mánuði eftir atvikið. Þau búa þó saman í dag. Mat dómara var að þar sem kon- an hefði breytt framburði sínum og engir sjónarvottar væru að verkn- aðinum þætti sekt mannsins ekki nægilega sönnuð. Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi Héraðsdómur Maðurinn var sýknaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.