Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 32
Tenórsöngvarinn Ari Ólafsson kem- ur fram á Kúnstpásu Íslensku óper- unnar í hádeginu í dag ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara. Ari er þekktastur sem flytjandi Eurovision-lagsins Our Choice. Hann hlaut 1. verðlaun í söngkeppni FÍS 2017 og útskrifaðist frá Söng- skólanum í Reykjavík 2018. Ari stundar nú nám við The Royal Aca- demy of Music í London. Tónleik- arnir hefjast í Norðurljósum Hörpu kl. 12.15. Aðgangur er ókeypis. Ari syngur í hádeginu ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 106. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. KR-ingar leika til úrslita um Ís- landsmeistaratitil karla í körfu- knattleik sjötta árið í röð eftir sigur á Þór í Þorlákshöfn í gærkvöld þar sem þeir tryggðu sér 3:1 sigur í ein- vígi liðanna. Það skýrist hinsvegar ekki fyrr en að kvöldi skírdags hvort það verður Stjarnan eða ÍR sem mætir þeim því Stjörnumenn jöfnuðu metin í 2:2 í gærkvöld. » KR-ingar enn komnir í úrslitaeinvígið ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sólin var í hátíðarskapi á heiðskírum himni og bílrúðurnar hömuðust við að ramma inn landslagsmyndirnar sem hvarvetna blöstu við á Holta- vörðuheiði og í Hrútafirði. Draumar blíðir og bjartir Eins og venjulega var staldrað við í Staðarskála, sjoppunni sem sögð er vera miðstöð mannaferða á Íslandi. Þar var fjöldi fólks á þessum fallega vordegi sem tengja má við ljóðið Vorsól eftir Stefán frá Hvítadal: „Ótal drauma blíða og bjarta / barstu vorsól inn til mín. / Það er engin þörf að kvarta / þegar blessuð sólin skín.“ Við þann texta er til fjörlegt lag eftir Björgvin Þ. Valdimarsson sem margir söngvarar hafa spreytt sig á. Þeirra á meðal er Akureyringurinn Óskar Pétursson frá Álftagerði í Skagafirði sem einmitt renndi í hlað þegar tíðindamaður Morgunblaðsins var í vegaskálanum vinsæla. Dellukarlar velja sér bíl við hæfi, Óskar ekur um á Mercedes-Benz E 280 CDI, árgerð 2007, sem hann eignaðist á síðasta ári. Bíllinn sem ber einkanúmerið A 1 er glæsikerra sem var upphaflega í útgerð þýska sendiráðsins á Íslandi en eigend- urnir hafa annars verið nokkrir í tímans rás. Hefur átt óteljandi bíla „Nei, ég syng aldrei á ferðinni; nema hvað ég set stundum geisla- diska í tækið og spila lög og texta sem ég þarf að læra. Mér finnst notalegt að renna svona milli lands- hluta þegar veðrið er gott og um- ferðin mátulega mikil,“ segir Óskar. „Ég hef átt óteljandi bíla um dag- ana, enda vann ég við bílaviðgerðir í áratugi. Í dag eru viðgerðirnar hins vegar tómstundagaman og núna er ég að dunda mér við að gera upp traktor af gerðinni Allis Chalmers, árgerð 1949, frá Vogum í Mývatns- sveit. Er ætlunin að endurgerð verði dráttarvélin sýningargripur í Vog- um, þar sem starfrækt er ferðaþjón- usta.“ Mörg undanfarin ár hefur söngurinn verið aðalstarf Óskars. Í síðustu viku fór hann víða um með Karlakór Rangæinga sem þá hélt vortónleika sína sunnanlands. Í gær söng Óskar svo í jarðarför í Akur- eyrarkirkju, en honum telst til að út- farirnar við kirkjuna sem hann hefur sungið við á síðastliðnum þrjátíu ár- um séu orðnar um 3.000 talsins. Í fullu fjöri „Við Eyþór Ingi Jónsson organisti vinnum vel saman og leggjum alúð í mál; því hver útför er einstök, þó þær renni auðvitað svolítið saman í minninu þegar frá líður. Ég kem aldrei óundirbúinn í jarðarför og æfi mig ef þarf að taka ný lög samkvæmt séróskum,“ segir Óskar sem er einn hinna söngnu og sívinsælu Álfta- gerðisbræðra. „Við erum enn í fullu fjöri og stefnum á stórtónleika í haust,“ seg- ir söngvarinn Óskar Pétursson að síðustu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bíladella Óskar hefur átt marga góða bíla um dagana og ferðast víða, en syngur þó aldrei undir stýri á ferðalögum. Óskar ferðast í vorsól  Söngvarinn frá Álftagerði á landshornaflakki  Hefur sungið við 3.000 jarðarfarir og stórtónleikar haldnir í haust Góð þjónusta í tæpa öld Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 1-4 manneskjur 15.500 kr. 5-8manneskjur 19.500 kr. Verð aðra leið „Þetta var í mínum huga próf. Kar- akterspróf til að sýna úr hverju maður er gerður,“ segir Ómar Ingi Magnússon eftir hálfgerða rússíbanareið sína með íslenska landsliðinu í leikjunum mikilvægu við Norður-Makedóníu í undan- keppni EM. Eftir slæm mistök á loka- sekúnd- unum í fyrri leiknum í Laugar- dalshöll- inni svaraði Ómar heldur betur fyrir sig með því að eiga stórleik í seinni við- ureign þjóðanna í Skopje. »24 Vildi sýna úr hverju hann væri gerður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.